Morgunblaðið - 11.04.2000, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 2000 B 3
ÍÞRÓTTIR
Albert hættur hjá Grindavík
ALBERT Sævarsson, markvörð-
ur Grindvíkinga í úrvalsdeildinni
í knattspyrnu, er hættur með fé-
laginu og leikur ekki með því í
sumar. Þetta lá endanlega fyrir í
gær og Grindvíkingar hófu þá
þegar leit að eftirmanni hans.
Albert er 26 ára og hefur leikið
85 leiki í röð með Grindavík í úr-
valsdeildinni, ekki misst úr leik
síðan hann spilaði þann fyrsta ár-
ið 1995, og er annar leikjahæsti
maður félagsins í efstu deild.
„Þetta er því miður niðurstað-
an en Albert setti upp launa-
kröfur sem við töldum ekki
raunhæfar. Við erum þar með í
erfiðri stöðu og erum farnir að
leita að markvörðum erlendis.
Við ræddum við Ólaf Gottskálks-
son hjá Hibernian er það er afar
ólíklegt að hann komi heim í
sumar, þannig að við reiknum
með því að fá til okkar erlendan
markmann," sagði Jónas Þór-
hallsson, formaður knattspyrnu-
deildar Grindavíkur, við Morg-
unblaðið í gærkvöld.
Morgunblaðið/Ásdís
Erla Þorsteinsdóttir og Anna María Sveinsdóttir hlaupa hér fagnandi með íslandsbikarinn í KR-húsinu í gærkvöldi
Keflvíkingar með
meistaravöm
„VORNIN vinnur titla - við unnum á okkar vörn,“ sagði Anna Ma-
ría Sveinsdóttir fyrirliði Keflavíkur, sem lagði KR, 57:43, íVest-
urbænum í gærkvöldi og tryggði sér íslandsmeistaratitill í
fimmta leik liðanna. Keflavík vann þriðja leikinn í Vesturbænum,
KR sneri dæminu við og vann fjórða með 16 stiga mun í Keflavík
á laugardaginn, 68:42. Enn snerist taflið við í gærkvöldi - ekki
síst vegna þess að gestirnir frá Suðurnesjum gerbreyttu um
vörn.
Við breyttum að vísu í vörn sem
við höfum ekki leikið á móti
þeim í vetur og það kom þeim í opna
skjöldu. Við vorum
Stefán að auki miklu betri
Stefánsson enda buið að tygSa 1
skrifar okkur að við værum
bestar og myndum
vinna og við trúðum því statt og stöð-
ugt,“ sagði Anna María. Óhætt er að
segja að svæðisvörn Keflavíkurs-
túlkna hafí sett Vesturbæinga nokk-
uð útaf laginu og það var ekki fyrr en
um miðjan fyrri hálfleik að KR-
stúlkur náðu áttum. Þá spýttu þær
líka í lófana og hófu að saxa á for-
ystuna uns hún varð fjögur stig í
leikhléi.
í upphafi síðari hálfleiks virtist
sem KR-ingar væru að ná yfirhönd-
inni eftir þriggja stiga körfu svo að-
eins munaði einu stigi. Það gekk
hinsvegar ekki eftir því hittnin var
afleit enda fór allt í sama farið og
Keflavík náði öruggri forystu á ný.
Búin að gleyma hvað
þetta er gaman
„Ég var mjög stressuð og það var
erfitt að koma inn í þetta aftur enda
var ég ekki í sem bestu leikformi því
leiktímabilinu hjá mér lauk í febr-
úar,“ sagði Erla Reynisdóttir, sem
gekk til liðs við Keflavík í úrslitun-
um. Hún er að læra tölvunarfræði í
Bandaríkjunum og á tvö ár eftir. „Ég
veit ekki hvað verður því ég var búin
að gleyma hvað er gaman að vera
með.“
Áttum ekki von á
svæðisvörn þeirra
Þær komu betur stemmdar til
leiks og spiluðu geysigóða svæðis-
Þannig vörðu þeir
Laugardagur:
Reynir Þór Reynisson, KA:
25/1 (þar af 16 til mótherja). 6 (4)
langskot, 9 (5) gegnumbrot, 5(4)
horn, 4 (3) lína, 1 víti.
