Morgunblaðið - 18.01.2000, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 18.01.2000, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. JANÚAR 2000 C 3 ÍÞRÓTTIR Morgunblaðið/Sverrir Brynjólfur Jónsson, læknir íslenska landsliðsins, skoðar öxl Valdimars Grímssonar á æfingu liðsins í gærkvöldi, en þar var hópurinn sem heldurtil Króatíu tilkynntur. Bergsveinn fékk skjótan bata BERGSVEINN Bergsveinsson, landsliðsmarkvörður í hand- knattleik, veiktist í siðustu viku af inflúensu, en fékk einkar skjdtan bata. Þakkar hann það nýju lyfi sem hann fékk, en Bergsveinn er í dða önn við æfíngar og undirbún- ing fyrir Evrdpukeppnina í hand- knattleik sem hefst í vikulokin og má því ekki við að veikjast. „Eg var orðinn slappur á mið- vikudaginn í síðustu viku. Á föstudaginn fékk ég nýtt úðalyf sem á aðslá á veikindi af þessu tagi. Daginn eftir var ég orðinn ágætur og mætti siðan á æfingu á sunnudag, sprækur og hress,“ segir Bergsveinn. „Annaðhvort hef ég fengið væga flensu eða þá að lyfið hefur virkað svona vel. Læknir minn telur að síðari koll- gátan sé rétt, að minnsta kosti var batinn dvenju hraður. Eg finn ekkert fyrir slappleika nú en ætla að ljúka þessum átta daga skammti sem ég fékk.“ Bergsveinn segir að lyfið, sem er nýtt á markaði hér á landi, eigi bæði að geta haft fyrirbyggjandi áhrif gegn inflúensu og einnig að flýta fyrir bata eftir að veikindi hafa stungið sér niður, eins og var í hans tilfelli. Víst væri að lyf- ið yrði í lyfjatösku læknis lands- liðsins sem fer til Krdatíu á morg- un. Beðið eftir Valdimar og Degi Þorbjörn Jensson, landsliðsþjálfari i handknattleik, tilkynnti seint í gærkvöld hvaða 16 leikmenn hann ætlar að fara með á Evrópumótið í Króatíu, sem hefst næstkomandi föstudag. Hann dró að tilkynna endanlegan hóp vegna þess að ekki var Ijóst fyrr en í gær að Dagur Sigurðsson, sem verður fyrirliði liðsins í Króa- tíu og Valdimar Grímsson, yrðu leikfærir. Þegar Ijóst var að þeir færu með var ákveðið að Ragnar Óskarsson færi ekki með liðinu Handknattleikssamband ís- lands þurfti að senda upplýs- ingar um endanlegan hóp leik- manna sem áttu að leika fyrir hönd Islands til Króatíu í dag en Þor- bjöm dró að tilkynna hópinn þang- að til um ellefuleytið í gærkvöld. Astæða þess er að nokkrir leik- menn liðsins hafa átt við meiðsl að stríða og ekki var ljóst fyrr en í dag hvort þeir gætu komist með liðinu áEM. Þorbjörn kallaði saman 19 leik- menn til æfinga en miðjumaðurinn Aron Kristjánsson, Skjern, heltist úr lestinni í síðustu viku, en hann er að ná sér eftir uppskurð. Einnig var hægri hornamaðurinn, Bjarki Sigurðsson, Aftureldingu, meiddur á læri og gaf ekki kost á sér. Þá var óvíst hvort miðjumaðurinn og fyr- irliði íslenska liðsins, Dagur Sig- urðsson, Wuppertal, yrði leikfær, fyrr en í gær, en hann er nýbúinn að ná sér af meiðslum í hné og tveir æfingaleikir gegn Frökkum sátu í honum. Hann var hins vegar skoð- aður af lækni í gær sem taldi að leikmaðurinn gæti farið með liðinu á EM. Þegar ljóst var að Dagur færi með var ákveðið að Ragnar Oskarsson, IR, sem er þriðji miðju- maðurinn í hópnum, yrði eftir. Að endingu var allsendis óvíst fyrr en í gær hvort hægri horna- maðurinn, Valdimar Grímsson, Wuppertal, gæti farið með landsl- iðinu því hann fékk sýkingu í hné og óttast var að hún tæki sig upp aftur. Valdimar er einn leikreynd- asti leikmaður íslenska liðsins en hann hefur lítið sem ekkert spreytt sig með Wuppertal, liði sínu í Þýskalandi og lék tvo leiki með ís- lenska liðinu í undirbúningi fyrir EM í Króatíu, en Þorbjörn ákvað að velja hann í hópinn. Króatíu- hópurinn Markmenn: Guðmundur Hrafnkelsson, Nordhorn, Bergsveinn Bergsveins- son, Aftureldingu, Sebast- ían Alexandersson, Fram. Aðrir leikmenn: Róbert Sighvatsson, Dormagen, Njörður Árnason, Fram, Magnús Sigurðsson, Will- statt, Valdimar Grímsson, Wuppertal, Dagur Sig- urðsson, Wuppertal, Pat- rekur Jóhannesson, Es- sen, Gústaf Bjarnason, Wilístatt, Guðjón Valur Sigurðsson, KA, Rúnar Sigtryggsson, Göppingen, Ólafúr Stefánsson, Mag- deburg, Róbert Julian Duranona, Eisenach, Sig- urður Bjarnason, Wetzl- ar, Magnús Már Þórðar- son, Aftureldingu. ■ KRISTJÁN Brooks lék á sunnu- dag fyrsta leik sinn með Agios Ni- kolaos í grísku 2. deildinni í