Morgunblaðið - 14.03.2000, Blaðsíða 9
•:
I
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 14. MARS 2000 B 9
KNATTSPYRNA
í
4
Figo iðinn
við kolann
RÖÐ efstu liða í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu breyttist
ekkert um liðna helgi, þar sem fimm efstu liðin fóru öll með
sigur af hólmi i leikjum sínum. Deportivo er því enn með fjög-
urra stiga forskot, en meistarar Barcelona eru fimm stigum á
eftir toppliðinu.
Deportivo la Coruna bar sigur-
orð af Valencia, 2:0, á heima-
velli sínum. Fran Gonzalez og
Flavio Conceicao skoruðu mörk
Deportivo áður en þeir Slavisa
Jokanovic, leikmaður Deportivo,
og Francisco Farinos úr liði and-
stæðinganna voru reknir af velli á
85. og 87. mínútu.
Stórlið Barcelona gersigraði
heimamenn í Bilbao, 4:0, í leik þar
sem Portúgalinn Luis Figo lék við
hvum sinn fíngur. Hollendingurinn
Phillip Cocu skoraði tvívegis. Hann
gerði fyrsta markið með skalla eft-
ir fyrirgjöf Figos frá hægri. Patr-
ick Kluivert, landi Cocus, bætti
öðru marki við er hann lyfti bolt-
anum laglega yfír markvörð Bilbao
eftir sendingu frá Figo.
Kluivert og Figo voru síðan báð-
ir viðriðnir þriðja markið, sem
Cocu skoraði, og Figo skoraði
sjálfur fjórða markið tveimur mín-
útum fyrir leikslok.
Öllum að óvörum er Alaves í
öðru sæti, stigi á undan Barcelona.
Liðið vann enn góðan sigur um
helgina, í þetta sinn kom það í hlut
Real Sociedad að finna fyrir lítt
þekktum styrk Alaves. Sociedad
komst þó yfir eftir tæpan hálftíma
með marki frá Dmitri Khokhlov.
Lengi vel leit út fyrir að þetta yrði
eina mark leiksins, allt þar til Javi
Moreno skoraði loks jöfnunar-
markið þrettán mínútum fyrir
leikslok og sigurmarkið tíu mínút-
um síðar.
Real Zaragoza lék sama leikinn
og Alaves er það heimsótti Racing
í Santander. Pedro Munitis skoraði
fyrir heimamenn á 15. mínútu og
héldu leikmenn Santander eins
marks forskoti allt þar til Yordi
Gonzalez jafnaði á 79. mínútu. Að-
eins mínútu síðar voru tveir heima-
menn reknir af velli, markvörður-
inn Jose Ceballos og Marcelo
Espina, og Real Zaragoza nýtti sér
liðsmuninn með öðru marki frá
Gonzalez tveimur mínútum fyrir
leikslok.
Real Madrid hélt fimmta sætinu
með sigri á Sevilla, 3:1, á Santiago
Bernabeu, heimavelli Madrid-liðs-
ins. Heimamenn gerðu öll þrjú
mörk sín áður en leikmönnum
tókst loks að svara með marki
Juan Carlos Gomez á lokamínútu
leiksins. Öll mörk Real komu í
fyrri hálfleik, þar sem Raul Gonza-
lez, Jose Maria Gutierrez og Fern-
ando Morientes voru á skotskón-
um.
Reuters
Tveir lykiimenn hjá Barcelona -
Brasilíumaðuinn Rivaldo og Luis Figo.
Juventus fær olnbogarými
Eftir dapra viku ítalskra knatt-
spyrnuliða í Evrópukeppni fé-
lagsliða sneru þau sér aftur að „inn-
anríkismálum“. Juventus jók forskot
sitt í ítölsku 1. deildinni úr fjórum í
sex stig eftir 2:0-sigur á neðsta liði
deildarinnar, Piacenza, á sunnudag.
Filippo Inzaghi gerði bæði mörk Juv-
entus. Liðið hefur nú 56 stig, en Lazio
er í öðru sæti með fimmtíu stig. Síð-
amefnda liðið gerði tvö mörk á síð-
ustu tíu mínútunum gegn Inter-
nazionale, sem var manni færra, og
knúði þannig íram jafntefli.
