Morgunblaðið - 22.03.2000, Síða 4

Morgunblaðið - 22.03.2000, Síða 4
íttámR SKIÐI/HEIMSBIKARKEPPNIN Kristinn Björnsson ánægður með veturinn, segist aldrei hafa verið betri Finnst þetta orðið nokkuð afslappað Kristinn Björnsson keyrir hér á fullri ferð í heimsbikarkeppninni í svigi. IHaukur Bjarnason, þjálfari Kristins: „Hefði náð að bæta sig á þeim sviðum þar sem hann hefði verið hvað slakastur“ KRISTINN Björnsson skíða- maðurfrá Ólafsfirði varð um helgina í 16. sæti í svigi á loka- móti heimsbikarkeppninnar. Kristinn átti stórgóða síðari ferð og var með fjórða besta tímann í henni en fyrri ferðin vár ekki nægilega góð þannig að hann endaði í 16. sæti. Eftir mót vetrarins er Kristinn í 22. sæti á heimslistanum í svigi, með 123 stig, og í því 56. á heimslistanum yfir alpagreinar. Það er meira en að segja það að taka þátt í heimsbikarmótunum. Kristinn hefur l'arið í gegnum FIS- mótaraðir, Evrópu- mótaraðir og er nú SkúlaUnnar kominn í 22. sætið í Sveinsson heimsbikarkeppn- inni en þúsundir skíðamanna keppi reglulega á áður- nefndum mótum með þann draum að komast á heimsbikannótin. í mótið um helgina var boðið 26 keppendum, þeim sem voru í efstu sætum heims- bikarsins í svigi og Kristinn var þeirra á meðai. Kappinn er nú kominn heim til sín í Noregi en kemur hingað til lands á morgun og tekur þátt í FlS-mótum á Akureyri/Dalvík/Olafsfirði um helg- ina og í næstu viku og verður einnig meðal keppenda á Skíðamóti Islands í Reykjavík um mánaðamótin. _ Sem mark um hvernig hlutirnir liáfa breyst með góðum árangri Kristins þá hafa um 20 erlendir kepp- endur boðað komu sína á FIS- mótin og koma margir þeirra hingað til að freista þess að fá FlS-stig vegna þátttöku Kristins, en í eina tíð var það svo að hingað voru fengnir erlendir keppendur til að íslensku keppend- urnir gætu fengið stig. Kristinn sagðist í samtali við Morgunblaðið vera þokkalega ánægður með 16. sætið í Bormio á Italíu á sunnudaginn, en hann náði fjórða besta tímanum í seinni umferð- inni. „Eg klúðraði þessu í fyrri ferð- inni, hún var ekki nógu góð hjá mér. Síðari ferðin var fín, en það var mjög heitt þannig að brautin grófst mikið ~og það voru langir grafningar þannig að maður varð að fara nokkuð langa leið í fyrri ferðinni. Brautin var líka löng og fremur ílöt,“ sagði Rristinn. Haukur Bjarnason, þjálfari Kiist- ins, sagðist sérstaklega ánægður með að Kristinn hefði náð að bæta sig á þeim sviðum þar sem hann hefði verið hvað slakastur. „Hann hefur alltaf verið sterkur í miklum halla og harð- fenni en slakari á flatanum og sér- staklega ef færið er mjúkt. Þetta hef- ur lagast hjá honum eins og kom í ljós um helgina og eins skiptir lengd milli ptvrta hann minna máli en áðm-. Það má segja að alhliða sé hann orðinn sterkari en áður.“ Kristinn tekur undir þetta. „Mér finnst árangurinn hjá mér í ár á ýms- an hátt betri en í hitteðfyrra þó svo ég hafi verið í sextánda sæti þá. Þá komst ég tvisvar í annað sætið og fékk öll mín stig fyrir það, núna hefur mér gengið betur að skila mér niður og lauk sex af ellefu mótum.