Morgunblaðið - 23.03.2000, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.03.2000, Blaðsíða 8
8 C FIMMTUDAGUR 23. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI íslendingar í framleiðslu á bjór og áfengum gosdrykkjum í Rússlandi Björgólfur Thor Björgdlfsson, ræðismaður íslands í Sankti Pétursborg, bauð að sjálfsögðu upp á Botchkarov-bjór við formlega opnun ræðismannsskrifstofu íslands þar í borg nýverið. Meðal gesta við opnunina voru Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra, sem var á ferð um Rússland ásamt íslenskri viðskiptasendinefnd, leikstjórinn Níkíta Mikhalovits sem er frægastur fyrir myndina „Brenndur af sólinni" sem hlaut Óskarsverðlaun árið 1995 sem besta erlenda myndin og Vladimir Jakovlev, borgarstjóri Sankti Pétursborgar. Ævintýra- þráin látin ráða ferðinni s Islenskir athafnamenn reka tvær drykkjar- vöruverksmiðjur í Sankti Pétursborg í Rússlandi. Guðrán Hálfdánardóttir ræddi við Björgolf Thor Björgólfsson og Magnus Þorsteinsson og skoðaði verksmiðjurnar. Áætlað er að fyrir árslok 2002 verði bjórfram- leiðsla Bravo komin í 450 milljónir lítra á ári. 9 Byggingarframkvæmdir hóf- ust í ágúst, örfáum dögum eftir hrun rúblunnar. Því er ekki að leyna að talsverður skjálfti var í mannskapnum á þeim tíma. á FYRIR sjö árum fóru sex ís- lendingar í víking til Rúss- lands. Tilgangur ferðar- innar var að setja upp gosdrykkjaverksmiðju í Sankti Pét- ursborg í samstarfi við rússneska og breska aðila. í farteskinu höfðu ís- lendingarnir gosdrykkjaverksmiðju Sanitas á íslandi. Af sexmenningunum eru þrír þeirra enn í Sankti Pétursborg og verksmiðjumar eru orðnar þrjár. Þeir starfa enn saman og að eigin sögn gengur samstarfið mjög vel þrátt fyrir að hafa gengið í gegnum ótrúlegustu hluti á tímabilinu. Fyrir- tækið sem þeir eiga allir hlut í heitir Bravo og rekur tvær verksmiðjur. í annarri eru framleiddir áfengir gos- drykkir en í hinni er framleiddur bjór. Stærsti hluthafinn í Bravo er bandaríski fjárfestingarsjóðurinn Capital Intl. með 30%, Björgólfur Thor Björgólfsson, stjórnarformað- ur Bravo Holding, sem hefur með fjármál og rekstur Bravo að gera, á um 25% hlut, Magnús Þorsteinsson, sem hefur yfirumsjón með bygging- um, tæknimálum og framleiðsluferl- inu í verksmiðjum Bravo á um 15%, Björgólfur Guðmundsson, á um 15%, Ragnar Tryggvason, sem hefur yfir- umsjón með vélum verksmiðjanna, og aðrir lykilstarfsmenn eiga einnig hlut í fyrirtækinu. Mikil gerjun í Rússlandi Að sögn Björgólfs Thors og Magn- úsar var það meðal annars ævintýra- þrá sem olli því að þeir létu til leiðast fyrir sjö árum. „Það var í raun ekk- ert sem hélt okkur heima á Islandi. Við .höfðum báðir búið meira og minna erlendis í nokkur ár og vorum alveg til í að takast á við eitthvað nýtt og spennandi í útlöndum. Á þessum tíma var mikil gerjun í Rússlandi. Rfkisrekin fyrirtæki voru að færast í einkaeigu og mikið erlent fjármagn flæddi inn í landið. Að sjálfsögðu fylgir umbreytingum sem þessum holskefla af ævintýramönn- um sem ætla sér að verða ríkir á einni nóttu. Það má því eiginlega segja sem svo að hálfgerð gull- grafarastemmning hafi ríkt í landinu upp úr 1990,“ segir Björgólfur Thor. Að sögn Magnúsar fólst í sam- starfinu við rússnesku og bresku að- ilana að þeir kæmu með verksmiðj- una með sér og myndu setja hana upp ásamt því að þjálfa starfsfólk í framleiðslu, fjármálum, sölu og markaðsmálum. Með í kaupunum fylgdu uppskriftir að gosdrykkjum og samningar við birgja. „Þessu var upphaflega gefið það bjartsýna takmark að Ijúka verkinu á sex mánuðum. Úr því teygðist enda verkið mun