Morgunblaðið - 04.02.2000, Blaðsíða 4
KNATTSPYRNA/NORÐURLANDAMÓTIÐ Á SPÁNI
Morgunblaðið/Kristinn
Færeyingar á Norðurlandamóti á La Manga á Spáni - Uni Arge, sem er kominn í herbúðir ÍA, eftir að hafa leikið með Leiftri tvö keppn-
istímabil, Allan Mörköre, ÍBV, Jens Martin Knudsen, þjálfari og leikmaður Leifturs á Ólafsfirði, og fremst á mynd er Sámal Joenssen,
sem leikur með Leiftri.
Jens Martin Knudsen, þjálfari og markvörður Leifturs
Komið að því að
vinna íslendinga
- FÆREYINGAR eru ákveðnari en nokkru sinni fyrr að leggja nú
loksins íslendinga í landsleik í knattspyrnu. Þjóðirnar mætast á
Norðurlandamótinu í knattspyrnu á La Manga á Spáni í dag og
hefst leikurinn klukkan 14 að staðartíma. Þjóðirnar hafa leikið
fjölmarga landsleiki en Færeyingum hefur aldrei tekist að sigra.
ú er komið að því. Við vinnum
okkar fyrsta leik á móti ís-
lendingum," sagði Jens Martin
Knudsen mark-
vörður, sem leikur
með Ayr United í
Skotlandi en kemur
heim til íslands 1.
mars þar sem hann
við að þjálfa Leifturs-
Skúli Unnar
Sveinsson
skrifar
frá Spáni
' tekur til
menn.
Fjórir faereyskir landsliðsmenn
leika á íslandi, auk Jens Martins
eru það þeir Uni Arge, sem leikur
með Skagamönnum, Sámal Joen-
sen, sem leikur með Leiftri, og All-
an Mörköre, sem leikur með Vest-
manneyingum. Allir voru þeir
sammála um að leikurinn við ís-
lendinga væri mikilvægur því
aldrei hefði tekist að leggja þá að
velli. „Það væri sérstaklega gaman
fyrir okkur sem spilum á Islandi að
vinna, það væri ekki leiðinlegt að
geta notað það á íslensku strákana
og minna þá á hvernig leikurinn á
La Manga fór,“ sagði Jens Martin
þegar Morgunblaðið fylgdist með
æfingu hjá þeim í gær.
Færeyingar og Islendingar hafa
leikið fimm landsleiki síðan Færey-
ingar gengu í FIFA árið 1988 og
hafa íslendingar sigrað í þeim öll-
um, 1:0 í síðustu tveimur leikjum
og þykir frændum vorum orðið nóg
um. „Ég hef leikið fjóra landsleiki
á móti Islendingum og það er alveg
nóg að hafa tapað þeim öllum. ís-
land vann Finna í gær og það var
síðasti sigur þeirra á þessu móti,“
sagði Jens Martin, sem sagði að
hann hefði alltaf tapað með einu
marki fyrir Islendingum og að
hann og aðrir leikmenn Færeyja
hefðu fullan hug á að breyta því.
Hann sagði að allir leikmenn
Færeyja væru heilir og tilbúnir í
slaginn. „Nei, þetta verður ekki
slagur en við erum stórir og sterkir
strákar sem höfum kannski ekki
eins góða knattmeðferð og Spán-
verjar til dæmis, en við bætum það
upp með baráttu. Það er mikill
hugur í okkur öllum að vinna nú
loksins ísland. Það verður hörku-
leikur á morgun og það er alveg
ljóst að þar verður ekkert gefið eft-
ir. Það hefur oft verið sagt um Is-
lendinga að þeir leiki með hjartanu
og leiki nokkuð fast, það hentar
okkur ágætlega þar sem við erum
líka sterkir líkamlega,“ sagði
markvörðurinn.
