Morgunblaðið - 25.01.2000, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.01.2000, Blaðsíða 4
i B ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 2000 M0RGUN3LAÐIÐ EM í KRÓATÍU Garcia ánægður Dagur Sigurðsson Dómgæslan varð okkur að falli ÞORBJÖRN Jensson, þjálfari ís- lenska liðsins, sagði spænsku dóm- arana hafa gert íslenska liðinu lífið leitt og hafi ekkiverið hlutlausir í dómum sínum. „Ég get ekki annað en undrast þá ákvörðun dómara- nefndar mótsins að láta spænska dómara dæma þennan leik þar sem landi þeirra stjórnar öðru liðinu. Ef ég væri þjálfari hjá öðru lands- liði en því íslenska yrði ég mjög ánægður ef ég fengi íslenska dóm- ara. Þetta er til skammar fyrir þá sem raða dómurum niður á leik- ina,“ sagði Þorbjöm á blaða- mannafundi eftir leikinn. Hann bætti því við, að þrátt fyrir að dómgæslan hallaði á sitt lið hefði portúgalska liðið verið betra í þessum leik og verðskuldaði sigur. Spænski þjálfarinn Garcia var spurður hvort hann viidi svara þessum ummælum Þorbjörns um dómara, en hann sagðist ekki leggja það í vana sinn að tjá sig um dómara og léti það því ógert. ánægðir með tvo fyrstu leikina, sigur á Slóvönum og Islendingum er meira en við þorðum að vona áður en við komum hingað. Ætli við getum ekki þakkað þetta góð- um undirbúningi. Leikmennirnir hafa allir lagst á eitt um að gera sitt besta. Þeir fengu mikið sjálf- straust eftir sigurinn á Slóvönum í fyrsta leik,“ sagði þjálfarinn. Dagur Sigurðsson, fyrirliði ís- lenska liðsins, sagði að það væri erfitt fyrir lið að leika þegar það er oftast einum leikmanni færri inn á vellinum. „Okkur var refsað fyrir smavægileg brot meðan þeir sluppu. Ég er ekki að segja að dóm- aramir hafi ráðið úrslitum því við vorum að leika illa á köflum. Mér fannst við vera betri í fyrri hálfleik, en fengum að fjúka allt of oft útaf. Það er auðvitað áhyggjuefni. Brot- in voru oft klaufaleg af okkar hálfu. Við vorum að hanga aftan í mönn- um sem við eigum frekar að láta fara inn,“ sagði Dagur. Þið áttuð líka í miklu basli ísókn- arleiknum, að leysa inn á línu og koma ykkur í skotfæri? „Já, þeir spila mjög framariega og við vorum í vandræðum. Við reyndum að eysa inn og mér fannst við fá ágæt færi út úr því, en við vorum að láta verja frá okkur úr dauðafærum." Hefði ekki verið betra að hafa tvo línumenn inni á í einu, t.d. Ró- bert og Magnús Má? „Nei, ég er ekki alveg viss um það. Ég held að það geti verið hættulegt að spila 4-2 á móti svona vörn því þá er hægt að pressa báð- ar skyttumar okkar og þá er erfitt að fá sendingar út í homin. Mín til- finning er sú að betra sé að hafa miðjumann í sókn þó það sé á móti framliggjandi vöm.“ Dagur sagðist hafa reiknað með því fyrirfram að allir leikimir í keppninni yrðu erfiðir, en þetta hafi verið leikurinn sem hann hafi gert sér mestar vonir um að vinna. „Það gæti alveg eins farið svo að við fæmm í gegnum mótið án þess að fá stig. Þetta er erfiðara en heimsmeistarakeppni að því leytinu til að þú getur farið í hvem leikinn á fætur öðmm og kemst aldrei almennilega í gang -færð aldrei þessa sigurtilfinningu og þá er mjög erfitt að vinna sig út úr því. Þessi slaki árangur hingað til situr í okkur og það er ekkert auðvelt að sofna á kvöldin eftir tap og svo að spila annan leik strax daginn eftir.