Morgunblaðið - 30.12.1999, Page 1
Heimsbú-
skapurí
blóma
Fjármái á fimmtudegi/4
Golfið er allt
að koma
Inga Guðmundsdóttir forstödumaóur
upplýsingadeiidar Olís/8
Mfc «■ M M ***
Bjartsynm i
algleymingi
Af markaói/6
ERLENT
MINNI HAGN-
AÐI SPÁÐ HJÁ
FLUGFÉLÖGUM
INNLENT
SAMRUNI SÍF
OG ÍS SAM-
ÞYKKTUR EIN-
RÓMA
_______________2J
EVRA
77,00
76,00
73,00——----------
72,00,---,... ,—
1.12 8.12 15.12
72,92
----,-------,
22.12 29.12
Aðhaldssöm peninKastefna Seðlabankans hefur borið áranfflir
Líkur á hækkun vaxta
Morgunblaðið/Kristinn
Urvalsvísitalan yfir
1600 stig
• Úrvalsvísitala aöallista hækkaói um
1,32% í gær á Verðbréfaþingi íslands og er
nú 1.606 stig og er þaö í fyrsta skipti sem
hún rýfur 1.600 stiga múrinn. Mikil viðskipti
voru á VÞÍ gær eöa fyrir 1.901 milljón
króna. Þar af námu viöskipti með hlutabréf
416 milljónum króna. Mest viöskipti vorum
meö Landsbankann eöa fyrirtæpar 57 millj-
ónir króna og hækkaói gengið um 2,2%.
Eimskip opnar
skrifstof u í
Nova Scotia
• EIMSKIP stofnar hinn 1. janúar nýtt
hlutafélag um rekstur sinn í Kanada,
Eimskip Canada Inc. Félagið tekur viö allri
þjónustu og rekstri skrifstofu Eimskips í St.
John’s á Nýfundnalandi auk þess sem opn-
uð veröur skrifstofa í Shelburne á suöur-
hluta Nova Scotia. /2
244 • 29. . des.
Kr. Kr. Kr.
Kaup Sala Gengi 1
Dollari 71,90000 72,30000 72,80000
Sterlp. 116,34000 116,96000 116,73000
Kan. dollari 49,49000 49,81000 49,50000
Dönsk kr. 9,73900 9,79500 9,90400
Norsk kr. 8,97000 9,02200 9,08300
Sænsk kr. 8,46300 8,51300 8,58700
Finn. mark 12,18770 12,26350 12,39350
Fr. franki 11,04710 11,11590 11,23370
Belg.franki 1,79630 1,80750 1,82670
Sv. franki 45,12000 45,36000 45,97000
Holl. gyllini 32,88290 33,08770 33,43820
Þýskt mark 37,05040 37,28120 37,67610
ít. líra 0,03742 0,03766 0,03806
Austurr. sch. 5,26620 5,29900 5,35510
Port. escudo 0,36150 0,36370 0,36750
Sp. peseti 0,43550 0,43830 0,44290
Jap. jen 0,70240 0,70700 0,71400
írskt pund 92,01080 92,58380 93,56450
SDR (Sérst.) 98,67000 99,27000 99,99000
Evra 72,46000 72,92000 73,69000
Tollgengi fyrir desember er sölugengi 29. nóvember.
Sjálfvirkur sfmsvari gengisskráningar er 562 3270
BIRGIR ísleifur Gunnarsson
Seðlabankastjóri segir ljóst að
Seðlabankinn muni ekki hækka
vexti fyrir áramót. Aðspurður sér
hann ekki brýna þörf á vaxta-
hækkunum á næstunni en getur
ekki sagt til um hvað verður eftir
áramótin.
„Við höfum ekki síst verið að
halda gengi krónunnar sem stöð-
ugustu með okkar aðhaldssömu
peningastefnu. Stefnt hefur verið
að gengishækkun frekar en hitt og
sú hefur orðið raunin undanfarnar
vikur. Stefna okkar hefur því borið
árangur og ekkert sem kallar á
breytingar á henni,“ segir Birgir.
Þenslumerki gefa ástæðu
til vaxtahækkunar
Tómas Ottó Hansson, forstöðu-
maður rannsókna hjá íslands-
banka F&M, telur að von sé á
vaxtahækkun Seðlabankans á
fyrstu vikum næsta árs. „Það er
spuming hversu mikil þörf er á
vaxtahækkunum. Krónan hefur
styrkst verulega á árinu og það er
eitt af meginmarkmiðum með
vaxtahækkun að tryggja að styrk-
ur krónunnar og vaxtamunurinn
haldist,“ segir Tómas. „Það er
engin bráð þörf á vaxtahækkunum
eins og staðan er núna en þenslu-
merki eru þó til staðar og gefa
ástæðu til vaxtahækkunar."