Sebastian Alexandersson,
Fram: 11/1 (þar af 3 til mótherja).
3 langskot, 2 (1) gegnumbrot, 2 (1)
hraðaupphlaup, 3 (1) horn, 1 víti.
Magnús Erlendsson, Fram: 4
(þar af 3 til mótherja). 3 (2) lang-
skot, 1 (1) gegnumbrot.
Mánudagur:
Sebastian Alexandersson,
Fram: 19/1 (þar af 9 til mótherja).
12 (5) langskot, 2 (2) eftir gegn-
umbrot, 3 (2) úr hraðaupphlaupi, 1
úr horni, 1 víti.
Reynir Þór Reynisson, KA: 4/1
(þar af 2/1 til mótherja). 2 úr
homi, 1 (1) af línu, 1 (1) víti.
Hörður Flóki Ólafsson, KA: 5
(þar af 2 til mótherja). 4 (1) lang-
skot, 1 (1) úr horni.
vörn, sem við áttum ekki von á - þó
vissum við samt að þær kæmu brjál-
aðar til þessa úrslitaleiks," sagði
Óskar Kristjánsson þjálfari KR eftir
leikinn. „Við lögðum upp með að
spila ákveðin áform en það gekk ekki
eftir svo að stemmningin var með
þeim og við náðum aldrei að komast
fyrir það. Það gerði svo gæfumuninn
þegar þær tóku átta sóknarfráköst í
fyrri hálfleik.
Þegar við svo vorum að ná þeim
vantaði herslumuninn og það datt
ekkert ofan í hjá okkur, til dæmis í
vítunum, sem skrifast á reynsluleysi.
Ég vil svo óska Keflavíkurstúlkum
til hamingju, þær eru með betra lið.
Við urðum að vísu fyrir áföllum með
leikmannahópinn í vetur á meðan
þær bættu við en það breytir litlu og
úrslit sem þessi snúast um dagsform.
Þurftum að hafa of
mikið fyrir stigunum
„Þær voru ákveðnari í lokin og
langaði meira tii að sigra en við
þurftum að hafa mikið fyrir hverri
körfu auk þess að svæðisvörn þeirra
kom okkur mjög á óvart,“ sagði Kri-
stín Jónsdóttir í KR. „Við hefðum
getað náð þeim um tíma en þá fór
ekkert ofan í körfuna og við náðum
ekki nógu vel að halda áfram eftir
það.“
Þjálfarinn uppi í stúku
Athygli vakti að Kristinn Einars-
son, sem þjálfað hefur Kefla-
víkurstúlkur í vetur, stýrði ekki liði
sínu og í hans stað var kominn Sig-
urður Ingimundarson en hann þjálf-
aði liðið áður og leiddi oft til sigurs.
Ástæðan var sú að Kristinn var rek-
inn af velli í síðasta leik og varð að
taka út leikbann í gærkvöldi.
„Ég var frekar rólegur, við Sig-
urður ræddum saman fyrir leikinn
og fórum yfir hugmyndir og ég lét
hann um þennan leik,“ sagði Krist-
inn, sem sat á meðal áhorfenda í
gærkvöldi og tók út leikbannið.
„Þetta var skemmtilegur leikur að
horfa á og sannarlega öðruvísi að
sitja meðal áhorfenda en ég treysti
Sigurði vel, hann þekkir þessa leik-
menn eftir að hafa þjálfað þá áður.
Það komu upp hugmyndir um að
hafa símasamband en mér fannst
það tómt rugl.
Mestu skipti að stelpurnar komu
gríðarlega vel stemmdar til leiks og
það var vörnin sem skóp sigurinn."
