Morgunblaðið - 25.01.2000, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 25.01.2000, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 2000 B 9 EM í KRÓATÍU JÍ1Í1 tmönnunum Igor Lavrov og Lev Voronin og skorar. Morgunblaðið/Ásdís ® Landslið Danmerkur í EM 2000 í Króatíu Nr. Leikmaður Þjálfari: Leif Christian Mikkelsen Lið Lands- Mörk leikir Mörk í leik 1 Kasper Hvidt Ademar Leon, Spáni 38 0 0 ■£ CG 12 Sören H. Andreasen SG Flensburg, Þýskalandi 73 0 0 £ 16 Sune Agerschou G.O.G. Gudme, Danm. 4 0 0 2 Morten Bjerre SG Flensburg, Þýskalandi 118 319 2,70 3 Lars Krogh Jeppesen Team Helsinge, Danm. 24 60 2,50 5 lan Marko Fog Vfl Gummersbach, Þýs. 112 254 2,27 6 Lars T. Jörgensen HK Roar, Danmörku 11 8 0,73 c o 7 Nikolaj B. Jacobsen THW Kiel, Þýskalandi 115 455 3,96 J 8 Keld Vilhelmsen G.O.G. Gudme, Danm. 66 50 0,76 ‘o 9 Lars Christiansen SG Flensburg, Þýskalandi 95 400 4,21 hm 10 Joachim Boldsen TV Grosswallstadt, Þýs. 29 28 0,97 *o 13 Claus Flensborg Kolding IF, Danmörku 39 33 0,85 14 Michael V. Knudsen Viborg HK, Danmörku 5 13 2,60 15 Jan Paulsen US Ivry, Frakklandi 67 115 1,72 17 SörenStryger G.O.G. Gudme, Danm. 26 61 2,35 18 Christian Hjermind SG Flensburg, Þýskalandi 84 345 4,11 Valdimar Grímsson rauf 900 marka múrinn í Rijeka Sorglegt aðnáekki aðiafna ValurB. Jónatansson skrifar frá Rijeka VALDIMAR Grímsson átti mögu- leika á að jafna leikinn gegn Rússum en misnotaði dauða- færi úr hraðaupphlaupi þegar 25 sekúndur voru eftir í stöð- unni 24:23. Það er sorglegt að kasta frá sér stiginu svona. En það þýðir ekkert að grenja yfír því. Það kemur nýr leikur eftir þennan og þá kem ég endur- nærður og hress og ætla að sýna að ég get skorað úr svona færum,“ sagði Valdimar. Varstu ákveðinn í að setja bolt- anrt í hægra hornið efst? „Nei, ég var ekki búinn að ákveða neitt fyrirfram. Ég og Lovrov þekkjumst vel. Þvi miður náði hann að plata mig að þessu sinni. Hann steig yfir í hægri fót- inn eins og hann væri að fylgja mér, en stökk síðan til baka og var mættur í það vinstra. Hann varði í raun ekkert annað pláss í markinu en þar sem ég skaut. Þetta var einvígi okkar og hann hafði betur.“ Það var allt annað að sjá til liðs- ins en í hinum tveimur, á móti Portúgalog Svíum. Hver er skýr- ingin á því? „Það var allt annað andrúmsloft í liðinu í þessum leik. Menn voru búnir að hafa á orði að það vantaði þennan íslenska eldmóð í fyrstu tveimur leikjum. Við ræddum mál- in og við vorum ákveðnir í að sýna að það er enn til kraftur í okkur. Það er engin spurning að það sást í þessum leik. Sjálfstraustið kom í þessum leik og á eftir að hjálpa okkur í leikjunum sem eftir eru. Nú er bara að krossleggja fingur og klára Dani og Slóvena og spyrja síðan að leikslokum hvort það skili okkur í það sæti sem við stefndum að í upphafi móts.“ Valdimar yfir 900 marka múrinn Þeir hafa skorað flest mörk fyrir ísland Lelkmaður Kristján Arason Valdimar Grímsson Sigurður V. Sveinsson Júlíus Jónasson Þorgils Óttar Mathiesen Alfreð Gíslason Bjarki Sigurðsson Geir Hallsteinsson Mrfctá Geir Sveinsson JSÚljM Sigurður GunnarssonHH Þú getur ekki verið ánægður með þessi þrjú töp í jafnmörgum leikjum? „Nei, ég er aldrei ánægður með tap. Ég var hálfsvekktur yfir því hvað leikmenn voru daufir í fyrstu tveimur leikjunum og gáfu sig ekki 100 prósent í þá. En í þessum leik voru allir að gera sitt besta. Ég fór þóglaðari af velli í þessum leik en í hinum tveimur leikjunum, þó svo að ég hafi misnotað síðasta skotið." Hvers vegna var þetta mikla slen yfir liðinu í fyrstu tveimur leikjunum. Voru leikmenn ekki til- búnir? „Það er rosalega erfitt að gefa skýringu á því. Við fórum í tiltölu- lega stuttan undirbúning