“ Erinú virðist manni algengt að síð- ari ferðin sé miklu hetri hjá þér en sú fyrri. Veistu hvers vegna þetta er? „Ég virðist eiga við einhvern draug að stríða á þessu sviði. Ég held ég verði of spenntur og ætli mér of mik- ið. Ef það gerist verður maður of stíf- ur og mýktin hverfur og það gengur ekki,“ segir Kristinn og Haukur er þessu sammála. „Hann er orðinn miklu öruggari og jafnari en áður og komst í vetur í síðari ferð í níu af ell- efu ntótum. En það vantar enn topp- sætin. í byrjun vetrar var mjög mikil- vægt að fá stig og því mikilvægt fyrir hann að vera í réttum takti. Það tókst hjá honum þannig að hann skilaði sér ágætlega niður og það er jú forsenda þess að fá stig. En það er rétt, til að komast alveg á toppinn þarf að bæta fyrri ferðina og halda því besta sem hann hefur verið að gera í síðari ferð- unum í vetur. Við erum ekki búnir að skoða þetta mjög vísindalega ennþá en það verð- ur gert núna eftir að keppni lýkur og þá verða lagðar línurnai' fyrh' næsta keppnistímabil. Ég held það sé ekki mjög mikið mál að laga þetta og verð- um við ekki að reikna með að við ger- um það?“ sagði Haukur. í fyrra var Kristinn í 41. sæti í svig- inu og því 99. í heildarstigakeppninni í alpagreinum þannig að hann er mun ofar eftir þetta tímabil. Þjálfarinn sagðist mjög ánægður með veturinn, sérstaklega þegar haft er í huga að þeir hafi átt við ákveðinn draug að stríða frá síðasta tímabili og síðari hluta tímabilsins þar á undan. „Ég er mjög ánægður með hvernig Kristinn náði að vinna sig út úr meiðslum og veikindum í vetur. Það er alltaf erfitt að eiga við bólgur í hnjám og hann fór fremur illa út úr flensunni sem hann fékk um miðjan vetur, ennisholur stífluðust og hann átti erfitt um andardrátt vegna þess um tíma.“ Aftui' að lokamótinu. Þar nær Kristinn frábærum árangri í síðari ferðinni, en fyrri ferðin var slök. Sérðu ífljótu bragði hvað veldur? „Ég held hann hafi bara viljað of mikið og við það hafi myndast allt of mikil spenna. Honum hafði gengið mjög vel alla vikuna á undan og í upp- hitun fyrir fyrri ferðina var hann mjög sterkur. Síðan virðist eins og hann spennist of mikið og það hefur í raun stundum virst eins og það sé ástæðan fyrir slakari fyrri ferð en efni standa til. Við sjáum síðan þegar hann hefur skilað sér niður í fyi-ri ferð að þá hefur hann fjórum sinnum í vet- ur verið mjög framarlega í síðari ferðinni, einu sinni var hann með langbesta tímann og um helgina var hann með fjórða besta tímann." Strax eftir Landsmótið fer Krist- inn til Noregs þar sem hann tekur þátt í nokkrum mótum og fer síðan í aðgerð vegna ennisholanna og hvílir hnéð í einhvern tíma. „Ætli ég verði ekki að hvíla í einhverjar vikur, tvær til þrjár, en síðan verður farið á fullt um leið og hægt er,“ segir Ki-istinn. Haukur tekur fram að hann verði að prófa ný skíði og annað sem fylgir því að vera í heimsbikarnum. Báðir vonast þeii' til að svipað snið verði á samvinnunni við Svía og var í vetur. „Við erum mjög ánægðir með hvernig hún gekk fyrir sig og vonandi verður samvinnan áfram með svip- uðu sniði,“ segir Kristinn. Telur þú þig betii skíðamann núna en í fyrra og áiið þar áður? „Já, því er fljótsvarað. Það hefur verið meiri stöðugleiki í þessu hjá mér í vetur og reynslan held ég gagn- ist manni vel í framtíðinni. Það er dá- lítið mikið mál að koma nýr inn í heimsbikarinn, sérstaklega vegna þess að maður er í rauninni einn. Þetta er mun minna mál fyrir Austur- ínkismenn og Norðmenn, sem eru með fjöldann allan af keppendum á mótaröðinni. Núna finnst mér þetta orðið nokkuð afslappað og þessi mót