Morgunblaðið - 14.03.2000, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 14.03.2000, Blaðsíða 7
6 B ÞRIÐJUDAGUR 14. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ HANDKNATTLEIKUR ÞRIÐJUDAGUR 14. MARS 2000 B 7 HANDKNATTLEIKUR + Afturelding varði deildar- meistaratitilinn Hart barist að Varmá er Afturelding og Fram mættust. Oleg Titov og Robertaz Pauzoulis reyna að stöðva leikstjórnanda Aftureldingar, Savukynas Gintaras, sem er að reyna að koma knettinum inn á línuna til Magnúsar Más Þórðarsonar. AFTURELDING tryggði sér deildarmeistaratitilinn annað árið í röð er liðið lagði Fram, 23:21 í uppgjöri tveggja bestu liða lands- ins um þessar mundir að Varmá á sunnudag. Þetta er í þriðja sinn á sl. fjórum árum sem Afturelding verður deildarmeistari, þar af annað árið í röð undir stjórn Skúla Gunnsteinssonar, þjálfara. Tapið þýðir hins vegar fyrir Fram að nú tekur við harður slagur hjá liðinu við að tryggja sér annað sæti í deildinni í keppni við KA, eins og staða mála er nú þegar einungis tvær umferðir eru eftir. Ivar Benediktsson skrifar Eins og oft áður á leiktíðinni var það sterk vörn Mosfellinga og traust markvarsla Bergsveins Bergsveinssonar sem lagði grunninn að sigrinum á ákveðnum leik- mönnum Fram, sem lögðu sig alla í leikinn. Þá fögnuðu heimamenn einnig endur- komu Bjarka Sigurðssonar í lið Aftureldingar, en hann hefur nær ekkert verið með síðan fyrir tveggja mánaða vetrarleyfið. I leikhléi munaði einu marki á liðunum, 11:10, heimamönnum í vil. Afturelding hóf leikinn í sókn gegn 5-1 vörn Fram-liðsins þar sem Björgvin Björgvinsson lék fremstur og reyndi eftir megni að slá Savukynas Gintaras út af lag- inu. Það tókst nú ekki betur en svo að Gintaras skoraði fyrsta mark leiksins. Að vanda lék UMFA 6-0 vörn frá upphafi til enda með ör- litlum undantekningum. Sama var með Fram-liðið, það hélt sig nærri því við sömu vörn frá upphafi til enda. Greinilegt var að Fram ætlaði að koma Aftureldingu á óvart með því að byrja með Vilhelm Sigurðsson í hlutverki leikstjórnanda og nafna hans Bergsveinsson í skyttuhlut- verki hægra megin. Þessi uppstill- ing lánaðist hins vegar ekki sem skyldi og fljótlega var Guðmundur Helgi Pálsson kominn í stað Vil- helms Sigurðssonar og Fram-liðið farið að leika 4-2 í sókninni, þ.e. Guðmundur fór inn í línuhlutverkið með Róberti Gunnarssyni og fjórir leikmenn létu knöttinn ganga fyrir utan. Þá kom um líkt leyti Rober- tas Pauozoulis til sögunnar í stað Vilhelms Bergsveinssonar. Þannig var Fram-liðið mun öflugra og mætti mótspyrnu Aftureldingar af fullum þunga, enda þráðu bæði lið sigur. Varnir beggja liða voru sterkar í fyrri hálfleik og markverðirnir, Bergsveinn hjá UMFA og Sebast- ian Alexandersson í marki Fram voru með á nótunum. Mikið mæddi á Gintaras og Gaulkaskas Gintas í sóknarleik UMFA en þegar tæpar sex mínútur voru til leikhlés kom Bjarki til sögunnar og færðist þá meiri ógn yfir sóknarleik heima- manna. Annars þróaðist leikurinn í fyrri hálfleik eins við mátti búast. Það var nærri jafnt á öllum tölum, en frumkvæðið var frekar hjá heima- mönnum sem fjórum sinnum náðu tveggja marka forskoti, en meiri varð munurinn aldrei. Fram jafn- aði jafnharðan og úr varð hörku- leikur tveggja skemmtilegra liða, leikur sem var heiðarlega leikinn þrátt fyrir nokkur átök, enda ekki að undra