Morgunblaðið - 06.04.2000, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.04.2000, Blaðsíða 2
2 B FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 2000 B 3 ÍÞRÓTTIR ÍÞRÓTTIR Rúnar Kristinsson á bekkinn? ARNE Erlandsen, þjálfari norska knattspyrnuliðsins Lilleström, íhugar að setja besta mann Iiðs- ins á síðasta tfmabili, Rúnar Kristinsson, út úr byrjunarliðinu þegar Lilleström tekur á móti Molde í fyrstu umferð norsku úrvalsdeildarinnar um helgina. Erlandsen segist ekki vera ánægður með frammistöðu Rúnars á undirbúningstímabilinu. „Á sín- um bestu köflum hefúr hann verið frábær en þeir kaflar hafa verið alltof stuttii-. Þegar menn standa sig ekki, er staða þeirra í liðinu í hættu,“ sagði Erlandsen við Verdens Gang í gær. Tiger Woods lík- legastur til afreka MIKIÐ hefur verið rætt og ritað um það síðustu dagana og vikurn- ar raunar hver hinna 95 kylfinga sem þátt taka f Masters sigri. Sem fyrr eru margir tilnefndir sem sigurvegarar en aðeins einn kallaður. Flestir virðast hallast að því að það verði Tiger Woods sem klæðist græna jakkanum á sunnudaginn og geti hengt hann upp við hliðina á þeim sem hann fékk 1997, en þá var piltur að- eins tvítugur. URSLIT KNATTSPYRNA Bandaríkin-Ísland 8:0 Davidson-leikvangurinn í Chariotte, vin- áttulandsleikur í knattpspyrnu kvenna, miðvikudaginn 5. apríl 2000. Mörk Bandaríkjanna: Christie Welsh (37., 43., 69.), Amy Wagner (53.), Christie Pearce (55., 83.), Mia Ham (72.), Kristine Lilly (77.). Gult spjaid: Ekkert. Rautt spjald: Ekkert. Ddmari: Jon Wilson, Bandarikjunum. Aðstoðardómarar: Alex AJmaguer og John Frey, einnig frá Bandaríkjunum. Áhorfendur: Á milli 500 og 600. Bandaríkin: Hope Solo - Christie Pearce, Nandi Pryce, Michelle French, Danielle Slaton - Sara Whalen (Kristine Lilly 71.), Nikki Serlenga, Aiy Wagner, Jena Kluegel - Cindy Parlow (Tiffeny Milbrett 31., Mia Ham 71.) Christie Welsh. ísland: Þóra Helgadóttir - Guðiaug Jóns- dóttir, Guðrún Gunnarsdóttir, Edda Garðarsdóttir, fris Sæmundsdóttir, Erla Hendriksdóttir (Ásdís Þorgilsdóttir 80.) - Ásthildur Helgadóttir, Margrét Ólafsdóttir (Hrefna Jóhannesdóttir 87.), Katrín Jónsdóttir - Olga Færseth (Ásgerður Ingibergsóttir 61.), Rakei Ögmundsdóttir (Rakel Logadóttir 83.) Meistaradeild Evrópu Átta liða úrslit, fyrri leikir: London, Englandi: Chelsea-Barcelona ..............3:1 Gianfranco Zola 29., Tore Andre Fio 33. 37. - Luis Figo 64. 33.662 Valencia, Spáni: Valencia-I.azio.................5:2 Miguel Angei Angulo 2., Gerard Lopez 3. 39. 81., Claudio Lopez 90. - Simone Inzaghi 27. Marcelo Salas 86. 50.000. England Urvalsdeild: Sheffield Wed.-Aston Villa .....0:1 Aian Thomson 89. 18.136. 1. deiid: Manchester City-Bolton .........2:0 Skotland Celtic-Motherwell...............4:0 KÖRFUKNATTLEIKUR NBA-deiidin Úrslit í fyrrinótt: Washington-New Jersey........102:93 Toronto-Detroit .............88:104 Oriando-San Antonio..........107:97 Miami-Cleveland..............111:85 Charlotte-Boston ...........112:105 Milwaukee-Chicago ............92:73 Minnesota-Atlanta ............86:76 ■ Eftir framlengingu. Phoenix-LA Lakers.............83:84 Dallas-Sacramento.......... 