Morgunblaðið - 11.04.2000, Page 7
6 B ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ + MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 2000 B 7 X
KNATTSPYRNA KNATTSPYRNA
Farið í bíó
ÍSLENSKA landsliðið hélt í
bíó á föstudagskvöldið til þess
að brjóta aðeins upp undir-
búninginn fyrir síðari leikinn
og komast um leið út af hótel-
inu um tíma. Farið var á
myndina Erin Brock með Jul-
iu Roberts í aðalhlutverki í
gríðarlega stóru kvikmynda-
húsi í verslunarmiðstöð í út-
hverfi Charlotte. Og þótt
nokkrum hafi fundist myndin
vera í það langdregnasta virt-
ist hún fara vel í liðið þegar
öllu var á botninn hvolft.
Gáfu eiginhandaráritanir
EFTIR síðari landsleikinn
gekk mikið á meðal ungra
stuðningsmanna bandaríska
landsliðsins er þeir kepptust
við að fá leikmenn liðsins til
að skrifa á flest lauslegt.
Edda Garðarsdóttir og Þóra
Helgadóttir voru ekki seinar
á sér að fara upp í áhorfend-
astúkuna og dreifa aðeins at-
hyglinni með því að bjóða eig-
inhandaráritanir sínar og
voru þær vel þegnar.
Foreldrar Rakelar komu
FORELDRAR Rakelar Ög-
mundsdóttur, Ögmundur
Karvelsson og Sigurlína
Káradóttir, komu frá Atlanta
til þess að styðja við bakið á
dóttur sinni og íslenska
landsliðinu í siðari Ieiknum.
Svo var einnig um nokkra Is-
lendinga sem búa í nágrenni
Charlotte. Þeir voru reyndar
innan við tíu talsins en settu
skemmtilegan svip á leikinn
með hvatningu um leið og ís-
lenska fánanum var haldið
ákaft á lofti.
Þóra „frysti“
bandaríska liðið
ÞÓRA Helgadóttir, mark-
vörður íslands, fær mikið lof í
Charlotte Observer á sunnu-
daginn er blaðið fjallar um
leikinn. Segir það í fyrirsögn
að markvörður íslenska liðs-
ins hafí fryst bandaríska liðið
og sýnt hreint fram-
úrskarandi markvörslu. Þá
fara April Heinrichs, lands-
liðsþjálfari Bandaríkjanna,
og framhetjinn Tiffeny Mil-
brett fögrum orðum um
frammistöðu Þóru. Blaðið
segir ennfremur að hlutskipti
Milbrett nú hafi verið ólíkt
því sem var fyrir réttu ári
þegar hún skoraði fjögur
mörk og lagði upp tvö í 9:0-
stórsigri Bandaríkjanna á
Japan á sama velli.
Charlotte Observer fer
einnig lofsamlegum orðum
um íslenska liðið í heild, segir
það hafa leikið af skynsemi
og ákveðni og lagt ríka
áherslu á vörn, þar sem m.a.
hafi mátt sjá átta menn um
tíma f og við vítateig þess.
Gríðarlegir skrækir
GRÍÐ ARLEGIR skrækir
kváðu við frá fjölda ungra
stúlkna, sem voru á meðal
áhorfenda, í hvert sinn sem
bandaríska landsliðið nálgað-
ist vítateiginn og gerði sig
líklegt til þess að ógna ís-
lenska markinu. Oft og tfðum
voru skrækimir slíkir að það
minnti fremur á upptökur af
bitlahljómleikum á sjöunda
áratugnum en knattspymu-
leik.
Rakel komin heim
RAKEL Ögmundsdóttir, leik-
maður fslenska landsliðsins,
kom heim með íslenska hópn-
um frá Charlotte á inánu-
dagsmorguninn. Rakel, sem
býr í Atlanta í Georgíuríki, er
flutt heim að sinni þvf hún
ætlar að leika með Breiða-
bliki á komandi leiktfð Ifkt og
í fyrra. Hún heldur aftur utan
í haust.