“ Fyrir leikinn á móti Portúgal hafði íslenska liðið aðeins æft einu sinni, á fímmtudag, og sleppt að æfa fyrstu tvo leikdagana. Er ekki eðlilegt að æfa á morgnana eins og hin liðin gera þegar spilað er á kvöldin? „Ég held að það sé ekkert atriði. Svona smáatriði, að láta þennan spila og þennan ekki spila, æfa ekki eða æfa, borða klukkan fjögur en ekki fimm. Þetta eru smáatriði sem skipta ekki öllu máli þegar út í leik- inn er komið. Ég held að við séum að klikka handboltalega í stöðum þar sem við erum ekki nægilega klókir," sagði fyrirliðinn. Morgunblaðið/Ásdís Það má sjá á svip Þorbjöms Jenssonar og Dags Sigurðssonar, þegar Þorbjörn tók leikhlé rétt fyrir leikslok í leiknum gegn Portúgal, að þeir eru búnir að játa sig sigraða. Versti ósigur á stórmóti HUGMYNDASNAUÐIR leikmenn íslands máttu sætta sig við tap fyrir Portúgal í öðrum leik sínum í Evrópukeppninni, 25:28. Tapið fyrir Portúgölum er einn versti skellur sem íslenskt landslið hef- ur mátt þola á stórmóti. Þetta var annar sigur Portúgala á íslend- ingum - þeir fögnuðu sigri í æfingaleik í Portúgal 1994. Islensku strákarnir sögðu fyrir leikinn að allt önnur og betri stemmning væri í liðinu en fyrir leikinn gegn Svíum. Sú stemmn- ing var til staðar í l/a/ur B. hyúun leiks, en Jónatansson síðan kom í ljós að skrifar leikur liðsins var frá Rijeka hugmyndasnauður í sókn og varnarleikurinn var lé- legur. Strákarnir náðu fljótlega væn- legri stöðu, 5:2, þegar tíu mínút- ur voru liðnar. Það var þá sem leikmenn íslenska liðsins fóru að gera ljót mistök - lína var dæmd á Róbert Sighvatsson, Dagur Sig- urðsson var rekinn af leikvelli og síðan dæmdur ruðningur á Pat- rek Jóhannesson og hann rekinn af leikvelli. Portúgalar nýttu sér þetta og voru búnir að jafna leik- inn 7:7 áður en íslenska liðið átt- aði sig. Jafnt var á með liðunum næstu mínútur og náðu Portú- galar eins marks forystu fyrir leikhlé, 13:14. Portúgalar gerðu tvö fyrstu mörkin í síðari hálfleik eftir að Patrekur hafði látið verja frá sér í fyrstu sókn íslands og misst boltann í þeirri næstu. _ Hann skoraði síðan 14. mark íslands þegar rúmar sex mínútur voru liðnar, en mótherjarnir svöruðu strax með tveimur og staðan þá orðin 14:18. í örvæntingu sinni reyndi íslenska liðið að klóra í bakkann og þegar 17 mínútur voru eftir var staðan 18:21 og enn von. Þá kom lakasti kafli liðsins í leiknum, gerði að- eins tvö mörk á móti sex og þá voru aðeins rúmar fimm mínútur eftir. Tapið blasti við og þrátt fyrir að Valdimar næði aðeins að rétta hlut fslands með þremur mörkum í röð var það of seint. Portúgalar léku íslendinga grátt og áttu þeir ekki í vandræð- um með að fínna sér leið í gegn- um vörn íslands. Fremstur