105:102 Seattle-Denver...............106:93 LA Clippers-Utah.............93:103 Vancouver-Houston ..........102:100 HANDKNATTLEIKUR 2. deild karla: Breiðablik-Selfoss............28:24 Þýskaland Kiel-Dormagen.................27:20 ■ Róbert Sighvatsson og Daði Hafþórs- son gerðu þrjú hvor. Snóker Kristján Helgason tapaði fyrir Mark Williams 3:5 í 32 manna úrslitum opna, skoska meistaramótsins í snóker í gær- kvöld og er úr leik í keppninni. IKVOLD HANDKNATTLEIKUR Urslit kvenna, þriðji leikur: Vestma.: ÍBV - Grótta/KR.20.15 ■ Staðan er ÍBV - Grótta/KR 2:0. Úrslit geta ráðist í kvöld. KÖRFUKNATTLEIKUR Úrslit kvenna, þriðji leikur: KR-hús: KR - Keflavík.............20 ■ Staðan er jöfn 1:1. BLAK Undanúrslit karla: Akureyri:. KA-ÍS..................19 Undanúrslit kvenna: Víkin: Víkingur b - Þróttur R.....20 KNATTSPYRNA Reykjavíkurmút: Laugardalur: Víkingur - KR.....20.30 Deildarbikarkeppni: Kópavogur: Breiðablik - HK........18 Reykjaneshöil: UMFA - Grindavík...20 Tiger hefur leikið af ótrúlegu ör- yggi að undanfömu og hefur sigrað eða lent í öðru sæti í tíu af síðustu ellefu mótum sem hann hef- ur tekið þátt í á bandarísku PGA- mótaröðinni. Hann er langefstur að stigum á nýútgefnum heimslista en David Duval er þar í öðru sæti og Colin Montgomerie í þriðja. Að venju er keppendalistinn þéttskip- aður bestu kylfingum heims og nægir þar að nefna menn eins og David Duval, Greg Norman, Phil Mickelson, Colin Montgomerie, Lee Westwood og Sergio Garcia. Hal Sutton, sem vann Tiger í móti nýverið og er í fimmta sæti á heims- listanum er einnig meðal keppenda og hann segir að Tiger sé frábær kylfingur sem erfitt verði að sigra. „Sá sem ætlar sér sigur verður að leika betur en Tiger og það er eng- inn hægðarleikur því hann stendur svo sannarlega undir nafni sem kylfingur,“ segir Sutton, sem hefur aldrei komist áfram eftir að kepp- endum er fækkað, en hann hefur tekið þátt í níu Masters mótum. „Hann hefur sigrað á um 18 mót- um á þeim stutta tíma sem hann hefur verið atvinnumaður. Það er svipað og Greg Norman og Curtis Strange hafa gert samtals öll þau ár sem þeir hafa verið að. Áður en Tig- er byrjaði að leika á mótaröðinni voru menn að vinna til skiptis, nú vinnur hann,“ sagði Sutton, sem sjálfur hefur sigrað á 11 atvinnu- mannamótum. Lee Westwood reynir að sjá björtu hliðarnar á yfirburðum Tig- ers. „Það er langt síðan nokkur hef- ur verið svo ráðandi í golfinu, en það fær okkur hina til að æfa betur og leggja okkur enn betur fram,“ segir Westwood. ■ SEVE Ballesteros á lægsta skor á 72 holum á Masters mótinu á Augusta vellinum, en Spánverjinn lék á275 höggum árið 1980. ■ LANDI hans, Jose Maria Olaz- abal á lægsta meðalskor allra kylf- inga sem leikið hafa 25-49 hringi á Masters, en meðalskor hans er 71,61 höggáhring. ■ TVEIR kylfingar eiga lægsta skor á einum hring á Masters, þeir Nick Price (1986) og Greg Norman tíu árum síðar en báðir léku þeir hringinn á 63 höggum. ■ GARY Player er elsti kylfingur- inn til að klæðast græna jakkanum, en hann var 42 ára þegar hann sigr- aði 1978. ■ BALLESTEROS er hins vegar sá yngsti sem klæðst hefur græna jakkanum, en hann var aðeins 23 ára þegar hann sigraði 1980. ■ ÞAÐ verða 35 erlendir kylfingar sem taka þátt í Masters að þessu sinni og hafa aldrei verið fleiri. ■ ÞEGAR mótið