Morgunblaðið - 25.01.2000, Side 8
8 B ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
EM í KRÓATÍU
Menn eiga að
spýta í lófana
íslenska landsliðið í handknattleik hefur
tapað fyrstu þremur leikjum sínum á
_______Evrópumótinu í Króatíu. Gísli_____
Þorsteinsson ræddi við Þorberg Aðal-
steinsson, þjálfara Víkings, sem segir meðal
annars andleysi og lakan varnarleik ástæð-
ur þess hvernig komið er fyrir liðinu, og
Kristján Arason, fyrrverandi þjálfara FH,
sem telur að skarð leikmanna sem nýlega
hafa hætt keppni sé vandfyllt.
orbergur sagði að varnarleikur
íslenska liðið hefði verið mjög
slakur í keppninni og benti á
frammistöðu þess gegn Portúgal, en
þar tapaði liðið með þremur mörk-
um. „Það gengur ekki upp að fá 14
mörk á sig í einum hálfleik gegn
Portúgal. Það er erfitt að átta sig á
því hvað veldur en ég tel að það vanti
sterka miðjumenn í vörnina. Þeir
eru ekki fyrir hendi.“
Þorbergur sagði það ekki hafa
komið sér á óvart að liðið beið lægri
hlut gegn Rússum og Svíum en
fannst undarlegt hve Islendingar
voru fljótir að gefa leikinn frá sér
gegn Svíum. „Það var andleysi í lið-
inu í þeim leik. Því hefði ég viljað sjá
leikmenn íslenska liðsins ná sér eftir
þann leik með því að leggja Portú-
gala að velli. Það er hreint ömurlegt
að sjá íslenska liðið gefast upp eftir
að það lenti þremur mörkum undir
gegn slíku liði. Menn eiga að spýta í
lófana og klára svona leiki.“
Engin leikkerfi til
þess að grfpa til
Þorbergur sagði það hafa komið
sér illa fyrir íslenska liðið að það
hefði nær eingöngu leikið frjálsan
bolta og engin kerfi til þess að grípa
til eins og gegn Portúgölum. „Það er
slæmt að geta ekki gripið til takt-
ískra lausna þegar leikmenn gátu
ekki ráðið fram úr verkefninu með
frjálsum bolta. Það var ekkert slíkt
fyrir hendi í þeim leik.“
Leikmenn eins og Ólafur Stefáns-
son og Julian Duranona hafa lítið
fengið úr að moða í leikjum. Hefði
reynst betra að spila upp á þá í stað
þess aðleika frjálsan bolta?
„Það skiptir máli fyrir leikmenn
eins og Duranona að stillt sé upp
fyrir hann, komið inn í leikinn með
því að skapa aðstöðu fyrir hann að
skjóta á markið. Það sama má segja
um Ólaf, sem hefur kvartað yfir því
að ekki sé unnið fyrir sig. En því má
ekki gleyma að það hefur verið ráð-
leysi í leik þessara leikmanna sem
annarra og liðið hefur reynt mikið í
gegnum miðjuna í stað þess að auka
breiddina við hliðarlínu. Sá sem hef-
ur staðið sig hvað best með liðinu er
Valdimar Grímsson, þrátt fyrir að
hann hafi verið meiddur. Sá leik-
maður skilar alltaf sínu.“
Hefurtrú á leiknum
gegn Dönum
Miðað við frammistöðu íslenska
liðsins telur þú að rétt sé staðið að
vali á leikmönnum íþað?
„Um val á hópnum má alltaf deila.
En það hefði ekki skaðað að taka
Ragnar Óskarsson, ÍR-ing, með. Ég
hefði jafnvel viljað sjá Einar Gunnar
Sigurðsson, leikmann Afturelding-
ar, í vörninni. Hann hefði örugglega
hjálpað til. Einnig má nefna Arnar
Pétursson í Stjörnunni. Það er búið
að reyna að nota marga af leikmönn-
um liðsins sem hafa ekki klárað sig.
Því hefði ekki þurft að reyna að nota
þá einu sinni enn.“
En hvað með þá leiki sem fram-
undan eru. Er einhver von um að lið-
ið nái sér á strik í þeim ?