því deildarmeistaratitil- inn var í húfi. Staðan í leikhléi var 11:10, lIMFAívil. I síðari hálfleik hélt sama bar- áttan áfram. Liðin léku líkt og í þeim fyrri og svo virtist sem Fram-liðið hefði komið aðeins sprækara til leiks. Það náði forystu 13:12, og síðar 16:15 og 17:16. Þá fóru veikleikar Fram að gera vart við sig, UMFA lék af þolinmæði í sókninni eftir nokkurn flumbrug- ang á kafla. Með bættum sóknar- leik var komið í veg fyrir hraða- upphlaup Fram og þar með helsta vopn þess gert óvirkt. Sebastian markvörður komst heldur ekki á sama skrið í síðari hálfleik og í þeim fyrri og munar um minna. Ákveðin kaflaskipti urðu í leikn- um þegar Oleg Titiov var rekinn af leikvelli í 2 mínútur þegar þegar 10,18 mínútur voru eftir og Aftur- elding var marki yfir. Þegar Fram- arar voru með fullskipað lið að nýju hafði UMFA lánast að bæta við tveimur mörkum og ná þriggja marka forskoti, 21:18. Slíkt forskot missti leikreynt lið Mosfellinga ekki niður. Fram minnkaði muninn í eitt mark, 21:20, en lengra komst það ekki og heimamenn juku kraft- inn á lokakaflanum. Sem fyrr segir var sterk vörn og framúrskarandi frammistaða Bergsveins í markinu aðal Mosfell- inga. Vörnin er lítt árennileg með Alexei Trúfan, Gintas, Einar Gunnar Sigurðsson og Magnús Má Þórðarson, allt hávaxna og sterka leikmenn og Bergsvein í feikna- stuði á bak við. Liðið lék vel sem heild bæði í vörn og sókn, þótt ekki megi gleyma góðum leik Gint- aras í sókninni. Hann er maður sem aldrei má líta af, hann hefur fjölbreyttan og skemmtilegan skot- stíl og einstakt auga fyrir sending- um á línuna í horninu. Þá gerði hann sjö mörk, hvert öðru fallegra. Lengst af leik virtist sem Fram væri heldur skrefinu á eftir, vant- aði meiri trú og vilja. Sterkir leik- menn, s.s. Björgvin Þór Björgvins- son og Njörður Arnason voru lítt áberandi í sókninni, Njörður þó sýnu minna en Björgvin. Gunnar Berg átti góðar rispur og Pauzoul- is byrjaði vel, en þegar á leið hafði Bergsveinn náð á honum taki. Víkingar fallnir VÍKINGAR skoruðu fimm síðustu mörkin í leik sínum við Stjörnuna í Víkinni á sunnudagskvöld og fengu meira að segja færi á að knýja fram sigur sex sekúndum fyrir leikslok, en Birkir ívar Guðmundsson varði frá Sigurbirni Narfasyni. Nið- urstaðan varð jafntefli, 22:22, og Víkingar féllu í 2. deild. Sig- ur hefði engu breytt um þá staðreynd, því ÍR-ingar, keppi- nautar Víkinga í fallbaráttunni, tryggðu sér áframhaldandi þátttöku í efstu deild með naumum sigri á Val. Við kláruðum ekki dæmið. Við höfum tekið stig í níu leikjum af tuttugu. Með smáheppni hefðum við enn getað verið með. En þetta er niður- staðan og það er ekk- ert við henni að gera,“ sagði Þor- bergur Aðalsteinsson, þjálfari Vík- Edwin Rögnvaldsson skrífar Þorbergur leggur til fjölgun í efstu deild ÞORBERGUR Aðalsteinsson, þjálfari Víkinga sem féllu í 2. deild eftir jafntefli við Stjörnuna á sunnudagskvöld, lagði í leikslok til að fjölgað yrði í efstu deild. Máli sínu til stuðnings benti hann á litla keppni f 2. deild og að liðin, sem þar tækju þátt í fyllstu alvöru, væru sárafá. „Það hlýtur að boða nafla- skoðun fyrir Handknattleikssambandið að það verða nær eng- in lið í annarri deild á næsta ári, í mesta lagi þijú eða fjögur. Það er því spuming hvort það þurfi að fjölga í fyrstu deild- inni. Það er fyrirsjáanlegt