og spil- uðum færri leiki en flest hinna lið- anna. Viðvorum því ekki búnir að stilla strengina nægilega vel í fyrstu leikjunum. Þegar svo er, kemur upp ákveðin óvissa, menn fyllast óöryggi og sjálfstraustið hverfur. Ég skal ekki leyna því að undirbúningurinn hefði getað verið meiri og betri, en það var lítið hægt að gera við því. Við tryggð- um okkur frekar seint þátttökurétt í mótinu og þá voru flest öllliðin búin að fastmóta sína æfingaáætl- un fyrir mótið. Það var því erfitt að fá æfingaleiki og við lentum að- eins utangáttar í þessu. Það þýðir ekkert að vera að hengja haus yfir því, það er bara að stilla strengina enn betur og koma tvíefldir í næsta leik. Ef Guð og gæfan fylgir okkur ættum við að geta tryggt okkur sæti í næstu heimsmeistara- keppni,“ sagði Valdimar. Guðmundur Ingvarsson, formaður HSI, eftir fyrstu þrjá leikina í Króatíu í naf laskoðun Guðmundur Ingvarsson, for- maður HSÍ og aðalfarar- stjóri íslenska liðsins í Króatíu, sagðist vera ánægður með bar- áttuna í liðinu á móti Rússum. „Ég held að liðið hafi sýnt það í þessum leik hversu gott það get- ur verið. Ég held að það sé komið í gang núna og því bjart fram- undan,“ sagði formaðurinn. Hann sagði um gengi liðsins til þessa á mótinu: „Það var nú varla hægt að búast við sigri á Svíum í fyrsta leik og ekkert óeðlilegt að tapa fyrir þeim. Portúgalar eru á bullandi siglingu og eru orðnir mun sterkari en áður. Ég hefði auðvitað viljað sjá sigur í þeim leik, en það tókst því miður ekki.“ Eru Islendingar að dragast aftur úr öðrum þjóðum ? „Ég veit það ekki. Menn verða bara að fara í naflaskoðun þegar mótið er búið og sjá hvar við stöndum. Það má ekki gleyma því að við erurn í keppni þeirra tólf bestu í Evrópu. Við eigum Norð- urlandameistara drengja og stúlknaliðið var að taka þátt í heimsmeistarakeppni. Við höfum aldrei átt jafn marga atvinnu- menn í handboltanum og núna. Þannig að við erum að standa okkur að einhverju leyti.“ Nú hefur það verið gagnrýnt að liðið hafi ekki fengið nægilega mikinn undirbúning fyrir Evrópumótið. Hvað segir þú um það? „Það er ljóst að undirbúningur- inn hefði mátt vera meiri og við vildum hafa hann meiri. En und- irbúningurinn takmarkast af pen- ingum sem vantar verulega inn í hreyfinguna. Það verða að koma inn meiri peningar með einhverj- um hætti. Við reyndum að fá fleiri æfingaleiki, en það gekk illa. Lið vilja ekki koma til ís- lands vegna þess að það þykir svo dýrt. Við gerðum allt sem í okkar valdi stóð til að nýta þann tíma sem við höfðum til að undir- búa liðið. En hvort það er undir- búningnum um að kenna að okk- ur hefur ekki gengið betur á mótinu veit ég ekki. Við skulum spyrja að leikslokum hvernig okkur gengur í keppninni. Það eru ekki nema þrír leikir búnir. Ég bind miklar vonir við þetta lið alveg fram á síðustu stundu,“ sagði formaðurinn. Kuðung- urínn kom ekki að gagni DAVÍÐ Björn Sigurðsson, liðsstjóri íslenska landsliðs- ins, er hjátrúafullur. Hann var á gangi í miðbæ Opatija, þar sem liðin gista, daginn fyrir fyrsta leikinn í mótinu. Davíð var stoppaður af götusölumanni sem vildi endilega selja honum kuð- ung úr Adríahafinu, en Davíð sagðist ekki hafa áhuga. Eftir samtal þeirra ákvað sölumaðurinn að gefa liðsstjóranum litinn kuðung sem átti að færa honum lukku. Davíð ákvað að taka kuðunginn með sér í fyrsta leikinn, gegn Svíum, í von um að hann færði íslenska liðinu aukinn kraft. „Ég sá að kuðungurinn gagnaðist liðinu lítið gegn Svíum og ákvað því að skilja hann eftir á hótelinu þegar við fórum í leikinn gegn Portúgölum. En það breytti því miður engu um gengi strákanna okkar,“ sagði Davíð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.