Morgunblaðið - 06.04.2000, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.04.2000, Blaðsíða 4
 HANDKNATTLEIKUR þú upp með íleiknum? „Við fáum þrjú tækifæri til að vinna titilinn og tveir þeirra verða hér í Eyjum þannig að ég get ekki annað en verið bjartsýnn. Við ætlum að vinna þetta á fimmtudaginn [í kvöld] en hvort það tekst kemur í ljós. Nú þarf að ná stelpunum niður á jörðina því það er ætlast til þess að við vinnum fyrst við erum komin þetta langt. Þetta er svipað og eftir að við unnum FH úti, þá bjuggust allir við að við myndum sigra heima, en það tókst ekki. Við verðum að gæta okkur á að fagna ekki of snemma. Það er bara 2:0 ennþá og til að fá titilipn þarf að vinna þrjá leiki. Eg á ekki von á öðru en það verði fullt hús og mikil stemmning hjá okkur og ef við vinnum held ég það verði nokkurs konar þjóðhátíð hjá okkur,“ sagði Sigbjörn en hann tók við þjálfun liðsins fyrir tímabilið en var einnig með liðið árið 1995. Það hefur vakið athygli að norska stúlkan Anita Andreassen, sem leik- ur í hægra horninu, hefur leikið með mikla hitahlíf á öxlinni. „Hún hefur fundið aðeins til í öxlinni, en við höld- um að það sé ekkert alvarlegt," segir Sigbjörn. ■ HELGI Jónus Guðfinnsson og félagar hans í belgíska körfuknatt- leiksfélaginu Antwerpen unnu Mons-Hainaut 75:52 í síðari leik liðanna í undanúrslitum bikar- keppninnar þar í landi og eru komnir í úrslit. Mons-Hainaut hafði unnið fyrir leikinn, 81:80 á heimavelli Antwerpen. Helgi Jón- as gerði 10 stig í síðari leiknum. Antwerpen mætir Orange Oost- ende í úrslitum. Urslitaleikurinn verður haldinn 24. apríl. ■ JÓHANN Sveinn Sveinsson, varnarmaður hjá ÍBV, hefur verið lánaðui- til 1. deildarliðs FH í knattspyrnu. Eyjamenn hafa enn- fremur lánað tvo unga leikmenn til Dalvíkur, þá Jón Helga Gíslason og Magnús Elíasson. Þeir Jóhann og Jón hafa hvor um sig leikið einn leik með ÍBV í úrvalsdeildinni. ■ JÓHANN R. Benediktsson, einn efnilegasti leikmaður Keflvíkinga, verður varla leikfær þegar Is- landsmótið í knattspyrnu hefst í næsta mánuði. Jóhann hefur enn ekki náð sér til fulls eftir að hann ristarbrotnaði í leik gegn Val í úr- valsdeildinni í ágúst á síðasta ári. ■ BRYNJAR Björn Gunnarsson þótti besti leikmaður Stoke gegn Oldham í ensku 2. deildinni í fyrrakvöld, að Gavin Ward mark- verði undanskildum. Stoke náði dýrmætum stigum með 1:0 úti- sigri og gat þakkað það Ward sem varði frábærlega á lokakafla leiks- ins. ■ GUÐJÓN Þórðarson hefur fyr- irskipað lærisveinum sínum í Stoke að hvílast sem mest fram að næsta leik, sem er gegn Brentford á laugardaginn. Guðjón sagði við The Sentinel í gær að vegna mikils leikjaálags væri hvíldin mikilvæg- ari en æfingar þessa dagana. ■ SLÓVENSKI landsliðsmaðurinn Zlatko Zahovic vill fara frá gríska meistaraliðinu Olympiakos, eftir að hann var sektaður um 4,6 millj- ónir króna og settur í leikbann út keppnistímabilið. Þessa refsingu fékk Zahovic eftir að hann lét þjálfarann fá það óþvegið, þegar hann var tekinn af leikvelli í leik gegn Panathinaikos. ■ ZAHOVIC, sem á eftir þrjú ár af samningi sínum við Olympiakos, var keyptur til liðsins frá Porto. Zahovic hefur verið settur í bann áður - þegar hann kom ekki á réttum tíma til æfinga í nóvember sl., er hann fór til Slóveníu. Hann hefur mestan hug á að fara aftur til Porto - segist vera tilbúinn að ganga þangað frá Grikklandi. ■ THOMAS HUssler, miðvallar- leikmaður 1860 Miinchen, er ekki bjartsýnn á að verða valinn aftur í landsliðið og leika með Þýskalandi á EM í sumar. Hassler, sem er 33 ára og hefur leikið 97 landsleiki, segir að ef hann verður ekki valinn í landsliðshóp Þjóðverja fyrir leik gegn Sviss í Kaiserslautern 26. apríl sjái hann að ekki verði not fyrir krafta hans á EM. Fjórar nýjar hallir lengja norska keppnistímabilið Per Ravn Omdal, formaður norska