Morgunblaðið - 18.12.1999, Side 2
2 B LAUGARDAGUR18. DESEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
4
URSLIT
nanaKnatueiKur
l'sland - Pólland 21:23
Sex þjóða handknattleiksmótið í Haarlem,
Hollandi. Fimmtudaginn 17. desember 1999.
Mörk íslands: Ragnar Oskarsson 7/2, Guð-
jón Valur Sigurðsson 5, Alexander Arnarson
2, Ingimundur Ingimundarson 2, Valgarð
Thoroddsen 2, Magnús Már Þórðarson 2,
Arnar Pétursson 1.
Sebastían Alexandersson lék allan tímann í
marki Islands. Aðrir sem komu við sögu í
leiknum voru Hilmar Þórlindsson, Daníel
Ragnarsson og Sverrir Björnsson.
Úrslit til þessa á mótinu:
ísland - Ítalía.................20:20
Holland - Rúmenía ..............29:22
Pólland - Egyptaland ...........28:27
ísland - Rúmenía................23:22
Egyptaland - Holland............24:22
Pólland - Ítalía................20:24
ísland - Pólland................21:23
Holland - Ítalía ...............15:20
■Úrslit úr leik Egypta og Rúmena voru
ekki kunn í gærkvöldi.
Staðan:
Ítalía 5 stig; Pólland 4, ísland 3, Egyptaland
2, Holland 2, Rúmenía 0.
Körfuknattleikur
KFÍ - Haukar 82:77
íþróttahúsið Torfnesi á ísafírði, íslandsmót-
ið í körfuknattleik (Epson-deildin):
Gangur leiksins: 0:2, 9:10, 19:20, 31:29,
36:36, 43:38, 48:38, 57:44, 68:52, 68:62, 72:70,
79:73, 82:77.
Stig KFÍ: Clifton Bush 33, Vincos Pateli 15,
Halldór Kristmundsson 13, Tómas Her-
mannsson 9, Baldur Jónasson 8, Pétur Sig-
urðsson 2, Þórður Jensson 2.
Fráköst: 20 í vörn - 8 í sókn.
Stig Hauka: Jón Arnar Ingvarsson 18, Ingv-
ar Þ. Guðjónsson 18, Marel Ö. Guðlaugsson
17, Bragi H. Magnússon 13, Guðmundur L.
Bragason 11.
Fráköst: 19 í vörn -17 í sókn.
Dómarar: Sigmundur Herbertsson og
Björgvin Rúnarsson. Sæmilegir.
Áhorfendur: 200.
1. deild:
ÞórÞ.-Valur ....................75:73
Knattspyma
England
1. deild:
Tranmere - Norwich................1:2
Wolves - Birmingham...............2:1
2. deild:
Bristol City - Wycombe ...........0:0
Colchester - Luton ...............3:0
3. deild:
Northampton - Plymouth...........1:1
York - Southend ..................2:2
Frakkland
Bordeaux - Rennes ................1:0
Sylvain Wiltord 51.
Auxerre - Paris Saint Germain ....1:0
Gerald Baticle 80.
Þýskaland
Werder Bremen - Bayern Miinchen ... .0:2
Carsten Jancker 71., Paulo Sergio 82. Rautt
spjald: Dieter Eilts (Werder Bremen) 79.
36.000.
Arminia Bielefeld - Stuttgart.....1:2
Jörg Boehme 60. - Sean Dundee 75., 82.
13.100.