Intemazionale tók forystu með
marid frá Recoba, sóknarmanninum
frá Úrúgvæ, í fyrri hálfleik. Gestimir
frá Mflanó bættu síðan öðm marki við
eftir hlé, þótt Cordoba hefði fengið
reisupassann undir lok fyrri hálfleiks.
Lazio auðnaðist þó að bjarga því sem
bjargað varð, Simone Inzaghi og
Guiseppe Pancaro skomðu mörk
Rómarliðsins og tryggðu því þannig
eitt stig, sem er sannarlega betra en
ekkert, því Intemazionale fylgir fast
á hæla Lazio í deildarkeppninni, er í
þriðja sæti með 47 stig.
Boðið var upp á sannkallaða
markasúpu á San Siro-leikvanginum
þar sem meistarar AC Milan gerðu
jafntefli, 3:3, við Verona. Ukraínu-
maðurinn Andryi Shevchenko skor-
aði tvö mörk, annað úr vítaspymu.
Leikurinn hlaut mikla athygli í ítölsk-
um fjölmiðlum fyrir skemmtanagildi.
Meistararnir tóku tvívegis forystu
áður en maður leiksins, Fabrizio
Cammarata, „stal“ stigi fyrir Verona.
Demetrio Albertini og Shevchenko
komu heimamönnum í 2:0 áður en
samherji þeirra, Jose Antonio Cham-
ot, var rekinn af leikvelli. I kjölfarið
fylgdu tvö mörk gestanna með stuttu
millibili. Þegar Úkraínumaðurinn
gerði nítjánda mark sitt á leiktíðinni
af vítapunktinum virtust úrslitin ráð-
in; skoraði umræddur Cammarata á
lokamínútu leiksins svo þögn sló á
mannskapinn á áhorfendapöllunum í
Mílanó.
Bæjarar gefa ekkert eftir
LEIKMENN Bayern Miinchen létu ekki slá sig út af laginu, þegar
þeir léku sinn fyrsta leik í Þýskalandi eftir að Lothar Mattháus
var hættur og farinn til Bandaríkjanna. Leik þeirra við Schalke
var beðið með mikilli eftirvæntingu - margir búnir að spá því að
liðið myndi brotna án Lothars.
Leikmennimir voru staðráðnir í að
láta allar slíkar hrakspár lönd og
leið. Leikmenn Schalke, sem komu í
heimsókn á Ólympíuleikvanginn í
Munchen, voru leiknir sundur og
saman. Arftaki Mattháus, sem aftasti
vamarmaður Jens Jeremies, sá til
þess að enginn saknaði Lothar heldur
sýndi hann að maður kemur í manns
stað. Schalke hefur eldd unnið á Ól-
ympíuleikvanginum í sautján ár.
Kuffour skoraði fyrsta mark Bæjara
á 42. mínútu og Ziekler, fljótasti mað-
ur deildarinnar, skoraði síðan tvö
mörk með stuttu millibili og úrslit
leiksins ráðin. Unglingurinn S anta
Cmz kom Bayem í 4:0 á 68. mínútu
áður en Mpenza minnkaði muninn
fyrir Schalke, 4:1. Leverkusen, sem
vann einnig ömggan sigur - 4:1 á
Wolfsburg, fylgir Bæjumm eins og
skugginn og bíður eftir álagstímanum
þegar Bæjarar þurfa að leika á mörg-
um vígstöðvum, svo ljóst er að spenn-
andi keppni er framundan. Ulf
Kirsten, markamaskina Leverkusen,
er heldur betur kominn á skrið eftir
meiðsli og setti tvö mörk.
Óvæntustu úrslit helgarinnar
komu í Hamborg þegar nýliði deildar-
innar, Ulm, varð fyrst til leggja Ham-
borger á heimavelli liðsins á keppnis-
tímabilinu. Leikmenn Ulm skomðu
tvö fyrstu mörk leiksins, en heima-
menn vöknuðu til lífsins - of seint.
Gravesen náði aðeins að laga stöðuna
fyrir heimamenn á 90. mín., 2:1.
