Morgunblaðið - 18.01.2000, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ
SKIÐI
ÞRIÐJUDAGUR 18. JANÚAR 2000 C 5
Reuters
KJETIL Andre Aamodtfrá Noregi vann fyrsta svigmótið á tíu ára keppnisferli á sunnudaginn, en áður hafði hann sigrað í hinum
fjóru alpagreinunum. Hér er hann í síðari umferðinni þar sem hann tryggði sér sigurinn í Wengen.
Aamodt skráði nafn
sitt í sögubækumar
NORÐMAÐURINN Kjetil André Aamodt náði að skrá nafn sitt á
spjöld sögunnar með því að sigra i svigi heimsbikarsins í Wengen
á sunnudaginn. Hann gerði það sem aðeins þremur öðrum hefur
tekist, að státa af sigri i öllum fimm greinum heimsbikarsins,
svigi, stórsvigi, risasvigi, bruni og tvíkeppni. Hinir sem leikið hafa
þetta eftir eru Pirmin Zurbriggen, Marc Girardelli og Gunther
Mader, sem allir hafa lagt skíðin á hilluna.
Aamodt hafði lengi beðið eftir
sigrinum í svigkeppni heims-
bikarsins og hafði því ástæðu til að
fagna í Wengen. „Það hefur verið
markmið hjá mér frá því ég byrjaði
að keppa í heims-
bikarnum fyrir tíu
pa/a arum að sigra í oll-
Jónatansson um greinunum. Eg
er því mjög ánægð-
ur að markmiðinu skuli nú loks
vera náð. Það var líka frábært að
sigra hér í Wengen
því þar fer ávallt
erfiðasta svig-
keppnin fram,“
sagði Aamodt eftir
keppnina á sunnu-
daginn.
Svigið í Wengen
er það erfiðasta í
heimsbikamum að
margra mati vegna
þess að brekkan er
mjög margbreyti-
leg. Hún er mjög
brött á köflum og
hólar í henni þannig
að það reynir mjög
á hæfni skíða-
mannsins, sem þarf
oft að breyta um
stöðu á skíðunum.
Norðmenn höfðu
ástæðu til að gleðj-
ast því þeir áttu
menn í tveimur
efstu sætunum. Ole
Christian Fumseth
varð annar á eftir
Aamodt og Slóven-
inn Drago Grubelnik þriðji. „Ég
get ekki annað en glaðst yfir sigri
Aamodts. Hann átti þetta svo
sannarlega skilið," sagði Furuseth.
„Hann er einn besti og fjölhæfasti
skíðamaður sem uppi hefur verið.“
Slóveninn Grubelnik, sem var
með rásnúmer 22, var í sjöunda
himni með þriðja sætið. „Þetta er
án efa stærsti dagurinn á ferlinum.
Ég skipti um skíði fyrir nokkrum
dögum, fór á styttri og þau eiga
greinilega vel við mig.“ Annar ung-
ur Slóveni, Matjaz Vrhovnik, varð í
fjórða sæti og Pólverjinn Andrzej
Bachleda kom mest á óvart í
keppninni með því að ná fimmta
sæti. Það er besti árangur hans frá
upphafi, enda var hann með rásn-
úmer 44 á sunnudaginn. Hann er
sonur Andrejs Bachledas sem
vann heimsbikarmót í svigi árið
1972.
Keppnin á sunnudag var spenn-
andi. Slóveninn Jure Kosir var
með rásnúmer eitt í fyrri umferð
og náði langbesta tíma allra kepp-
enda, var hálfri sekúndu á undan
Norðmanninum, Hans Petter
Buraas, sem var með næstbesta tí-
mann. Furuseth og Aamodt komu
þar á eftir og Drago Grubelnik
fimmti. Svigmeistararnir, Thomas
Stangassinger og Finn Christian
Jagge, náðu sér ekki alveg á strik
og voru jafnir í ellefta sæti, 1,4 sek
á eftir Kosir.