Islendingar lögðu Tyrki
LEIKMENN íslenska íshokkflandsliðsins byrjuðu heimsmeist-
arakeppnina, 4. deild, vel í Skautahöllinni í Laugardal í gær-
kvöldi. Þar lögðu þeir Tyrki örugglega að velli, 10:0, með mörk-
um frá Jónasi Breka Magnússyni 3, Elvari Jónsteinssyni 2,
Sigurði Einari Sveinbjörnssyni 2, Sigurði Sigurðarssyni, Ingvari
Jónssyni og James Stevane.
Frank-
furt vill
fáDag
ÞÝSKA handknattlciksliöið
Frankfurt vill fá landsliðs-
manninn Dag Sigurðsson í
sínar raðir og er tiibúið að
bjóða honum ijögurra ára
samning. Þegar Wuppertal
frétti af áhuga Frankfurt,
!þar sem Stephan Schöne,
fyrrverandi þjálfari Wupp-
ertal, er orðinn fram-
kvæmdastjóri, vildi það
gera allt til að halda Degi.
Bob Hanning, sem þjálfar
Solingen, er talinn líkleg-
astur til að verða næsti
þjálfari Wuppertal.
Ólafur
Páll
til Vals
jr
Olafur Páll Snorrason, knatt-
spyrnumaðurinn efnilegi hjá
Bolton í Englandi, hefur verið lánað-
ur til Valsmanna og leikur hann með
þeim í 1. deildinni í sumar.
Ólafur Páll verður 18 ára í sumar
en hann hefur verið í röðum Bolton
undanfarin tvö ár og leikið þar með
unglingaliðinu og varaliðinu. Hann á
að baki 31 leik með yngri landsliðum
íslands og hefur gert í þeim 8 mörk.
Ólafur Páll er uppalinn Fjölnismað-
ur en gekk til liðs við Val fyrir tveim-
ur árum, 16 ára gamall, og lék þá
með þeim 2 leiki í úrvalsdeildinni áð-
ur en hann hélt til Bolton. Hann kom
til landsins í gær og fór með Vals-
mönnum í æfingabúðir á Spáni í
morgun.
„Ólafur ætti að koma okkur að
góðum notum í sumar og fá aukna
reynslu fyrir baráttuna með Bolton á
næstu árum. Þetta er fyrsta skrefið í
samstarfi Vals og Bolton en félögin
eiga eftir að vinna mikið saman, m.a.
í leikmannaskiptum og þjálfun yngri
leikmanna. Guðni Bergsson, Vals-
maður og leikmaður Bolton, kom að
málinu með jákvæðum hætti en for-
ráðamenn félaganna hafa komist að
samkomulagi um samstarf," sagði
Grímur Sæmundsen, formaður
knattspyrnudeildar Vals, við Morg-
unblaðið í gær.
Færeysku landsliðsmennirnir
Henning Jarnskor og Pól Thor-
steinsson eru einnig alkomnir til
Vals og fóru með liðinu til Spánar i
morgun.
Siö
LEIKMENN Manchester United
fögnuðu sigri í 22. leik sínum í ensku
úrvalsdeildinni, þegar þeir lögðu
Middlesbrough í gærkvöldi, 4:3.
Heimamenn voru á undan til að
skora - Andy Campbell á 19. mín.
Það var svo ekki fyrr en í byrjun
seinni hálfleiksins að Ryan Giggs
jafnaði, síðan skoraði Andy Cole og
Paul Scholes með þrumuskoti af 23
m færi, 1:3. Paul Ince svaraði fyrir
heimamenn, en Quinton Fortune
skoraði síðan fyrir gestina áður en
Brasilíumaðurinn Juninho átti síð-
asta orð leiksins, 3:4.
„Við þurftum að hafa fyrir þessum
sigri. Leikmenn mínír fóru í seinni
hálfleikinn með réttu hugarfari,"
sagði Alex Ferguson.