Morgunblaðið - 10.12.1999, Page 4
4
ÍÞRómR
Glæsiferli Barkley
sennilega lokið
■ ARON Kristjánsson og félagar
hans í danska liðinu Skjern töp-
uðu fyrir Viborg, 22:21, í dönsku
1. deildinni í handknattleik í
fyrrakvöld. Aron skoraði fimm
mörk í leiknum.
■ HANS Petter Buuras, ólympíu-
meistari í svigi frá Noregi, meidd-
ist á æfingu í gær, tognaði liðb-
and, og verður frá keppni næstu
tvær vikurnar. Hann tekur því
ekki þátt í svigmóti heimsbikar-
sins í Madonna di Campiglio á
mánudagskvöld.
■ KRISTINN Björnsson keppir í
sviginu í Madonna di Campiglio á
mánudaginn. Hann verður vænt-
anlega með rásnúmer í kringum
30. Svigið fer fram í flóðljósum og
verður sýnt beint á Sýn og hefst
fyrri umferðin kl. 17.00.
■ MICHELA Dorfmeister frá
Austurríki sigraði í stórsvigi
heimsbikarsins sem fram fór í Val
d’Isere í Frakklandi í gær.
■ KJELL INGE Brátveit, aðstoð-
arþjálfari Viking frá Stavangri,
verður líklega eftirmaður Teits
Þórðarsonar sem landsliðsþjálf-
ari Eistlands og Flora Tallinn.
Hann mun vera í viðræðum við
Eistlendinga um þessi mál.
■ ÞRÁINN Hafsteinsson var
kjörinn í stjórn frjálsíþróttadeild-
ar ÍR á aðafundi deildarinnar í
vikunni.Er þetta í fyrsta skipti
sem hann situr í stjórn deildarinn-
ar, en hann hefur verið aðalþjálf-
ari hennar undanfarin ár. Þráinn
hefur rifað seglin í þjálfuninni.
■ EINNIG voru kjörnir í stjórn
með Þráini, Katrín Atladóttir,
Anna Sigurjónsdóttir, Stefán
Halldórsson og Sigurlaug Magn-
úsdóttir. Mikið jafnræði er
stjórnarmönnum og enginn þeirra
er formaður deildarinnar, en þau
munu skipta með sér verkum við
einstök verkefni. Ljóst mun hins
vegar vera að Katrín sér um fjár-
málin.
mun sakna hans mikið,“ sagði
O’Neal.
Stórleikur miðvikudagkvölds var
viðureign tveggja bestu liðanna
þegar O’Neal og félagar hans í Lak-
ers sóttu Sacramento heim. Heima-
liðið hafði forystu nær allan leikinn
og vann sannfærandi, 103:91. Sacra-
mento stöðvaði sex leikja sigur-
göngu Lakers og vann einnig sinn
sjöunda leik á heimavelli. Chris
Webber var stigahæstu heima-
manna með 20 stig. „Þessi sigur
kemur okkur ekkert á óvart. Við
ætlum okkur stóra hluti í vetur og
mér er persónulega sama um hver
mótherji okkar er. Við höfum trú á
að við getum unnið hverja sem er,“
sagði Webber í leikslok. Kobe
Bryant og Shaquille O’Neal skoruðu
báðir 27 stig fyrir Lakers, en vara-
menn Sacramento skoruðu 48 stig
gegn 16 stigum varamanna Lakers.
Chicago Bulls tapaði fímmtánda
af sextán leikjum sínum gegn
Cleveland, 93:107. Þetta er versta
byrjun Bulls í sögu félagsins. Þess
má geta í lokin að Philadelphia
76ers vann Houston, 83:73, í leikn-
um þegar Barkley meiddist.
Landsliðið á sex þjóða mót í Hollandi
Þorbjöm
ÞORBJÖRN Jensson, þjálfari
íslenska landsliðsins í hand-
knattleik, tilkynnti val sitt á
landsliðshópnum sem heldur
til þátttöku í móti sex þjóða í
Hollandi í næstu viku. Liðið er
eingöngu skipað leikmönnum,
er leika með íslenskum félags-
liðum, því ekki var unnt að fá
íslendinga erlendis lausa í
verkefnið, sem felur í sér fimm
leiki á jafnmörgum dögum.
