Morgunblaðið - 18.01.2000, Síða 6
6 C ÞRIÐJUDAGUR 18. JANÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
+
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 18. JANÚAR 2000 C 7.
KNATTSPYRNA
KNATTSPYRNA
Heiðar ryður
sér til rúms
í Englandi
HEIÐAR Helguson fékk óskabyrjun í herbúðum enska úrvals-
deildarliðsins Watford á laugardag. Félagið keypti hann af
norska liðinu Lilleström fyrir um 180 milljónir króna í sfðustu
viku og í fyrsta leik sínum með nýju liði tókst Heiðari að skora
jöfnunarmark gegn háttskrifuðu liði Liverpool, félagi sem verið
hefur í uppáhaldi hjá Heiðari frá því hann hóf að fylgjast með
gangi mála í enskri knattspyrnu.
Þó skyggði á gleðina að Tékkinn
Vladimir Smicer kom inn á sem
varamaður fyrir Liverpool og gerði
sigurmarkið, 3:2, er um tuttugu mín-
útur lifðu leiks.
Heiðar var í byrjunarliði Watford
og var tekinn alvarlega af varnar-
mönnum gestaliðsins, en þrír and-
stæðingar Heiðars fengu gult spjald
eftir viðskipti sín við Dalvíkinginn,
sem lék með Þrótti í Reykjavík áður
en hann fór til Noregs fyrir tæpa
hálfa milljón króna.
Framan af gerði Liverpool sig lík-
legt til að kjöldraga nýliða Watford,
sem eru í næstneðsta sæti úrvals-
deildar. Tékkinn Patrik Berger og
David Thompson sáu til þess að
heimamenn voru komnir tveimur
mörkum undir eftir fjörutíu mínútna
leik. En baráttuglaðir leikmenn
Watford lögðu ekki árar í bát og á
lokamínútum fyrri hálfleiks skoraði
Richard Johnson með hnitmiðuðu,
viðstöðulausu skoti utan vítateigs.
Watford hóf síðari hálfleikinn eins
og það lauk þeim fyrri. Eftir að hafa
spyrnt knettinum af miðjupunktin-
um tók Heiðar sér stöðu í fremstu
víglínu, þar sem brotið var á honum
á fyrstu andartökum síðari hálfleiks.
David Perpetuini tók aukaspyrnuna
og sendi fyrir markið, þar sem Heið-
ar kom á mikilli siglingu og skallaði
boltann yfir Sander Westerveld,
markvörð Liverpool, sem fór í
„skógarferð11, í autt markið. Áhorf-
endur fögnuðu vel og innilega, líkt
og Heiðar, í tvennum tilgangi. Lítil-
FOLK
■ HERMANN Hreiðarsson var í
liði Wimbledon sem tapaði 2:0 fyrir
Coventry í ensku úrvalsdeildinni.
■ ARNAR Gunnlaugsson lék í 53
mínútur með Leicester gegn Chels-
ea er liðin gerðu l:l-jafntefli í úr-
valsdeildinni.
■ JÓHANN Guðmundsson sat á
bekknum hjá Watford sem tapaði
3:2 fyrir Liverpool. Heiðar Helgu-
son lék í 80 mínútur fyrir Watford.
■ BJARNÓLFUR Lárusson sat á
bekknum hjá Walsall sem vann
Sheffield United 2:1 í 1. deildinni í
Englandi.
■ GUÐNI Bergsson lék allan leik-
inn fyrir Bolton sem vann QPR 1:0.
Eiður Smári Guðjohnsen lék í 84
mínútur með Bolton.
■ ÍVAR Ingimarsson lék í 68 mín-
útur með Brentford sem tapaði 3:0
fyrir Oldham í 2. deildinni í Eng-
landi. Gunnar Einarsson fékk
tækifæri með Brentford á 58. mín-
útu.