Belgía
Bikarkeppnin:
Standard Liege - Westerlo.........2:1
NBA-deildin
Leikir í fyrrinótt:
Washington - New Jersey.......108:104
Atlanta - LA Lakers............88: 95
Miami - Milwaukee.............95: 96
Dallas - New York..............93:100
Denver - Sacramento ..........116:106
Seattle - Portland ............81:107
Golden State - Detroit........108:116
Skíði
Brun kvenna
St Morítz, Sviss.r
Isolde Kostner (Ítalíu) 1.37,81
Regina Hausl (Þýskaland) 1.37,89
Spela Bracun (Sloveníu) 1.38,03
Renate Goetschl (Austur.) 1.38,12
Michaela Dorfm. (Austur.) 1.38,25
Meretc Fjeldavlie (Noregi) 1.38,30
Brun karla
Val Gardena, Ítalía:
Kristian Ghedina (Ítalía) 2.02,99
Josef Strobl (Austurríki) 2.04,34
Ed Podivinsky (Kanada) 2.04,37
Fritz Strobl (Austurríki) 2.04,38
Stephan Eberh.r (Austu.i) 2.04,43
Hermann Maier (Austur.) 2.04,44
IIM HELGINA
Körfuknattleikur
Laugardagur:
1. dcild karla:
Smárinn: Breiðablik - ÍR.............16
Sunnudagur:
Úrvalsdeildin:
Njarðvík: Njarðvík - Tindastóll......16
Keflavík: Keflavík - KFÍ ............20
Handknattleikur
2. deild karla:
Grafarvogur: Fjöinir - IH ...........16
Framhús: Fram B - Breiðablik.........14
Akureyri: Þór - Selfoss...........13.30
Blak
Laugaardagur:
I. deild kvenna:
Víkin: Víkingur - KA ................14
IÞROTTIR
Capello að
koma Roma í
fremstu röð
AS Roma hefur liða mest komið á óvart á Ítalíu í haust og er nú
við topp 1. deildar, ásamt Lazio og Juventus. Þykir þetta all-
nokkurt afrek í Ijósi þess að liðið er ekki prýtt ofurstjörnum í
neinum mæli miðað við fyrrnefnd lið eða Mílanóliðin tvö. Er
árangur Roma enn ein skrautfjöðrin í hatt þjálfarans Fabios Cap-
ellos, sem áður hefur gert AC Milan að margföldum Ítalíumeist-
urum og Evrópumeisturum auk þess að leiða Real Madrid til sig-
urs á Spáni.
Tíundi áratugurinn hefur verið
öld meðalmennskunnar hjá
AS Roma og hafa stuðningsmenn
liðsins mátt horfa
EftirEinar upp á „litla bróður“,
l_0ga Lazio, stela senunm
Vignisson undanfarin ár.
Bæði hefur árangur
Lazio verið betri og nýverið hefur
liðið rokið fram úr hvað ríkidæmi
og glamúr varðar. A þessum ára-
tug hefur Roma aldrei náð hærra
en í 4. sæti og yfírleitt verið að
þvælast í þetta 5.-7. sæti deildar-
innar. Bhiðamenn segja gjarnan að
liðið sé Italíumeistari í að berjast
um sæti í Evrópukeppni!
Eru þetta mikil fráhvörf frá
glæstum árangri liðsins á síðasta
áratug er liðið barðist reglulega
um meistaratitilinn við Juventus
(sem þá var leitt af Michel Platini)
og náði að innbyrða meistaratitil-
inn 1983. Ari síðar tapaði Roma úr-
slitaleik Evrópukeppni meistara-
liða gegn Liverpool eftir
vítaspyrnukeppni þar sem að
Bruce Grobbelar tók leikmenn
Roma á taugum með trúðslátum
(hver man ekki eftir því þegar
kappinn beit í marknetið milli
spyrna!). Það Romalið hafði á að
skipa geysiskemmtilegum leik-
mönnum á borð við Brasilíumenn-
ina Falcao og Cerezo, markahrók-
inn Pruzzo og Graziani og Conti
sem urðu heimsmeistarar með ít-
ölum 1982 auk miðjujaxlsins Car-
los Ancelottis, sem nú þjálfar lið
Juventus. Goðsögnin sænska Nils
Liedholm þjálfaði liðið og við hon-
um tók annar Svíi, Sven Göran Er-
ikson, sem nú stýrir erkióvinunum
í Lazio. Erikson dvaldi við í þrjár
leiktíðir og litlu munaði að annar
meistaratitill næðist. Heldur fór þó
að halla undan fæti, stjörnurnar
eltust og nýliðun gekk illa. Eftir-
köstin urðu það sem aðdáendur
liðsins kalla „10 ára timburmenn".
Hægur bati
fangelsi" eftir því hver sagði sög-
una. Þannig er að þegar Capello
hvarf frá Milan eftir að hafa landað
fjórum titlum á fímm árum fór allt
fjandans til. Argentínumaðurinn
Tabarez, sem tók við liðinu af hon-
um, var fljótlega rekinn og sjálfur
Arrigo Sacchi fenginn til að láta af
störfum með landsliðið og taka við
gamla liðinu sínu. Allt kom fyrir
ekki og Berlusconi, eigandi Milan,
gi-enjaði í Capello að koma aftur til
starfa en Capello var þá í þann
mund að gera Real Madrid að
Spánarmeisturum og sagðist vera
með lið í höndunum sem gæti orðið
Evrópumeistari (sem kom síðar á
daginn). Hann var því ekkert alltof
spenntur að snúa aftur til Mílanó
og setti fram miklar kröfur sem
Berlusconi gekk einfaldlega að!