*§%orbjörn sagði að meginmark-
w* mið hans í mótinu væri að
kynnast því hvaða leikmenn eru í
stakk búnir til að skipa laus sæti í
landsliðshópnum, sem tekur þátt í
úrslitakeppni Evrópumótsins í
Króatíu í lok janúar. „Þetta eru
fímm leikir á fimm dögum og ég veit
af reynslunni hvernig það var. Það
reyndi virkilega á er á leið, í þriðja
leik og eftir hann. Eg vil sjá hverjir
eru í stakk búnir að taka þátt í
þessu móti til loka. Það er enginn
vandi að vera góður í einum leik, en
það er mjög erfítt aðstanda sig vel í
fimm leikjum í röð. Eg vil sjá hverj-
ir þola þetta," sagði Þorbjöm.
Þjóðirnar, sem leiða saman hesta
•sína í mótinu, eru Italía, Sádí-Ara-
bía, Pólland og Egyptaland auk
gestgjafanna og f slendinga.
Bjarki hvílist og Birkir ívar
gaf ekki kost á sér
Þorbjörn sagðist hafa gert sam-
komulag við Bjarka Sigurðsson,
leikmann Aftureldingar og marg-
reyndan landsliðsmann, um að
hann færi ekki tO Hollands. Bjarki
er með brotið bátsbein og rifínn
lærvöðva, en lék eigi að síður með
liði sínu um síðustu helgi og gerði
þá tólf mörk.
Þorbjöm kvaðst jafnframt hafa
íhugað að velja Birki ívar Guð-
mundsson, markvörð Stjörnunnar,
Á hópinn, en að hann hafi ekki getað
gefið kost á sér vegna anna í námi.
Daníel Ragnarsson, leikmaður
Vals, er eina örvhenta skyttan í
hópnum. Er Þorbjörn var spurður
um úrval slíkra leikmanna í deildar-
keppninni á íslandi, sagði hann:
„Það eru ekki margar frambærileg-
ar örvhentar skyttur í deildinni.
Það var svolítið erfitt að velja í
þessa stöðu og hugsanlega verð ég
að leysa vandann með því að láta
rétthenta skyttu leika í þessari
stöðu,“ sagði Þorbjöm.
A fundi með fréttamönnum í gær
>var Þorbjörn einnig spurður um
valið á Alexander Arnarsyni, línu-
manni HK, en ekki Sigfúsi Sigurðs-
syni, sem gegnir sama hlutverki hjá
Val. „[Sigfús] hefur ekki leikið bet-
ur en Alexander og er engan veginn
tilbúinn til að koma inn í landsliðið á
þessum tímapunkti," sagði þjálfar-
inn.
Eitt sæti er enn laust í landsliðs-
hópnum. Þorbjörn sagðist ætla að
tilkynna hver yrði fyrir valinu á
sunnudag eða mánudag. „Það verð-
ur örugglega skyttustaða, ef ég fylli
í skarðið."
Landsliðshópur Þorbjörns er
þannig skipaður: Markverðir em
Reynir Þór Reynisson, KA, Sebast-
ían Alexandersson, Fram, og Berg-
sveinn Bergsveinsson, UMFA.
Aðrir leikmenn eru Ingimundur
Ingimundarson^ Olafur Sigurjóns-
son og Ragnar Oskarsson, IR, Am-
ar Pétursson og Hilmar Þórlinds-
son, Stjörnunni, Sverrir Björnsson
og Alexander Amarson, HK, Guð-
jón Valur Sigurðsson, KA, Valgarð
Thoroddsen, Víkingi, Njörður
Amason, Fram, Daníel Ragnar-
sson, Val, og Magnús Már Þórðar-
son, UMFA.
Reuters
Charles Barkley, einn litríkasti leikmaður NBA-deildarinnar.
