Morgunblaðið - 14.12.1999, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 14.12.1999, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 1999 C 3 ÍÞRÓTTIR Reuters Örn Arnarson styngur til sund í 100 m baksundi á Evrópumeistaramótinu í Lissaborn, þar sem hann kom í mark sem sigurvegari á 53,13 sek. Elsti meist- arinn afhenti Emi gullið ÞEGAR Öm sigraði í 100 raetra baksundinu á fóstudag tók hann við gullverðlaunum sínum úr hendi Marie Smith-Vierdag, en hún er elsti Evrópumeistarinn sem enn er á lífi. Hún er Hollend- ingnr, 94 ára gömul og sigraði í 100 metra flugsundi árið 1927 en þá var keppt í Bologna á Italíu. „Eg og breska stúlkan Joyce Cooper komum hnífjafnar í mark og menn vom lengi að velta því fyrir sér hvað ætti að gera. Síðan var ákveðið að við skyldum synda aftur, við tvær. Ungfrú Cooper sagði þá: Nei, ég er of þreytt. Þar með varð ég Evrópumeistari," sagði Smit-Vierdag, sem hefur verið blind síðustu tvo áratugi. Klim tvíbætti heimsmetið MICHAEL Klim, sundmaður frá Ástralíu, tvíbætti heimsmetið í 100 metra flugsundi á ástralska meistaramótinu sem fram fór í Canberra um helgina. Hann synti á 52,03 sekúndum í undanrásum á föstudag og síðan á 51,81 sek. í úrslitum á sunnudag. Klim er 22 ára og hefur sett sjö heimsmet í 25 metra laug á árinu. Alþjóða sundsambandið á eftir að stað- festa heimsmet hans um helgina. Svíar sigursælir SVIAR unnu flest gullverðlaun á Evrópumeistáramótinu í sundi sem lauk í Lissabon í Portúgal á sunnudag. Hlutu samtals tiu gull, sem var hclmingi meira en næstu þjóðir, Þýskaland og Ukraína. Theresa Alshammer var sigur- sælust Svía, vann fern gullverð- laun og bætti heimsmetin bæði í 50 og lOO inetra skriðsundi kvenna. Úkraínska stundkonan Jana Klochkova í fjórum greinum, 200 og 400 metra fjórsundi og 400 og 800 metra skriðsundi. Sannköll uð hetja FYRIR réttu ári eignuðust ís- lendingar hetju á sviði íþrótta, Öm Arnarson, sundmann úr Hafnarfirði. Þá varð hann Evr- ópumeistari í sundi, fyrstur Is- lendinga, er hann kom fyrstur í mark í 200 metra baksundi á Evrópumeistaramótinu í 25 metra laug í Sheffield. Hafi einhver efast um hæfileika og getu þessa yfirvegaðra sund- manns þá hlýtur efinn að hafa minnkað við fregnir nýliðinnar helgar. Þá vann Órn eitt mesta íþróttaafrek íslenskrar íþrótta- sögu. I fyrsta lagi varði hann Evrópumeistaratign sína í 200 metra baksundi og í öðru lagi varð hann Evrópumeistari í 100 metra baksundi á Evrópumeistaramót- inu 25 metra laug í Lissabon í Portúgal. Afrek Amar er eitthvað sem engum íslenskum íþrótta- manni hefur áður tekist á Evrópu- meistaramóti, þ.e. að verja tign sína og gera um leið gott betur og bæta annarri í safnið. Næst þessu kemur titilvöm Gunnars Huseby á EM í frjálsíþróttum 1950 þegar Gunnar varði tign sína í kúluvarpi. Það er mikið afrek að verða Evrópumeistari í sinni keppnis- grein en það er enn meira afrek að mæta til leiks og verja tign sína, allir vilja vinna meistarann, velta honum úr hásæti sínu. Öm varði tign sína í 200 metra baksundi sl. föstudag og mætti til leiks að nýju daginn eftir og lagði grunn að sigri í 100 metra baksundi, sigri sem honum féll í skaut á sunnu- dag. Hann stóðst álagið sem fylgir því að vera í fremstu röð, mæta til leiks og vera fremstur meðal jafn- ingja. Álagið er gríðarlegt enda segir Öm í samtali við Morgun- blaðið í dag að hans andlegu ekki síður en líkamlegu kraftar hafi verið á þrotum að keppni lokinni á sunnudaginn. Islendingar eiga fáa afreks- menn í íþróttum, e.t.v. eru þeir ekki fáir sé miðað við höfðatöluna góðu, en hvað sem því líður þá er það ljóst að Islendingar eiga enn færri hetjur. Örn er hetja sem ís- lenska þjóðin á að vera stolt af og um leið gera til hans kröfur því hann gerir óendanlegan kröfur til sjálfs sín. Hann er atvinnumaður í íþrótt- um, hans lifibrauð er byggt upp á þrotlausum æfingum með það að markmiði að ná árangri á stórmót- um. Hann hefur einnig lært af því sem rangt hefur verið gert og er þess skemmst að minnast þegar hann sagði í samtali við Morgun- blaðið í haust að það hefðu verið mistök að velja ekki á