■ SIGURÐUR Ragnar Eyjólfsson
lék allan leikinn með Chester sem
tapaði 2:0 fyrir Rotherham í 3.
deildinni í Englandi. Chester er í
neðsta sæti í 3. deildinni.
magninn hafði sýnt hetjulega bar-
áttu, jafnað metin á augabragði og
nýi leikmaðurinn, sem keyptur var
fyrir metupphæð hjá félaginu, hafði
undirstrikað verðmæti fjárfesting-
arinnar og glætt vonir stuðnings-
manna um áframhaldandi þátttöku í
efstu deild.
Eftir markið minnti Heiðar á sig
með afdráttarlausum hlaupum sín-
um, ódrepandi baráttuvilja og gagn-
legum sóknartilþrifum í senn. I síð-
ari hálfleik einum fengu þrír
nafntogaðir leikmenn Liverpool
áminningu fyrir að gerast brotlegir í
baráttu við Heiðar, viðureign þar
sem þeir urðu að taka á öllu sem
þeir áttu til að halda velli. Þjóðverj-
inn Dietmar Hamann, Stephane He-
nchoz frá Sviss og hinn ítalski Dom-
inic Matteo voru allir kallaðir á fund
dómarans og þeim sýnt gult spjald.
Eftir brot Matteos, sem kom eftir að
Heiðar hafði unnið boltann af miklu
harðfylgi, bað hann um skiptingu,
var orðinn þreyttur, enda hafði hann
lagt sig allan fram auk þess sem
hann hafði ekki tekið þátt í kappleik
síðan í nóvember. Ahorfendur hylltu
Heiðar er hann gekk af velli tíu mín-
útum fyrir leikslok. I þeirra augum
er Heiðar holdgervingur vonarinnar
hjá Watford, sem berst hatrammri
baráttu við falldrauginn alræmda.
„Við höfðum reynt að kaupa hann
í heilt ár. Hann sýndi á þessum átta-
tíu mínútum að hann hefur margt
fram að færa. Hann hefði getað nýst
okkur frá upphafi þessa tímabils,“
sagði Graham Taylor, knattspyrnu-
stjóri Watford, um Heiðar.
„Ég get ekld farið fram á meira
en að leikmennimir leggi sig alla
fram. Þeir gerðu það og sýndu mik-
inn viljastyrk með því að jafna met-
in. Við verðskulduðum stig eftir
þennan leik,“ bætti stjórinn við.
Breska dagblaðið Sunday Times
sagði Heiðar hafa birst áhorfendum
á Vicarage Road í skyndi sem hetja
og sönnun þess að betri tíð væri í
nánd.
Peter Cork
Heiðar Helguson skapaði oft og tíðum usla í vöm Liverpool. Alls fengu fjórir andstæðingar hans að líta gula spjaldið eftir brot á Heiðari.
Þyrfti að endur-
greiða 60 milljónir
SIGURÐUR Jónsson, landsliðsfyr-
irliði í knattspyrnu, sagði við
skoska ijölmiðla um helgina að
hann þurfí að greiða 60 miHjónir
króna úr eigin vasa, gangi hann til
liðs við enskt félag á ný.
Sigurður hefur af og til verið
orðaður við Stoke á undanfömum
vikum en það verður að teljast afar
ólíklegt að hann gangi til liðs við
Guðjón Þórðarson og félaga. Þegar
Sigurður hætti hjá Arsenal vegna
meiðsla árið 1991 var talið að ferill
hans væri á enda og enskt trygg-
ingafélag greiddi honum 60 milþ'-
ónir króna í bætur. Greiðslunni
fylgdi það ákvæði að ef hann gengi
síðar til liðs við enskt félag þyrfti
hann eða það að endurgreiða þessa
upphæð.
„Ég geri mér grein fyrir því að
ég stend í þakkarskuld við liðið og
Paul Sturrock framkvæmdastjóra
sem hefur sýnt mér mikið traust."
