Morgunblaðið - 25.01.2000, Side 2
2 B ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
ÍÞRÓTTIR
Vala með
Ragnar i Stjömuna
RAGNAR Árnason er genglnn til liðs við úrvalsdeildarlið Stjöm-
unnar í knattspymu eftir skamma viðdvöl hjá IA og var gengið
frá félagaskiptunum um helgina. Ragnar, sem er 24 ára og hefúr
leikið flestar stöður á vellinum, fór frá Stjömunni til Bryne í
Noregi á miðju sumri 1998 en kom aftur heim síðasta sumar og
gekk þá í raðir Skagamanna. Hann lék 7 leiki með þeim í úrvals-
deildinni en hafði áður spiiað 42 leiki í efstu deild með Sljöm-
unm
FRJALSIÞROTTIR
farseðil
áOLí
Sydney
VALA Flosadóttir, stangarstökkvari úr ÍR og íslands- og Norður-
landamethafi í greininni innanhúss og utan, hefur náð lágmarki
til þátttöku á Ólympíuleikunum í Sydney sem fram fara í septem
ber. Er hún fyrst íslenskra frjálsíþróttamanna til þess að tryggja
sér farseðilinn á Ólympíuleikana. Hann tryggði hún sér með því
að stökkva 4,30 metra á alþjóðlegu stökkmóti í Zwibrúcken í
Þýskalandi á föstudag.
A-lágmark Alþjóða frjálsíþrótta-
sambandsins fyrir leikana í
stangarstökki kvenna er 4,30 metrar
ogskiptir þá engu máli hvort
árangrinum er náð innanhúss eða ut-
an, því hægt er að ná lágmarkinu í
stökkgreinum og kúluvarpi fyrir
leikana hvort heldur er innandyra
eða utan, aðeins að um viðurkennt
mót sé að ræða. B-lágmarkið í stang-
arstökki kvenna er 4,20 en þar sem
Vala hefur náð A-lágmarkinu nægir
það t.d. ekki Þóreyju Eddu Elísdótt-
ir að stökkva yfir B-lágmarkið því
eftir að einn keppandi frá hverju
landi hefur náð A-lágmarki er ekki
leyfilegt að senda annan keppanda
með B-Iágmark. Hins vegar má
senda allt að þrjá keppendur í hveija
grein sem náð hafa A-lágmarki.
Sigurður Haraldsson, sem sæti á í
landsliðsnefnd Frjálsíþróttasam-
bands Islands, staðfesti í gær að ár-
angur Völu í Zweibriicken yrði við-
urkenndur af landsliðsnefnd enda
færi nefndin eftir þeim reglum sem
lágmörkum sem Alþjóða frjáls-
íþróttasambandið, IAAF, hefði sett
að því undanskildu að árangur yfir-
standandi árs yrði aðeins viður-
kenndur en ekki árangur sl. árs eins
og IAAF telur nægjanlegt.
Þar með hafa tveir íslendingar
tryggt sér keppnisrétt á Ólympíu-
leikunum að öllu forfallalausu því
auk Völu hafði Rúnar Alexanders-
son, Gerplu, náð tilskildum árangri á
HM í fimleikum á síðasta ári.
Vala er nú sem stendur í 3.-6. sæti
heimsafrekalista ársins í stangar-
stökki kvenna innanhúss með 4,30.
Efst er Daniela Bartova, Tékklandi,
með 4,40, og Christine Adams,
Þýsklandi, er önnur með 4,32 metra.
Báðar náðu þær þessum árangri á
móti í Zindelfingen á laugardag.
Annars er keppnistímabilið nýhafið
innanhúss og ekki skýr mynd komin
á afrekalista þar sem nokkrar þær
bestu í greininni hafa ekki tekið þátt
Morgunblaðið/Sverrir
Vala Flosadóttir stangarstökkvari er fyrsti íslenski frjálsíþróttamaðurinn til að tryggja
sér farseðilinn á Ólympíuleikana í Sydney.
í mótum enn ellegar eru ekki komnar
í fullkomna æfingu. Byrjunin lofar
hins vegar góður hjá Völu, sem ekki
hefur náð viðlíka árangri og nú svo
snemma keppnistímabils. Evrópum-
eistaramótið innanhúss verður í
Gent í Belgíu síðustu helgi febrúar-
mánaðar.
HANDKNATTLEIKUR
Jón Amar reynir við
EM-lágmark í Eistlandi
JÓN Arnar Magnússon, ís-
lands- og Norðurlandamethafi í
sjöþraut, þarf að ná a.m.k.
5.800 stigum í sjöþrautar-
keppni i Eistlandi um næstu
helgi til þess að komast á
Evrépumeistaramútið innan-
húss í Gent i næsta mánuði.