Hann telur líklegt að almennir
peningamarkaðsvextir lækki
vegna nýrra lausafjárreglna og
þegar áramótavandinn er yfírstað-
inn. „Peningamarkaðsvextir hafa
verið óvenju háir vegna lausafjár-
reglnanna og áramótaáhrifanna.
Það getur verið að Seðlabankinn
vilji tryggja að aðhaldsstigið hald-
ist með því að hækka stýrivexti
sína og koma þannig til móts við
lækkun á peningamarkaðsvöxt-
um,“ segir Tómas. Að hans mati er
nú farið að sjá fyrir endann á
vaxtahækkanaferlinu.
Vaxtamunur lifsnauðsynlegur
í markaðsyfirlitum sínum und-
anfarið hefur Viðskiptastofa
Landsbankans bent á rök fyrir því
að Seðlabankinn hækki stýrivexti
sína. Viðskiptastofa Landsbank-
ans telur m.a. að núverandi vaxta-
munur sé lífsnauðsynlegur til að
koma í veg fyrir að hugsanleg
veiking krónunnar valdi auknum
þiýstingi á verðlag. í markaðsyfir-
litunum segir m.a: „Vaxtamunur
milli íslands og okkar helstu við-
skiptalanda hefur farið vaxandi á
þessu ári en nú hefiir verið höggv-
ið í þennan mun vegna vaxta-
hækkana erlendis. Seðlabankinn
hefur ekki fylgt á eftir með hækk-
un stýrivaxta eins og búast hefði
mátt við.“ Viðskiptastofa Lands-
bankans heldur því einnig fram að
vextir hér á landi þurfi að vera
hærri en erlendis þar sem „enn er
reynt að halda úti sjálfstæðri
mynt“.
Einnig kemur fram að verð-
bólga sé of mikil. „Verðbólgan
væri enn meiri hefði ekki komið til
mikil styrkmg krónunnar á þessu
ári. Hækkun stýrivaxta á þessu ári
hefur haft það að markmiði að slá
á þenslu og styðja við gengi krón-
unnar. Fómin sem hefur verið
færð er mikill og vaxandi við-
skiptahalli.... Verðbólgutölur fyrir
nóvembermánuð voru langt um-
fram væntingar og 13. janúar
verða birtar tölur um verðbólgu-
hraðann í desember og búast má
við hinu versta.... Til skamms tíma
er hægt að hækka stýrivexti og
auka þannig aðhald í peningamál-
um, en áhrif slíkra aðgerða verða
áhrifaminni og hafa minni trúverð-
ugleika þegar gripið er til þeirra
eftir að vísbendingar um vaxandi
verðbólgu eru orðnar að veru-
leika.“
Flest bendir til
aukinnar verðbólgu
í skýrslu Kaupþings um þróun
og horfur kemur fram að frekari
vaxtahækkanir Seðlabankans séu
ekki ólíklegar áður en langt um
líður. „Enda hefur vaxtamunm- við
útlönd nú minnkað vegna hækk-
ana á stýrivöxtum, bæði í Banda-
ríkjunum og helstu ríkjum Evrópu
í nóvember,“ eins og segir í skýrsl-
unni. Þar kemur einnig fram að al-
mennt virðist reiknað með vaxta-
hækkunum í Bandaríkjunum og
Evrópu á næsta ári. Verðbólgan er
einnig gerð að umtalsefni í skýrsl-
unni og fram kemur að ekki sé far-
ið að merkja minnkandi verð-
bólguhraða. „Verðbólga er nú
rúmlega 5% á ársgrundvelli og
flest bendir til að vísitala neyslu-
verðs muni hækka talsvert í jan-
úar.“
fslenski lífeyrissjóðurinn er traustur lífeyrissjóður f vörstu Landsbréfa hf. Með aðild að íslenska
lífeyrissjóðnum tryggir þú þér fjölbreytta þjónustu og góða ávöxtun lífeyris. Hafðu samband við
sérfræðinga Landsbréfa í lífeyrismálum eða ráðgjafa í næsta Landsbanka.
www.landsbref.is