Hugsanlegur
vendipunktur
á Highbury
ARSENAL kann að hafa snúið taflinu sér í hag í baráttunni um
enska meistaratitilinn með sannfærandi sigri á Sunderland, 4:1,
á heimavelli sínum á Highbury á laugardag. Liðið er í þriðja sæti
úrvalsdeildar með 43 stig, líkt og Englandsmeistarar Manchest-
er United, sem hafa þó leikið þremur leikjum færra. Leeds er í
efsta sæti, einu stigi á undan Arsenal og Manchester United.
Mörk Arsenal komu frá framherjunum Thierry Henry frá Frakk-
landi og Króatanum Davor Suker.
Peter Cork
Guðjón vill
hafa Kippe
til vorsins
GUÐJÓN Þórðarson, knatt-
spyrnusljóri Stoke City, ætlar
að freista þess að fá lánssamn-
inginn við norska vamarmann-
inn Frode Kippe frá Liverpool
framlengdan til vorsins.
Guðjón fékk Kippe lánaðan í
einn mánuð og samkvæmt því
leikur sá norski síðasta leik
sinn um næstu helgi þegar
Stoke mætir Millwall.
„Kippe hefúr staðið sig vel
með okkur og ég vona að Ger-
ard Houllier fari að ósk okkar.
Það yrði hagstætt fyrir báða
aðila því við munum skila hon-
um aftur til Liverpool sem
betri leikmanni. Kippe skoraði
gott mark gegn Preston á
föstudag en ég vona bara að
hann spili ekki of vel svo að
Houllier heimti hann ekki
strax til baka,“ sagði Guðjón
við staðarblaðið The Sentinel í
gær.
Þótt vamarmenn Liverpool gripu oft til örþrifaráða til að stöðva Heiðar, missti hann aldrei sjónar á boltanum.
Arsene Wenger, knattspymu-
stjóri Arsenal, segir að lið sitt
hafi látið hendur standa framúr
ermum, ef þannig má að orði kom-
ast, eftir að hafa tapað fyrir Co-
ventry á dögunum. „Éftir þann leik
sagði ég að það væri óviðeigandi að
ræða um titilvonir, því frammistaða
okkar í þeirri viðureign gaf ekki til
kynna að við værum líklegir til að
hreppa hnossið," sagði Wenger.
„Síðan þá höfum við leikið allvel,
bæði gegn Leeds og nú gegn Sund-
erland.“
Króatinn Davor Suker, sem var
sá eini sem gladdi augað í liði Ar-
senal er það tapaði fyrir Coventry
er hann gerði glæsilegt mark, var
við sama heygarðshomið á laugar-
dag. Eftir að félagi hans Henry
hafði brotið ísinn skoraði Suker
annað mark Arsenal með glæsi-
brag. Boltinn barst til hans skammt
utan vinstra vítateigshomsins, þar
sem Suker tók boltann á lofti, við-
stöðulaust með vinstri fæti og fór
skot hans í fögmm boga í fjær-
stöngina og inn. Fimm mínútum
síðar skoraði hann af stuttu færi
eftir sendingu Henrys.
Nú styttist í viðureign erkifjend-
anna, Arsenal og Manchester Unit-
ed, á Old Trafford í Manchester, en
hún fer fram hinn 24. janúar nk.
„Það verður enn einn lykilleikur
fyrir okkur. Við vitum, af því einu
að líta á stöðuna í deildinni, að Man-
chester United stendur betur að
vígi því það á þrjá leiki til góða.
Þess vegna munum við kappkosta
að knýja fram sigur í leiknum," seg-
ir Arsene Wenger, knattspymu-
stjóri Arsenal.
Chelsea dregst enn aftur úr
Með sigri hefði Sunderland kom-
ist í þriðja sæti úrvalsdeildarinnar,
en verður þess í stað að gera sér hið
fimmta að góðu, sem þó er ríflega
viðunandi af nýliðum að vera. Liðið
er tveimur stigum á undan Chelsea,
sem tekið var til greina sem meist-
Króatinn Davor Suker gerði sannkallað glæsimark fyrir Arsenal í sannfærandi
sígri á Sunderland á laugardag.
