Morgunblaðið - 25.01.2000, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 2000 B 7
EM í KRÓATÍU
SÚKNARNÝTING
10 Langskot 7
1 Gegnumbrot 0
3 Hraðaupphlaup 3
2 Horn 1
2 Lína 10
5 Víti 4
Morgunblaðið/Ásdís
Dimitri Filippov stendur úti á velli - fyrir aftan hann biðja íslendingar á varamannabekknum um að leikklukkan verði stöðvuð: Pat-
rekur Jóhannesson, Róbert Sighvatsson, Þorbjörn Jensson, Gústaf Bjarnason, Sebastian Alexandersson og Sigurður Bjarnason.
Islend-
ingar
skyn-
samir
„ÍSLENSKA liðið veitti
okkur mjög harða keppni
og við megum þakka fyr-
ir að hafa náð í bæði stíg-
in og getum þakkað
Lavrov fyrir það,“ sagði
Maximov, þjálfari Rússa,
eftir leikinn. „íslendingar
héldu boltanum lengi í
sókninni og léku skyn-
samlega. Þeir voru
greinilega staðráðnir í að
bæta leik sinn frá tveim-
ur fyrstu leikjunum og
þeir gerðu það. Allir leik-
ir í þessari keppni eru
erfiðir og þessi var engin
undantekning á því. Ég
er hins vegar ekki sáttur
við leik minna manna og
hef ekki verið það í
keppninni til þessa. En
við erum komnir með
þijá sigra í jafnmörgum
leikjum og það er það
sem skiptír máli,“ sagði
hann.
Heppnir
að vinna
„Þetta var erfiðlu• leik-
ur fyrir okkur. Öll lið sem
leika á mótí okkur gefa
sig 150% í leikina vegna
þess að þau vilja sigra
Rússa. Það gerðu Islend-
ingar í þessum leik,“
sagði Dmitri Filippov,
sem var markahæstur í
liði Rússa með 6 mörk.
„Við vorum heppnir að
sigra, ef Valdimar Gríms-
son félagi minn hjá
Wuppertal hefði skorað
eitt mark í viðbót hefðum
við ekki tekið bæði stígin.
fsland lék ny'ög vel, en
það sama get ég ekki sagt
um okkar lið,“sagði hann.
íslenska landsliðið hefurtapað öllum þremur leikjum sínum
Uppskeran ryr
EM 2000
í Króatíu
Rijeka
23.jan.
fsland
Mörk Sóknir %
Rússland
Mörk Sóknir %
ÍSLENSKA liðið náði besta leik sínum á Evrópumótinu í Króatíu á
sunnudag er það mætti Rússum en uppskeran var rýr og varð lið-
ið að sætta sig við þriðja tapleikinn í röð, 23:25. Möguleikar liðs-
ins á þriðja sæti í B-riðli og um leið hugsanlegt sæti á ÓL í Sydney
eru þar með úr sögunni. Leikurinn bauð upp á ágæta skemmtun,
nokkuð sem ekki hefur sést i leik íslenska liðsins á mótinu til
þessa. Valdimar Grímsson gat jafnað er hann komst einn í hraða-
upphlaup þegar innan við 30 sekúndur voru eftir, en rússneski
markvörðurinn Andreij Lavrov var klókari og varði skot hans.
Allt annar bragur var á leik ís-
lensku strákanna en í hinum
leikjunum tveimur á undan, gegn
Portúgal og Svíum.
Leikmenn voru
Jónatansson staðráðnir í að hysja
skrífar frá Rijeka upp um sig buxurn-
ar og láta sverfa til
stáls gegn rússneska biminum.
Baráttan var til staðar frá fyrstu
mínútu og Rússar áttu í vandræð-
um. Mótspyma íslendinga var
meiri en þeir áttu von á miðað við
það sem á undan var gengið í mót-
inu.
Ólafur Stefánsson gaf tóninn með
því að gera fyrsta mark leiksins
með þrumuskoti og var það reyndar
í eina skiptið í leiknum sem Island
var yfir. Halda mætti að slíkt glæsi-
mark ætti að koma skyttu eins og
Ólafi í gang. Það gerði það hins veg-
ar ekki að þessu sinni. Hann gerði
aðeins þrjú mörk í leiknum og það
er of lítið fyrir þennan frábæra
handknattleiksmann.
Jafnt var á flestum tölum í fyrri
hálfleik og staðan í leikhléi 15:14
fyrir Rússa. íslenska liðið hélt í það
rússneska þar til staðan var 18:17.
Þá kom slæmur kafli hjá íslenska
liðinu þar sem fimm sóknir mnnu út
í sandinn og skyndilega var staðan
orðin 23:17 og útlitið nokkuð svart.
Þorbjöm gerði þá breytingar á lið-
inu, setti óþreytta menn inn á. Guð-
mundur fór í markið, Sigurður
Bjarnason kom inn í vömina fyrir
Dag og Duranona fyrir Patrek.