var fyrst haldið, árið 1934, voru erlendir keppendur fjórir. ■ MÓTIÐ er nú haldið í 64. sinn en ekld var keppt árin 1943, 1944 og 1945 vegna heimsstyrjaldarinnar síðari. ■ BERNHARD Langer frá Þýska- landi á metið hvað varðar að kom- ast áfram, eða í gegnum niður- skurð, á Augusta vellinum. Hann hefur komist áfram í 16 ár í röð. ■ JACK Nicklaus hefur oftast sigr- að á Masters, eða sex sinnum. Fyrst vann hann árið 1963, síðan 1965 og 66,1972, 75 og síðan ellefu árum síðar eða árið 1986. Næstur er Amold Palmer sem sigraði fjór- um sinnum, árið 1958,60,62 og 64. ■ FIMM erlendir kylfingar hafa sigrað tvívegis eða oftar á Masters. Þetta eru Gary Player (1961, 74 og 78) og Nick Faldo (1989, 90 og 96) sem báðir hafa sigrað þrívegis, Severino Ballesteros (1980 og 83) Bemhard Langer (1985 og 93) og ose Maria Olazaball (1994 og 99), sem allir hafa sigrað í tvígang. ■ GREGNorman hefur oftast kom- ist næst því að sigra, hann hefur þrisvar verið í öðru sæti. Reuters Jose Maria Olazabal, meistarinn frá því í fyrra, slær upp úr glompu á Augusta veliinum, KNATTSPYRNA Einstefna í 60 mínútur BANDARÍKIN unnu stórsigur á íslendingum í fyrri vináttulands- leik þjóðanna á Davidson-leikvellinum í Charlotte, 8:0. Það var aðeins fyrsta hálftíma leiksins sem íslensku stúlkurnar höfðu þrek og burði til þess að halda í við heimsmeistarana. Eftir það skildi leiðir, heimamenn skoruðu tvö mörk á síðustu átta mínút- um fyrri hálfleik og voru 2:0 yfir í hálfleik. í síðari hálfleik kom getumunur liðanna í Ijós í bland við þrekleysi og undir lokin áhugaleysi íslensku leikmannanna sem voru skrefinu á eftir svo ekki sé fastara að orði kveðið. ívar Benediktsson skrífar frá Charíotte April Heinrichs, landsliðsþjálfari Bandaríkjanna, stillti blöndu af yngri og eldri leikmönnum upp í byrjun leiks í gær. Þrír leikmenn úr heimsmeistaraliðinu í fyrra byrjuðu leik- inn en stjörnur á borð við Miu Ham, Tiffeny Milbrett og Kristine Lilly mátt sætta sig við að sitja á bekknum í upphafi, en þær komu meira rið sögu er á leið. Heimamenn léku 4-4-2 frá upphafi en það er það leikkerfi sem Heinrichs landsliðsþjálfari tók upp eftir að hún tók rið stjórn þess í upphafí árs. ísland stillti upp 5-3-2 og Þóru Helgadóttur í markinu. Upphafið var ekki slæmt, vömin hélt vel og sóknarlotur bandaríska liðsins voru ekki ýkja skeinuhættar framan af. íslensku stúlkumar höfðu allskostar rið gestgjöfum sínum og tókst Guðlaugu Jónsdóttur að kom- ast í gegnum vöm Bandaríkjanna en markverðinum Hope Solo tókst að hh’ða knöttinn á elleftu stundu. Þá átti Katrín Jónsdóttir hörkuskot af 25 metra sem fór rétt yfir á 16. mín- útu og aðeins þremur mínútum síðar vantaði herslumuninn að Rakel næði að stýra knettinum í markið eftir hornspymu Erlu Hendriksdóttur. Bandarísku stúlkurnar reyndu að byggja upp sóknir en gekk illa og helst náðu þær að skapa usla eftir homspyrnu. En svo tók að fjara und- an leik íslenska liðsins. Tiffeny Milbrett var skipt inn á á 31. mínútu og hleypti hann verulegum krafti í sóknir bandaríska liðsins með hraða sínum. Um leið jókst sóknarþunginn og Þóra þurfti í trigang að taka á honum stóra sínum til að verja mark- ið. Síðasta og besta færi í í slands kom á 34. mínútu er Rakel slapp