að það verði kannski aðeins fjögnr lið sem taka þátt. Þetta stefnir í það sama og í kvennaboltan- um, að það verði bara ein deild. Eg held að menn vilji halda í þessi fáu lið, sem vilja gera þetta af alvöru, sem verða í ann- arri deild á næsta ári. Nú er lag að taka skrefíð strax og hafa bara eina störa úrvalsdeild. Hún verður hvort eð er að vera- leika ári síðar eða árið þar á eftir,“ segir Þorbergur. inga. „Við ætluðum bara að hanga í deildinni. Það var ekkert öðruvísi. Það er í sjálfu sér ekki hægt að taka neitt eitt út. Það er kannski fyrst og fremst reynsluleysi liðsins. Við fórum fullseint í gang. Eins og ég sagði áðan erum við búnir að taka stig í níu leikjum, þar af eru sex jafntefli. Hefðu einhver þeirra fallið okkar megin er aldrei að vita hvern- ig staðan væri nú, en til þess hefði þurft smáheppni," sagði Þorbergur. Stjarnan hafði lengstum yfir- höndina í Víkinni á sunnudag. Þótt mjótt væri á mununum á stundum virtust Víkingar ávallt þurfa að hafa meira fyrir hlutunum en gestir þeirra úr Garðabæ. Eftir að hafa jafnað metin, 10:10, seint í fyrri hálf- leik, náði Stjarnan góðum leikkafla og hafði náð fimm marka forskoti í leikhléi, 15:10. Styrkleikamunur liðanna var áberandi í fyrri hálfleik. Víkingum stóð ógn af fjölbreyttum vopnum andstæðinga sinna. Sérstaklega var Rússinn Eduard Moskalenko virkur í sóknarleik Stjörnunnar, var sann- kölluð þungamiðja sóknarinnar. Hann aðstoðaði samherja sína um leið og hann opnaði sjálfum sér skotfæri með krafti sínum, útsjón- arsemi og þrautseigju. Ekki er ólíklegt að Stjörnumenn eigi eftir að naga sig í handabökin vegna þessa leiks er lokastaðan verður kunngjörð. Þeim tókst engan veginn að mæta aukinni löngun Vík- inga í sigur er á leið. Heimamönnum var mikið í mun að knýja fram sigur, héldu í vonina um að þeir gætu enn tryggt sér úrslitaleik við ÍR-inga um áframhaldandi þátttöku í deild- inni. Eftir að Þröstur Helgason, öflug- ur sóknarmaður Víkinga, hafði minnkað muninn í fjögur mörk, 22:18, tókst heimamönnum í tvígang að vinna boltann - manni færri - og skora jafnharðan úr hraðaupp- hlaupi. Stjömumenn gerðust þar sekir um afdrifarík mistök... og ekki tókst þeim að bæta fyrir næstu skipti sem þeir fengu boltann. Raunar staðnæmdust síðbúnar skottilraunir gestanna á útlimum Hlyns Morthens, markvarðar Vík- ings, sem lék ljómandi vel og varði nítján skot - þar af þrjú vítaköst. Þröstur gerði síðan síðustu tvö mörk Víkinga og jafnaði metin, 22:22, þegar um fjörutíu sekúndur lifðu leiks. Einar Einarsson braust síðan í gegnum vörn Víkinga, en hitti þar fyrir Hlyn, sem varði. Það var áður en Birkir ívar lék sama leikinn í marki Stjörnunnar og Sig- urbjörn Narfason sat eftir með sárt ennið, en skömmu síðar bárust upp- lýsingar þess efnis að ÍR-ingar hefðu hvort eð er sigrað í Austur- bergi. Lokatölur þessa leiks voru því ekki jafn örlagaríkar og talið var í fyrstu, heldur lyktir allra leikjanna til samans sem Þorbergur vísar til - sex jafntefli í þeim níu leikjum sem Víkingar hafa fengið stig úr. daginn fyrir leik BJARKI Sigurðsson kom inn á í fyrsta sinn þegar 23,30 mínútur voru liðnar af leiknum við Fram og var þetta svo gott sem í fyrsta skipti sem hann leik- ur með UMFA eftir áramót. Að vísu kom hann aðeins við sögu gegn ÍBV snemma í febrúar, en það var meira að nafninu til að