„Já ég hef trú á að leikmenn taki
við sér, einkum fyrir leikinn gegn
Dönum. Mér finnst líklegra að við
gætum unnið þann leik en tel að leik-
urinn gegn Slóvenum verði okkur
erfiður. Mér sýndist liðið sýna meiri
baráttu gegn Rússum, sem hafa ekki
leikið vel í keppninni. Það var lag að
láta eitthvað að sér leiða í þeim leik,
en gekk ekki. íslenska liðið fær eins
dags hvíld og kemur vonandi tvíeflt
til leiks.“
Eins og blaðran spryngi
Kristján Arason, fyrrverandi
þjálfari FH, sagði að sér hefði fund-
ist íslenska liðið leika betur í þriðja
leiknum gegn Rússum en í fyrstu
tveimur leikjunum hefði það gefist
alltof fljótt upp. „Mestu vonbirgðin
voru gegn Portúgölum og það má
segja að allt hafi farið á hinn versta
veg, sóknar- og varnarleikur var
slakur og vilji leikmanna var ekki til
staðar. Portúgal er greinilega á upp-
leið og allt gott um það að segja, en
við höfum fram að þessu alltaf talið
okkur meðal bestu þjóða í heimi og
vitanlega er það áhyggjuefni ef við
náum ekki að halda okkur á þeim
slóðum. Ég bjóst við öruggum sigri
okkar manna en það var eins og
blaðran spryngi þegar hðið lenti
nokkrum mörkum undir.“
Skarð Geirs og
Júlíusar vandfyllt
Kristján sagði að íslenska liðið
hefði barist mun meira gegn Rúss-
um, varist framarlega og mætt and-
stæðingum sínum einn á móti einum.
„Það reyndi ekki mikið á skipulag
liðsins í þessum leik en þegar þeir
misstu leikmenn fram hjá sér fengu
Rússar opin færi gegn markvörðun-
um. Það er spurning hvort þessi að-
ferð dugar á þau lið sem eftir eru.
Flestir þeir leikmenn sem eru í lið-
inu nú halda áfram næstu árin en
vandamálið er að skarð Júlíusar
Jónassonar og Geirs Sveinssonar er
vandfyllt í vörninni. Það eru nokkrir
ágætir í liðinu einn á móti einum en
það vantar leikmenn sem geta
stjórnað varnarleiknum. Geir og Júl-
íus gátu stjórnað vöminni vel en það
er enginn nú sem getur skilað því
jafn vel og þeir gerðu.“
Hvað með þá leikmenn sem ætlað
er að taka við því hlutverki sem Geir
og Júlíus skiídu eftir sig. Geta þeir
fyllt skarð forvera sinna?
„Það er ekki hægt að bera Geir og
Júlíus saman við þá sem hafa tekið
við í vöminni, svo mikill er getumun-
urinn. Það er því ekki hægt að að
ætlast til þess að þeir sem era í lið-
inu nú geti skilað jafn góðum varn-
arleik og forverar þeirra.“
Kristján sagði það jákvætt fyrir
íslenska liðið að Valdimar Grímsson,
sem var nýstiginn upp úr meiðslum,
virtist ætla að halda leikina út. „Ég
sé að meiðslin halda aftur af honum
að einhverju leyti en hann er liðinu
mikilvægur. Gústaf Bjarnason
hornamaður hefur þá átt jafna leiki
sem og Róbert Sighvatsson á lín-
unni. Þá er vonandi að Dagur, ef
marka má leikinn gegn Rússum, nái
sér á strik en hann virðist ekki búinn
að ná sér af meiðslum. Ég vil ekki
meina að það hefði skipt sköpum ef
Þorbjörn Jensson landsliðsþjálfari
hefði fengið heila leikmenn, sem era
að spila á íslandi, til liðs við hópinn,
en ég tel engu að síður að Ragnar
Óskarsson hefði átt að fá tækifæri
með liðinu. Hann hefur nýtt sín
tækifæri vel með því og átti skilið að
fara til Króatíu."
Telur þú að Ragnar hefði getað
nýst liðinu og leyst Dag á miðjunni
af hólmi íkeppninni?
„Sigurður Bjarnason hefur leyst
Dag af hólmi en ég hef á tilfinning-
unni að hann þekki ekki það hlut-
verk sem honum er ætlað. Hann hef-
ur nær einungis leikið þegar liðið er
einum færri og er fenginn til þess að
halda boltanum. En Sigurður er
mikill skotmaður og þarf að hafa
skotleyfi og hann fer ekki að spila
vel fyrr en hann fær tækifæri til
þess að skjóta á markið. Hann er því
í erfiðri aðstöðu innan liðsins."