EINUM farsælasta keppnisferli leikmanns í NBA-deildinni er
sennilega lokið. Charles Barkley hafði ætlað að leika út keppn-
istímabilið með Houston Rockets áður en hann legði skóna á hill-
una, en sú áætlun hans varð að martröð í Fíladelfíuborg á mið-
vikudagskvöld þegar hann meiddist illilega á hné.
Barkley var ákaft fagnað fyrir
leik Philadelphia og Houston,
en þetta hefði verið síðasti leikur Sir
mgm Charles í borginni
Gunnar þar sem hann lék sín
Valgeirsson fyrstu átta keppnis-
skrifarfrá tímabil. á áttundu
Bandaríkjunum mínútu ieiksins féll
hann illa eftir tilraun til að verja
skot undir körfunni. Hann var færð-
ur til læknisherbergisins þar sem
skoðun leiddi í ljós að hann var með
slitna sin í vinstra hné.
Þegar í ljós kom að bati myndi
taka a.m.k. sex mánuði hringdi hann
í eiginkonu sína og sagði að ferlinum
væri lokið. Hann fór svo á hækjum
til varamannabekkjar Houston þai-
sem hann sat til leiksloka. Eftir leik-
inn talaði hann við fréttamenn. Að
venju gerði hann grín, en Barkley
var einn vinsælasti leikmaðurinn í
deildinni meðal fréttamanna. „Kyn-
líf er sjálfsagt úr sögunni í kvöld hjá
mér. Ég vildi bara láta ykkur vita
það í upphafi," byrjaði hann, en
breytti þó um tón fljótlega.
„Stóri maðurinn uppi er víst að
senda mér skiiaboð í kvöld að ég
ætti að enda keppnisferilinn þar
sem hann hófst. Það er sjálfsagt
ekki tilviljun að margir sem sáu
leikinn í kvöld sáu einnig fyrsta leik-
inn minn,“ bætti hann við. Þess má
geta að Barkley er mjög vinsæll í
Fíladelfíuborg, en þar býr hann á
sumrin. „Ég er að sjálfsögðu vons-
vikinn að þetta kom fyrir, en ég held
að þetta hafi bara átt að gerast
svona. ég á of margar góðar minn-
ingar frá keppnisferlinum og ég
ætla ekki að láta þetta atvik skyggja
á það í kvöld,“ sagði hann í lokin.
Líkami Barkley gafst loks upp
eftir fimmtán ára feril. Hann lék
fyrst með þeim Moses Malone og
Julius Erwing eftir að hann kom inn
í NBA deildina frá Auburn háskól-
anum í Alabama. Hann vai’ seldur til
Phoenix Suns 1992 þar sem hann
komst loks í lokaúrslitin árið eftir.
Það ár vann hann einnig titilinn
„leikmaður ársins". Fyrir rúmum
tveimur árum síðan var hann loks
seldur til Houston þar sem hann
lauk ferlinum.
Barkley var þekktastur fyrir
hetjulega baráttu við mun hærri
leikmenn undir körfunni. Hann
vann frákastatitilinn 1987 og var áv-
allt meðal frákasthæstu leikmanna
á hverju keppnistímabili. Hann er
einn af þremur leikmönnum í sögu
deildarinnar sem náðu að skora 20
þúsund stig, taka tíu þúsund fráköst
og senda fjögur þúsund stoðsend-
ingar. Hinir tveir eru Wilt Cham-
beriain og Kareem Abdul Jabbar.
Barkley skoraði alls 23.755 stig og
tók 12.545 fráköst. Hann lék níu
sinnum í NBA stjömuleiknum.
Shaquille O’Neal var spurður um
Barkley að loknum leik Sacramento
og Los Angeles Lakers. „Charles
var ekki hár í loftinu, en hann bætti
það upp með mikilli hörku og geysi-
legu keppnisskapi. Hann er einn af
bestu leikmönnum fyir og síðar. Ég
. KORFUKNATTLEIKUR / NBA-DEILDIN
HANDKNATTLEIKUR
valdi „Is-
lendinga“