inn fyrir vöm Bandaríkjanna, komst inn fyrir ritateig með tvo vamarmenn á eftir sér, markvörðurinn kom út á móti en Rakel skaut yfir hana og í átt að auðu markinu. Boltinn skoppaði rétt fram- hjá og ekkert varð úr. Þetta var hins vegar klárlega besta færi leiksins. Eftir þetta tóku Bandarfkamenn völdin, skomðu íyrsta mark sitt á 37. mínútu og annað á 43. í síðari hálf- leik átti Olga Færseth eitt skot á markið fljótlega eftir að hálfleikurinn hófst. Eftir það ógnaði ísland ekki marki Bandaríkjanna. Hinum megin var veisla og það nýttu heimamenn sér óspart, skomðu sex sinnum og vom sum markanna ákaflega ódýr. Lengri, þrengri og erfiðari en áður BANDARÍSKA meistaramótið í golfi hefst í dag á Augusta National golfvellinum í Georgíu. Þetta er fyrsta mótið af þeim fjórum stóru sem haldin eru ár hvert. Mót þetta er það eina af risamótunum fjór- um sem alltaf er leikið á sama velli, en engu að síður eru alltaf gerð- ar nokkrar breytingar á honum mijli ára þannig að kylfingarnir ganga ekki að neinu vísu í þeim efnum. A því verður engin breyting í ár. jótshaldarar hafa þrengt flestar brautirnar frá því í fyrra og röffið, sem hefur alltaf verið slegið vel niður þar til í fyrra, er þykkara núna og erfiðara auk þess sem önnur og sautjánda brautin hafa verið lengdar um rúma 20 metra hvor um sig. Staðsetning holna á flötum hefur oft verið þannig að verulega reynir á hæfni kylfinga við að leika inn að þeim. Og ekki skánar það því eftir mótið í fyrra voru nokkrar flatir tekn- ar ærlega í gegn og gefur það enn frekari möguleika á „svínslegri" stað- setningu. I þessu sambandi má nefna brautir 10, 12 og 16. Búið er að koma fyrir nokkrum há- um pálmatrjárm, ekki einungis fyrir augað heldur er þeim plantað þannig að þau gera allan leik erfiðari. Þannig var mikill hóll í hægri kanti 15. braut- ar fjarlægður og sett tré þar. Þau munu væntanlega vera í leik fyrir kylfinga á 17. braut og gera upp- hafshöggin þar mun erfiðari. Sömu sögu er að segja af 14. brautinni, þar eru ný tré sem geta þvælst fyrir mönnum í upphafshögginu. Annars hefur Augusta verið þekktur fyrir breiðar og góðar brautir og nákvæmni í upphafshöggum er nokkuð sem kylf- ingar hafa ekki þurft að hafa miklar áhyggjur af fyrr en síðari ár. „Þetta eru góðar breytingar," sagði Nick Faldo eftir að hann hafði leikið æfingahring á mánudaginn. „Það er allt í lagi með röffið, svo fremi að mað- ur hitti miðja brautina í upphafshögg- inu,“ bætti hann við. Fleiri kylfingar tóku í sama streng, þeirra á meðal Lee Westwood, sem varð í sjötta sæti í fyrra. „Breyting- arnar eru af hinu góða og krefjast meiri nákvæmni af teigunum," og bætti rið að röffið væri alveg eins og það ætti að vera. „Það er nákvæmlega nógu mikið gras til að það lendi á milli kylfuhaussins og boltans og því verða innáhöggin miklu erfiðari enda eru flatirnar harðar og erfiðar. En þetta er jafn erfitt fyrir okkur alla,“ bætti hann rið. Raymond Floyd, sem sigraði 1976, sagðist hafa tekið eftir því að braut- irnar væru þrengri en venjulega og röffið sagði hann „lymskulega“ slegið. „Mér líkar betur rið völlinn eins og hann var í gamla daga, eins og hönn- uðurinn rildi hafa hann. Við verðum samt að laga okkur að þessum breyt- ingum,“ sagði Floyd sem keppir á Masters í 36. sinn. Reuters Tveir gamlir og reyndir; Greg Norman púttar á þriðju flöt og Jack Nicklaus fylgist með. Nicklaus hefur sigrað manna oftast á Master- mótinu en Norman hefur oftast lent í öðru sætí. Morgunblaðið/Kristinn Guðlaug Jónsdóttir á ferðinni með knöttinn. Níu úr HM- liðinu með NÍU leikmenn sem skipuðu sigur- lið Bandaríkjana á HM í fyrra voru í átján manna hópnum sem lék við ísland á Davidson College- leikvanginum í gær. Þetta eru Christine Pearce, Brandi Chasta- in, Sara Whalen, Mia Hamm, July Foundy Cindy Parlow, Kristine Lilly, Tiffeny Milbrett og Kate Sobrero. í blöðum í Charlotte er nær því ekkert minnst á leikinn í gær, en talsverðu púðri eytt í kynningu á síðari leiknum enda er hann fyrir opnum tjöldum. f viðtali við iands- liðsþjálfara Bandaríkjanna, April Heinrichs, í Charlotte Observer í gær tekur hún það fram að fyrri leikurinn við ísland sé æfingaleik- ur fyrir luktum dyrum, enda valdi hiín átján leikmenn til þess að taka þátt í honum. Vinsældir Dagblaðið The Charlotte Ob- server hefur fjallað nokkuð um leikinn á laugardaginn - en eink- um beint sjónum að þeim leik- mönnum bandaríska liðsins sem ættaðir ei*u úr borginni. I greinum sínum um bandaríska liðið er því mjög haldið á loft að það sé vin- sælasta kvennalið jarðarinnar, hvorki meira né minna. ■■ mm ■■ ■ ■ Morkin voru hræðileg „ÞESSI leikur rennir ennfrekar stoðum undir það sem ég hef áður sagt að líkamlega eru ís- lensku leikmennirnir ekki til- búnir í leik sem þennan,“ sagði Logi Ólafsson landsliðsþjálfari eftir 8:0 tap fyrir Bandaríkj- unum í gær. tr Ameðan krafturinn og úthaldið var fyrir hendi áttum rið í fullu tré rið andstæðinginn og fengum gott færi til að skora í stöðunni 0:0. Eftir um það ril hálftíma skildi leið- ir liðanna. Þar kom fernt til að mínu mati. í fyrsta lagi var það úthalds- leysi, í öðru lagi kom viljaleysi og uppgjöf, leikmenn hættu að beijast og voru kraftlitlir. Síðan kom skort- ur á leikæfíngu og loks vil ég nefna verulegan getumun sem á liðunum er, það er ekki hægt að loka augum fyrir honum, hann er allnokkur. Þessi leikur felur í sér skýr skilaboð til leikmanna íslenska liðsins. Leikmenn verða að búa sig undir leiki sem þess og hafa úthald. Það er hægt að búa til stemmningu fyrir leikjum sem þessum og það gerðum rið. En þegar leikmenn hætta að gera það sem þeir eiga að gera þá er voðinn ris. Það var til dæmis lagt upp fyrir leikinn að rið sendum ekki inn á miðjuna, það gekk vel framan af en síðan fór það að gerast og þ'á skapaðist sú staða sem bandaríska liðið rildi fá upp. Þær „rændu“ af okkur boltanum og fóru auðveldlega upp, gerðu fjögur mörk með þeim hætti auk þess sem þær fengu alveg frían sjó fyrir innan vörnina." Sum mörkin voru nú afar slysa- leg, ekki satt? „Þau voru ekki slysaleg, það þarf bara að leita lengi að orði til þess að útskýra sum mörkin fyrir fólki, þau voru einfaldlega hræðileg.“ FELAGSLIF Herrakvöld FH Herrakvöld FH verður haldið í Hraun- holti iöstudaginn 7. apríl. Húsið opnar k!.19:30 en veislustjóri er Halldór Einars- son. Ræðumaður verður Geir Haarde, fjár- málaráðherra og Jóhannes Kristjánsson flyturgamanmál.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.