Ein af kröfum Capellos var að
hann fengi 3 ára óuppsegjanlegan
samning. Hins vegar komust Milan
og Capello að „sameiginlegri nið-
urstöðu um starfslok" eftir einung-
is eitt tímabO en eitthvað var talað
um að Capello myndi þó ekki þjálfa
annað lið fyrst um sinn. Þetta mál
allt er reyndar mjög dularfullt og
margar útgáfur til af sögunni um
hvað raunverulega gerðist.
Agi og vinnusemi
Síðasti titillinn sem náðist í höfn
var í bikarkeppninni 1991 og æ síð-
an hefur Roma siglt lygnan sjó.
Þriðji ríkasti maður Italíu,
Francesco Sensi, náði meirihluta-
eign í félaginu í upphafi þessa ára-
tugar og lofaði bjartari framtíð. En
vandamálið var að Roma hafði
dregist verulega aftur úr risunum í
norðri, Mílanóliðunum og Juvent-
us, og það var einfaldlega ekki
nógu sterkur grunnur fyrir hendi
að byggja á. Nýir þjálfarar komu
og fóru en það var ekki fyrr en með
komu Zdeneks Zemans íýrir
tveimur árum að Roma komst
verulega í sviðsljósið á ný. Ekki
vegna þess að árangurinn væri svo
miklu betri heldur vegna fjörugs
sóknarbolta sem Zeman hafði orð-
ið þekktur fyrir meðan hann stýrði
erkifjendunum í Lazio. Sensi taldi
þó ljóst að Zeman væri ekki rétti
maðurinn til að koma liðinu í hóp
þeirra allra bestu og lagði mikið á
sig til að næla í einn frægasta þjálf-
ara heims, Fabio Capello. Það tók
tímann sinn, enda Capello í „fríi“
frá fótbolta eða hálfgerðu „stofu-
Capello er þekktur fyrir að
halda uppi aga í liðum sínum og
koma mönnum í gott form. Því var
sumarið engin sæluvist fyrir leik-
menn Roma og ljóst strax í upphafi
leiktíðar að annar bragur var á lið-
inu. Flestir töldu að Roma myndi
ekki blanda sér af neinni alvöru í
toppbaráttuna en Capello var kok-
hraustur: „Eitt og aðeins eitt er al-
veg á hreinu með þetta lið; við
verðum án nokkurs vafa meðal
þeirra bestu í lok tímabilsins.“
Hann fór varlega í leikmanna-
kaup, keypti nokkra leikmenn fyrir
fremur lágar upphæðir miðað við
það sem gerist í dag og var einkan-
lega að hugsa um að auka breidd-
ina og styrkja fremur fátæklega
öftustu varnarlínu. Þó komu tvær
stjörnur og ein stjórstjarna til liðs-
ins; Argentínumaðurinn Gustavo
Bartelt, Brasilíumaðurinn Marco
Assungao og einn öflugasti ungi
framherji Itala, Vincenzo Mont-
ella, sem kom frá Sampdoria fyrir
litla 2 milljarða króna.
Þessum leikmönnum hugðist
Capello raða í kringum besta leik-
mann liðsins, fyrirliðann
Francesco Totti, sem er ástmögur
aðdáenda Roma, enda alinn upp
hjá félaginu. Totti er 23 ára gamall
en hefur þó verið fastamaður í lið-
inu í 6 ár eftir að hafa þreytt frum-
raun sína í Serie A einungis 16 ára
gamall. Nýverið tryggði hann sér
sæti í landsliðinu undir stjórn Din-
os Zoffs og það er ekki svo lítið af-
rek ef litið er til þess að hann þarf
að berjast um stöðuna við kappa á
borð við Del Piero og Zola.