Hetjur gegn
heims
meisturum
ÍSLENSKA kvennalandsliðið í knattspyrnu sýndi einstakan hetju-
skap er það gerði markalaust jafntef li við heimsmeistara Banda-
ríkjanna í Charlotte í N-Karólínu á laugardagskvöldið. Ekki einatt
sýndu leikmenn liðsins hetjuskap heldur stórkostlegt keppnisskap
því þeim lánaðist að breyta hugarfari sínu algjörlega frá útreiðinni
sl. miðvikudag. Hamskiptin voru algjör og það var nánast ekki hægt
að trúa því í leikslok að þarna færi af leikvelli, með sigurbros á vör,
sama lið og lét sundurspila sig nokkrum dögum fyrr. Að ná jafntefli
gegn þrautþjálfuðum heimsmeisturum Bandaríkjanna á þeirra
heimavelli er afrek sem sýnir svo ekki verður um villst að leggi leik-
menn sig fram og einbeiti sér að því sem að knattspyrnunni snýr
innan vallar eru þeim allir vegir færir. Leikmenn stóðu við stóru orð-
in, þeir ætluðu að gera betur, laga það sem miður fór og láta heims-
meistarana f inna til tevatnsins. Allt gekk eftir og í leikslok voru það
hnípnar bandarískar „stjörnur“ sem gengu af leikvelli.
Ivar
Benediktsson
skrifar
frá Charlotte
andarísku stjömunum lánaðist
ekki að skína að þessu sinni og
sumum þeirra þótti berin vera súr-
ari en öðrum, er þar
átt við hetju liðsins,
Miu Ham, sem gerð
hefur verið nánast að
goði í bandarísku
íþróttalífi. Þrá hennar eftir athygli
og aðdáun var með öðrum formerkj-
um í leikslok, þá var þrá hennar að
vera látin í friði. En slíkt er ekki auð-
velt í henni Ameríku þegar alið hef-
ur verið á öðru. Ellefu íslenskar
knattspyrnukonur sem áttu að vera
auðveld bráð, sýndu mátt sinn og
megin, og drógu skugga sinn fyrir
birtu „stjörnunnar" sem ekki fékk
að skína á svölu en stjörnubjörtu
kvöldi í Charlotte.
Jafnteflið var sigur liðsheildar ís-
lenska liðsins, lagt var upp með
ákveðið leikskipulag sem gekk full-
komlega upp. Agi og vinnusemi voru
orðin sem Guðmundur Hreiðarsson,
aðstoðarlandsliðsþjálfari, brýndi sitt
lið með fyrir leikinn. Það skal fús-
lega viðurkennt að íslenska liðið átti
undir högg að sækja nær allan leik-
inn, en með skynsemi, vinnusemi og
aga þá steig það vart feilspor.
Leikurinn minnti mjög á leiki ís-
lenska karlaliðsins á útivöllum á
undanfömum misserum, s.s. í Kæn-
ugarði og í Moskvu. Islenska liðið
lék agaðan leik, flanaði ekki að
neinu, hver leikmaður hafði skýrt
hlutverk og vissi nákvæmlega hvað
gera skyldi og hvað bæri að forðast.
Þegar tækifæri gafst til var sótt, en
sem fyrr án þess að láta kappið
hlaupa með sig í gönur. Og það verð-
ur að segjast alveg eins og er, eftir
að hafa orðið vitni að hinu þveröfuga
sl. miðvikudag var ótrúlegt að verða
vitni að þeim framförum sem liðið
tók á öllum sviðum.Leikurinn fór ró-
lega af stað og fyrstu 20 mínúturnar
var mikil stöðubarátta. Bandaríkja-
menn komu nokkuð á óvart með því
að stilla upp leikkerfinu 3-4-3 en
ekki 4-4-2 eins og það hefur tamið
sér undanfama mánuði. Líkt og í
fyrri leiknum stillti ísland upp í 5-
3-2. Breyting Bandaríkjamanna
virtist ekki hrífa, en þeir héldu henni
til streytu lengst af fyrri hálfleiks.
Fyrsta ógnun að marki kom úr
skyndisókn íslands þar sem Rakel
Ögmundsdóttir var nærri því að
prjóna sig í gegn en vantaði herslu-
muninn upp á. Bandaríska liðinu
gekk illa hinum megin að brjóta ís-
lensku vömina á bak aftur. Spurn-
ingin var sú hversu lengi hún héldi
gegn áköfum og lipurlegum sóknar-
leik heimamanna þar sem hin fljóta
Tiffeny Milbrett var skeinuhættust.
Shannon MacMillan kom hins
vegar við sögu í tveimur fyrstu fær-
um bandaríska liðsins. Fyrst varði
Þóra Helgadóttir glæsilega hættu-
lega fyrirgjöf hennar á 21. mínútu og
örfáum andartökum síðar var
MacMillan aftur á ferð með fyrirgjöf
sem Þóra réð ekki við en Guðlaugu
Jónsdóttur lánaðist að bjarga á æv-
intýralegan hátt. Reyndar mátti
engu mun að Guðlaug spyrnti í eigið
mark er hún hreinsaði frá markinu
því skot hennar fór í slá og út á völl.