Hann sagði að allir Færeying-
arnir sem léku á íslandi kynnu vel
við sig þar og að hann hlakkaði
mikið til að koma til Ólafsfjarðar 1.
mars. „Ég hef aldrei þjálfað áður
og þetta er þvi spennandi verkefni
fyrir mig. Það er frábært að vera
hérna, aðstæður alveg eins og þær
gerast bestar og grasvellirnir góð-
ir. Þótt spilað sé á grasi í Skotlandi
eru vellirnir þar ekki upp á marga
fiska miðað við hvernig þeir eru
hér,“ sagði Jens Martin.
Allardyce
lofar Eið
SAM Allardyce, knatt-
spyrnustjóri Bolton, segir
Eið Smára Guðjohnsen
sýna félagi sínu mikla
tryggð með því að óska eft-
ir því við Knattspyrnu-
samband íslands að fá að
sleppa við landsleik Islands
og Finnlands í fyn-adag.
Bolton á erfiðan leik við
Blackburn á heimavelli á
laugardaginn og þarf
nauðsynlega á stigi eða
stigum að halda.
„Frá mínum bæjardyr-
um séð er framkoma Eiðs
til fyrirmyndar," sagði All-
ardyce í gær. Nokkur
óvissa ríkir um hvort
Guðni Bergsson geti leikið
í vörn Bolton á laugardag-
inn. Hann er meiddur í
baki og hefur ekki æft sl.
tvo daga af þeim sökum.
Mun Allardyce ekki vera of
bjartsýnn á að Guðni leik.
Allani Simonsen
um íslendinga
Það eru allir leikir sem við leikum
erfiðir, enda eru Færeyjar ekki
ofarlega á lista í alþjóðlegri knatt-
spymu og því veit ég að leikurinn við
Island verður erfiður. Hann er
reyndar mjög mikilvægur í augum
minna manna, svipað og landsleikir
við Svía eru mjög mikilvægir í aug-
um okkar Dana. Þetta er nú bara
svona, það er einhver rígur þarna á
milli þó svo rígurinn milli íslendinga
og Færeyinga sé ekki eins hatramm-
ur og milli okkar og Svía,“ sagði
hann um leikinn við íslendinga.
Simonsen sagði Ijóst að sínir menn
vildu mjög gjarnan sigra Islendinga.
„En ég reikna með að íslendingar
vilji líka vinna Færeyinga þannig að
ég á von á hörkuskemmtilegum leik.
Færeyingar hafa aldrei unnið ísland
og strákarnir munu því leggja sig
alla fram um að sigra.“
Allan Simonsen var á sínum tíma
einn allra skemmtilegasti leikmaður
Dana og hann lék 56 landsleiki og
gerði 21 mark í þeim. Hann man enn
eftir fyrsta landsleiknum. „Fyrsti
landsleikurin minn var 1972 í
Reykjavík og þá var ég 19 ára,“ segir
hann og það er greinilegt að hann
man vel eftir honum. En telur Dan-
inn smái en knái að leikurinn við
Færeyinga verði harður?
„Nei, hann þarf ekki að vera það.
Ég veit að margir segja að íslend-
ingar leiki fast en ég er ekki alveg
sammála því. íslendingar leika af
festu og af skynsemi og það er það
sem gildir í alþjóðlegri nútímaknatt-
spyrnu. Það sem ég hef séð til ís-
lendinga þá leika þeir af festu en
ekki gróft og þar er mikill munur á.“
Simonsen segist í sjöunda himni
með að fá tækifæri til að koma með
lið sitt á mót sem þetta. „Aðstæður
geta ekki verið betri og fyrir okkur -
og ykkur örugglega líka - er þetta
einstakt tækifæri til að koma saman
og spila fótbolta við bestu aðstæður.
Við höfum alltaf farið á einhver
svona hraðmót, en það er miklu
skemmtilegra að vera með í svona
móti og ég tala nú ekki um vegna
þess að aðstæður gerast ekki betri.“