Bestum tíma allra keppenda í
síðari umferð náði Sacha Gros frá
Bandaríkjunum, en hann var með
29. besta tímann eftir fyrri um-
ferðina. Hann endaði í 10. sæti sem
er besti árangur hans. Kristinn
Björnsson var með betri millitíma
en Gros þegar hann fór niður í síð-
ari umferð og allt útlit fyrir að
hann slægi tíma hans út þegar
hann varð fyrir því óláni að kross-
leggja skíðin þegar hann átti að-
eins sex hlið eftir í markið.
Aamodt sýndi það í síðari um-
ferðinni úr hverju hann er gerður.
Hann keyrði mjög ákveðið og ætl-
aði sér allt eða ekkert. Náði besta
samanlögðum tíma þegar þrír
bestu úr fyrri umferðinni áttu eftir
að renna sér niður. Furuseth kom
næstur og náði öðru sæti og þá
voru aðeins eftir Buraas og Kosir.
Buraas tók enga áhættu enda
brautin orðin slæm á köflum, kom í
mark á rúmlega sekúndu lakari
tíma en Aamodt. Kosir, sem hafði
0,73 sek. í forskot á Aamodt eftir
fyrri umferð tapaði forskotinu nið-
ur strax í miðri braut og varð að
gera sér 9. sætið að góðu. Von-
brigði hans voru gríðaiieg, en gleði
Norðmannsins að sama skapi mik-
il.
Kristinn Björnsson, skíðakappi
frá Ólafsfirði, féll úr keppni í
síðari umferð svigsins í Wengen í
Sviss á sunnudag. Hann krosslagði
skíðin þegar hann átti nokkur hlið
ófarin í endamarkið.
Hann var með rásnúmer 20 í
fyrri umferð og hefur hann því náð
að hækka sig upp um 24 sæti á
ráslistanum frá því í fyrsta mótinu
í Beaver Creek í Bandaríkjunum í
nóvember. Hann fór niður fyrri
umferðina af öryggi, enda brautin
erfið og krefjandi. Markmið hans
var að tryggja sér þátttökurétt
meðal þeirra þrjátíu sem fá að fara
síðari umferðina. Það gerði hann
með því að ná 19. besta tíma allra í
fyrri umferð.
Kristinn fór ellefti í rásröðinni
niður brautina í síðari umferð og
fékk þvi góða braut. Hann keyrði
niður af krafti og sjálfstraustið
skein úr andliti hans. Millitími
hans lofaði góðu, var um hálfri sek-
úndu betri en hjá Bandaríkjamann-
inum Sacha Gross sem var með
mm
FOLK
■ KRISTINN Björnsson er í 11.
sæti í stigakeppni heimsbikarsins í
svigi eftir mótið í Wengen á sunnu-
dag. Hann er í 33. sæti í heildar-
stigakeppninni, næstur á undan
Markusi Eberle, Þýskalandi.
■ BENJAMIN Raich frá Austur-
ríki, sem sigraði í sviginu í Wengen
í fyrra, gat ekki tekið þátt í keppn-
inni á sunnudag vegna flensu.
Hann verður með í sviginu í
Kitzbuhel næsta sunnudag.
■ FINN Christian Jagge, svig-
kappi frá Noregi, varð að keppa á
lánsskíðum í Wengen. Astæðan var
sú að skíðunum hans var stolið
kvöldið fyrir keppnina. Jagge náði
sér ekki á strik í keppninni og end-
aði í 16. sæti.
■ THOMAS Stangassinger, heims-
bikarhafi í svigi frá Austurríki,
hafnaði í 25. sæti í sviginu í Wengen
eftir að hafa verið með 11. tímann
eftir fyrri umferð. Hann missti tak-
ið á báðum skíðastöfunum í rás-
markinu í síðari umferðinni og það
tók hann þrjú hlið að ná taki á þeim
aftur. Við þetta missti hann einbeit-
inguna og var ekki líkur sjálfum
sér, enda var hann þremur sekúnd-
um á eftir Sacha Gross frá Banda-
ríkjunum, sem náði besta brautar-
tímanum í síðari umferðinni.
