Morgunblaðið - 18.01.2000, Síða 4
4 C ÞRIÐJUDAGUR 18. JANÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
ÍÞRÓTTIR
Valsmenn
ræða við
Bjarka
FORRÁÐAMENN fyrstu-
deildarliðs Vals í knatt-
spyrnu hafa haft samband
við Keflvfkinga og óskað
eftir að fá leyfí til að ræða
við Bjarka Guðmundsson
markvörð. Bjarki er laus
allra mála hjá Keflavík og
getur skipt um iið. Reiknað
er með að hann ræði við
Valsmenn næstu daga.
Keflvíkingar hafa auga-
stað á Gunnleifí Gunnleifs-
syni, varamarkverði KR.
Schutterwald
bjargar sér
Schutterwald, þýska handboltaliðið í
fyrstu deild, sem átt hefur í miklum
rekstrarörðugleikum virðist hafa
bjargað sér fyrir horn. Leikmenn
þeir sem eftir eru hjá liðinu fengu
loks laun fyrir nóvember og desem-
ber í síðustu viku. „Við höfum bjarg-
að okkur fyrir horn og eigum að
geta klárað deildarkeppnina án
gjaidþrots," sögðu forráðamenn
liðsins um helgina. Það er félaginu
mikilvægt að geta lokið deilda-
keppninni en ekki vera dæmt niður
um margar deildir eins og raun hefði
verið á ef komið hefði til gjaldþrots.
Gummersbach og
Wuppertal sameinast
ÓHÆTT er að segja að fátt hafi vakið meiri athygli í þýsku
íþróttalífi um sl. helgi en yfirlýsing f ramkvæmdastjóra Vfl
Gummersbach og HC Wuppertal um að liðin myndu sameinast
á næsta ári. Bæði félögin eru í raun hlutafélög og geta þeir
sem ráða yfrir hlutunum gert það sem þeir vilja. Óhætt er að
segja að viðbrögðin hafa verið afar neikvæð frá Gummersbach
og eru gamlir og nýir leikmenn liðsins ekki ánægðir með gang
mála.
Heiner Brandt, landsliðsþjálf-
ari Þýskalands og fyrrver-
andi leikmaður og þjálfari Gumm-
ersbach, segir þessa ákvörðun
óskiljanlega og skilur ekki hvað
forráðamenn félagsins eru að fara.
Heinz Albrecht Lenz sem fór fyrir
björgunaraðgerðum á sínum tíma
þegar Gummersbach var að slig-
ast segir að þetta sé það versta
sem gat komið fyrir félagið og al-
gjörlega á skjön við það sem nú-
verandi stuðningsaðilar lofuðu
þegar þeir yfirtóku félagið og
breyttu því í hlutafélag. „Við hefð-
um betur farið í þriðju deild og
byrjað upp á nýtt heldur en þetta
samsull," sagði hinn þekkti leik-
maður á árum áður Hansi
Schmidt. „Þetta er eins og að
leggja Brandenborgarhliðið niður.
Guði sé lof að Eugen Haas þurfti
ekki að upplifa þetta áfall,“ sagði
Erhard Wunderlich, en Eugen
Haas er faðir handboltans í
Gummersbach og lést fyrir nokkr-
um árum. Það óhætt að segja að
blöð eins og Bild Zeitung og Köln
Express fara ekki fögrum orðum
um þessa fyrirætlan forráða-
manna liðanna.
Frægasta handknattleikslið
heims Gummersbach jarðsett hja
Nobody í Wuppertal er risafyrir-
sögn í Bild. Gummersbach er búið
að vera segir Köln Express, og
vitnar í formann áhangenda-
klúbbs Gummersbach Walter
Dickmann sem spyr hvernig í
ósköpunum eigum við að vinna
með klúbbi eins og Wuppertal sem
hefur ekkert annað upp á að bjóða
en skandala og óskiljanlega brott-
rekstra?
