Morgunblaðið - 30.12.1999, Page 7

Morgunblaðið - 30.12.1999, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 1999 B 7 VIÐSKIPTI Grunnreglur samstarfsvettvangs evrópskra eftirlitsaðila á verðbréfamarkaði FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ mun hafa frumkvæði að því að kynna hér á landi grunnreglur af tvennum toga sem nýlega voru samþykktar á samstarfsvettvangi evrópskra eftirlitsaðila á verðbréfamarkaði, FESCO. Að sögn Páls G. Pálsson- ar, forstjóra Fjármálaeftirlitsins, er ástæða til að skoða reglurnar vel og nýta þær í frekari stefnumótun á íslenskum verðbréfamarkaði, ekki síst þar sem verðbréfamarkað- ur hér á landi er ungur og ekki eins þróaður og í mörgum öðrum Evrópulöndum. Grunnreglurnar sem samþykktar voru fyrir rúmri viku eru annars vegar um kauphallir og aðra skipu- lega verðbréfamarkaði, hins vegar um starfshætti aðstandenda útboða verðbréfa. Að sögn Páls er FESCO vettvangur þar sem eftirlitsaðilar víðs vegar úr Evrópu koma saman, miðla af reynslu sinni og sættast á nánari samræmdar reglur en fram koma í tilskipunum ESB sem gilda hjá öllum aðildarþjóðunum. Hjálpar Fjármálaeftirlitinu við túlkun „Með grunnreglunum er verið að gefa leiðbeiningar út á markaðina og samræma reglur milli landa,“ segir Páll. „í FESCO-samstarfinu felst að eftirlitsstofnanir í hverju ríki skuldbinda sig til að koma reglunum á framfæri, setja reglur ef þær hafa heimildir til þess og knýja á um breytingar á reglugerð- um eða lögum í samræmi við grunnreglurnar. Það er fyllsta ástæða til þess að fara yfir það hvað í þessum reglum þurfi að koma skýrar fram í íslenskri lög- gjöf og reglum. Við munum hafa frumkvæði að því að stjórnvöld horfi til þessara reglna við endur- skoðun, en það tekur tíma,“ segir Páll og bætir við að reglurnar hjálpi Fjármálaeftirlitinu við túlk- un á reglum sem eru til staðar. Að sögn Páls snýst starf FESCO að stórum hluta um að opna fyrir sarneiginlegan verðbréfamarkað í Evrópu. „Samstarf kauphalla og sameiningar yfir landamæri eru mjög að aukast og mörg af við- fangsefnum FESCO í þessum grunnreglum eru sprottin af því. Með grunnreglunum er reynt að bregðast við hugsanlegum vanda- málum og auðvelda þróunina," seg- ir Páll. Reynsla stærri þjóða nýtt á íslenskum markaði Nefna má dæmi um atriði sem taka þarf til skoðunar með hliðsjón af grunnreglum FESCO um starfs- 28 þúsund tóku þátt í Lands- bankaút- boði Alls skráðu 27.885 aðilar sig fyrii- hlut í Landsbanka íslands hf. í almennum hluta þess út- boðs er fram fór á 15% af hlut ríkisins í bankanum dagana 15. til 17. desember. f þessum hluta útboðsins voru boðnar 550 milljónir króna á genginu 3,8. Að teknu tilliti til skerðing- ar vegna umframáskriftar er hámarkshlutur hvers áskrif- anda 20.484 kr. að nafnverði eða 77.839 kr. að kaupverði. í tilboðshluta útboðsins bár- ust 66 tilboð frá 40 aðilum og voru tilboðin samanlagt að nafnverði 1.156 milljónir. í þessum hluta útboðsins voru boðnar 275 milljónir króna og óskuðu tilboðsgjafar því eftir fjórföldu því magni sem í boði var. Vegið meðaltal allra til- boða var 4,12 en meðalgengi samþykktra tilboða var 4,34. Frumkvæði hjá Fj ármálaeftirlitinu hætti aðstandenda að útboðum verðbréfa. Þar er að finna reglur um meðferð trúnaðarupplýsinga frá því að upplýsingarnar verða til, þ.e. ákvörðun er tekin um útboð, og þar til þær eru gerðar opinberar. „Þessar reglur varða svokallaða Kínaveggi í starfsemi fjármálafyr- irtækja. Reglurnar skylda aðstand- endur útboða til þess að hafa skýr- ar reglur um þetta. Fjármála- fyrirtækið verður að geta sýnt fram á að þessir veggir virki undantekn- ingalaust, þannig að t.d. starfs- menn sem eru að taka ákvarðanir eða gefa ráð um fjárfestingar hafi ekki aðgang að trúnaðarupp- lýsingunum," segir Páll. „Þetta er atriði sem vert er að taka til ítar- legrar athugunar hér á landi, bæði að því er varðar endurskoðun á lög- gjöf og endurskoðun á verklags- reglum sem um þetta fjalla hjá fjármálafyrirtækjum í dag,“ segir Páll. „Islenski markaðurinn getur nýtt grunnreglur FESCO á margan hátt,“ segir Páll. „Með þessu sam- starfi erum við að leitast við að draga reynslu stærri þjóða inn á ís- lenskan verðbréfamarkað og styrkja hann þannig. Við erum að fást við mörg þessara vandamála daglega, t.d. varðandi útgáfu verð- bréfa og viðskipti með verðbréf á þinginu. í grunnreglum FESCO er mikill lærdómur fyrir hinn unga ís- lenska verðbréfamarkað," segir Páll. Tímiari skiptir höfuðmáli í vlðskiptaheiminum getur bið eftir gögnum og upplýsingum orðið fyrirtækjum dýrkeypt og er því mikilvægt að gagnaflutningur sé hraður og öruggur. Mikið hagræði og sparnaður felst í að nýta sér nýjustu tækni og vinnuaðferðir og leggur Síminn metnað sinn í að aðstoða fyrirtæki á því sviði. Láttu tímann vinna meðþér-hafðu samband við Gagnalausnir Símans www.simi.is/gagnalausnir GAGNALAUSNIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.