milli Evróp- umeistaramóts unglinga og full- orðinna sem voru haldin nærri hvort ofan í öðru sl. sum- ar. A EM unglinga varð Öm Evrópum- eistari í einni grein og vann silfur í ann- arri áður en veik- indi vegna lélegs kosts í Moskvu settu strik í reikninginn og komu í veg fyrir ein verðlaun til viðbótar. Þegar við veikindin bættist þreyta eftir langt úthald er til Istanbúl kom, á EM fullorðinna, snerust vopnin í höndum Amar og niður- staðan varð vonbrigði. Af þessu hafa Örn og Brian, þjálfari hans, lært, það má glöggt sjá þegar dag- skrá næsta árs, Ölympíuársins, er skoðuð. Á dagskánni er einn há- punktur, Ólympíuleikarnir í Sydn- ey, þar verður allt lagt undir og keppt á fáum öðrum mótum um leið og áhersla verður lögð á að breyta æfingum til þess að vera sem best undir keppni í 50 metra laug búinn. Árangur Arnar og þjálfara hans í Lissabon er uppskera þrotlausr- ar vinnu til margra ára. Því skal eigi gleyma að Öm er aðeins 18 ára síðan 31. ágúst. Hann var yngstur keppenda í úrslitum 100 og 200 metra baksundinu á EM en stíll hans og tækni bentu ekki til þess að þar væri unglingur á ferð. Og það var einmitt tæknin sem tryggði honum öðm fremur gullin tvö. Stíll hans og tækni bar af og undirstrikar um leið þá gríðarlegu elju sem lög hefur verið við æfing- ar undanfarin ár þar sem hverju smáatriði hefur verið sinnt af alúð. Það gildir þegar komið er út í keppni á meðal þeirra bestu, þá getur hvert smáatriði rið- ið baggamuninn og kannski var það einhver erfið æfing sem endurtekin hefur verið æ ofan í æ sem skilaði sigrinum í 100 metra baksundinu þar sem aðeins munaði fjómm hundraðshlutum úr sekúndur á Emi og silfurverðlaunahafanum. Öm æfir sund í 30 til 40 klukku- stundir á viku. Hann hefur áram saman verið ákveðinn í að ná árangri, ekki aðeins hér á landi, heldur blanda sér í hóp þeirra bestu í heiminum. Fyrir fjómm ámm sagði Örn í samtali við Morgunblaðið að hann langaði til þess í framtíðinni að keppa á Ól- ympíuleikum. „Til þess verð ég að bæta mig verulega á næstu ár- um,“ sagði hann þá. í dag er það aðeins formsatriðið að ná lág- marki til þátttöku á leikunum. Hann þarf einungis að stinga sér til sund í 50 metra laug, hann þarf ekki að gera sitt besta til þess að tryggja sér farseðilinn, það næst- besta dugir, slíkar hafa framfar- irnar verið. Örn er kominn í fremstu röð í baksundi í heiminum en hann ætl- ar sér lengra. Hann sagði fyrir þremur ámm að það væri full- komlega raunhæft að hann yrði einn fremsti sundmaður Evrópu og heims sem ynni til verðlauna á Olympíuleikunum í Aþenu 2004. Þá var hann annar besti bak- sundsmaður síns aldursflokks í Evrópu. „Hvers vegna ætti ég að dragast aftur úr þótt ég verði eldri?“ Já, af hverju, það er ekkert lögmál. Þegar Örn lét hafa þetta eftir sér hafði hann átt í keppni við Þjóðverjann Sebastian Halgash. Sá er árinu eldri og verið Emi fremri í Evrópumeistaramótum unglinga. Á sunnudaginn snemst hlutverkin við. Öm vann 100 metra baksundið, en Halgash varð sjötti á svipuðum tíma og nægði Erni til fjórða sætis í sömu grein á EM fullorðinna í Sheffield. Enginn skyldi freistast til þess að gera lítið úr afreki Amar Arn- arsonar í Lissabon. Hann varð tvöfaldur Evrópumeistari bak- sundi í 25 metra laug. Það kostar ómælt erfiði að standa á efsta palli í íþrótt sinni og skiptir þar engu máli hversu löng sundbrautin er. Menn vom ekki að hefja keppni í sundi í 25 metra laug í síðustu viku, þótt e.t.v. sé saga Evrópu- meistaramótanna í 25 metra laug ekki löng. Met hafa þó verið skráð í sundgreinum í 25 metra laug um margra áratugaskeið. Við lok þessarar þúsaldar eiga íslendingar glæsilega íþrótta- hetju sem lætur verkin tala. Hún skín skært og á mikla möguleika á að láta ljós sitt skína skært langt inn á nýtt árþúsund. Hetjan er um leið fyrirmynd unglinga fyrir ein- urð, ákveðni og hógværð og sönn- un þess að með vilja og reglusemi er hægt að komast í fremstu röð í heiminum. Ivar Benediktsson Við lok þessarar þúsaldar eiga ís- lendingar glæsilega íþróttahetju sem lætur verkin tala

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.