Morgunblaðið - 06.04.2000, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA
2000
JltofgtstiHta&ifr
■ FIMMTUDAGÍIR 6. APRÍL
BLAD
Úrslitaleikjum í körfu-
knattleik frestað
fýrir EM ungmenna
LEIKJUM KR og Grindavíkur um fslandsmeist-
aratitilinn í körfuknattleik karla verður frestað
til 17. apríl vegna þátttöku þriggja leikmanna
KR með unglingalandsliðinu, sem tekur þátt í
undanúrslitariðli Evrópukeppninnar, sem fram
fer í Saarlouis í Þýskalandi 11.-15. apríl.
Leikmennirnir sem um ræðir eru Jakob Sig-
urðsson, Jón Arnór Stefánsson og Helgi Magn-
ússon. Pétur Hrafn Sigurðsson, framkvæmda-
stjóri Körfuknattleikssambands Islands, sagði
að öðru sinni hefði íslensku unglingaliði tekist
að komst í undanúrslitariðil Evrópukeppninnar í
körfuknattleik og því hefði ekki dugað annað en
að senda sterkasta liðið í keppnina. Fyrsti leikur
Grindavíkur og KR verður 17. apríl í Grindavík,
annar leikur 19. aprfl og sá þriðji 22. apríl. Ef
fleiri leiki þarf til verða þeir 25. og 27. aprfl.
Chelsea
sökkti
Barcelona
ENSKA liðið Chelsea og
spánska liðið Valencia
standa vel að vígi fyrir
seinni leiki sína i átta liða
úrslitum meistaradeildar
Evrópu. Chelsea lagði
Barcelona 3:1 og Valencia
vann Lazio 5:2 en þar
skoraði Gerard Lopez
þrennu fyrir framan 50
þúsund áhorfendur. Chels-
ea hafði tögl og hagldir í
leiknum gegn spánska lið-
inu Barcelona, en leikið
var í Lundúnum í gær.
Norðmaðurinn Tore
Andre FIo, tvö, og ítalinn
Gianfranco Zola skoruðu
fyrir Chelsea á átta mín-
útna kafla í fyrri hálfleik
en Luis Figo minnkaði
muninn fyrir Barcelona á
64. mi'nútu. Zola skoraði
fyrsta markið úr auka-
spyrnu og hann lagði upp
annað markið fyrir FIo.
Gianiuca Vialli, knatt-
spyrnustjóri Chelsea, var
glaðbeittur með sigur
gegn Barcelona og sagði
að leikmenn sínir hefðu
verið framúrskarandi.
Hann kvaðst ekki óttast að
mark Figo gerði Chelsea
erfitt fyrir í síðari leiknum
á Spáni. Vialli sagði að
Barcelona væri sýnd veiði
en ekki gefln en kvaðst
hlakka til að kljást við lið-
ið á ný að tveimur vikum
liðnum.
Valencia óð í tækifærum
gegn ítalska liðinu Lazio
og uppskar flmm mörk.
Gerard Lopez skoraði
þrennu og hefur nú gert
fimm mörk í meistara-
deildinni. Leikmenn Lazio
sáu aldrei til sólar fyrir ut-
an fyrstu mínútur leiksins
en þá tókst Simone
Inzaghi að minnka muninn
f 2:1.
Leikir í undanúrslitum
UEFA-keppninnar fara
fram í kvöid en Chelsea
mætir Galatazaray í
Tyrklandi og Arsenal leik-
ur gegn franska iiðinu
Lens. Ólæti brutust út
milli stuðningsmanna
Leeds og tyrkneska liðsins
í Istanbúl í gærkvöld og
létust tveir stuðningsmenn
enska liðsins f átökunum.
Þá lágu nokkrir stuðnings-
menn Leeds sárir eftir.
Reuters
Tore Andre Flo og Gianfranco Zola höfðu ástæðu til þess að fagna í gær er Chelsea vann Barcelona 3:1 í Lundúnum. Flo gerði tvð
mörk en Zola skoraði fallegt mark úr aukaspyrnu.
Brasilíumennirnir þrír hjá Keflavík sendir heim vegna þjófnaðar
Stálu frá leikmönnum
Brasilísku knattspymumennim-
ir þrír sem gengu til liðs við
Keflavík fyrir nokkrum vikum hafa
verið reknir frá félaginu vegna
þjófnaðar. Þeir halda af landi brott
á næstu dögum, fá ekki að mæta á
fleiri æfingar, og koma ekki einu
sinni nálægt æfingasvæði Keflvík-
inga, að sögn Rúnars Arnarsonar,
formanns knattspymudeildar. Þre-
menningamir stálu úmm og skart-
gripum frá félögum sínum í Kefla-
víkurliðinu og búningum og göllum
frá félaginu. „Þetta kom okkur í
opna skjöldu en við fómm að gmna
þá á mánudaginn þegar nýtt 40
þúsund króna úr í eigu Gunnars
Oddssonar hvarf. Við fengum sann-
anir fyrir sekt þeirra í gær, sóttum
góssið heim til þeirra og síðan var
ákveðið á stjómarfundi í gærkvöld
að senda þá heim. Þetta er að sjálf-
sögðu mikið áfall fyrir okkur, við
lögðum í talsverðan kostnað við að
fá leikmennina hingað og þeir höfðu
ákveðnum hlutverkum að gegna í
okkar áætlunum fyrir sumarið. En
brot þeirra var það alvarlegt að það
var ekki hægt að líða það, og við
hefðum tekið nákvæmlega eins á
þessu máli þó aðrir leikmenn í okk-
ar hópi hefðu átt í hlut,“ sagði Rún-
ar við Morgunblaðið í gær.
Hann sagði ennfremur að
brotthvarf Brasilíumannanna skildi
að sjálfsögðu eftir sig skarð í leik-
mannahópnum. „Við höfum ekki
teldð ákvörðun um hvemig við
bregðumst við þessu en ég útiloka
alls ekki að við leitum eftir liðsstyrk
í staðinn erlendis frá áður en ís-
landsmótið hefst,“ sagði Rúnar
Amarson.
Leikmennimir heita Antonio
Marcos Ribeiro, Anderson Sena
Gomes og Thiago Jose Soares De
Sena og em allir um tvítugt. Þeir
hafa leikið með Keflavík í deilda-
bikamum en það er þó einungis
Ribeiro sem hefur spilað alla leik-
ina og fengið tækifæri í byrjunar-
liðinu.
EYJASTÚLKUR ÆTLA EKKIAÐ FAGNA OF SNEMMA/B4