Morgunblaðið - 23.11.1999, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 23.11.1999, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ __________________________ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 1999 C 9 KNATTSPYRNA „Boro“ í kennslu- stund á Highbury ARSENAL burstaði Middlesbrough, 5:1, og komst í þriðja sæti deildarinnar. Manchester United og Leeds halda sínu striki og eru í efstu sætum deildarinnar. Liverpool gengur að sama skapi allt í haginn, vann Sunderland um helgina og er meðal efstu liða. Leikmenn Arsenal fóru á kostum gegn „Boro“ - einkum voru hol- lensku leikmennirnir hjá Arsenal, Marc Overmars og Dennis Berg- kamp, í miklum ham og skoruðu öll mörk liðsins. Overmars gerði þrennu og Bergkamp tvö mörk. Ar- sene Wenger, knattspyrnustjóri Ar- senal, var himinlifandi með frammi- stöðu liðsins en sagði aðalatriðið að það hefði einnig leikið sterkan varn- arleik. Hann tiltók sérstaklega frammistöðu Emmanuel Petit, sagði að leikmaðurinn hefði verið framúr- skarandi. Overmars var í upphafí leiktíðar sagður líklega á leið frá Arsenal en hann sagðist ekki hafa neinn áhuga á að fara frá félaginu. „Mér líður vel hjá Arsenal og langar að vinna til fleiri verðlauna með lið- inu.“ Bryan Robson, knattspyrnustjóri Middlesbrough, var ekki eins bratt- ur í leikslok og sagði að meiðsli leik- manna hefðu sett strik í reikninginn hjá sér. „Vitanlega var niðurdrep- andi að tapa með þessum hætti og erfitt að afsaka slíka frammistöðu. Leikmenn Arsenal stjórnuðu leikn- um og við áttum á brattann að sækja frá byrjun." Liverpool hefur gengið vel í úr- valsdeildinni í undanförnum leikjum og nú varð Sunderland, sem hafði ekki tapað í síðustu 10 leikjum í deildinni, fyrir barðinu á Michael Owen og félögum. Owen var gagn- rýndur harðlega fyinr frammistöðu sína með enska landsliðinu í síðari leik liðsins gegn Skotum um sæti í Evrópukeppninni en var sagður hafa svarað gagnrýnisröddum með góðum leik og marki gegn Sunder- land um helgina. Fimm breytingar voru gerðar á leikmannahópi liðsins fyrir leikinn gegn Sunderland og í byrjunarliði þess var enginn leik- maður liðsins eldri en 26 ára. Jamie Redknapp, fyrirliði Liverpool, sagði liðið loks á sigurbraut og að sjálfs- traust leikmanna færi vaxandi með hverjum leik. Lítið gengur hjá Chelsea Bradford hefur barist í botnbar- áttu frá upphafí tímabilsins og enn einn ósigurinn var staðreynd er lið- ið tapaði 2:1 fyrir Leeds. Þrátt fyrir slæmt gengi hjá Bradford segir Paul Jewell, knattspyrnustjóri liðs- ins, úrslitin vonbrigði en að leik- menn væru ekki búnir að leggja ár- ar í bát. „Okkur tókst lengi vel að halda leikmönnum Leeds í skefjum og í raun var ekki hægt að biðja um meira því leikmenn lögðu allt í söl- urnar. David O’Leary, knattspyrnu- stjóri Leeds, tók í sama streng og sagði að leikmenn Bradford hefðu gert sínu liði erfitt fyrir framan af leik. Hvorki gengur né rekur hjá Chel- sea í úrvalsdeildinni en fyrir tíma- bilið var liðið sagt líklegt til þess að berjast um efstu sætin í deildinni. Liðið hefur aðeins fengið tvö stig úr síðustu fímm viðureignum og er í 9. sæti deildarinnar. Chelsea gerði l:l-jafntefli gegn Everton um helg- ina og skoraði Tore Andre Flo jöfn- unarmark liðsins skömmu fyrir leikslok. Þrátt fyrir slæmt gengi liðsins að undanförnu er Gianluca Vialli, knattspyrnustjóri þess, bjart- sýnn og segir að liðið eigi enn möguleika á að gera tilkall til titils- ins í vor. „Baráttan í deildinni er jafnari en áður og ekki hægt að bóka sigur gegn neinu liði. Þá er álagið meira vegna leikja í meist- aradeild Evrópu. En það er mikil- vægt að koma liðinu á sigurbraut á ný svo það eigi erindi í baráttu efstu liða.