Reuters
araefni í haust. Félagið bar enn og
aftur skarðan hlut frá borði um
helgina. í þetta sinn auðnaðist lið-
inu rétt að knýja fram jafntefli við
Leicester, lið Amars Gunnlaugs-
sonar, á Stamford Bridge í Lund-
únum. Dennis Wise reyndist liði
sínu enn dýrmætur er hann gerði
jöfnunarmarkið fimm mínútum fyi--
ir leikslok eftir að vamarmaðurinn
Gerry Taggart hafði komið
Leicester yfir undir lok fyrri hálf-
leiks. Italinn Gianfranco Zola lagði
upp jöfnunarmarkið fyrir Wise,
sem skoraði með skalla. í kjölfarið
hóf Chelsea leiftursókn að marki
Leicester. M.a. heimtaði Frakkinn
Frank Lebouef vítaspymu, en varð
ekki að ósk sinni, leikmönnum og
aðstandendum Leicester til mikill-
ar gleði.
Vænlegasta staða
Newcastle í vetur
Newcastle, liðið sem Bobby
Robson tók við er Hollendingnum
Ruud Gullit var sagt upp störfum í
haust, hefur aldrei verið jafn ofar-
lega í deildinni á yfirstandandi
keppnistímabili og einmitt nú, eftir
að hafa kjöldregið Southampton,
5:0, á St. James’s Park í Newcastle
á sunnudag. Er rúmar þrjár mínút-
ur vom liðnar af leiknum hafði
Skotinn Duncan Ferguson þegar
gert tvö mörk. Þannig gaf hann
tóninn.
„Við megum ekki ofmetnast. Við
fómm bara upp um tvö sæti og
gleðjumst vitaskuld yfir því,“ sagði
Bobby Robson, gamalreyndur
knattspyrnustjóri Newcastle. „Við
eigum erfiða leiki í vændum; gegn
Wimbledon og Sunderland á úti-
velli auk Blackbum, sem er raunar
bikarleikur, og Manchester United*
á heimavelli. Við ræddum því allir
um mikilvægi þess að ná þremur
stigum úr þessum leik til að tryggja
okkur sómasamlega stöðu í náinni
framtíð, því við vitum ekki hvað
framtíðin ber í skauti sér. Hlut-
skipti okkar getur breyst í einni
svipan."
Burton valdur að vaxandi
óánægju með Robson
Newcastle skaust upp fyrii- ná-
granna sína í Middlesbrough, sem
tapaði fyrir lágt skrifuðu liði Derby
County, 4:1, á heimavelli. Kyndir
það enn undir umræðu þess efnis
að Bryan Robson, knattspyrnust-
jóri Middlesbrough, sé á fömm ffá -
félaginu, en stuðningsmenn félags-
ins hafa margir hverjir krafist þess
sökum óviðunandi árangurs. Paul
Ince, fyrirliði liðsins, tók upp
hanskann fyrir stjóra sinn eftir tap-
ið.
„Ég kenni í brjósti um Robson-
.Hann var ein helsta ástæða þess að
ég kom hingað. Mér fellur þungt að
heyra stuðningsmenn leggja til að
hann ætti að fara. Sökinni er ávallt
skellt á stjórana. Leikmennirnir
verða einnig að bera ábyrgð. Það
emm við, sem töpum leikjunum,"
sagði Ince.
Tvítugur piltur, Malcolm Christ-
ie, gerði tvö marka Derby í fram-
raun sinni í úrvalsdeild, en hann
var keyptur af utandeildarliðinu
Nuneaton Borough fyrir tæpar sex
milljónir ki-óna. Að auki lagði
Christie upp annað mark Derby,
sem Deon Burton skoraði.