Morgunblaðið - 18.12.1999, Side 1

Morgunblaðið - 18.12.1999, Side 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA 1999 ■ LAUGARDAGUR18. DESEMBER BLAÐ West Ham í vanda statt ENSKA úrvalsdeildarliðið West Ham er í vanda, því komið hefur í ljðs að það tefldi frain ólögleg- um leikmanni gegn Aston Villa í deildabikar- keppninni í vikunni. West Ham vann leikinn eftir vítaspyrnukeppni en nú gæti svo farið að Aston Villa yrði dæmdur sigrir ellegar að leikur liðanna verði háður að nýju. Komið hefur í Ijós að West Ham skipti inn á varamanni sex mínútum fyrir lok framlengingar, en sá var ekki gjaldgengur í keppnina. Hann heitir Manny Omoyimni og hafði tekið þátt í deildabikarkeppninni fyrri á leiktíðinni er hann var í láni hjá Gillingham. Enska knattspyrnusambandið hefur málið nú til meðferðar, en skýrt er í lögum að leikmaður má ekki leika með fleiru en einu liði í hverri keppni á vegum sambandsins. Byrjar Sigurður Ragnar? SIGURÐUR Ragnar Eyjólfs- son verður að öllum líkind- um í byrjunarliði Walsall í dag í fyrsta sinn á leiktíð- inni. Walsall mætir Barnsley á útivelli í 1. deildinni og stefnir að sigri, enda staða liðsins slæm við botn deild- arinnar. Sigurður Ragnar hefur verið viðloðandi lið Walsall í mestallan vetur en skort herslumuninn til að tryggja sór sæti í byrjunarliðinu. Hins vegar hefur frammi- staða hans að undanfömu með varaliðinu styrkt mögu- leika hans; fyrst skoraði hann þrjú mörk fyrir hálf- um mánuði og svo tvö mörk í leik með varaliðinu nú í vikunni. Mörkin tvö skoraði Sigurður í fyrri hálfleik og var tekinn af velli í ieikhléi. Þykir það benda til þess að Ray Graydon, síjóri Walsall, hyggist beita Sigurði í fremstu víglínu í dag. Ríkharður Daðason í baráttu við frönsku varnarmennina Laurent Blanc og Liiian Thuram í leik Frakka og íslendinga í París í haust. Barker ekki til Stoke Ríkharður féll læknisskoð- un hjá HSV RÍKHARÐUR Daðason, sem seldur var í fyrri viku frá norska fé- laginu Viking í Stavangri til þýska stórliðsins Hamburger Sport- verein fyrir um 80 milljónir króna, stóðst ekki læknisskoðun þýska liðsins í gær og virðist salan því gengin til baka. Sam- kvæmt norskum fjölmiðlum bendir allt til þess að Ríkharður leiki áfram með Viking á næstu ieiktíð. Forsvarsmenn enska knatt- spyrnuliðsins Stoke City, ís- lenskir og breskir, hafa vísað sögu- sögnum á bug þess efnis, að félagið sé á höttunum eftir Richard Bark- er, sóknarmanni Macclesfield Town. A heimasíðu Stoke City á Netinu kemur fram að Stoke hafi verið viðloðandi hugsanleg kaup á leikmanninum á hálfa milljón sterl- ingspunda. Barker þessi er 24 ára og lék áður með Sheffield Wednes- day í ensku úrvalsdeildinni. Hann hefur gert þrettán mörk á leiktíð- inni. Onnur félög eru sögð hafa áhuga á leikmanninum, t.d. Wigan, Norwieh, Bristol Rovers og Stock- port. John Rudge, yfii-maður knatt- spyrnumála hjá Stoke, sagði að fé- lagið hefði ekki falast eftir Barker. Guðjón Þórðarson, knattspyrnu- stjóri Stoke City, fór með lið sitt til Lilleshall, staðar sem er í eigu enska knattspyrnusambandins, til að búa það undir viðureign á heima- velli við Bristol Rovers í dag. Æf- ingaaðstaðan að Lilleshall þótti sleppa vel frá frostinu, sem ríkt hefur í Englandi að undanförnu. Lið Stoke hefur ekki háð kappleik í tíu daga og sagði Guðjón í samtöl- um við fjölmiðla að það hefði verið kærkomin hvíld. „Þetta hlé var af hinu góða. Leikmennirnir hafa lagt hart að sér við æfingar að undan- förnu og við höfum getað gert nokkrar tilraunir," sagði Guðjón. Stoke City dróst gegn Oldham At- hletic í annarri umferð bikarkeppni neðri liða. Viking og HSV komust að sam- komulagi um kaupin á Rík- harði í síðustu viku, en skv. venju eru slíkir samningar háðir fyrir- vara um að leikmaður standist læknisskoðun á vegum kaupanda. Sú skoðun fór fram í Hamborg í gær og þar komu fram hnémeiðsli sem Þjóðverjarnir mátu svo al- varleg að kaupin gengu til baka. Ríkharður heldur til Stavanger á morgun til fundar við forráða- menn Viking um stöðu mála, en Aftenblad, sem gefið er út í Stav- anger, segir ekki loku fyrir það skotið að af kaupunum verði. Þó sé líklegt að forráðamenn HSV vilji láta reyna á hvort hnémeiðsl- in hamli Ríkharði í leik og því muni hann líklega leika með Vik- ing á næstu leiktíð í norsku úr- valsdeildinni. Samningur Ríkharðs við HSV var til þriggja og hálfs árs, eða til loka leiktíðarinnar 2003. Sam- kvæmt norska netmiðlinum Nettavisen átti hann að færa leik- manninum um 40 milljónir í árs- laun. HSV er sem stendur í þriðja sæti þýsku 1. deildarinnar. FABIO CAPELLO AÐ KOMA ROMA í FREMSTU RÖÐ/B2

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.