Greinilegt vanmat sagði þjálfari
Hamburger, Pagelsdorf - „Ég vona
að leikmenn mínir láti sér þetta að
kenningu verða.“
Kaiserslautem vann góðan útisig-
ur á hinum heimasterku nýliðum -
Unterhaching frá Miinchen, 2:1.
Vamarmaðurinn Koch og kantamað-
urinn Buck komu Kaiserslautem í 2:0
eftir aðeins 15 mínútna leik. Djorka-
eff hefði getað gert út um leikinn á 20.
mínútu þegar hann lét verja frá sér
vítaspymu. Unterhaching tók öll völd
í síðari hálfleik og yfirspilaði lið Kais-
erslautern, en liðið bjargaði sér fyrir
hom. Frankfurt virðist ætla að gera
hið ómögulega - bjarga sér frá falli.
Felix Magath stjómaði sínum mönn-
um til sigurs í Stuttgart, 2:0. Kínverj-
Þjálfari Brasilíu
getur haft áhrif
GETUR landsliðsþjálfari Brasilíu, ákveður hver verður þýskur
meistari? Mikil barátta er framundan milli stórliða Bayern
Miinchen og Bayer Leverkusen um þýska meistaratitilinn, og
Ijóst að fólögin vilja forðast allt óþarfa álag á leikmenn sfna fyr-
ir komandi átök. Brasilískar stórstjörnur leika stórt hlutverk
hjá báðum liðum. Og nú eru Brassar einmitt að byija að leika í
undankeppni fyrir HM í Suður-Kóreu og Japan, sem fram fer
2002. Hinn 29. mars á liðið að leika í Kólombíu mjög erfiðan leik,
og yóst að sambadansarar Leverkusen og Bayern verða kallaðir
til leiksins af Vanderly Luxemburgo, þjálfara liðsins. Bæði Em-
erson og Ze Roberto fara frá Leverkusen og örugglega Elber
frá Bayern, en hann á þvert á leikmenn Leverkusen ekki fast
sæti í landsliðinu og verður líklega á bekknum. Þetta óttast for-
ráðamenn Leverkusen að komi niður á liðinu og að langt flug og
erfiðir leikir gætu orðið til að liðið tapaði dýrmætum stigum.
inn Yang gerði fallegt skallamark á
60. mínútu, eða rétt eftir að honum
var skipt inná fyrir Salou. Gebhardt
innsiglaði svo sigur sinna manna með
góðu marki á 80. mínútu og ljóst að
langt er í að Stuttgart nái upp stórliði
á ný ef marka má þennan leik liðsins.
Svo virðist sem innbyrðis valdabar-
átta hjá Herthu Berlín komi niður á
leik liðsins, að minnsta kosti ef marka
má útileildnn gegn fallkandídötum
Duisburg. Leikurinn var eitt stórt
núll, enda endaði hann 0:0. Formaður
Herthu, Robert Schwan, sagði af sér
fyrir helgina og sagðist vera búinn að
fá nóg af valdabaráttunni. Hann er
sagður hafa stutt Dieter Höness,
framkvæmdastjóra liðsins, og svo
þjálfarann Röber, en menn hafa ekki
verið á eitt sáttir með hann. Ljóst er
að eitthvað mikið er að hjá félaginu og
tíðinda að vænta.
Ekki tókst Bemd Krauss að vinna
sinn fyrsta sigur með Dortmund.
Hann hefur stjómað liðinu í átta leikj-
um og ekki ennþá unnið einn einasta
sigur. Rostock, sem á í harðri fallbar-
áttu, vann góðan sigur á miHjónaliði
Dortmund, 1:0. Leikurinn var afar
slakur og Ijóst að vera Krauss hjá
Dortmund verður ekki löng ef ekld
fara að vinnast leikir og það alveg á
næstunni.
Werder Bremen, andstæðingur
Arsenal í Evrópukeppninni, er á mik-
illi siglingu þessa dagana. Allt gengur
upp hjá liðinu og varð Freiburg fóm-
arlamb liðsins að þessu sinni, ömggur
sigur Bremen, 5:2, segir allt um sókn-
arleik liðsins þessa dagana.
