Morgunblaðið - 18.01.2000, Síða 9

Morgunblaðið - 18.01.2000, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. JANÚAR 2000 C 9 ÍÞRÓTTIR Mosfellingar með fulttrúa MOSFELLIN GAR áttu fulltrúa á unglingameistaramótinu um helgina. Þar á meðal voru Sigur- jón Jónsson og Andrés Andrésson, 14 ára úr Aftureldingu, sem tóku báðir þátt í tvenndarleiknum. „Við æfum saman þrisvar í viku en það er samt skemmtilegast að keppa á mótum,“ sögðu þeir féiagar. „Við erum ekki í neinum öðrum íþróttagreinum því það er enginn tími fyrir annað auk þess sem badminton er langskemmtileg- ast.“ Og hvemig gekk þeim félög- um? „Agætlega en mætti samt ganga betur." Félagarnir Sigurjón Jóhannesson og Andrés Andrésson frá Mosfellsbæ. Strákarnir hlýða stundum ekki KARITAS Ósk Ólafsdóttir er 12 ára íþróttatáta frá Akranesi, sem sigraði í einliðaleik og einnig í tví- liðaleik með Hönnu Maríu Guð- bjartsdóttur. „Ég hef æft badminton í þrjú ár og það er alltaf jafn gaman. Ég hef líka æft sund, körfubolta og fót- bolta, sem er gaman en badminton- ið er skemmtilegast enda gengur vel þar,“ sagði Karitas Ósk. Hún æfir 5 sinnum í viku en lætur það ekki duga heldur aðstoðar hún við þjálfun hjá yngri flokkum. „Það er ekki alltaf gaman því það er oft erf- itt að láta strákana hlýða - þeir hlusta stundum ekki á mann. Það tekst samt stundum en ég veit ekki hvort ég ætla, að verða þjálfari," bætti Karitas Ósk við hugsi. Karitas Ósk Ólafsdóttir f rá Skaganum var sigursæl í tátuf lokki. HANDKNATTLEIKUR Morgunblaðið/Porkell Inga Jóna Ingimundardóttir átti góðan leik fyrir ÍR á móti Fram á laugardaginn en varð samt að játa sig sigraða. Hér reynir hún að komast framhjá Hafdísi Guðjónsdóttur, fyrirliða Fram. Reynsjuleysið kom ÍR í koll ÞAÐ var að duga eða drepast fyrir Fram-stúlkur er þær fengu í heimsókn á laugardaginn hið harðskeytta lið ÍR, sem hafði í tveimur síðustu leikjum sínum lagt háttskrifaða andstæðinga að velli. Ekki var bara fyrir Fram að hefna fyrir tap á móti ÍR í fyrri umferðinni, heldur voru bæði lið með 10 stig og bitust um 8. sæt- ið í deildinni en það gefur síðasta sæti í úrslitakeppninni. Það tókust á reynsla og kappsemi en að lokum hafði reynslan betur og Fram sigraði 20:18. Stefán Stefánsson skrífar Fyrstu tíu mínúturnar notuðu liðin til að þreifa fyrir sér, bar- ist var um hvem bolta og staðan 5:4. Þá misstu Breiðhyltingar um tíma þolinmæðina og brutu klaufalega af sér svo að dómar- ar leiksins viku þeim af leikvelli. Það nýttu Framstúlkur sér til hins ýtrasta og bættu á meðan við mörk- um með yfirveguðum leik. Það hefði átt að vera ÍR-stúlkum næg viðvörun um að flýta sér hægt en svo varð ekki og í hvert sinn er gestirnir voru færri jókst munur- inn. Að vísu minnkuðu þær aftur muninn þegar Framstúlkur voru tvívegis tveimur leikmönnum færri en það dugði skammt og skömmu eftir hlé varð forskotið 17:10. Þá tóku IR-stúlkur loks við sér en það var of seint. „Við ætluðum ekki að tapa öðru sinni og tókst að hefna, sem byggð- ist á góðri vörn og baráttu," sagði Hafdís Guðjónsdóttir, fyrirliði Fram, eftir leikinn. „Við nýttum líka veikleika þeirra og reynslu okkar þegar þær voru einum eða tveimur færri en það hefur alltof sjaldan tekist í vetur. Við héldum okkar striki allan leikinn, fórum langt á skynseminni og sáum hvað í okkur sjálfum býr enda urðum við að taka þessi stig til að halda átt- unda sætinu,“ bætti Hafdís við en hún og Díana systir hennar áttu góðan leik. Marin Zoveva var í strangri gæslu en var þó ágæt. ÍR-stúlkum tókst ekki að nýta baráttugleði og misstu þolinmæð- ina. Fyrir það var þeim refsað og þó að þær næðu betri tökum á leik sín- um eftir hlé var það of seint. Hins- vegar hafa þær sýnt að ekkert lið getm’ bókað stig gegn þeim. Ingi- björg Ýr Jóhannsdóttir og Inga Jóna Ingimundardóttir slógu þó hvergi af og áttu góðan leik en Guð- ný Jenný Asmundsdóttir og Katrín Guðmundsdóttir voru ágætar. Norðanstúlkur stóðu uppi i hár- inu á Stjömustúlkum á Akureyri á. föstudaginn. Eftir jafnan fyrri hálf- leik þar sem KA hafði oft forystuna var staðan 9:9 en þá sneru Garð- bæingar blaðinu við svo að um munaði því heimasæturnar skor- uðu ekki mark. Stjörnustúlkur aft- ur á móti hófu að nýta færin sín og unnu 23:9. FH-stúlkur skelltu sér á topp 1. deildar með 27:14 sigri á ÍBV í Kaplakrika. Jafnt var á flestum töl- um fram eftir leik en þá lokuðu Hafnfirðingar leiðinni að marki sínu með góðri vöm og markvörslu. Grótta/KR er hætt að sleikja sár- in eftir tap fyrir ÍR og ætlar sér ekki að missa taktinn. Stúlkumar fengu Val í heimsókn á laugardag-. inn og unnu 24:18, sem skilaði þeim í annað sæti deildarinnar. Erfftt að leika undir pressu „ÞAÐ var erfitt að leika undir pressu eftir góðan leik við Gróttu/ KR og Stjömuna, þegar enginn hafði trú á okkur,“ sagði Anna _ María Sigurðardóttir, fyrirliði ÍR, eftir leikinn við Fram. „Svo komum við íþennan leik gegn Framliðinu, sem við unnum í fyrri umferðinni og ætluðum að vinna almennilega en náðum alls ekki okkar besta leik. Við vomm alltof mikið út af fyrir óþarfa brot og spiluðum hrað- ar en við emm vanar og hentar okkur best. Við emm samt ekki hættar og ætlum í átta liða úrslit," — bætti Anna María við vígreif.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.