Kristján sagði að leikmenn ís-
lenska liðsins hefðu öragglega haft
lítið sjálfstraust eftir tvo fyrstu leik-
ina en þriðji leikurinn gæfi von um
að þeir gætu haldið áfram á sömu
braut. „Þeir era vonandi að komast á
skrið og ekki er öll nótt úti enn. Það
hefur ekki gengið vel en liðið hefur
enn möguleika á að komast á heims-
meistarakeppnina í Frakklandi og
það er rétt að gefa þeim tækifæri á
að ná því sæti áður en stór orð verða
látin falla um framgöngu liðsins á
Evrópumótinu."
Morgunblaðið/Ásdís
Einar Þorvarðarson, aðstoðarmaður Þorbjörns Jenssonar,
Davíð Sigurðsson og Rúnar Sigtryggsson ganga af leikvelli eft-
ir tapið fyrir Þortúgai.
Valdimar Grímsson er er hér kominn framhjá rússnesku leil
Ná Panir fram
hefndum?
orbjörn Jensson sagði að danska lið-
ið væri í sömu stöðu og hið íslenska
og því væri þessi leikur mjög mikilvæg-
ur báðum liðum þó svo að sæti á ÓL og
HM væru ekki undir. „Danir verða
grimmir á móti okkur og ætla sér að
bæta fyrir tapið eftirminnilega í Ála-
borg þegar við unnum þá og komumst á
HM í Kumamoto. Við höfum ekki mætt
danska liðinu síðan þá og það er mikið
breytt núna. Það era ungir strákar úr
21 árs liðinu þeirra, sem varð heims-
meistari unglinga, komnir inn núna.
Þeir koma með sama hugsunarhátt í
leikinn og við, að ná í stigin tvö sem í
boði era,“ sagði Þorbjörn.
Hann sagði að íslensku landsliðs-
mennirnir ættu að þekkja flesta í
danska liðinu sem leika í Þýskalandi.
Hann sagðist reikna með að Danir spil-
uðu framliggjandi 3-2-1 vörn eins og
þeir hafa gert að mestu í keppninni til
þessa. Þorbjörn sagðist ætla að byrja
með sömu varnaraðferð og Danir.
„Ég trúi því að við vinnum Dani og
það er mikill hugur í strákunum. Við
náðum að sýna baráttu á móti Rússum
og við getum gert það aftur. Strákarnir
vita að það er hægt að komast langt á
baráttunni. Við þurfum að berjast af
fullum krafti til að geta unnið, það er al-
veg ljóst,“ sagði Þorbjörn.
íslendingar
ekki sannfærandi
íslenska liðið æfði í Zagreb í gær-
kvöld og ætlar að æfa aftur fyrir hádegi
í dag. Leif Mikkelsen, þjálfari danska
landsliðsins, sagðist búast við erfiðum
leik í kvöld eins og leikirnir hafa hingað
til verið í keppninni.
„íslendingar hafa oftast leikið vel á
móti okkur Dönum og þeir munu berj-
ast eins og ljón. Við vitum það. Bæði lið-
in eru án stiga og þurfa nauðsynlega að
vinna leik til að halda andlitinu. Bæði
liðin eiga ekki lengur möguleika á að
komast á ÓL og tryggja sig inn á HM.
Ég hef fylgst með íslenska liðinu hér í
keppninni og það hefur ekki verið sann-
færandi frekar en okkar lið, nema
kannski á móti Rússum. Besti leikur
okkar í keppninni var einnig fyrsti leik-
urinn á móti Rússum,“ sagði Leif við
Morgunblaðið eftir æfingu danska liðs-
ins í Zagreb í gærkvöld.
Hann sagði að meiðsli í danska liðinu
hefðu sett strik í reikninginn í keppn-
inni. Lykilmenn eins og Lars Krogh
Jeppesen og Morten Bjerre hafa átt við
meiðsli að stríða. Hann reiknaði þó með
að þeir yrðu með.
Þrír með
magakveisu
Þrír leikmenn íslenska liðsins kvört-
uðu undan magakveisu í gær við kom-
una til Zagreb. Það eru þeir Róbert
Julian Duranona, Dagur Sigurðsson og
Gústaf Bjarnason. Þorbjörn sagði þetta
ekkert alvarlegt og þeir myndu allir
leika gegn Dönum í kvöld.
Rúnar meiddist á hendi
Rúnar Sigtryggsson meiddist á hendi
í leiknum við Portúgal á laugardaginn
og gat því ekki leikið með liðinu gegn
Rússum á sunnudag. Hann fékk skot
framan á fingurgómana á vinstri hendi
og bar sig aumlega. Hann var hins veg-
ar orðinn nokkuð góður í gær og mun
verða leikfær í kvöld.