“ Egil Olsen gleymir ekki Tony Cottee George Graham, knattspyrnustjóri Tottenham, sagði að kaupin á 0y- vind Leonhardsen hefðu komið fé- laginu sérlega vel. Leikmaðurinn hefur gert sex mörk fyrir félagið á tímabilinu, þar af sigurmark þess undir lok leiksins gegn Sout- háiúpton um helgina. Með sigri er Tottenham í sjötta sæti deildarinn- ar. „Það er frábært að ná sigri þeg- ar liðið er ekki að leika sérstaklega vel. Leonhardsen hefur reynst okk- ur vel og skorað mikilvæg mörk á tímabilinu." Dave Jones, knatt- spyrnustjóri Southampton, var óhress með niðurstöðu leiksins og taldi að lið sitt hefði orðið af víta- spyrnu er brotið var á Marian Pa- hars í upphafi síðari hálfleiks. Jones sagðist hins vegar ekki gera neinar athugasemdir um ákvörðun dómara leiksins að senda Claus Lundekvam liðsmann Southampton af leikvelli. Tony Cottee leikmaður Leicester gerir Egil Olsen, knattspyrnustjóra Wimbledon, enn skráveifu. Leik- maðurinn gerði þrennu fyrir enska ungmennalandsliðið gegn því norska, sem var undir stjórn 01- sens, fyrir 14 árum og skoraði bæði mörk Leicester sem lagði Wimbledon 2:1 um helgina. „Eg man alltaf eftir mörkunum sem hann gerði gegn norska liðinu og hann sannaði fyrir okkur enn og aft- ur að hann er þefvís á marktæki- færi,“ sagði Olsen um hinn 34 árá gamla leikmann. Martin O’Neill, knattspyrnustjóri Leicester, sem fékk Cottee til félagsins frá liði í Malasíu fyrir þremur árum, sagði að leikmaðurinn kæmi sér sífellt á óvart. „Ég bjóst ekki við að hann gæti leikið vegna meiðsla í ökkla en eins og oft áður reið framlag hans í leiknum baggamuninn," sagði O’Neill. Shearer gagnrýndur Newcastle og Watford gerðu 1:1- jafntefli en bæði liðin eru við botn deildarinnar. Alan Shearer, fyrirliði Newcastle, fékk það óþvegið frá áhorfendum á heimavelli Watford sem töldu að hann hefði brugðist með enska landsliðinu gegn Skotum síðastliðinn miðvikudag og kölluðu „Hvar varstu á miðvikudagskvöld- ið?“ Bobby Robson, knattspyrnu- stjóri Newcastle, brást ókvæða við athugasemdum áhorfenda og sagði að þeir hefðu gert lítið úr Shearer. „Hann hefur lagt allt í sölurnar fyr- ir félagið og landsliðið í mörg ár. Hann átti frábæran leik í dag og átti ekki skilið þá útreið sem hann fékk frá áhorfendum,“ sagði Rob- son. Umdeild brottvísun Manchester United lagði Derby 2:1 og er enn á toppi deildarinnar. Jim Smith, knattspyrnustjóri Der- by, sakaði Gery Neville og David Beckham, leikmenn Mancester United, um að hafa beitt bolabrögð- um með því að fá Stefan Schnoor, leikmann Derby, út af í leik liðanna. Þýski leikmaðurinn fór af velli fyrir tvö gul spjöld fyrir brot á leikmönn- unum með tveggja mínútna millibili í fyrri hálfleik. Smith sagði að dóm- ari leiksins hefði fylgt tilmælum leikmanna Man. Utd. en hefði ekki getað tekið sjálfstæða ákvörðun. Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Man. Utd., var Smith ósammála og Schnoor hefði átt brottreksturinn skilið fyrir ruddalegan leik. ■ Úrslit/C10 ■ Staðan /C10 taéœ FOLK ■ HERMANN Hreiðarsson lék með Wimbledon sem tapaði 2:1 fyrir Leicester í ensku úrvalsdeildinni. ■ GUÐNI Bergsson og Eiður Smári Guðjohnsen léku báðir með Bolton sem vann Grimsby 2:0 í ensku 1. deildinni. ■ LÁRUS Orri Sigurðsson var sem fyrr í liði WBA um helgina en liðið tapaði fyrir Huddersfield 1:0. ■ BJARNÓLFUR Lárusson lék i liði Walsall sem tapaði 2:1 fyrir QPR í 1. deildinni í Englandi. Sigurður Ragnar Eyjólfsson sat á bekknum. ■ MAGNI Blöndal Pétursson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari Vals í knattspyrnu, að því er kemur fram á heimasíðu félagsins. ■ ÓLAFUR Gottskálksson var ekki í marki Hibemian sem tapaði 1:0 íyrir Glasgow Rangers 2:0 í skosku úrvalsdeildinni. ■ KRISTJÁN Finnbogason, sem er í láni hjá belgíska liðinu Lommel, tapaði fyrir Lierse 4:0 um helgina. ■ THOMAS Helmer, sem var lán- aður til Herthu Berlín frá Sunder- land, er hugsanlega á leið aftur til enska liðsins. Leikmaðurinn slasað* ist og er úr leik í átta vikur. ■ RONALDO meiddist í leik með Inter Milan í 6:0 sigri á Lecce um síðustu helgi. Talið var í fyrstu að meiðsli væru ekki alvarleg en við nánari skoðun er talið að hann verði frá í mánuð. ■ THIERREY Henry, leikmaður Arsenal, hefur kveðið niður orðróm franskra dagblaða um að hann hafí ekki aðlagast hjá félaginu. Henry segir þvert á móti að hann sé í himnaríki hjá Arsene Wenger og fé- lögum á Highbury. Þá hefur hann vísað þeim orðrómi á bug að móðir hans búi í lítilli íbúð í París á meðan hann njóti lystisemda Lundúna. Leikmaðurinn segir þvert á móti að hann hafí keypt hús handa henni nærri París. ■ ARSENAL er talið eiga greiðustu leið í næstu umferð ensku bikai'- keppninnar samkvæmt veðbókur- um, en liðið mætir Blackpool. Svip- aða sögu er að segja af Chelsea sem gæti mætt utandeildarliðinu Hayes, sem þarf að vinna Hull til þess að eiga möguleika á að mæta Gianluca Vialli og félögum í 3. umferð keppn- innar. Di Canio gagnrýndur DANNY Wilson, knatt- spyrnustjóri Sheffleld Wed- nesday, gagnrýndi Paolo Di Canio, fyrrum leikmann liðs- ins, sem nú leikur með West Ham, að loknum leik liðanna um helgina. West Ham vann leikinn 4:3. Wilson gagnrýndi Di Canio fyrir leikaraskap er Danny Sonner var rekinn út af fyrir brot á leikmanninum. Di Canio, sem var fyrirliði West Ham í leiknum, lék með Sheff. Wed. allt þar til hann réðst gegn Paul Alcock, dóm- ara, í leik með liðinu á síð- asta keppnistfmabili. Hann lék ekki mcira með liðinu og fannst að forráðamenn liðs- ins hefðu ekki sýnt sér stuðn- ing. Hann var skömmu síðar seldur til West Ham. Di Canio svaraði gagnrýni Wil- son fullum hálsi og sagði að Sonner hefði ekki skeytt um boltann er hann braut á sér. Staða Sheffield Wednesday er erfið á botni úrvalsdeildar, en liðið náði tvívegis forystu í leiknum. Wilson sagði að úr- slitin sýndu að liðið væri lán- laust þrátt fyrir baráttu leik- manna þess. Þeir voru í hlutverki yfirkennara. Hollensku leikmennírnir hjá Arsenal, Marc Overmars og Dennis Bergkamp, skoruðu öll mörk Arsenal gegn „Boro“ - Overmars þrjú, Bergkamp tvö.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.