í flokki Portúgala var Carlos Res- ende sem skoraði nánast þegar hann vildi. Vörnin var allt of svifasein gegn léttleikandi Portú- gölum og leikmenn voru að brjóta klaufalega af sér með því að rífa aftan í andstæðinginn og fengu að fjúka útaf fyrir það. Sóknarleikur íslenska liðsins var lengst af mjög hægvirkur og náðu Portúgalar með sínum framliggjandi varnarleik að brjóta allt sóknarspil niður. Ur- ræðaleysi íslenska liðsins var al- gjört og því fór sem fór. Valdimar var eini leikmaður liðsins sem lagði sig fram í leikn- um. Það segir ýmislegt um hina leikmennina að Valdimar, sem hefur fáa leiki leikið síðan í sept- ember vegna meiðsla og er ekki kominn í toppleikæfingu, var yf- irburðamaður. Aðrir léku illa og létu leikmenn Portúgala fara í taugarnar á sér. Patrekur Jó- hannesson var útilokaður frá leiknum þegar hann fékk sína þriðju brottvísun. Svo ráðþrota voru leikmenn íslands að heims- meistarar Svía, sem horfðu á leikinn, gátu ekki annað en bros- að. „VIÐ lékum illa í fyrri hálfleik og leikurinn var jafn. Islensku leik- mennirnir gengu þá nokkuð hart fram á móti okkur og voru grófir. Við náðum að brjóta íslenska liðið á bak aftur snemma í síðari hálf- leik og náðum þá góðu forskoti," sagði Javier Cuesta Garcia, spænski þjálfarinn hjá Portúgal. „Við getum ekki annað en verið Ísland-Portúgal 25:28 Rijeka, Evrópumótið í handknattleik - B-riðill, laugardaginn 23. jan- úar 2000. Gangur leiksins: 0:1, 5:2, 6:5, 7:7, 9:7,12:11,13:13,13:14. - 13:16,16:19, 18:21,19:23,20:27,24:27,25:28. Mörk íslands: Valdimar Grímsson 9/4, Ólafur Stefánsson 5, Patrekur Jóhannesson 4, Gústaf Bjamason 2, Róbert Sighvatsson 2, Magnús Már Þórðarson 2, Magnús Sigurðsson 1. Aðrir sem léku voru Dagur Sigurðs- son, Sigurður Bjarnason og Rúnar Sigtryggsson. Varin skot: Guðmundur Hrafnkelsson 12/1 (þar af 3/1 til mótherja). Bergsveinn Bergsveinsson 3 (þar af 2 til mótherja). Utan vallar: 14 mínútur. (Patrekur fékk sína þriðju brottvísun - rautt spjald, þegar rúmar sjö mínútur voru til leiksloka.) Mörk Portúgals: Carlos Resende 10/4, Filipe Cruz 6/2, Eduardo Coelho 4, Carlos Galambas 2, Victor Tsjioulaev 2, Rui Rocha 2, Ricardo Costa 1, Mario Costa 1. Varin skot: Paulo Morgado 10 (þar af 1 til mótherja). Sergio Morgado 1. Utan vallar: 8 mín. Dómarar: Ramoon Gellego og Viktor Pedro Lamas frá Spáni. Áhorfendur: 1.500. Þorbjöm fann ekk- ert svar ÞORBJÖRN Jensson, þjálfari landsliðsins, horfði Qórum sinnum á leik Portúgala og Sló- vena á myndbandi fyrir leikinn gegn Portúgal á laugardaginn. Það dugði ekki til því leikurinn tap- aðist eins og sá fyrsti á móti Svíum. Hann fann ekki mótleik til að koma Portúgölum á óvart og því fór sem fór. SOKNARNYTING EM 2000 f Króatíu Rijeka 22. jan. Croaiúa Portúgal Mörk Sóknir % * Mörk Sóknir % 13 27 48 F.h 14 25 56 12 22 55 S.h 14 23 61 25 49 51 Alls 28 48 58 6 Langskot 12 1 Gegnumbrot 1 5 Hraðaupphlaup 3 5 Horn 3 4 Lína 3 4 Viti 6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.