Morgunblaðið - 23.11.1999, Síða 8

Morgunblaðið - 23.11.1999, Síða 8
MORGUNBLAÐIÐ 8 C ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER .1999 KNATTSPYRNA Tíu leikmenn Bayem ' skoruðu þijú mörk Tveir sáu rautt Argentínumaðurinn Claudio Lopez kemur Valencia hér á bragðið gegn Braceiona, sem mátti þola tap í Valencia, 3:1. Reuters ■ Urslit / C11 iStaðan/C11 Ganamaðurinn Tony Yeboah, fyrrum leikmaður Leeds, var í sviðsljósinu um helgina er hann gerði þrennu fyrir Hamborg sem burstaði Arminia Bielefeld 5:0 í þýsku deildinni. Þar með fór Ham- borgarliðið upp í annað sætið, þremur stigum á eftir Bayern Miinchen sem vann stórsigur á Freiburg, 6:1. . Yeboah skoraði mörkin gegn Bi- elefeld á 16., 49. og 74. mínútu. Hin tvö gerðu Roy Praeger og Andre- as Ficher í leik þar sem Hamborg hafði mikla yfirburði frá upphafi til enda. Besti maður Bielefeld, sem hefur ekki unnið í sex síðustu leikj- um, var markvörðurinn Georg Koch sem kom í veg íýrir enn stærra tap liðsins. Bayem Múnceh er óstöðvandi þessa dagana og þrátt fyrir að vera einum leikmanni færri síðasta hálftímann gegn Freiburg náði lið- ið engu síður að gera þrjú mörk á þeim kafla. Markus Babbel var rekinn út af þegar hann fékk aðra áminningu sína í leiknum á 58. mínútu. Lothar Matthaús, sem er að ljúka ferlinum hjá Bayern, skoraði annað mark liðsins, en meiddist undir lokin og varð að fara útaf. „Lothar verður væntanlega að hvfla í eina til tvær vikur. Við lék- um mjög vel og sjálfstraustið var mikið í liðinu, sérstaklega eftir að Babbel var rekinn út af,“ sagði Ottmar Hitzfeld, þjálfari Bayern, sem leikur gegn Rosenborg í Meistaradeildinni annað kvöld. „Það er sárt að tapa 6:1,“ sagði Volker Finke, þjálfari Freibui-g. „Það besta sem við getum gert er að reyna að gleyma þessum leik sem fyrst.“ Eyjólfur Sverrisson var einn besti leikmaður Herthu Berlín sem tapaði óverðskuldað fyrir Ka- iserslautern, 0:1, á heimavelli. Varnarmaðurinn Jeff Strasser skoraði sigurmarkið. Hertha, sem leikur við Barcelona í Meistara- deildinni í kvöld, er komið á hættu- svæði í neðri hluta deildarinnar. Kaiserslautern, sem varð meistari í fyrra, hefur unnið þrjá síðustu leiki sína og er komið upp í sjötta sæti. Botnliðið MSV Duisborg vann fyrsta sigurinn á tímabilinu, vann 1860 Múnchen 3:0. Athletic Bilbao gerði jafnvel bet- ur en Valencia með því að vinna At- letico Madrid 4:2 og missa tvo leik- menn út af með rautt. Joseba Etxeberria og Julen Gueirero komu Bilbao í 2:0 áður en Rafael Al- korta var sýnt rauða spjaldið. Jim- my Floyd Hasselbaink kom Madri- dingum á blað með marki úr víti, en Garlos Garcia og Santiago Ezquer- ro komu Bilbao í 4:1 áður en Veljko Paunvoic minnkaði muninn í 4:2 þegar 15 mínútur voru eftir. Madri- dingar komust ekki lengra þrátt fyrir að Bilbao missti annan leik- mann, Josu Urrutia, út af fjórum mínútum fyrir leikslok. Real Madrid, sem ekki hefur unn- ið á heimavelli síðan í ágúst, náði ekki að snúa blaðinu við gegn Real Sociedad og varð að sætta sig við jafntefli, 1:1. Savio Bortolini náði forystunni íyrir Real Madrid í upp- hafi síðari hálfleiks, en Jose Antonio Pikabeo jafnaði 13 mínútum fyrir leikslok. Madrídarliðið er nú í átt- unda sæti deildarinnar. Deportivo Coruna, sem vann Sevilla 5:2, er í toppsæti deildarinn- ar. Markvörður liðsins, Jacques Songo, kom mikið við sögu, varði vítaspyrnu í fyrri hálfleik og var rekinn af leikvelli fjórum mínútum fyrir leikslok. Pauleta Resendes gerði þrennu fyrir Deportivo. Celta Vigo vann Valladolid 3:1 og er með jafnmörg stig og Deportivo