Þessi breyting kom liðinu aftur inn
á sporið og með gríðarlegum stuðn-
ingi áhorfenda minnkaði íslenska
liðið muninn niður í aðeins eitt
mark, 24:23, þegar 1,40 mín. vora
efth- og allt gat gerst.
Ólafur Stefánsson var rekinn út
af þegar 44 sekúndur vora eftir en
þá varði Guðmundur frá Rússum og
Valdimar komst í hraðaupphlaup og
gat nánast tryggt jafntefli. Lavrov
var vandanum vaxinn og varði skot
hans. Rússar branuðu síðan upp og
bættu marki við áður en flautað var
af, 25:23. Vamarleikur íslenska liðs-
ins var nokkuð góður nær allan leik-
inn, enda baráttan þar mikil. Rúss-
ar fengu ekki mörg marktækifæri
fyrir utan og fóra því mikið inn á
línuna og skoraðu of mörg mörk
þaðan. Liðið lék 5/1 vöm þar sem
Dagur og Róbert skiptu með sér
hlutveridnu að vera fyrir framan og
trafla sóknarleik Rússa. Patrekur
lék vel í fyrri hálfleik og tók þá fyrr-
um félaga sinn hjá Essen, Alexand-
er Toutsjkine, heljartökum og
leiddist það ekki. Sebastian var all-
an fyrri hálfleikinn í markinu og
varði þokkalega. Guðmundur lék
svo síðasta stundarfjórðunginn og
varði mjög vel. Dagur átti besta leik
sinn í keppninni, öskraði samherja
sína áfram eins og sönnum fyrirliða
sæmir og tók svo af skarið þegar á
þurfti að halda. Róbert var seigur á
línunni þrátt fyrir smæð sína þar.
Hann fiskaði þrjú víti, en náði ekki
að skora. Gústaf í vinstra hominu
var öflugur í fyrri hálfleik, en mis-
notaði tvö góð færi í þeim síðari.
Valdimar ógnaði ekki eins mikið og
áður í hominu og klúðraði síðan
stiginu í lokin með því að láta verja
frá sér. Ólafur var of ragur við að
skjóta og brjóta sér leið í gegn til að
skapa sér færi. Duranona kom inn á
í lokin og átti þrjú vanhugsuð skot.
Sigurður Bjarnason lék einnig
um tíma á lokamínútunum og komst
vel frá sínu. Guðjón Valur fékk
tækifæri í fyrsta sinn þegar átta
mínútur vora eftir, kom inn í vinstra
homið fyrir Gústaf og setti ekki
mark sitt á leikinn. Þá stóð Magnús
Sigurðsson sig í vöminni.
Bestu menn Rússa vora „Islands-
vinirnir" Filippov og Moskalenko.
Þeir nánast unnu leikinn fyrir
Rússa, sem hafa líklega aldrei verið
slakari á stórmóti. Þrátt fyrir að lið
þeirra hafi verið í basli með and-
stæðinga sína í öllum þremur leikj-
unum er það með sex stig og öraggt
í undanúrslit eins og Svíar.
Það sem eftir stendur hjá íslend-
ingum er tap í þremur fyrstu leikj-
um og það er ekki viðunandi. Það
gæti alveg eins orðið raunin að liðið
næði ekki í stig og kæmi heim með
öngulinn í buxunum, þrátt fyrir að
mikil batamerki hafi verið á liðinu í
þessum leik.
Rússland - Island 25:23
Rijaka Króatíu, Evrópumótið í handknattleik, sunnudaginn 23. jan-
úar 2000.
Gangur leiksins: 0:1,2:2,5:3,7:7,9:9,12:10,13:13,14:14,15:14.
16:16,23:17,23:20,24:23,25:23.
Mörk Rússa: Dmitri Filippov 6/4, Lev Voronin 5, Edourd Moskalenko
4, Oleg Grebnev 3, Serguei Pogorlov 2, Oleg Khodikov 2, Alexandre
Toutsjkine 2, Oleg Kouletjev 1.
Varin skot: Andrej Lavrov 12/1 (þar af tvö til mótherja).
Utan vallar: 6 mín.
Mörk ísiands: Valdimar Grímsson 6/5, Dagur Sigurðsson 5, Patrekur
Jóhannesson 4, Gústaf Bjamason 4, Ólafur Stefánsson 3, Róbert Juli-
an Duranona 1. Aðrir sem léku vora Róbert Sighvatsson, Magnús
Sigurðsson, Sigurður Bjarnson og Guðjón Valur Sigurðsson.
Varin skot: Sebastian Alexandersson 9 (þar af 6 til mótherja). Guð-
mundur Hrafnkelsson 8 (þar af tvö til mótherja).
Utan vallar: 8 mín.
Dómarar: Vlado Pendic og Radomir Majstorovic frá Júgóslavíu. Voru
mjög góðir.
Áhorfendur: 3.000 og allir á bandi Islendinga.