Eftir þetta tók við 15 mínútna kaflí
þar sem íslenska liðið átti verulega
undir högg að sækja og bandaríska
liðið fékk ekki færri en fimm dauða-
færi þar sem sóknarmenn vom einir
gegn markverði eftir leiftrandi
skemmtilegan samleik.
Þóra fór hamförum
En dauðafærin strönduðu öll á
Þóru Helgadóttur markverði sem
bókstaflega fór hamförum í markinu
með stórbrotinni markvörslu.
Heldur datt botninn úr leik heims-
meistaranna síðustu tíu mínútur
fyrri hálfleiks og var engu líkara en
leikmenn hefðu misst móðinn. Hann
kom á ný í síðari hálfleik eftir að
April Heinrichs, landsliðsþjálfari,
hafði lesið þeim pistilinn. í klefanum
við hliðina hvatti Guðmundur sitt lið
til dáða á jákvæðum nótum.
Sóknarþungi Bandaríkjamanna
jókst á ný við upphaf síðari hálfleiks
en hvorki gekk né rak að reka smiðs-
höggið á sóknirnar, annað hvort lok-
uðu einbeittir íslenskir leikmenn
sóknarleiðunum eða þá að Þóra hélt
uppteknum hætti í markinu. Alls
áttu bandarísku stúlkurnar 20 skot
að marki í leiknum og af þeim hittu
11 markið og þá var Þóra hindrunin
sem ekki tókst að brjóta á bak aftur.
Heimamenn fengu einnig 11 horn-
spyrnur, engin þeirra bar ávöxt.
íslenska liðið átti eitt og eitt
skyndihlaup og næst því að skora
var Rakel Ögmundsdóttir strax á
upphafsmínútum síðari hálfleiks er
hún braust
ásamt Ásgerði
Ingibergsdóttur
upp hægri kant-
inn, en skot Rak-
elar úr hægri
hluta vítateigsins
fór rétt framhjá
stönginni utan-
verðri. Eins voru
Rakel ogÁsthild-
ur Helgadóttir
aðeins hárs-
breidd frá því að
leika í gegnum
vörn Bandaríkj-
anna snemma í
síðari hálfleik, en
skynsamur varn-
armaður varð á
vegi þeirra og sló
vopnin úr hönd-
um þeirra á el-
leftu stundu við
vítateigslínu.
Líkt og í fyrri hálfleik dró heldur
úr bitinu í sóknarleik bandaríska
liðsins er á leið og síðustu 10 mínút-
urnar virtist það ætla að sætta sig
við orðinn hlut. Lengi er þó von á
einu og þegar örfáar sekúndur voru
eftir fékk Brandi Chastain dauða-
færi hægra megin í vítateignum eftir
aukaspyrnu frá vinstri. Þóra varði
skotinu veginn með því að kasta sér
á knöttinn út við stöng. Þóra spyrnti
knettinum frá markinu og þar með
var leikurinn úti. Þótt ekki verði hjá
því komist að taka sérstaklega út
frábæran leik Þóru í markinu þá
skal það skýrt tekið fram að með því
er alls ekki verið að varpa skugga á
frammistöðu annarra leikmanna ís-
lenska liðsins. Allt íslenska liðið stóð
sig einstaklega vel og á heiður skil-
inn fyrir hetjulega framgöngu og
ótrúlega hugarfarsbreytingu til
leiksins á aðeins örfáum dögum. Ur-
slitin eru frábær en þau mega hins
vegar ekki glepja sýn til framtíðar.
Engar
skiptingar
GUÐMUNDUR Hreiðarsson
gerði enga skiptingu á ís-
lenska liðinu á meðan sfðari
leikurinn stóð yfír, byijunar-
liðið lék frá upphafi til enda.
Bandaríkjamenn gerðu eina
breytingu á sinni sveit,
Christine Welsh skipti út af á
69. múiútu fyrir Danielle Sla-
ton og var Welsh allt annað
en ánægð með hlutskipti sitt,
en ætlaði sér mikið i leiknum
eftir að hafa skorað þrennu í
fyrri Ieik þjóðanna á mið-
vikudaginn.
