Morgunblaðið - 11.04.2000, Page 8

Morgunblaðið - 11.04.2000, Page 8
8 B ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 2000 4---------------------------- KNATTSPYRNA MORGUNBLAÐIÐ Barcelona að missa fótanna BARCELONA virðist ætla að gefa eftir í baráttunni við Deportivo La Coruna um spánska meistaratitilinn en Barcelona tapaði 3:0 'fyrir Real Mallorca um helgina. Deportivo er fimm stigum á und- an Barcelona í efsta sæti deildarinnar þegar sex umferðir eru eftir af mótinu. Louis van Gaal, þjálfari Barcelona, segir að það muni reynast félag- inu erfitt að ná Deportivo að stigum. „Það munar fimm stigum á liðunum og ljóst að við verðum að vinna alla leikina sem eftir eru til þess að eygja möguleika á titlinum. En ég hef síð- ur en svo gefið upp þá von að við hömpum titlinum." Barcelona var síst lakari aðilinn í leiknum gegn Mallorca en tókst ekki að skora mörk. Louis van Gaal sagði ekki nóg að hafa yfirburði í leik, lið þyrftu ennfremur að skora mörk. Mallorca C'arð fyrir skakkaföllum er Miguel Angel Nadal, varnarmaður liðsins, varð að fara af velli er hægra lunga hans féll saman. Búist er við að leik- maðurinn verði frá það sem eftir liflr tímabilsins. Deportivo bustaði Atlet- ico Madrid 4:1. Hollendingurinn Roy Makaay skoraði þrennu fyrir Deportivo. Staða Madrídarliðsins, sem vann meistaratitilinn fyrir fjór- um tímabilum, er slæm, það er í 19. sæti í 20 liða deild og flest sem bend- ir til þess að liðið falli niður um deild í fyrsta skipti síðan 1934. Leikmenn Valencia eru í miklum ham: liðið lagði Lazio 5:2 í átta liða úrslitum meistaradeildar Ewópu og vann Oviedo 6:2 í deildinni um helgi- na. Staðan var 5:0 eftir 61 mínútu en leikmenn gáfu eftir á lokakaflanum og Oviedo tókst að klóra í bakkann með einu marki. AP Zinedine Zidane fagnar ásamt Alessandro Del Piero og Antonio Conte þegar Juventus bar sigur- orð af Bologna, 2:0. Juventus heldur enn forystu í ítölsku deildinni. Baráttan harðnar á Ítalíu LEIKMENN Dortmund voru ekki ánægðir með dómara leiksins gegn Leverkusen. Harmut Strampe, dómari leiksins, fór hreinlega á taug- um og sleppti augljósri vítaspymu Joegar Ulf Kirsten handlék knöttinn í eigin vítateig og dæmdi vítaspymu á Dortmund sem átti sér enga stoð. Leikmenn Dortmund, sem ekki voru í góðu jafnvægi fyrir, mótmæltu kröftulega og fékk Stefan Reuter gult spjald og síðar annað á 53. mín. sem kostaði auðvitað brottvísun. Staðan í leikhléi var 1:1. Reina kom Dortmund l'fir strax á 2. mín. en besti maður vallarins - Paulo Rink - jafnaði leik- inn á 42. mínútu. Rink bætti svo öðm marki við á 84. mín. Brdaric innsigl- aði svo sanngjaman sigur Lever- kusen á 90. mín. eftir slæm mistök Lehman í marki Dortmund. Bayem Múnchen lék mjög vel gegn Ulm á heimavelli og vann 4:0 léttan sigur. Scholl, Sergio, Jancker og Wojciechowski gerðu mörk liðsins. Schalke tapaði á heimavelli gegn Kaiserslautem 1-2 og segja þýsk blöð að dagar Huub Stevens, þjálfara Schalke, séu nú endanlega taldir. Lið- ið sem ætlaði sér stóra hluti í vetur situr nú í tíunda sæti deildarinnar og fjárfestingar upp á nærri 2 milljarða hafa engu skilað. Tare kom Kaisers- lautem í forystu strax á 5. mínútu. Latal jafnaði leikinn á 17. mínútu