sögn Bjarka og þá aðal- lega til þess að taka vítaköst. Réttum þremur mínútum eftir að Bjarki kom fyrst inn á gegn Fram átti hann sitt fyrsta markskot, en Sebast- ían Alexandersson, markvörður Fram, varði það. Bjarki náði þó að skora úr vítakasti áður en flautað var til leik- hlés. „Það er gaman að vera kominn á fullt á ný,“ sagði Bjarki. „Ég er ekki orðinn jafn sterkur og áður, til dæmis stökk ég í fyrsta sinn á æfingu í gær (laugardag), daginn fyrir leik. Það er kannski þess vegna sem ég stökk ekki mikið upp í leiknum. Þess í stað reyndi ég að leika félaga mína uppi, það er jú það sem gildir í hópíþrótt. Það kemur alltaf maður í manns stað, eins og þeg- ar ég meiddist kom Þorkell Guðbran- dsson í minn stað og hefur staðið sig með prýði.“ Bjarki Sigurðsson eftir sigurinn á Fram Betra liðið vann „BETRA liðið vann, ég held að enginn vafi hafi leikið á því,“ sagði Bjarki Sigurðsson, fyrir- liði Aftureldingar, eftir sigur á Fram að Varmá. Jjarki lék nú með Aftureldingu á nýjan leik eftir langvarandi meiðsli. „Vörnin var mjög góð og Bergsveinn Bergsveinsson var að verja í samræmi við það. Megin- munurinn á liðunum held ég að hafí legið í þessu atriði. Annars fannst mér strax í upp- hafi leiks sem við myndum vinna, við vorum einbeittari og ákveðnari. Fram-liðið er hins vegar mjög gott, gegn því má aldrei slaka á. Vörn þess hefur verið sterk í vetur og hún hefur lagt grunninn að mörgum sigrum liðsins í vetur. Sterk vörn og hraðaupphlaup og því lögðum við höfuðáherslu á að leika agað í sókninni og gefa þeim engin óþarfa hraðaupphaup. Ég tel að við höfum náð að slá vopnin verulega úr höndum þeirra. Fyrst og fremst var þetta leikur tveggja sterkra liða.“ Bjarki segir það vera kærkomið að tryggja sér deildarmeistaratitil- inn tveimur umferðum áður en mótinu lýkur og þurfa ekki að vera í einhverju basli í lokaleikjunum. Framundan sé erfiður leikur í næstu umferð gegn Stjörnunni sem ekki hafi gengið alltof vel upp á síðkastið og loks sé heimaleikur við Fylki. „Við vorum staðráðnir í að innsigla deildarmeistaratitilinn að þessu sinni,“ sagði Bjarki Sig- urðsson, fyrirliði UMFA. Mosfellingar vinna ekki fleiri titla „Við lékum fyrst og fremst óskynsamlega í þessum leik, á því féllum við,“ sagði Sebastian Al- Fram var synjað um frestun Fram óskaði eftir því við mótanefnd HSÍ að leik liðsins við Aftureld- ingu yrði frestað um að minnsta kosti einn dag. Astæðan var sú að þrír leik- menn liðsins komu síðdegis á laugar- daginn til landsins frá Svíþjóð þar sem þeir léku með íslenska landsliðinu í tveimur vináttulandsleikjum. „Okkur var synjað um frestunina á þeim forsendum að allir leikir í þrem- ur síðustu umferðunum yrðu að fara fram á sama tíma,“ sagði Sebastían Alexandersson, fyrirliði Fram. „Síðan var einum leik í kvöld frestað vegna veðurs en aðrir leikir voru spilaðir. Þar með virtist engin þörf vera á að allir leikirnir færu fram á sama tíma. Af hverju fengum við synjun á þessum forsendum úr því að það er ekki heil- agra en raun ber vitni að öll umferðin sé leikin á sama tíma? Það skil ég ekki,“ sagði Sebastian ennfremur og var heldur þungur á brún. exandersson, markvörður og fyrir- liði Fram. „Okkur tókst aldrei að ná upp okkar rétta Fram-spili. Þá var vörn UMFA firnasterk og Bergsveinn varði þar af leiðandi mjög vel. Það var eins