Morgunblaðið - 25.01.2000, Síða 12

Morgunblaðið - 25.01.2000, Síða 12
12 B ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ KÖRFUKNATTLEIKUR Grindvík- ingum óx ásmegin GRINDVÍKINGAR eru komnir í úrslit bikarkeppni karla í körfu- knattleik eftir að liðið lagði Hauka 68:67 í undanúrslitaleik á Strandgötu á sunnudagskvöld. Haukar höfðu örugga forystu frá upphafi og sigurinn í hendi sér allt þar til Guðlaugur Eyj- ólfsson, leikmaður Grindvíkinga, gerði þriggja stiga körfu þegar 20 sekúndur voru eftir og færði sínu liði forystu í fyrsta skipti í leiknum. Haukar reyndu hvað af tók að jafna eða kom- ast yfir en Grindvíkingar héldu út og ærðust af gleði ásamt stuðningsmönnum þegar leiknum lauk. Við ræddum um það í hálfleik að taka síðasta skotið og vinna leikinn. Það gekk eftir. Auðvitað bjóst ég ekki við að leikurinn mundi Þorsteinsson þroast a þennan skrifar hátt, en við héldum ró okkar þrátt fyrir slæma stöðu og það er aðdáunar- vert,“ sagði Einar Einarsson, þjálf- ari Grindvíkinga. Lærisveinar hans voru slaldr framan af leik, hvorki gekk né rak í vöm og skotin rötuðu ekki niður í körfuna. Haukar náðu hægt og bít- andi að sigla fram úr og voru með 13 stiga forystu í hálfleik og nær ekk- ert sem benti til þess að Grindvík- ingar gætu unnið sig úr þeim vand- ræðum sem þeir voru í. Allt virtist ætla að fara á sömu leið í síðari hálfleik. Haukar létu for- ystu sína ekki af hendi og Grindvík- ingar áttu í sömu vandræðunum. Einkum vakti athygli hve Brenton Birmingham, leikmaður Grindvík- inga, sem hefur skorað grimmt í vet- ur, lét lítið að sér kveða og skoraði sín fyrstu stig í síðari hálfleik þegar 11 mínútur voru búnar af hálfleik- num. Landi hans, Bandaríkjamað- urinn Stais Boseman, í liði Hauka, var hins vegar frískur í fyrri hálf- leiknum og gerði þá 20 stig en að- eins þrjú í þeim síðari og munaði um minna fyrir heimamenn. Hjá Hauk- um var Bragi Guðmundsson dijúg- ur í lokin sem og Pétur Guðmun- dsson, fyrirliði Grindavíkur, en hann var stigahæstur í sínu liði. Einar þjálfari Grindvfldnga sagði að sínir leikmenn hefðu verið skrefl á eftir í fyrri hálfleik og lent í villu- vandræðum. „Við vorum slakir í fyrri hálfleik, einkum í vörn. Því ætl- uðum við að bæta fyrir leik okkar í sókn, en það fór á sömu leið. I hálf- leik vorum við staðráðnir í að þétta vömina og vinna leikinn, sama hve- nær liðið kæmist yfir. Við byrjuðum að leika maður á mann en það gekk ekki upp og breyttum í svæðisvöm og þá fóra hlutimir að gerast. Þeir hikstuðu og við gengum á lagið.“ Hægt er að taka undir orð Einars því Grindvfldngar vöknuðu til lífsins á síðustu fimm mínútum leiksins og 10 stiga forysta Hauka fór fyrir lítið á skömmum tíma með yfírveguðum leik gestanna. Þegar mínúta var eft- ir af leiknum var staðan 67:65 fyrir Hauka og þeir komust í sókn. En þeir rötuðu í vandræði, fundu ekki glufu á vörn Grindvfldnga og varð Guðmundur Bragason að skjóta úr slæmu færi áður en 30 sekúndur á skotklukkunni rannu út. Grindvík- ingar sáu sér leik á borði og Guð- laugur Eyjólfsson tryggði sínu liði sigur með eftirminnflegum hætti. Aðspurður um hvort Einar þjálf- ari hefði einhverjar skýringar á framgöngu liðsins í fyrri hálfleik sagði hann að spennan hefði sett leikmenn út af laginu. „Einnig hefur sviplegt fráfall Órlygs Sturlusonar, leikmanns Njarðvíkur, sem var vin- ur margra í liðinu, setið í okkur. Þessi vika var okkur erfið og æfing- ar farið fyrir ofan garð og neðan.