Bandarísku stúlkurnar áttu erfitt uppdráttar í viðureigninni við þær íslensku.
höggi við hina þekktu Miu Hamm.
Ljósmynd/Todd Sumlin
Hér á íris Sæmundsdóttir í
Ljósmynd/Todd Sumlin
Rakel Ögmundsdóttir (4) og Lorrie Fair berjast um knöttinn.
Draumi
líkast
Eg vissi það allan tímann að æðri máttar-
völd myndu verða okkur hliðholl og gæta
þess að ekki yrði skorað hjá okkur,“ sagði
Rakel Ögmundsdóttir, framherji íslenska liðs-
ins glaðbeitt í leikslok. Rakel er 23 ára og hef-
ur búið í Bandaríkjunum alla ævi; um þessar
mundir í Atlanta í Georgíuríki hjá foreldrum
sínum. Hún segir úrslitin vera draumi líkust
og að það hafi verið einstakt að fá tækifæri til
að leika við bandaríska landsliðið.
„Fyrir leikinn sagði ég við stelpurnar að
Guð væri með okkur og þær tóku orð mín
mátulega alvarlega, en nú eftir leikinn er kom-
ið í ljós að svo er og líklega eiga einhverjar
þeirra eftir að taka upp biblíuna og lesa hana,“
bætti Rakel við með glitrandi glaðværð.
„Eg veit satt að segja ekki hvað var að okk-
ur í fyrri leiknum, við vorum algjörlega á hæl-
unum og ekkert að berjast. Nú var allt annað
uppi á teningnum. Við létum finna fyrir okkur
og vorum virkilega ákveðnar í að berjast um
allan völl og gefa bandaríska liðinu aldrei nein
grið og það tókst.
Guðmundur sagði mér fyrfr leikinn að vera
frammi, en mér fannst það svolítið erfitt, mig
langaði alltaf að fara aftar og aðstoða í vörn-
inni. Það er ekki hægt að ná ánægjulegri úr-
slitum en þessum, við vorum að leika við besta
knattspyrnulið heims í kvennaflokki. Leikur-
inn er tvímælalaust hápunktur ársins hjá mér,
ég verð með hann á vörunum næstu vikurnar.
Þetta er frábært," sagði Rakel en hún er
væntanleg heim til íslands í vor til þess að
leika með Breiðabliki líkt og á sl. keppnis-
tímabili.
Ljósmynd/Todd Sumlin
Katrfn Jónsdóttir í baráttu við Brandi Chastain.
Guðmundur Hreiðarsson eftir leikinn í Charlotte
Nú hélt leik-
skipulagið
„ÚRSLITIN eru stórkostleg og stúlkurnar stóðu sig frábærlega,
þær fóru í einu og öllu eftir því sem fyrir þær var lagt,“ sagði
Guðmundur Hreiðarsson, aðstoðarlandsliðsþjálfari kvenna, sem
stýrði landsliðinu í jafnteflisleiknum við Bandaríkin í fjarveru
Loga Ólafssonar landsliðsþjálfara. „Logi, ég og stúlkurnar fór-
um vandlega yfir fyrri leikinn og okkur fannst tapið vera alltof
stórt og mörg markanna í ódýrara lagi. Þá hélt nú leikskipulagið
allvel, þá var það fremur skortur á einbeitingu sem varð okkur
að falli.
Nú var lagt upp með sömu leikað-
ferð, en nú hafði gefist tími til
þess að kortleggja leik andstæðing-
anna. Það þýddi að það var hægt að
leggja hernaðaráætlun fýrir stúlk-
urnar sem þær fylgdu í einu og öllu.
Einnig voru þær rólegar, skynsa-
mar, þær „pressuðu" andstæðing-
inn, þær bökkuðu aftur og lokuðu
svæðum. Ef eitthvað brást þá var að
baki vörninni frábær markvörður
sem varði einstaklega vel og ég trúi
ekki öðru en hún hafi gripið athygli
einhverra útsendara háskólaliða
með frammistöðu sinni."
Guðmundur sagði að ekki væri
hægt að fara fram á meira af ís-
lenska liðinu að þessu sinni. „Þær
voru frábærar fyrir framan rúmlega
tíu þúsund áhorfendur, þær geta
sannarlega verið stoltar af framm-
istöðu sinni.