það vantaði meiri ró yfir leik okkar og vörnin var heldur ekki eins sterk í síðari hálf- leik og í þeim fyrri, þaraf leiðandi fengu leikmenn Aftureldingar mörg þægileg marktækifæri. Þá gekk mér illa að eiga við Bjarka, hann skoraði úr sex vítaköstum, þar af fimm í síðari hálfleik. Hann er bara svo erfiður á vítapunktin- um,“ sagði Sebastían og var allt annað en sáttur enda þekktur fyrir að verja mörg vítaköst á undan- förnum árum. Hann sagði þó já- kvætt hversu vel sér hefði gengið að verjast skotum úr hornum og af línu, en það hefði ekki dugað til. „Ur því að þessi leikur tapaðist þá þýðir ekkert annað en halda áfram af krafti og tryggja sér ann- að sætið í deildinni. Baráttan held- ur áfram þótt vissulega hefði verið gaman að vinna Aftureldingu að þessu sinni og sjá þá undir pressu í lokaumferðunum, en af því verð- ur ekki að þessu sinni. Afturelding hefur nú unnið einn titil, en við ætlum ekki að slaka á, heldur sjá til þess að Mosfellingar vinni ekki fleiri titla á leiktíðinni," sagði Sebastian Alexandersson, fyiárliði Fram. + Halldór ristarbrotnaði HALLDÓR Sigfússon, leiksljórnandi KA í handknattleik, rist- arbrotnaði á æfingu á laugardag og verður líklega ekki meira með á leiktímabilinu. Halldór, sem er 22 ára, missteig sig illa á æfingu og við rannsókn kom í (jós að hann er ristarbrotinn. Halldót gat því ekki leikið með KA, sem lagði Hauka 30:24 á sunnudag. Haukar steinlágu KA-menn hafa nú sett í fluggírinn eftir nokkurn hiksta að undan- förnu og hyggjast veita Frömurum keppni í baráttunni um 2. sæti í deildinni. Þeirtóku Hauka í bakaríið i KA-heimilinu sl. sunnu- dagskvöld og gerðu út um leikinn með ótrúlegum tilþrifum í fyrri hálfleik þar sem niðurstaðan varð 17:10. Haukar hafa oftlega spilað liða best í vetur en þeir komust ekkert áfram gegn sterkri vörn KAog heimamenn sigruðu með yfirburðum, 20:24. Leikur KA var nánast óaðfinnan- legur í fyrri hálfleik. Góð mark- varsla, sterk vörn, fjölbreyttur sókn- mmUjl arleikur, enginn Stefán Þór brottrekstur og smit- Sæmundsson andi leikgleði. Já, skrifar þeir norðanpiltar hafa trauðla verið jafn brosmildir um langt skeið og skilaði það drjúgum árangri. Sér- staklega var mikil kæti í kringum hina nýju vítaskyttu liðsins, vamar- tröllið Þorvald Þorvaldsson, sem skoraði úr sínum 6 vítaskotum í leikn- um og stóð uppi sem markahæsti maður liðsins. Sóknir Hauka strönduðu lengi vel á vörn KA þar sem Jónatan Magnús- son lék fremstur, óhemju duglegur og sprækur án þess að vera grófur. Magnús Magnússon og Heimir Áma- son gengu vel út á móti skyttum Hauka og KA-menn vom komnir með fimm marka forystu eftir 11 mín- útna leik, 7:2. Og sóknarleikurinn gekk sömuleiðis vel hjá liðinu og kom ekki að sök þótt Halldór Sigfússon væri meiddur og Bo Stage farinn. Erlingur Kristjánsson leysti Jónatan af í vöminni þegar á leið og ekki stóð sá gamli sig síður en pilturinn. Ungu strákarnir, Jónatan, Heimir og Guð- jón Valur, léku á als oddi í sókninni og munurinn í hléi var sjö mörk, 17:10. Nú vora góð ráð dýr hjá Haukum og þau fundust ekki í seinni hálfleik. Þeir prófuðu tvo markverði í fyrri hálfeik og settu nú traust sitt á þann þriðja. Þegar ekkert gekk að minnka forskotið fóm þeir að taka Heimi nánast úr umferð og síðan tvo menn í lokin en munurinn á liðunum varð þó aldrei minni en fimm mörk