Blöð í Wuppertal eru varkárari
og spyrja margra spurninga eins
hvort Krisen Odenthal eigi að
sjóma þessu félagi og jafnframt
hvar eigi að leika, hvaða leikmenn
verða, hver þjálfar. Stefan Schöne
þjálfari Wuppertal, segist hafa
frétt af þessari sameiningu á
textavarpi í sjónvarpi og segir að
þetta hljóti að vera krafa bank-
anna sem félögin eru hjá, aðra
skýringu sér hann ekki. Ljóst er
að Schöne verður ekki áfram þjálf-
ari enda almenn vonbrigði með
störf hans bæði meðal leikmanna
svo og áhangenda Wuppertal.
Amo Ehret, þjálfari Gummers-
bach, er auk þess með þriggja ára
samning en það er líkt komið hjá
honum og kollega hans Schöne að
almenn vonbrigði eru með störf
hans hjá Gummersbach og vænt-
ingar forráðamanna þessara liða
fjarri því að hafa uppfyllst. Wupp-
ertal hefur verið í fallbaráttu allt
tímabilið og liðið aðeins unnið tvo
leiki á leiktíðinnni undir stjóm
Schöne. Gummersbach var með
áætlanir um 4.-5. sæti í vetur og
næsta vetur átti að ná meistartitl-
inum, en öðm nær, liðið hefur ver-
ið fyrir neðan miðju og aðsókn að
leikjum beggja liða hrunið í kjöl-
farið.
Forráðamenn Wuppertal höfðu
lofað leikmönnum sem vom með
lausa samninga að ræða við þá í
síðasta lagi um miðjan desember
síðastliðinn, en til þessa hefur ekki
verið rætt við einn einasta leik-
mann. Skýringin er auðvitað sú að
forráðamenn liðanna viðurkenndu
að viðræður þeirra hefðu staðið
vikum saman og leikmenn því ver-
ið dregnir á asnaeyrum. Það er at-
hyglisvert að allir máttarstólpar
HC Wuppertal em með lausa
samninga. Þannig standa leik-
menn eins Dimitir Filippov sem
hefur verið besti leikmaður Wupp-
ertal uppi samningslaus því fyrir
em hjá Gummersbach Yoon og
Rússinn Chotrow sem báðir hafa
langa samninga. Það er athyglis-
vert að báðir framkvæmdastjórar
liðanna, sem hvorugur kemur úr
íþróttaheiminum, tala nú ná-
kvæmlega eins og þeir gerðu fyrir
þetta tímabil. „Við ætlum að gera
stóra hluti og byggja upp framtíð-
armeistarlið á þessu svæði.“
Flest blöð em hins vegar á einu
máli um að þetta séu endalok
Gummersbach en alla vega er ljóst
að mjög spennandi dagar eru
framundan um framvindu mála.
Flótti I
og
malaferli
íWupp- !
ertal
CHRISCHAN Hannawald, fyrr-
verandi markvörður HC Wupp-
ertal, samdi á laugardaginn við
Tusem Essenn, en þá rann út fé-
lagaskiptafrestur í þýska hand-
knattleiknum.
Samningurinn er til loka þessa |
tímabils, en Essen getur fram-
lengt hann einhliða til tveggja
ára óski það þess.
Chrischan Hannawald á í hat-
römmum deiium og málaferlum
við Wuppertal-liðið en hann var
rekinn frá því í nóvember eftir
að hann og fjórir aðrir leikmenn
liðsins fóru á næturklúbb í
Wuppertal. Endaði ferðin með
miklum slagsmálum og meiðslum
leikmanna, meðal annars var
Stig Rasch frá keppni í fimm
vikur af þessum sökum. Chri-
schan Hannawald var gerður
ábyrgur fyrir slagsmálunum og
var auk þess á veikindavottorði
þegar atburðurinn átti sér stað.