eru orðin venjuleg mót fyrir mér en ekki einhver stórmót eins og þau voiu í huga manns þegar ég var að byrja í heimsbikarnum," segir Kiistinn. faém FOLK ■ JOHN Cnrew, sóknarmaðurinn efnilegi hjá Rosenborg, gæti orðið dýrasti knattspyrnumaður Noregs innan skamms. Valencia á Spáni er sagt tilbúið til að greiða 800 milljón- ir króna fyrir þennan 21 árs gamla leikmann en að undanfömu hafa verið taldar mestar líkur á að hann færi til Dortmund í Þýskalandi. Valencia fær tvo milljarða króna frá Lazio fyrir Claudio Lopez, sem fer til ítalska liðsins í sumar. MRUNE Lange, félagi Tryggva Guðmundssonar hjá Tromsö, er lík- legur arftaki Carews hjá Rosen- borg en norsku meistararnir hafa átt viðræður við hann að undan- fornu. ■ ALONZO Mouming hafði betur í risaslagnum við Shaquille O’Neal þegar Miami tók á móti LA Lakers í NBA-deiIdinni í fyntnótt. Mourn- ing skoraði 33 stig og tók 13 fráköst en Shaq skoraði 28 stig og tók 12 fráköst. Shaq hafði hinsvegar sterk- ari samherja því Glen Rice skoraði 28 stig fyrir Lakers og Kobe Bryant 23, og hð þeirra vann góðan útisig- ur, 100:89. ■ JALEN Rose, bakvörður Indiana, var valinn leikmaður vikunnar í NBA-deildinni. Hann kórónaði góða viku með því að skora 35 stig gegn Houston en Indiana er nú efst í miðriðli deildarinnar. ■ GILLES Grimandi, vamarmaður Arsenal, fékk sitt annað rauða spjald á tímabilinu þegar lið hans vann Tottenham á sunnudag. Grim- andi er spjaldglaðasti leikmaður úr- valsdeildarinnar í vetur en hann hefur að auki fengið gula spjaldið 12 sinnum. Lee Bowyer hjá Leeds hef- ur reyndar fengið 15 gul spjöld en ekkert rautt. ■ THEODOROS Zagorakis, gríski miðjumaðurinn hjá Leicester, snýr aftur til heimalandsins í vor og gengur til liðs við AEK. ■ GORDON Strachan hefur sam- þykkt að skrifa undir nýjan fimm ára samning sem knattspyrnustjóri Coventry. ■ PETER Ridsdale, stjómarfor- maður Leeds, segir að ummæli Alex Fergusons, knattspymustjóra Manchester United, um að David O’Leary, stjóri Leeds, væri best til þess fallinn að taka við af sér, hafi einungis verið látin falla til að slá Leeds út af laginu í baráttunni um meistaratitilinn. Ridsdale segir að Ferguson sé sérfræðingur í svona sálarstríði og leiki þennan leik ár eftir ár. ■ FREDERIC Kanoute, franskur sóknannaður, hefur verið lánaður frá Lyon til West Ham út tímabilið. Kanoute er 22 ára og ef West Ham vill kaupa hann í vor er verð hans metið á um 350 milljónir króna. ■ JAN Wouters var i gær rekinn úr starfi sem þjálfari hollenska knatt- spyrnufélagsins Ajax. Liðið er í fimmta sæti hollensku úrvalsdeild- arinnar, 15 stigum á eftir toppliðinu, PSV. Hans Westerhof, þjálfari unglingaliðs félagsins, stjórnar lið- inu út tímabilið. ■ BAYERN Munchen ætlar að nota síðasta leikinn í riðlakeppni Meist- aradeildar Evrópu, til að gefa fasta- mönnum sínum frí. Níu af fasta- mönnum liðsins fóru ekki til Kiev, eru heima og fá frí frá æfingum og keppni. ■ ÞESSI ákvörðun staðfestir það sem margir hafa haldið fram, að leikirnir í meistaradeildinni séu of margir á stuttum tíma. Bayem er þegar komið áfram í keppninni, þannig að þýðing leiksins í Kiev er lítil. ■ MARGAR sjónvarpsstöðvai', sem hafa greitt mikla peninga fyrir að sýna frá leikjum í meistaradeildinni, eru ekki ánægðar með þessa þróun.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.