knatt- spyrnu en þar er hann í láni frá Keflavík til vorsins. Hann lagði upp annað markið í 2-0 sigri á Naousa. Lið hans er nú í 9. sæti af 18 liðum. ■ ARNAR Grétarsson lék allan leikinn með AEK sem vann Kavala, 3-0, í 1. deildinni. AEK hefur þar með unnið tvo stórsigra í fýrstu leikjunum undir stjórn Yiannis Pathiakakis, með samtals níu mörkum gegn engu, og er komið í 5. sætið. ■ HELGI Sigurðsson og félagar í Panathinaikos unnu Panionios 2:1 í grísku deildinni í gærkvöld. Pana- thinaikos fór með sigrinum upp í 2. sæti deildarinnar og er einu stigi á eftir Olympiakos sem er efst með 39 stig eftir 15 umferðir. ■ HELGI Kolviðsson og félagar í þýska knattspyrnuliðinu Mainz skelltu löndum sínum í 1. deildarliði Frankfurt, 2-0, í æfingaleik um helgina. Felix Magath, þjálfari Frankfurt, var æfur yfir frammi- stöðu sinna manna. ■ ROBERTO Carlos tryggði Real Madrid 2:l-sigur á Re al Mallorca í spænsku deildinni í gær. Hann gerði sigurmarkið með langskoti á lokamínútu leiksins. FRJÁLSÍÞRÓTTIR Vala Flosadóttir er ein íslendinga á afrekslista Track&Field News fyrir árið 1999 Sjöundi besti stangarstökkvarinn Vala Flosadóttir, stangarstökkvari úr ÍR, var sjöundi besti stangarstökkvari í heiminum á sl. ári samkvæmt árlegum lista bandaríska f rjálsíþróttatímaritsins Track&Field News. Vala er eini íslenskí frjálsíþróttamaðurinn á listanum fyrir þetta ár, en á síðasta ári var Jón Arnar Magnússon, tugþrautarmaður úr Tindastóli, á listanum auk Völu. Tímaritið, Track&Field News, hefur gefið út lista yfir tíu bestu íþróttamenn í hverri grein frjálsíþrótta frá 1947 og þykir einkar marktækur hjá þeim sem fylgjast með frjálsíþróttum enda tímaritið eitt hið virtasta sinnar tegundar í heiminum. Við röðun á listanum fara sérfræðingar blaðs- ins ekki eingöngu eftir heimslista ársins, heldur vegur þyngra í röð- uninni verðlaunasæti á stórmót- um, hvernig árangri keppendur ná i keppni hver við annan, burt- séð frá eiginlegum árangri í stökkum, hlaupum eða köstum. Þá er mótum ársins raðað eftir styrk- leika þar sem heimsmeistaramót, Ólympíuleikar og „gullmót" Al- þjóða frjálsíþróttasambandsins vega þyngst. Einnig kemur staða á heimslista ársins inn í röðunina en vegur ekki eins þungt og t.d. verðlaun á stórmótum. Vala er sem fyrr segir í sjöunda sæti í stangarstökki kvenna þrátt fyrir að vera í 20. sæti á heimlist- anum í stangarstökki utanhúss. Miklu máli skiptir fyrir hana að hún vann til silfurverðlauna á HM innanhúss á síðasta ári og náði auk þess góðum árangri á sterk- um mótum innanhúss. Var hún í 6. sæti heimslistans að innanhúss- tímabilinu loknu. Heimsmeistarinn í stangar- stökki, Stacy Dragila, Bandaríkj- unum, er í efsta sæti, Anzhela Balakhonova, Úkraínu, er önnur og Tatiana Grigorieva, Ástralíu, hafnaði í þriðja sæti, en þetta eru einmitt verðlaunahafai’nir þrír á HM utanhúss í Sevilla sl. sumar. Þjóðverjinn Nicole Humbert er í fjórða sæti, Zsuzsa Zsabó, Ung- verjalandi, er í fimmta sæti og Nastja Rystich, Þýskalandi, er í sjötta. Rystich varð heimsmeist- ari innahúss á síðasta ári. Vala er sjöunda, Melissa Miiller, Banda- ríkjunum, í áttunda, Pavla Hama- ckova, Tékklandi, er í níunda sæti og tíunda er landi hennar Daniela Bartova. Þetta er í þriðja sinn sem Vala er á lista blaðsins. Hún hefur tvisvar verið í fimmta sæti, 1996 og 1998. Einar Vilhjálmsson spjótkast- ari hefur oftast íslenskra frjáls- íþróttamanna komist inn á tíu manna lista blaðsins, sjö sinnum frá 1983 til 1991. Faðir hans, Vil- hjálmur Einarsson þrístökkvari, fjórum sinnum. Vilhjálmur hefur einnig náð lengst Islendinga, í annað sætið 1956. Þá var Jón Arn- ar í þriðja sæti tugþrautarmanna 1998 og Sigurður Einarsson spjót- kastari hafnaði í sama sæti 1989. Það ár voru tveir Islendingar á lista yfir tíu bestu stangarstökkv- ara, Sigurður þriðji og Einar fjórði. Þá voru þeir útnefndir besta spjótkastpar heims. Auk Völu hafa Gunnar Huseby, kúluvarpari, Hreinn Halldórsson, kúluvarpari, Jón Amar og Örn Clausen, tugþraut, í þrígang verið á meðal tíu þeirra bestu í sínum greinum. Guðrún Arnardóttir, grindahlaupari, Pétur Guðmunds- son, kúluvarpari, og Torfi Bryn- geirsson, stangarstökkvari, hafa náð þessum sama áfanga einu sinni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.