I kjölfarið var hann látinn taka
pokann sinn, en hinir leikmenn-
irnir fengu áminningu og háar
fésektir. Þess má geta að enginn
hinna íslensku leikmanna Wupp-
ertal var viðriðinn þennan at-
burð sem þótti setja ljótan blett
á liðið og fékk mikla umfjöllun i
fjölmiðlum í Þýskalandi.
Stig Rasch fór svo í kjölfar
Hannawald og stefndi HC Wupp-
ertal fyrir dómstólum þegar liðið
neitaði að greiða honum laun
þann tíma sem hann var frá
vegna meiðsia og sögðu for-
ráðamenn liðsins honum að
sækja bara peninginn hjá þeim
sem sló hann. Þetta sætti Stig
Rasch sig ekki við og segist eiga
rétt á 6 vikna veikindalaunum.
Mál þeirra félaga verður tekið
fyrir í rétti í Wuppertal hinn 10.
febrúar nk.
Klaus Dieter Petersen lék ágætlega með Þjóðverjum gegn Spánverjum um helgina. Hann er einn sextán leikmanna sem Heiner
Brand hefur valið til Króatíufarar.
Þjóðveijar hefndu
^jjóðverjar unnu Spánverja
w* 27:24 í síðari æfíngaleik lið-
anna, sem fram fór í Minden á
sunnudag. Staðan í hálfleik var
14:11 fyrir Þjóðveija, en þeir kom-
ust í 21:12 áður en Spánveijum
tókst að minnka muninn fyrir leiks-
lok. Mikill áhugi var á leikjum Þjóð-
verja gegn Spánverjum en 4.200
áhorfendur mættu á síðari leikinn.
Spánverjar unnu fyrri leikinn 25:23
á föstudag. Þetta voru síðustu leikir
liðanna áður en EM í Króatíu hefst.
Heinar Brand, þjálfari Þjóð-
verja, segir að markmiðið sé að ná í
verðlaunasæti í Króatíu en fimmta
sætið gæti dugað þýska liðinu, en
það færir liðinu hugsanlega keppn-
isrétt á heimsmeistaramótinu í
Frakklandi árið 2000.
Brand velur
Króatíufara
Að loknum leikjunum við Spán-
verja valdi Brand 16-manna lands-
lið til Króatíufararinnar. Hópurinn
er skipaður eftirtöldum leikmönn-
um, innan sviga eru fjöldi lands-
leikja.
Markverðir: Jan Holpert, Flens-
burg-Handewitt (215), Henning
Fritz, SC Magdeburg (54), Christi-
an Ramota, TV Grosswallstadt
(46).
Aðrir leikmenn: Bemd Ross, TV
Grosswallstadt (114), Florian
Kehrmann, TV Lemgo (27), Volker
Zerbe, TV Lemgo (226), Daniel
Stephan, TV Lemgo (112), Markus
Baur, HSG D/M Wetzlar (73),
Frank von Behren, GWD Minden
(35), Jöm Schláger, ThSV Eisen-
ach (10), Jan-Olaf Immel, SG W/M
Frankfurt (11), Stefan Kretzschm-
ar, SC Magdeburg (126), Klaus-
Dieter Petersen, THW Kiel (240),
Mike Bezdicek, TBV Lemgo (72),
Matthias Hahn, SG Flensburg-
Handewitt (106), Alexander
Mierzwa, TV Grosswallstadt (10).
Þegar Brand tilkynnti hóp sinn
lét hann þess getið að talsvert væri
um meiðsli á meðal bestu hand-
knattleiksmanna landsins. Meðal
annars varð hann að kalla til Hahn
línumann frá Flensburg-Hand-
ewitt, en hann hefur ekki leikið með
landsliðinu í átta ár. Bæði Christian
Schwarzer og Achim Schurmann
línumenn era meiddir. Að vanda
kvartaði hann undan fjölda útlend-
inga í þýsku deildinni
sem komi niður á þýskum hand-
knattleik. Hann hefur til að mynda
krafist þess að sett verði þak á
fjölda þeirra útlendinga sem megi
leika með hverju liði.