því allt gekk upp hjá KA og sigur liðsins aldrei í hættu. Haukar náðu aldrei sínu hraða og markvissa spili og það vom helst Óskar Armannsson og Halldór Ing- ólfsson sem fundu glufur í KA-vöm- inni. Markvarslan var höfuðverkur og vörnin slök. Breiddin var til staðar hjá KA að þessu sinni. Reynir var þriggja manna maki í maridnu, a.m.k. varði hann fleiri skot en þrír mark- verðir Hauka. Vömin sérlega lifandi og traust og sóknarleikurinn skæður; Jónatan, Heimir, Guðjón Valur og Magnús allir að sýna sitt besta að ógleymdum Þorvaldi á vítalínunni. „Já, þetta var frábært,“ sagði Þor- valdur eftir leikinn. „Við fómm í vita- keppni á laugardagsæfingunni og ég vann og fékk þess vegna að taka vítin í kvöld,“ sagði hann og geislaði af sjálfstrausti og léttleika eins og aðrir liðsmenn KA í þessum leik. Breiðhyltingar halda í vonina að var að duga eða drepast fyrir ÍR-inga í leik þeirra gegn Vals- mönnum í Austurbergi á sunnudags- kvöldið. Aðeins með Stefán Sigri gátU heima- Pálsson menn haldið í vonina skrifar um að komast í úr- slitakeppnina, en á sama hátt hefðu Valsmenn með sigri nánast tryggt sér sæti meðal hinna átta efstu. Eftir hörkuspennandi leik, þar sem jafnt var á flestum töl- um, tókst Breiðhyltingum að stela báðum stigunum eftir að Þórir Sig- mundsson skoraði úrslitamarkið úr afleitu færi þegar þrjár sekúndur voru eftir á leikklukkunni; 21:20. í fyrri hálfleik vom Valsmenn sterkara liðið og náðu mest þriggja marka forystu. Munaði þar mest um Markús Mána Mikaelsson sem átti góðan leik. Ekki tókst gestunum þó að stinga heimamenn af á þessum leikkafla og skildi aðeins eitt mark liðin í leikhléi; 9:10. I síðari hálfleik hresstust IR-ing- ar til muna og þá sérstaklega Ragn- ar Óskarsson og Hrafn Margeirsson, sem að öðram ólöstuðum vora lang- bestu menn vallarins. Hrafn varði átján skot í leiknum, þar af tíu í síð- ari hálfleik og Ragnar tók af skarið á mikilvægum augnablikum í sókn- inni. Var það þeim mun mikilvægara þar sem mikið agaleysi var ríkjandi í sóknarleik ÍR og allt of mikið um ótímabær markskot. Þannig er und- arlegt að sjá jafn reyndan hand- knattleiksmann og Jón Kristjánsson reyna fjögur misheppnuð skot í einni og sömu sókninni. Á sama tíma virt- ist nokkuð af hinum rauðklæddu dregið. Skipti þar kannski máli að þeir höfðu ekki nema tólf menn á leikskýrslu og þurftu því að keyra allan leikinn á einungis tíu útileik- mönnum. Þegar tæpar tvær mínútur voru til leiksloka áttu Valsmenn kost á að ná forystu, en þá dæmdu þeir Guðjón L. Sigurðsson og Ólafur Örn Haralds- son vítakast á varnarmann IR. Vítið fór í súginn og heimamenn blésu til sóknar. Það sem eftir leið leiks reyndu Breiðhyltingar linnulaust að brjóta sér leið í gegnum vörn Vals- manna, en uppskára ekki annað en aukaköst. Á lokasekúndunum misstu varnarmenn gestanna hins vegar einbeitinguna og Þórir Sigmundsson náði að skjótast inn úr horninu og tryggja liði sínu dýrmætan sigur. Valsmenn brugðust ókvæða við - úrslitunum og létu skammirnar dynja á dómuranum í leikslok. Var þar ekki aðeins um að ræða von- svikna áhorfendur, heldur einnig aðstandendur liðsins. Virðast slík viðbrögð vera fastur liður í hvert sinn er Hlíðarendaliðið tapar og er framkoma þessi mikill ljóður á ráði þeirra sem hlut eiga að máli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.