meira og erfiðara en til stóð í upphafi. Enda ekki hægt að bera saman íslenskt verklag og rúss- neskt. En við lærðum mikið á þessu ævintýri og má segja að það jafnist á við háskólanám. Má þar nefna að þegar við komun hingað var húsnæð- ið tæplega fokhelt og hefði enginn ís- lenskur hestaeigandi boðið hrossunum sínum upp á það sem íverustað. Við þurftum því að byija á því að byggja hús sem samkvæmt áætlun átti að bíða tilbúið íyrir okkur. Til gamans má geta þess að gólfin voru í fyrstu sópuð með kústum sem voru smíðaðir á staðnum. Starfsmennirnir fóru einfaldlega út í skóg þar sem þeir slitu greinar af trjánum og bundu þær á kústskaft. En þetta gekk allt upp að lokum og og fyrst við náðum að klára þetta þá getur ekkert stöðvað okkur í dag.“ Fyrstir i dósaátöppun í Rússlandi í fyrstu verksmiðjunni voru framleiddir sömu gosdrykkir og Sanitas hafði framleitt áður á ís- landi. Var þeim bæði tappað á flöskur og dósir en verksmiðjan var sú fyrsta í Rússlandi til þess að setja upp dósafyllingarlínu í land- inu. Jafnframt voru þeir fyrstir til að blása sjálfir plastflöskurnar undir gosið. Fljótlega fékk Pepsi fyrirtæk- ið þá til að annast alla framleiðslu á pepsi í dósum fyrir Rússlandsmark- að og þremur árum síðar, árið 1997, keypti Pepsi af þeim verksmiðjuna. „Það kom sér mjög vel fyrir okkur að Pepsi skyldi kaupa verksmiðjuna af okkur. Það var orðið allt of mikið íyrir okkur að vera bæði með eigin framleiðslu og að framleiða fyrir Pepsi í verksmiðjunni og við önnuð- um engan veginn eftirspurn. Eins var markaðurinn ekki nógu mikill fyrir okkar framleiðslu enda bæði Coca Cola og Pepsi miklu þekktari vörumerki og það sem fólkið vildi helst kaupa. Nokkru áður, eða í kringum áramótin 1995-96, vorum við byrjaðir að prófa okkur áfram með framleiðslu á áfengu gosi og tókum verksmiðju tvö í notkun í árs- lok 1996,“ segir Björgólfur Thor. Hugmynd um bjórframleiðslu verður að veruleika En þeir létu ekki þar við sitja held- ur var hugmynd um að framleiða bjór að kvikna í kollinum á þeim Björgólfi Thor og Magnúsi sem sáu ákveðin tækifæri í bjórmarkaðnum. Magnús segir að í byrjun hafi Bravo tekið að sér að sjá um áfyllingu á dósir fyrir stærsta bjórframleið- andann í Rússlandi, Baltica. „Við keyptum tankbíla sem við fylltum á í brugghúsi Baltica og fluttum til okk- ar til áfyllingar í okkar verksmiðju. Þetta var flókið en samt alveg þess virði. Með þessu fengum við miklar upplýsingar um bjórmarkaðinn og sáum hvað mátti betur fara og hvar tækifærin voru. Það varð úr að við ák- váðum að skella okkur í eigin fram- leiðslu á bjór. En til þess að það gengi upp ákváðum við að byggja nýja verksmiðju og þá langstærstu hingað til undir bjórframleiðsluna. Eftir langa leit fundum við svæðið þar sem þriðja og nýjasta verksmiðj- an okkar er í dag. Verksmiðjuhúsin eru tæplega 50.000 fermetrar, lóðin í kringum verksmiðjuna er 11 hekt- arar. Þar var áður trésmiðja sem framleiddi glugga og hurðir. Hús- næðið var mjög illa farið en við erum smátt og smátt að stækka það og betrumbæta. Til þess höfum við flutt inn bæði þekkingu og tæki en víða í Evrópu hefur bjómeysla dregist saman. Það hefur gert okkur kleift að kaupa heilu brugghúsin m.a. frá Þýskalandi sem em kannski fimm til sjö ára gömul en eins höfum við keypt ný tæki frá Ítalíu," segir Magnús. Fyrsti bjórinn sem framleiddur var í verksmiðjunni fór á markað í mars 1999 eða fyrir ári undir merk- inu Botchkarov. Ekki annað eftirspurn frá upphafi Að sögn Björgólfs var um nýtt vöramerki að ræða en Botchkarov

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.