knattspymusambands- ins, telur að eftir tvö ár verði ekkert því til fyrirstöðu að hefja keppnis- tímabilið í Noregi um miðjan mars. Norska úrvalsdeildin byrjar um næstu helgi, tveimur vikum íyrr en venjulega, en Omdal sagði við Aften- posten í gær að það væri ekki nóg. Norðmenn yrðu, vegna síaukinnar þátttöku sinnar í alþjóðlegum mót- um, að hefja sína deildakeppni enn fyrr. Omdal telur þetta mögulegt eft- ir tvö ár því þá verða fjórar nýjar knattspymuhallir risnar í landinu. Þær verða í Ósló, Bergen, Stavanger og Molde. Stærst þeirra verður Val- höll, sem Válerenga er að reisa í Ósló, en hún mun rúma 8.500 áhorfendur. Fyrstu umferðir deildakeppninnar fara þá fram innanhúss. Eins og fram kom í Morgunblað- inu við opnum Reykjaneshallarinnar í febrúar, era svipaðar hugmyndir um að lengja tímabilið hér á landi komnar í loftið. Lúðvík S. Georgsson, formaður mannvirkjanefndar og stjórnarmaður KSÍ, sagði þá að um leið og þrjár hallir hefðu verið reistar hér á landi, þar af ein á Norðurlandi, væri kominn grundvöllur fyrir því að hefja íslandsmótið mun fynr en hing- að til hefur verið gert. Sigbjöm Óskarsson, þjálfari Eyjamanna, um þriðja leik Gróttu/KR Við megum ekki fagna of snemma KVENNALIÐ ÍBV getur tryggt sér íslandsmeistaratitlinn í hand- knattleik í kvöld með því að leggja Gróttu/KR að velli í þriðja leik liðanna í úrslitarimmunni, þar sem Eyjaliðið hefur fagnað sigri í tveimur fyrstu leikjum liðanna. Fyrsti íslandsmeistaratitill Eyjamanna í handknattleik er í sjónmáli. Það vora ekki margir sem reikn- uðu með að lið ÍBV og Gróttu/ KR myndu beijast um meistaratitil- inn þegar keppnistímabilið hófst. Þessi lið hafa komið skemmtilega á óvart í vetur, en árangur Eyja- stúlknanna kom Sigbimi Óskars- syni, þjálfara ÍBV, ekki á óvart. „Ég var sannfærður um að ég væri með gott lið. Það er reyndar rétt sem margir hafa bent á að leikmanna- hópur okkar er ekki stór, en mér hefur nú sýnst að flest liðin keyri á sömu átta eða níu stelpunum. Við höfum spilað mjög vel eftir áramót og þetta kemur mér ekki á óvart. Ymsir fjölmiðlamenn, sem fylgj- ast ekki nógu vel með kvennahand- boltanum, segja óvænt úrslit þegar þeir sjá að ÍBV vann FH. Það hefur vantað að koma ÍBV á blað enda hef- ur liðið aldrei unnið neitt. Það hefur vantað hefðina en nú vona ég að við jánnum í kvöld og þá er búið að kippa ■"því í lag,“ segir Sigbjörn. Hann er heldur ekki sammála því að Eyjalið- ið sé reynslulítið. „Tvær stúlkur í lið- inu hafa orðið íslandsmeistarar með öðram liðum og þekkja hvað það er að komast svona langt og það munar miklu. Fleiri stúlkur hafa mikla reynslu, allir útlendingamir okkar era með ágæta reynslu.“ Nú leikið þið ávallt mjög hratt, er einhver sérstök ástæða fyrir því? „Já, við leggjum mikið upp úr því að reyna að sækja hratt á mótherj- ana, bæði á fyrsta og öðra tempói eins og sagt er. Hraðaupphlaupin hafa gefið okkur mörg mörk. Fyrst í vetur töpuðum við boltanum mjög oft þegar við reyndum þetta, en við gáfumst ekki upp og nú gengur þetta betur. Mér finnst þessi hraði gera leikinn skemmtilegri og svo er auðvitað markmiðið með þessu að gefa hinu liðinu aldrei tækifæri til að slaka á, en það er mikið atriði í handbolta. Stelpumar era í rosalega góðri æfingu enda búnar að æfa frá því í ágúst, þetta fimm til sex sinnum í viku og sumar æfa tvisvar á dag. Auðvitað situr þreyta í þeim núna eftir mikla spennuleiki og tvær framlengingar, en þegar vel gengur finnur maður minna fyrir þreyt- unni.“ Þið eruð í draumaaðstöðu, 2:0yfír, og heimaleikur í kvöid. Hvað leggur Morgunblaðið/Sigfús Eyjastúlkur voru brosmildar þegar þær komu til Eyja á þriðjudaginn eftir sigur á Gróttu/KR. Liðin mætast þriðja sinni í kvöld í Eyjum og þá getur ÍBV tryggt sér íslandsmeistaratitilinn í fyrsta sinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.