Engin sérstök lágmörk eru til
keppni á EM, nema i sjöþraut
karla og fimmtarþraut kvenna.
Þar eru settar kröfur um lágm-
arksárangur.
Samkvæmt upplýsingum á
lieimasiðu Frjálsíþróttasam-
bands Evrópu, EAA, verða að-
eins fimmtán keppendur í
hvorri grein. Þegar hefur níu
efstu körlum og konum á af-
rekslista Evrópu í tugþraut
karla og sjöþrautarkvenna ut-
anhúss frá síðasta sumri verið
boðið á mótið auk eins heima-
manns í hverri grein. Þessu til
viðbótar verða fimm hæstu
iþróttamenn á Evrópulistanum
í sjöþraut karla og fimmtar-
þraut kvenna veittur réttur til
keppni. Verður þá tekið mið af
listanum 16. febrúar, tíu dög-
um fyrir mótið.
Jón Arnar náði ekki að Ijúka
einni tugþrautarkeppni sl.
sumar og því er hann ekki í
þessum niu manna hópi sem
þegar hefur verið boðið til
mótsins en þeir eru í sjöþraut
karla; Tomas Dvorák, Tékk-
landi, Erki Nool, Eistlandi,
Roman Sebrle, Tékklandi, Seb-
astian Levicq, Frakklandi, Att-
ila Zsivotzky, Ungveijalandi,
Chiel Warners, Hollandi,
Francisco Javier Benet, Spáni,
Wilfrid Boulineau, Frakklandi
og Henrik Dagard, Svíþjóð.
Bretinn Mike Mazey, sem varð
m.a. silfurverðlaunahafi á HM í
fyrra hefur afþakkað þátttöku
þar sem hann hyggst einbeita
sér að keppni í tugþraut og
undirbúningi fyrir Ólympíu-
leikana.
Til þess að freista þess að
vinna sér keppnisrétt á EM
ætlar Jón Arnar að taka þátt í
sjöþraut á alþjóðlegu boðsmóti
tugþrautarmannsins Erki Nool,
í Riga í Eistlandi um næstu
helgi. Liklegt má telja að Jóni
nægi að fá 5.800 til 5.900 stig
til þess að tryggja sér farseðil-
inn til EM í Gent. Islandsmet
hans í sjöþraut er 6.293 stig,
sett á HM innanhúss f Japan i
mars í fyrra.
Gummersbach
sleit viðræðum
við Wuppertal
Gummersbach sleit óvænt við-
ræðum um sameininguna við
Wuppertal á laugardag. Stjóm
Wuppertal hélt á sunnudag blaða-
mannafund þar sem hún lýsti
óánægju sinni með framkomu for-
ráðamanna Gummersbach. Sam-
kvæmt yfirlýsingu Wuppertal var
samningur félaganna nær því frá-
genginn er símtal barst frá stuðn-
ingsaðila Gummersbach SMM, þar
sem tilkynnt var um viðræðuslit.
Samkvæmt samkomulaginu átti
hið sameinaða félag að bera nafnið
HC Wuppertal og átti Wuppertal
að sækja um leyfið til að leika í
efstu deild en Gummersbach átti að
taka sæti í annarri deild og jafn-
framt átti að byggja upp handbolta-
skóla í Gummersbach.
Þá var ákveðið að Amo Ehret yrði
þjálfari liðsins og jafnframt var ljóst
að flestir þeirra leikmanna sem leika
hjá Wuppertal voru ekki inni í mynd-
inni í framtíðaráætlunum hans. Jafn-
framt áttu allir leikir að fara fram í
Uni-Halle í Wuppertal.
Fyrirtækin sem stóðu að þessari
áætlun höfðu gert samkomulag til 5
ára, þar sem hvor aðili legði fram 120
milljónir króna á ári. Það er líklegt
að gamla og nýja stuðningsmenn
Gummersbach hafi rekið í vörðumar
þegar þessar áætlanir sáu dagsins
ljós. Það átti nefnilega að leggja
Gummersbach niður og flytja allt
hafurtaskið til Wuppertal. Stuðn-
ingsaðili Gummersbach SMM segir
að hinar sterku raddir gegn samein-
ingu hafi skaðað fyrirtækið og er nú
talið að SMM dragi sig alfarið frá öll-
um stuðningi við Gummersbach.
Forráðamenn Wuppertal segjast
nú munu halda ótrauðir áfram og
sækja um keppnisleyfi fyrir næsta
ár en fresturinn rennur út 1. febr-
úar.
Forráðamenn Gummersbach létu
ekld ná í sig í gær og ljóst að þeir
eiga ekki sjö dagana sæla þegar fólk-
ið í Gummersbach fer að krefja þá
svara við því hvemig þeim datt í hug
að gera slíkan samning um endalok
Gummersbach, ef þetta er þá rétt.