Með þessum eldmóði sem brann í
bijósti leikmanna sýndu þær að það
er framtíð í þeim, en að sjálfsögðu
verða þær að hafa trú á sér og því
sem verið er að gera hverju sinni til
þess að árangur náist.“
Setti það ekkert strik í reikning-
inn að bandaríska liðið byrjaði á að
leika 3-4-3 en ekki 4-4-2?
„Ég átt alveg eins von á því að
það byrjaði eins og það gerði. Það
sem við lögðum upp með var það að
Rakel Ögmundsdóttir yrði mjög
framarlega á vellinum til þess að
setja pressu á þriggja manna vörn-
ina. Meðan svo var gátu bandarísku
stúlkurnar ekki leikið á milli eins og
þær vildu helst, þær þorðu heldur
ekki að koma upp og tvöfalda á
köntunum. Og það var einmitt það
sem við vildum koma í veg fyrir, það
gekk eftir. Þá hélt miðjan vel hjá
okkur, einkum vegna þess að það
var aldrei farið út í neinn eltingaleik
eins og síðast.
í hópnum eru sextán leikmenn og
hann stóð fyrir sínu í þessum leik og
sýndi svo ekki verður um villst að
hann getur með sameiginlegu átaki
brett upp ermar og bætt það sem
miður fór áður,“ sagði Guðmundur
Hreiðarsson.
Uppskeran ekkí sú
sem til var sáð
„Mitt lið lék alls ekki síður en á
miðvikudaginn," sagði April Hein-
richs, landsliðsþjálfari Bandaríkj-
anna, eftir jafnteflið, en virtist eigi
að síður ekki vera bergnumin né
eins brött á brá og brún og þá. „Það
lék hugmyndaríkan, hraðan og
skemmtilegan leik. En eftir að hafa
verið í hringiðu knattspymunnar í
mörg ár er mér það ljóst að maður
uppsker ekki alltaf eins og maður
sáir til. Það sannaðist á okkur að
þessu sinni.“
Heinrichs bar lof á skipulagðan
og góðan varnarleik íslenska liðsins
sem hún sagði hafa verið til fyrir-
myndar. Um ástæður þess að hún
breytti um leikskipulag frá fyrri
leiknum sagði hún að það væri
hennar vilji að bandaríska landsliðið
gæti leikið báðar leikaðferðirnar og
því hefði verið ákveðið að breyta til
um stund. „Mér fannst 3-4-3 leikað-
ferðin ganga afar vel.“
Gaman að lifa
„NÚ er gaman að lifa, mér líðúr bara eins og ég hafi orðið heims-
meistari,“ sagði Katrín Jónsdóttir er hún gekk af leikvelli. „Með
þessa frammistöðu er ég ánægð, eftir að hafa tapað 8:0, að koma
svona hressilega til baka og gera jafntefli. Það erekki úrfjölmenn-
um hópi leikmanna að ráða heima sem býryfir mikill tækni en á
móti kemur að við erum sterkar, við getum verið í góðri æfingu auk
þess sem skipulagður leikur á vel við okkur.
Katrín sagði að það hafisannast í
leiknum - með mikill baráttu
frá fyrstu mínútu til hinnarsíðustu.
„Og leikurinn tók svo sannarlega á,
ég held að síðustu mínúturnar hafi
ég bara verið í vörninni, ekki haft
kraft til þess að fara í sóknina,"
bætti Katrín við og hló innilega.„Nú
verður gaman að koma til félaganna
í Kolbotn í Noregi. Þar höfðu með-
herjar mínir ekki mikla trú á því að
við riðum feitum hesti fráferðinni,"
sagði Katrín en fjórir til fimm sam-
herja hennar hjá norskaúrvalsdeild-
arliðinu eiga sæti í norska landslið-
inu.
Katrín heldur strax í vikunni til
Noregs til þess að leggja síðustu
hönd á undirbúning deildarkeppn-
innar sem hefst 29. apríl. „Við leik-
um sjö leiki á fyrsta mánuðinum,
þannig að það verður í mörg horn að
líta. Ástæða þess að svo ákaft er
leikið er sú að norska kvennalandsl-
iðið tekur þátt í Ólympíuleikunum
og meðan þefr standa yffr verður hlé
í deildinni.“
Katrín segir að helst megi þann
lærdóm draga af þessari ferð að ís-
lenskar knattspyrnukonur verði að
leggja harðar að sér við æfingar,
æfa oftar og meira og þá upp á eigin
spýtur ef þær yilji ná betri árangri í
íþrótt sinni. „Ég er þar ekki undan-
skilin þótt ég sé eflaust í hópi þeirra
sem eru í hvað bestri æfingu af
hópnum. Ég veit að ég á mikið inni.