í efsta sæti, en lakara markahlutfall. Valery Karpin gerði tvö marka Celta og Benny McCarthy það þriðja. BARCELONA tapaði þriðja leiknum í röð í spænsku deildar- keppninni um helgina, laut í gras fyrir Valencia á útivelli, 3:1. Þrátt fyrir þjálfaraskiptin hjá Real Madrid virðast ekki mikil bata- merki og liðið gerði aðeins jafntefli, 1:1, við Reai Sociedad á heimavelli. Deportivo og Celta Vigo eru efst í deildínni með 24 stig eftir 12 umferðir. Barcelona lenti 2:0 undir gegn Valencia eftir aðeins 35 mín- útna leik með mörkum frá Claudio Lopez og Adrian Ilie en Boudewijn Zenden náði að minnka muninn mínútu fyrir feikhlé. Síðari hálfleik- ur fór að mestu fram á vallarhelm- ingi Valencia, en án Rivaldos, var leikmönnum Barcelona fyrirmunað að skora. Og það breytti engu þó Valencia missti Daniel Fiagini út af á 75. mínútu. Börsungar pressuðu stíft síðustu mínútumar og var þá fáliðað í vörninni. Það nýtti Gerard Lopez sér er hann komst einn í gegn og gerði þriðja mark Valencia og gulltryggði sigurinn rétt fyrir leikslok. Ekki bætti úr skák fyrir Barcelona, að Dani Garcia var rek- inn út af á lokamínútunni fyrir brot á Andres Palop, markverði Va- lencia. Þrii ðja t< ip Barcelona A 1 i röð | i Juve hafði betur í rísaslagnum JUVENTUS er komið í annað sæti deildarinnar eftir 3:1 sigur á AC Milan í stórleik helgarinnar á Ítalíu. Efsta liðið, Lazio, tapaði stórt í grannaslag gegn AS Roma, 4:1, og er nú aðeins með eins stigs forskot á Juventus. Inter náði loks að sýna sitt rétta andlit og Fiorentina vann fyrsta sigur sinn í tvo mánuði. Juventus hafði tögl og hagldir í leiknum gegn AC Milan frá upphafi til enda. Það var því þvert á gang leiksins er Mílanóliðið komst yfir um miðjan fyrri hálfleik með sjálfsmarki Frakkans Zinedi- ne Zidane. Þetta mark sló Juve ^kki út af laginu því Antonio Conte jafnaði tveimur mínútum síðar með skalla eftir aukaspymu Alessandro Del Piero, sem virðist vera kominn í toppæfingu. Juve hélt uppteknum hætti í síðari hálfleik og aftur var það Del Piero sem var arkitektinn að öðru marki liðsins, sem Filippo Inzagi skoraði. Þriðja markið gerði Júgóslavinn Darko Kovacevic á lokamínútu leiksins rétt eftir að hann kom inn á sem varamaður. Marco Delvecchio og Vincenzo Montella gerðu tvö mörk hvor fyr- ir AS Roma í fyrri hálfleik á móti toppliði deildarinnar, Lazio, sem sá aldrei til sólar fyrir framan 75 þúsund áhorfendur á Ólympíuleik- vanginum í Róm. „Það er erfitt að útskýra tap eins og þetta, sérstak- lega vegna þess að leikurinn var okkur tapaður eftir aðeins tíu mín- útur,“ sagði Svíinn Sven Goran Eriksson, þjálfari Lazio. Þjálfari Roma, Fabio Capello, sagði að það gæti reynst erfitt að leika betur en lið hans gerði í fyrri hálfleik. Stjörnum prýtt lið Inter Milan náði sér vel á strik um helgina og burstaði Lecce, 6:0. Brasilíumað- urinn Ronaldo skoraði fimmta markið, en yfirgaf völlinn vegna hnémeiðsla skömmu síðar. Hann verður líklega frá næstu tvo mán- uði, en þess má geta að hann hefur aðeins leikið tvo heila leiki á þess- ari leiktíð vegna meiðsla. Varnarmaðurinn Moreno Torricelli lék fyrsta leik sinn fyrir Fiorentina eftir sex mánaða hvfld vegna meiðsla. Endurkoma hans reyndist liðinu vel á móti Perugia því það vann fyrsta sigur sinn í tvo mánuði, 1:0. Alessandro Pierini gerði markið með skalla eftir horn- spyrnu Gabriels Batistuta níu mín- útum fyrir leikslok. Parma virðist heldur vera að rétta úr kútnum eftir slaka byrjun, vann liðið Cagliari sannfærandi, 3:1.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.