en Svíinn Petterson skoraði sigurmarkið íyrir leikhlé. Leikurinn var fjömgur og vel leikinn og gat sigurinn í raun fallið hvom liðinu sem var í skaut. Stuttgart lét rassskella sig á heimavelli gegn Wolfsburg 2:5. Ak- poborie, sem kom til Wolfsburg frá Stuttgart, fyrir þetta tímabil gerði 3 marka liðs síns og vildi sýna forráða- mönnum Stuttgart hvar Davíð keypti ölið. Ljóst er að endurbygging stór- liðs hjá Stuttgart gengur hægt og em margir þar á bæ famir að ókyrrast veralega. Hertha Berlín yfirspilaði slakt lið Frankfurt og sigraði 1:0. Eyjólfur átti góðan leik að vanda í vöm Frankfurt og fékk 2,5 í einkunn í Kicker. Tony Yeboah, leikmaður Ham- burger, meiddist illa um helgina og verður frá það sem eftir er leiktíma- bilsins. Annar snjall kappi - Youri Djorkaeff hjá Kaiserslautern, togn- aði illa aftan á lærvöðva í leik gegn Schalke og verður frá 3-4 vikur. JUVENTUS og Lazio héldu sínu striki á toppi ítölsku 1. deildar- innar um helgina: Juventus vann Bologna 2:0 með mörkum á síð- ustu mínútum leiksins og Lazio lagði Perugia 1:0 að velli. AC Mil- an, Inter Milan og Parma, sem eru við topp deildarinnar, töpuðu öll stigum í sínum leikjum. er Milan tapaði 3:0 fyi-ir Udinese og Parma gerði 2:2-jafntefli við Torino. Verona vann sinn fyrsta sigur, 1:0, á Cagliari í 24 ár. Cagliari er á botni deildarinnar og allt lítur út fyrir að liðið falli í 2. deild. Piacenza, sem einnig er við botn deildarinnar, vann Bari 2:1 og Venezia, sem er á sömu slóðum, tapaði 1:0 fyrir Reggina. AP Deportivo La Coruna burstaði Atletico Madrid, 4:1, í spænsku 1. deildinni um helgina. Carlos Aguilera, til vinstri, leikmaður Atletico Madrid, og Francisco Schurrer, leikmaður Deportivo Coruna, kljást um knöttinn. Juventus gekk reyndar erfiðlega að brjóta ísinn gegn Bologna og allt benti til að liðinu tækist ekki að vinna sinn þriðja leik í röð. Liðið skoraði ekki fyrra markið fyrr en á 88. mínútu en það gerði Darko Kov- acevic og Massimo Paganin skoraði sjálfsmark tveimur mínútum síðar. Mark Attilio Lombardo nægði Lazio til sigurs gegn Peragia, en Lazio er þremur stigum frá Juvenuts þegar fimm umferðir eru eftir af mótinu. AC Milan hélt þriðja sæti deildar- innar en liðið gerði 1.1-jafntefli við Fiorentina. Brasilíumaðurinn Leon- ardo gerði mark AC Milan en Ang- elo Di Lvio mark Fiorentina, sem er í áttunda sæti deildarinnar. Pai'ma og Inter Milan gekk ekki að bæta stöðu sína á toppi deildarinnar, Int- Umdeilt leikbann ALLT logar nú deilum í þýsku knattspymunni eftir að landsliðsþjáfarinn Erich Ribbeck setti Jens Jerem- ies út úr liðinu eftir gagn- rýni Ieikmannsins á stöðu landsliðsins. IJli Höness, framkvæmdastjúri Bayem, gagnrýnir Ribbeck harka- lega og segir liann enga stjórn hafa á hlutunum. Hann skilur ekki hvers vegna það var forseti sam- bandsins, Edigus Braun, en ekki Ribbeck sjálfur sem hringdi til Jeremies til að tilkynna honum að hann væri settur út úr liðinu. Fleiri hafa tekið undir gagnrýni Höness. Ribbeck segist ekki þurfa á neinum leiðbeiningum frá Uli að halda og segir liðið vera á réttri leið og hann hafi eng- ar áhyggjur af gangi mála. Augljósri vítaspyrnu sleppt

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.