“ Einar sagðist vonast til þess að fá Njarðvík í úrsht en að Grindvfldng- ar ætluðu sér sigur í úrslitaleiknum. „Við eram ekkert sáttir að komast einungis í úrslitaleikinn. Við viljum fá Suðumesjaslag og klára síðan keppnina með stæl. “ Colbas lét sig hverfa FRANSKI leikmaðurinn David Colbas, sem leikið hefur með Snæfelli í úrvals- deildinni í vetur, er farinn frá féiaginu. Colbas hélt af landi brott sl. þriðjudag án þess að láta forráðamenn Snæfells vita, að sögn Leifs Ingólfssonar, forsvar- smanns félagsins. Snæfell lék án hans gegn KFÍ um helgina. Leifur sagði að Colbas hefði ekki leikið vel en ekki hefði staðið til að segja hon- um upp. Því hefði það koin- ið á óvart að hann fór úr landi. Leifur sagði að Colb- as hefði rofið samninginn en bjóst ekki við að félagið mundi elta ólar við leik- manninn, hann fengi ekki félagaskipti á meðan félag- ið gæti gert kröfu til hans. Auðvelt hjá KFÍ Lið KFÍ vann sinn annan leik í röð á heimavelli þegar það mætti Snæfellingum á laugardag- inn þar 'sem tíu stig skildu liðin að í lok- Gíslanson in, 90:80, eftir að skrifar staðan í hálfleik hafði verið, 41:33 fyrir heimamennn. Lið KFI komst þar með uppfyrir Snæfell í deildinni og situr Snæfell því eitt í ellefta sæti og þar með í fallsæti með átta stig, tveimur stigum á eftir KFÍ og Þór. Leikurinn á ísafirði náði aldrei að verða spennandi - heimamenn tóku frumkvæðið strax í upphafi leiks og náðu fljótlega þægilegu forskoti sem mest varð tuttugu stig í hvor- um hálfleik en eftir tíu mínútna leik var staðan orðin 27:9 fyrir Isfirð- inga. Leikurinn einkenndist því af litlausum tilraunum Snæfellinga til að brúa bilið. En þeim tókst aldrei að ógna forystu heimamanna sem tryggðu sér þar með mikilvægan sigur í botnbaráttunni. ÍÞRÓTTIR Vorum með unninn leik í höndunum „VIÐ erum svekktir yfir úrslit- um leiksins enda með unninn leik í höndunum. Það var eins og við hættum að leika eins og við áttum að okkur þegar þeir skiptu yfir f svæðisvörn í síðari hálfleik. Við lentum í tímahraki og þurftum að mig minnir að skjóta fimm sinnum þegar fáein- ar sekúndur voru eftir á skot- klukkunni og það gerði út af við okkur,“ sagði ívar Ásgrímsson þjálfari Hauka. Ivar sagðist hafa átt von á að Grindvíkingar kæmu til með að spila svæðisvörn gegn þeim og að sú varnaraðferð hefði ekki átt að koma sínu liði á óvart. „Leik- menn náðu að stöðva Brenton Birmingham og voru óhræddir að framkvæma hlutina framan af leik. En það var eins og þeir hættu, slökuðu á undir lokin og biðu eftir að einhver annar í lið- inu tæki af skarið og reyndi að skora. Við stóðum allir fyrir utan þriggja stiga línunnar og enginn reyndi að fylgja skotum eftir.“ Ivar sagði að ekki væri öll nótt úti þó að liðið væri úr leik í bik- arkeppninni og sagði að það hefði fulla burði til þess að vinna íslandsmeistaratitilinn. „Við sýndum það í þessum leik að við getum vel unnið titilinn og leikur liðsins verður sífellt betri. En það var sárt að tapa þessum leik sem við höfðum f okkar liönd- um.