■ ULI Höness, framkvæmdastjóri
Bayern Mtinchen, segir að Carst-
en Jancker - tmkkurinn í sókn
Bæjara - sé falur fyrir 600 millj-
ónir króna. Jancker hefur lítið
leikið undanfarið og ljóst að hann
er ekki inni í myndinni hjá þjálf-
aranum Hitzfeld í augnablikinu.
Höness er sagður vilja losa fé til
að undirbúa tilboð í Willy Sagnol,
varnarmann hjá Mónakó. Höness
er ljóst að þar duga engir smápen-
ingar, en hann sagði þó að Sagnol
væri einn af mörgum sem kæmi til
greina sem nýr maður í vörnina
hjá Bayem.
■ ANDY Möller, leikmaður Dort-
mund, hefur ekkert leikið eftir
vetrarhlé vegna meiðsla. Hans er.
nú sárt saknað hjá Dortmund og
allir þar á bæ bíða þess að
hann verði heill.
■ MEÐAN liðið tapar og tapar
styrkist staða Möllers í
launapókernum við Dortmund en
samningur hans rennur út í vor.
Nú heyrast þær raddir að Möller
ætli að koma sér frá Dortmund
vegna hins mikla óróa sem er hjá
liðinu.
■ MÖLLER er sagður á leið til
erkifjendanna og nágranna Dort-
mund, Schalke. Það skýrir að
leikmaðurinn vill ekkert ræða um
framtíð sína við fjölmiðla, enda
ætti hann ekki sjö dagana sæla
hjá áhangendum Dortmund það
sem eftir er, verði niðurstaðan sú.
■ ÞÁ hefur heyrst að markvörður
Dortmund og þýska landsliðsins,
Lehmann, sé einnig á leið til síns
gamla liðs, Schalke. Hann
er ekki í náðinni hjá hinum hörðu
áhangendum Dortmund og ástæð-
an er einföld: hann lék einu sinni
með Schalke og þar með er hann
brennimerktur fyrir
lífstíð.
■ OTTMAR Hitzfeld, þjálfari
Bæjara, heldur sig fast við kerfi
sitt - að láta alla leikmenn sína fá
nægilega hvíld og passa að leik-
menn séu ekki ofkeyrðir. Hann
hefur jú til þess nógan mannskap.
Stefan Effenberg og Oliver Kahn
munu því hvfla gegn Rosenborg í
Meistaradeild Evrópu í dag.
■ AC MILAN reynir allt sem hægt
er til að lokka David Bcckham frá
Manchester United. Nú hefur
Silvio Berlusconi, forseti liðsins,
lofað konu Beckhams, kryddstelp-
unni Victoriu, eigin sjónvarps-
þætti á einni af sjónvarpsstöðvum
sínum og boðið henni stórfé fyrir.
Hvort það muni hjálpa hinum
moldríka eiganda liðsins skal
ósagt látið, en ljóst er að félög
leggja í ýmsar bollaleggingar til
að lokka til sín íþróttastjörnur.
■ ÞEGAR Jurg Butt, markvörður
Hamburger, hleypur inn á til að
hita upp fyrir heimaleiki liðs síns
er honum fagnað sem hetju.
Áhangendur Hamburger-liðsins
geta augljóslega ekki hugsað sér
að missa þennan snjalla mark-
vörð, sem er á allra vörum. Hann
hefur ekki viljað skrifa undir nýj-
an samning við liðið, en hann
hefur heldur ekki hafnað neinu.
MÞESSI 25 ára markvörður og
vítaskytta liðsins er skyndilega
aðalnúmer Hamburger og orðinn
einn eftirsóttasti maður liðsins.
Þannig eru bæði Leverkusen og
Schalke á höttunum eftir kröftum
hans og þá er Manchester United
sagt hafa mikinn áhuga.
■ BERTI Vogts, fyrrverandi
landsliðsþjálfari Þýskalands, við-
urkenndi að hafa bent Alex
Ferguson á markvörðinn þegar
Ferguson hringdi í hann til að
spyrja hvort hann vissi um áhuga-
verðan framtíðarmarkvörð fyrir
liðið. Þar sem samningur Butts
rennur út árið 2001 er ljóst að tím-
inn vinnur með hinum 25 ára leik-
manni.