Morgunblaðið - 14.03.2000, Blaðsíða 12
■^■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■^■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■i
mm
Bræður á verðlaunapalli í Melbourne - Brasilíumaðurinn Rubens Barrichello og bræðumir Michael og Ralf Schumacher.
Líkja vélarhljóðum
Ferrari við hljóm-
kviðu eftir Verdi
' Óhætt er að segja að upphaf keppnistíðarinnar í Formúlu 1 hafi
verið tíðindasamt og Ferrari-liðið fagnaði tvöföldum sigri í upp-
hafsmóti ársins í fyrsta sinn í 37 ár, eða frá því Alberto Ascari og
Luigi Villoresi komu fyrstir í mark í Argentínukappakstrinum
1953. Silfurgráir bílar McLaren hófu keppni fremstir á rásmarki
og brugðu mun betur við en skarlatsrauðir Ferrari-bílarnir. Mika
Hákkinen og David Coulthard virtust ætla að sýna yfirburði en
ekki leið á löngu þar til vélarbilanir bundu enda á þátttöku þeirra.
Og þegar „þriðja aflið, bílar Jordan, féllu einnig úr leik var gatan
Ferrari-bílunum greið. Fagnaði Michael Schumacher sínum
fyrsta sigri á ástralskri foldu en þetta var 10. mót hans í Formúlu
1 þar í landi.
Italskir fjölmiðlar, sem ýmist
hampa Ferrari eða hraksmána,
allt eftir því hvernig gengur, fóru
hamförum af fögnuði
Efíjr í dag og sögðu óm-
Ágúst fagra tóna Ferrari-
Ásgeirsson vélarinnar hafa
hljómað eins og tón-
verk eftir Verdi í loftinu yfir Mel-
boume.
Ekki fæst úr því skorið fyrr en í
fyrsta lagi í næsta móti hvort nýi
Ferrari-bíllinn sé jafnsterkur
McLaren-bflunum þar sem Coult-
hard féll úr leik eftir 11 hringi vegna
vélarbilunar og bíll Hákkinens entist
aðeins 18 hringi af 58. Coulthard
taldi að hitinn sem myndast við
takmarkaða kælingu mótorsins er
ökuþórarnir urðu að fylgja öryggis-
'oíl í þrjá hringi hefði átt sinn þátt í
vandræðum þeirra Hákkinens.
Schumacher var í hálfgerðu upp-
námi eftir sigurinn svo ákaft fagnaði
hann og faðmaði yngri bróður sinn,
Ralf, sem varð óvænt þriðji á BMW-
knúnum Williams-bfl sem ekki var
búist við miklu af framan af vertíð-
inni. Og ekki vantaði yfirlýsingarnar
af hálfu sigurvegarans. „Ég leyfði
Mika [Hákkinen] að hrósa sigri yfir
því að hafa unnið ráspól því ég vissi
að ég myndi hrósa sigri í kappakstr-
inum,“ sagði hann. „Bíllinn er hrað-
skreiður og traustur, það höfum við
sannað og það er bjart framundan
hjá Ferrari. Um leið og ég settist í
bílinn í fyrsta sinn var ég viss um að
ég bæti barist um heimsmeistaratit-
ilinn frá fyrsta móti. Ég var nokkuð
vonsvikinn með að McLaren-bflarnir
urðu að hætta því ég hefði kosið að
keppa við þá til loka svo ég gæti sýnt
þeim hvers við erum megnugir,"
bætti Schumacher við.
Schumacher kom af stað nokkurs
konar sálfræðistríði við McLaren.
Sagðist hafa haft kappaksturinn í
hendi sér þótt hann hefði verið á eft-
ir McLaren-bflunum framan af og
einungis beðið þjónustuhléanna til
að skjótast fram úr. Ron Dennis, að-
alstjórnandi McLaren, svaraði þessu
og sagði að Schumacher væri í
leiðslu ef hann teldi sigur sinn að
þakka frábærum akstri. McLaren-
bflarnir hefðu ráðið ferðinni og verið
byrjaðir að slá af og gera áætlanir
um leiðir til að spara eldsneyti en
samt haldið áfram að breikka bilið
sem var í Schumacher. „Við vitum
vel að það varð honum mikið áfall að
vinna ekki ráspól og allt sem hann
segir er algjört þvaður, sagði Dennis
og bætti við að ljóst væri hvers eðlis
vélarbilunin væri og myndi liðið
mæta fullt sjálfstrausts til leiks í
Brasiliu eftir tvær vikur.
Heinz-Harald Frentzen og Jarno
Trulli sýndu með góðum akstri að
þeir geta ógnað bæði McLaren og
Fen-ari á árinu, svo miklu betri virð-
ist Jordan-bfllinn í ár og á ugglaust
eftir að batna. Frentzen leiddi
keppnina nokkra hringi áður en
þrýstivökvakerfi gírkassans gaf sig.
Tapaði hann reyndar forystunni er
eldsneytisslanga festist í tankopinu í
eina ráðgerða bensínstoppi hans.
Hætti hann keppni á 39. hring og
Trulli var í fremstu röð er vélarbilun
stöðvaði framrás hans.