“ i ;• Æf '«i| Morgunblaðið/Golli Geysilegur fögnuður braust út hjá leikmönnum Grindavíkur, eftir að þeir höfðu tryggt sér sigur á Haukum með þriggja stiga körfu á lokasekúndunni. SKIÐI/HEIMSBIKARINN Mario Matl kom, sá og sigraði Austurrfltísmaðurinn Mario Matt kom heldur betur á óvart með sigri sínum í svigi karla í heimsbikarnum í Kitzbuehel á sunnudaginn. Fyrir keppnina var ekki reiknað með miklu af þessum tvítuga skíðamanni, en hann sló heldur betur í gegn. Með rásnúmer 47 og aðeins að taka þátt í þriðja sinn í móti í heimsbikamum skaut hann öllum ref fyrir rass, náði öðr- um besta tíma fyrri ferðar og þeim langbesta í síðari ferð með þeim af- leiðingum að hann kom nærri einni sekúndu á undan Slóvenanum Matjaz Vrhovnik, þegar tímar beggja ferða voru lagðir saman. Tími Matt var 1.42,79, Slóveninn var á 1.43,77 og þriðji varð landi Matts, Benjamin Raich, á 1.44,02 eftir að hafa staðið best að vígi að lokinni fyrri ferð. „Ég er orðlaus, átta mig ekki á því hvað hefur gerst og ég held að enginn viti það heldur," sagði hinn ungi Matt. Énginn hefur náð viðlíka árangri í svigkeppni heimsbikars- ins og Matt, en það sem næst þess- um árangri kemur er sigur Italans Piero Gros í Madonna di Campiglio árið 1974. Þá hafði Gros rásnúmer 42, stóð eigi að síður upp sem sigur- vegari. „Ég veit ekki hvað skal segja. Tuttugasta sætið hefði glatt mig óstjórnlega, en þetta er svo sannar- lega árangur sem fór fram úr mín- um villtustu vonum,“ bætti Matt við, en þetta var um leið fyrsti sigur Austuirfltís í svigkeppni á keppnis- tímabihnu. Afar sjaldgæft er að keppendur með hærra rásnúmer en 25 blandi sér alvarlega í keppni þeirra bestu á mótum. Matt er heimsmeistari unglinga í alpatvíkeppni og hlaut auk þess silf- urverðlaun í svigi á heimsmeistara- móti unglinga. Besti árangur í heimsbikarnum þar til að keppninni á sunnudaginn kom var 17. sætið í Wengen í Sviss. Sænskur sigur í stórsvigi Það voru einnig óvænt úrslit í kvennakeppninni í stórsvigi. Svíinn Anna Ottosson kom þar fyrst í mark og rétt eins og hjá Matt þá var hún einnig að vinna í fyrsta skipti í heimsbikamum. Þá vakti það ótví- ræða athygli að Birgit Heeb, Liechtenstein, hafnaði í öðra sæti ásamt annarri lítt þekktri skíða- konu frá Kanada, Allison Forsyth. Sigur Ottosson vakti mikla kát- ínu í herbúðum sænska keppnisliðs- ins enda átta ár síðan Svíar áttu konu á efsta palli í stórsvigi á heimsbikarmóti. Kristinn féll í fyrri ferð KRISTINN Bjömsson, skíða- maður úr Leiftri, féll úr keppni í fyrri ferð á heims- bikarmóti í svigi í Kitzbuehel í Austurríki á sunnudag. Að- stæður voru afar erfíðar í Kitzbuehel á sunnudags- morguninn, þegar fyrri ferð- in fór fram. Það snjóaði mjög og setti veðrið strik í reikning fleiri skíðamanna en Kristins. Kristinn lenti í basli og var nærri þvf fallinn strax við þriðja port, stóð þó af sér og hélt áfram. Millitími hans var rúmlega 1,2 sekúndum lakari en tími Benjamins Raichs, sem hafði besta tímann. I síð- ari hluta brautarinnar freist- aði Kristinn þess að auka hraðann en tókst ekki betur en svo að hann krækti í hlið undir lokin og var þar með úr leik. Þetta var annað heims- bikarmótið í röð sem Kristinn heltist úr lestinni og það þriðja á vertíð heimsbikar- sins. Kristinn er nú í 15. sæti stigakeppninnar í svigi, hefur sem fyrr 104 stig. Norðmað- urinn Kjetil Andre Aamodt er efstur með 330 stig.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.