Francesco Antonioli frá Bologna,
en hann lék á unga aldri undir
stjórn Capellos hjá Milan en hefur
kannski aldrei orðið eins góður og
menn héldu að hann yrði. Vörnin
er enn sett saman í kringum gömlu
kempuna Aldair, sem leikið hefur í
meira en áratug með félaginu. Auk
hans eru fjórir aðrir Brasilíumenn
hjá liðinu og hefur hann tvo þeirra
við hlið sér í vörninni, þá Zago og
Cafu, og aftastur leikmanna á
miðjunni er svo landi þeirra Marco
Assungao. Vörnin hefur leikið
nokkuð vel, sérstaklega hefur hún
verið fljót að snúa vörn í sókn -
mest fyrir tilstilli hinna mögnuðu
og eldfljótu bakvarða liðsins, áður-
nefnds Cafus og Frakkans
Vincents Candelas. Sá síðarnefndi
vildi fara frá liðinu í sumar, var
með gylliboð frá Inter upp á vas-
ann, en stjórn liðsins neitaði hon-
um um sölu og hefur andað köldu í
garð Candela af hálfu stuðnings-
manna liðsins. Hann hefur þó ekki
látið það á sig fá og leikið frábær-
lega, skoraði t.d. 2 mörk gegn
Leeee á dögunum. „Candela er
besti sóknarbakvörður í heiminum
í dag, hann minnir mig í töktum á
Tassotti þegar hann var upp á sitt
besta en er leiknari og fljótari,"
segir Capello um Frakkann knáa.
Aðdáunin er gagnkvæm, því Cand-
ela segir þjálfara sinn hafa ger-
breytt hugsunarhætti leikmanna:
„Við náumeinfaldlega hvað eftir
annað að vinna leiki sem við hefð-
um misst niður í jafntefli í fyrra og
náum að halda haus í erfiðum úti-
leikjum, t.a.m. í Evrópukeppninni.
Þetta er eldmóði Capellos að
þakka.“
Leikmennirnir eru einnig án-
ægðir með að þeir fá að halda
áfram að spila sóknarbolta eins og
hjá Zeman og leikur liðið t.d. með 3
framherja, þá Totti, Delvecchio og
Montella. Hvort Roma hefur næga
breidd til að vera í toppbaráttunni
út leiktíðina skal ósagt látið og
kæmi reyndar stórkostlega á
óvart. En mikið væri það nú samt
gaman fyrir þá sem hafa gaman af
sóknarknattspyrnu...
£ ■
Tveir af kunnustu þjálfurum Ítalíu,
ganga saman af leih
Liðinu púslað saman
Ljóst var að Capello þurfti að
styrkja varnarleik liðsins til muna.
Hann fékk til liðsins markvörðinn
KORFUKNATTLEIKUR
Allen sýndi
Þær voru æsispennandi, lokamín-
úturnar í leik Milwaukee Bucks
og Miami Heat á heimavelli síðar-
nefnda liðsins í amerísku NBA-deild-
inni í körfuknattleik í fyrrinótt. Ray
Allen tryggði Milwaukee nauman, en
sætan, sigur á háttskrifuðu liði
heimamanna, 96:95.
Allen skoraði úr stökkskoti af um
sex metra færi er 1,7 sekúndur lifðu
leiks og kom liði sínu þannig yfir eftir
að liðin höfðu tuttugu sinnum skipst
á um forystuhlutverkið. Þar að auki
var leikurinn tólf sinnum jafn.
„Við ætluðum raunar að brjótast
upp að körfunni og veiða þannig
villu,“ viðurkenndi Allen, sem skaut
þess í stað af lengra færi, og það yfir
P. J. Brown. „Hönd Browns var kom-
in alveg upp að andlitinu á mér, en
sem betur fer náði ég góðu skoti.“
Allen var atkvæðamestur
Milwaukee með 28 stig. „Þetta var
frábært skot hjá honurn," sagði
George Karl, þjálfari liðsins. „Þetta
er aðalsmerki þeirra bestu.“
Sam Cassell skoraði önnur tuttugu
stig og gaf auk þess sjö stoðsending-
ar fyrir Milwaukee, sem misnotaði
aðeins eitt af tuttugu vítaskotum sín-
um. Allen hefur hitt úr 32 vítaskotum
í röð.
Voshon Lenard skoraði 29 stig fyr-
ir Miami, sem er það mesta sem hann
hefur skorað í einum leik á þessu
keppnistímabili. Lenard hitti úr sjö
af tíu þriggja stiga skotum.
Þetta var þriðji tapleikur Miami í
röð. Alonzo Mourning gerði 21 stig,
tók átján fráköst og varði fjögur skot.
„Allen tók einmitt skot af þeim
toga sem við vildum. Hann var ekki í
jafnvægi og var á leið frá körfunni,
með hönd varnarmanns í sjónlín-