■ ED Podivinsky frá Kanada varð
þriði í bruninu í Wengen á laugar-
dag, á eftir Josef Strobel og Her-
manni Maier. Podivinsky er fyrsti
Kanadamaðurinn til að komast á
pall í heimsbikarnum síðan Steve
Podborksi varð annar í bruni 1983.
■ PETER Rzehak frá Austurríki
• féll illa í bruninu á laugardag. Hann
er með slitin liðbönd í hné og verð-
ur ekki meira með í vetur. Romina
Dei Cas frá Ítalíu datt í bruni
kvenna í Altenmarkt í Austurriki á
laugardag og verður frá vegna
hnémeiðsla það sem eftir er tíma-
bilsins.
■ CORINNE Rey Bellet frá Sviss
sigraði í bruni kvenna og var þetta
fyrsti sigur hennar í rúmt ár. Hún
meiddist undir lok síðasta keppn-
istímabils og er nýbyrjuð að keppa
aftur eftir það.
■ RENATE Götshl, heimsmeistari
í bruni frá Austurríki, sigraði í
risasvigi heimsbikarsins í Alten-
markt á sunnudag. Þetta var fyi'sti
sigur hennar í vetur. Önnur var
landi hennar, Tanja Schneider.
besta tímann þegar þar var komið
sögu. Þegar Kristinn átti aðeins
sex hlið eftir ófarin í markið, færð-
ist jafnvægispunktur hans aftar á
skíðin og við það krosslagði hann
framenda skíðanna og fór út úr
brautinni. Þar með var keppni hans
lokið að þessu sinni og vonbrigðin
leyndu sér ekki í andliti hans.
Aðeins 42 keppendur af 62 sem
hófu keppni náðu að komast í gegn-
um fyrri umferð svigsins. I síðari
umferð féllu aðeins fjórir keppend-
ur úr keppni, þeir Andrej Miklavc,
Slóveníu og Austurríkismennirnir
Mario Matt og Heinz Schilchegger,
auk Kristins.
Ólafsfirðingurinn færðist við
þetta niður um tvö sæti í stiga-
keppni svigsins, er nú í ellefta sæti
með sín 103 stig. Aamodt tók hins
vegar forystuna af Thomasi Stang-
assinger, hefur nú 294 stig. Sjötta
svigmót heimsbikarsins fer fram í
Kitzbúhel í Austuiríki næsta
sunnudag og þar verður Kristinn
meðal keppenda.
Kjetil Andre Aa-
modt
Aldur: 29 ára, fæddur 2.91971 í Ósló.
Heimsbikarsigrar: 17 alls. Brun: Cha-
monix ’94, risasvig: Aspen ’92 og ’93, Kvit-
fjell ’93, Are ’93, Lillehammer ’96. Stór-
svig: Sestriere ’93, Oppdal ’93, Are ’93,
Hinterstoder ’94, Vail ’94, Adelboden ’97.
Svig: Wengen ’OO. Tvíkeppni: Chamonix
’94 og '00, Kitzbuhel ’98 og ’99.
Heimsbikarmeistari: 1994.
Ólympíuleikar: Gull í risasvigi og brons
í stórsvigi 1992, silfur í bruni og tvíkeppni
og brons í risasvigi 1994.
Heimsmeistaramót: Silfur í stórsvigi
1991, gull í svigi og stórsvigi og silfur í
tvíkeppni 1993. Brons í risasvigi 1996.
Gull í tvíkeppni 1997. Gull í tvíkeppni og
brons í bruni 1999.
Einn af fjórum skíðamönnum sem hafa
unnið í öllum fímm alpagreinunum í
heimsbikarnum.
Kristinn úr
leik í Wengen