Frumraun Jagúar-liðsins í For-
múlu 1 varði ekki nema í tæpt kortér
þar sem bflanir héldu áfram að elta
Johnny Herbert sem varð að hætta á
fyrsta hring og Eddie Irvine snarsn-
eri sínum bfl út af fimm hringjum
seinna er hann var að reyna að kom-
ast hjá árekstri við Arrows-bfl Pedro
de la Rosa sem klesti á vegg.
Mikill fögnuður var í herbúðum
BAR eftir kappaksturinn í Mel-
bourne yfir góðri frammistöðu
Jacques Villeneuve sem varð fjórði
og vann þar með fyrstu stig liðsins í
Formúlu 1. Ánægja var og með
sjöunda sæti Ricardo Zonta en ekki
minnkaði' fögnuðurinn er hann var
hækkaður upp í sjötta og síðasta
stigasætið er Mika Salo hjá Sauber
var dæmdur úr leik. ,A-ð vera eina
liðið auk Ferrari til að koma báðum
bílunum í mark er dásamleg niðurs-
taða,“ sagði Craig Pollock, stjórn-
andi BAR. „Og að vinna stig strax í
fyrsta móti er frábært," bætti hann
við. BAR var eina liðið sem vann
ekki stig í fyrra, á jómfrúrári þess í
Formúlu 1. Má segja að liðið hafí
bætt fyrir það í Melbourne og all-
avega eru vonbrigði síðasta árs
gleymd í herbúðum BAR.
Loks var almenn ánægja í herbúð-
um Williams-liðsins þó svo að nýlið-
anum Jenson Button tækist ekki að
ljúka keppni. Vélarbilun kom í veg
fyrir það eiy hann átti aðeins 10
hringi eftir. A því stigi var hann í
sjött sæti en hafði um tíma verið
fjórði meðan á bensínstoppum bíla á
undan honum stóð. Náði Button
betra viðbragði en margur ökuþór-
inn og skaust strax á beina upphaf-
skaflanum úr 21. sæti á rásmarki 1
15. sæti.
Meira að segja gamla kappakst-
urshetjan Jackie Stewart át hatt
sinn en hann hafði fyrr í vetur sagt
Button of reynslulítinn til að keppa í
Formúlu 1; sagði að enginn stykki
beint úr leikskóla upp í háskóla en
þannig líkti hann komu hans beint úr
Formúlu 3 í Formúlu 1.
laniBiiwmÆT- \ i—i v -a—aMt—i
ísland í
fjórða
sæti á EM
í snóker
ÍSLENSKA landsliðið í
snóker hafnaði í fjórða sæti
á Evrópumóti landsliða,
sem lauk á Gíbraltar um
helgina. íslenska liðið vann
Holland 3:0 í átta liða úr-
slitum. Bryiyar Valdimars-
son, Jóhannes B. Jóhannes-
son og Gunnar Hreiðarsson
unnu sína andstæðinga. ís-
lendingar mættu
Möltu, sem var handhafi
Evróputitilsins, í undan-
úrslitum en töpuðu 2:1. Jó-
hannes vann sinn and-
stæðing en Brynjar og
Gunnar töpuðu sínum leikj-
um. Malta komst í úrslit og
vann mótið.
ísland mætti Belgíu um
3.-4. sætið en tapaði 2:1. Jó-
hannes vann sinn and-
stæðing en Gunnar og
Brynjar töpuðu sínum
leikjum. Kristján Helgason
gat ekki tekið þátt í mótinu
því hann er að keppa á HM
atvinnumanna. íslenska lið-
ið tók fyrst þátt í EM í fyrra
og lenti þá í fimmta sæti.
EMí
snóker á
íslandi
2002
EVRÓPUMÓTIÐ ísnóker
verður haldið hér á landi í
febrúar árið 2002. Það var
ákveðið á fundi Evrópska
snókersambandsins, sem
haldinn var í Gíbraltar í
tengslum við EM landsliða í
snóker. Björgvin Hólm Jó-
hannesson, formaður Bill-
iard- og snókersambands
Islands, sagði það mikla
lyftistöng fyrir sambandið
að fá að halda EM að tveim-
ur árum liðnum. „Við verð-
um með Norðurlandamótið
í janúar á næsta ári og get-
um þá undirbúið okkur
hvað skipulagningu varðar
fyrir EM árið 2002. Ég ætla
rétt að vona að þessi mót
veki áhuga fólks á snóker,
því við höfum náð góðum
árangri í alþjóðlegum mót-
um að undanförnu.“
Þjóðveri-
ar lögðu
Júgó-
slava
ÞJÓÐVERJAR léku tvo æf-
ingaleiki i handknattleik
við Júgoslava um helgina í
Dessau og Rotenburg. Þjóð-
veijar, sem Iéku án margra
fastamanna, sigruðu örugg-
lega í báðum leikjunum -
þeim fyrri 24:20 og unnu
stórsigur í seinni leiknum
21:13, þar sem staðan í hálf-
leik var 9:9. Heine Brandt,
þjálfari Þjóðveija, sagði að
með þessum sigri væri af-
hroðið í Króatiu endanlega
afskrifað og hann sæi fram
á bjarta tíma með liðið. Júg-
óslavar eru einmitt í riðli
með Þjóðveijum á ÓL í
Sydney í sumar.