Það er svo mikill munur á betri
liðunum og þeim lakari í deildar-
keppninni á Islandi og því fá margir
leikmenn ekki mikið úr mörgum
leikjum. Því verður að leita leiða til
að jafna keppnina þannig að við fá-
um fleiri jafna og spennandi leiki.
En það er hins vegar alveg ljóst að
leikmenn verða að leggja harðar að
sér við æfingar og líta á knatt-
spyrnu sem heilsársíþrótt.
Það er nauðsynlegt að leikmenn
hafi meiri metnað til að halda sér í
góðri æfingu, það er alveg lykilatriði
til þess að hægt sé að ná fram góð-
um úrslitum í leikjum, eins og okkur
tókst að þessu sinni þótt við færum
frekar áfram á viljanum en á út-
haldinu núna.
Logi Ólafsson hefur hvatt okkur
mjög til þess að leggja harðar að
okkur og nú fer ég til Noregs með
þá ætlun að æfa ennþá meira og bet-
ur og ég veit að svo er farið um fleiri
leikmenn í hópnum,“ sagði Katrín
Jónsdóttir.
Okkur eru allir vegir færir
„VIÐ vorum allar ákveðnar í að
gera betur og læra af því sem miður
fór í fyrri leiknum, þá brast okkur
allt þrek eftir hálftíma leik,“ sagði
Ásthildur Helgadóttir, fyrirliði ís-
lenska landsliðsins, er hún gekk af
leikvelli eftir jafnteflið við heims-
meistara Bandaríkjanna. „Nú ætl-
uðum við að vera skipulagðar og
spara orkuna og það tókst svo ljóm-
andi vel að við náðum þeim úrslitum
sem stefnt var að. Það hefði meira
að segja verið hægt með smáheppni
að skora eitt mark. Ég efast um
annað en að við getum verið ánægð
með þessi úrslit.
Þóra náði einnig að rífa sig upp
eins og aðrir í liðinu. Hún varði frá-
bærlega og það hefur örugglega
hjálpað henni mikið hversu góð og
öguð vörnin var, það hjálpar alltaf
að leika á bak við agaða vörn,“ sagði
Ásthildur ennfremur.
Ásthildur sagði að allt annað hug-
arfar hefði verið fyrir hendi hjá lið-
inu auk þess sem skipulagður leikur
hafi verið lykilatriði. „Ég er minna
þreytt nú en eftir fyrri hálfleikinn á
miðvikudag. Eftir hörmulega
frammistöðu í fyrri leiknum þá
sýndum við nú að það er mikill
metnaður og „karakter“ í liðinu. Um
leið veita þessi úrslit okkur auki,ð
sjálfstraust fyrir leikinn við ítah'u í
vor í undankeppni EM.“
Ásthildur sagði að hægt væri að
draga þann lærdóm af þessum
tveimur leikjum við Bandaríkin að
ef leikmenn sneru bökum saman og
einbeittu sér að því að berjast og
hafa fyrir hlutunum væri þeim allir
vegir færir. Og með bros á vor sagði
Ásthildur: „Það var svo gaman þeg-
ar dómarinn flautaði af, því er ekki
að neita að það var kominn skrekk-
ur í mig undir lokin.“
Gaman að liggja
á boltanum
„Ég er algjörlega búin að vera, en
úrslitin eru stórkostleg," sagði Þóra
Helgadóttir, sem varði sem berserk-
ur í marki íslands, þar á meðal
nokkurn ijölda dauðafæra. Þóra
sagði það hafa verið mjög erfitt að
halda einbeitingu allan leikinn.
„Fyrst og fremst er ég ánægð með
liðsheildina hjá okkur, vörnin var
frábær. Við lékum eins og lagt var
fyrir okkur, af skynsemi og varkárni
með það að leiðarljósi að „sprengja"
okkur ekki. Eftir þennan leik höfum
við sannað fyrir okkur að við getum
sitt af hverju tagi.“
Um síðustu markvörsluna í leikn-
um, þegar Þóra varði skot alveg ík'
við stöng, sagði hún: „Ég hafði auj£,
á boltanum allan tímann, það hjálp-
aði mér til þess að verja skot. Það
var svo sannarlega gaman að liggja
á boltanum, en að sama skapi hefði
verið hræðilegt að fá á sig mark á
þeirri stundu eftir það sem á undan
var gengið."
>