Morgunblaðið - 26.04.2000, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 26.04.2000, Qupperneq 1
■ BLAÐ ALLRA LANDSMANNA pHtröíimMíiMfo c 2000 m MIÐVIKUDAGUR 26. APRIL BLAÐ Sigurður Gunnarsson þjálfar HK SIGURÐUR Gunnarsson hef- ur tekið við þjálfun hand- knattleiksliðs HK í Kópavogi. Sigurður, sem tekur við af Sigurði Sveinssyni, gerði þriggja ára samning við Kópavogsliðið. Sigurður Gunnarsson þjálfaði áður Víking, ÍBV, Hauka og Bodö í Noregi. Rögnvaldur Guð- mundsson, formaður hand- knattleiksdeildar HK, sagðist ánægður með ráðningu Sig- urðar Gunnarssonar enda hefði hann víðtæka þekkingu og reynslu sem þjálfari. Rögnvaldur sagðist gera ráð fyrir að allir leikmenn yrðu áfram næsta vetur og stefnt yrði að því að styrkja liðið en að Alexander Arnarson væri að öllum líkindum á leið til Regensburg í Þýskalandi. Fé- lögin hafa náð samkomulagi sín á milli um tveggja ára Ieigu en þýska liðið hefur enn ekki gert samkomulag við Al- exander. Kvatt með langþráð- um sigri HAUKAR voru krýndir Islands- meistarar í handknattleik karla að kvöldi annars dags páska er liðið lagði Fram, 24:23, í fjórðu viðureign liðanna um íslandsmeistaratitilinn. Var þetta þriðji sigur Hauka í úrslita- rimmunni. Þar með var 57 ára bið fé- lagsins eftir sigri í 1. deild karla á enda og fögnuðu leikmenn og stuðn- ingsmenn ákaft að leikslokum. Þetta var um leið kveðjuleikur Guðmundai’ Karlssonar, þjálfara Hauka, undan- farin tvö ár. Hann hafði því ekki síst ríka ástæðu til að gleðjast er hann hampaði íslandsbikarnum í leikslok. Morgunblaðið/Jim Smart Sterkur Júgóslavi í Stjömuna NÝLIÐAR Stjörnunnar úr Garðabæ hafa fengið mikinn liðsstyrk fyrir keppnina í úr- valsdeildinni í sumar en í fyrra- dag kom til þeirra júgóslavnesk- ur varnarmaður, Vladimir Sandulovic, frá úrvalsdeildarlið- inu OFK Belgrad. Stjörnumenn hafa fengið hann lánaðan út timabilið. Sandulovic er 24 ára og uppalinn hjá Rauðu stjörn- unni, sterkasta félagsliði Júgó- slavíu. Hann lék með yngri landslið- um Iandsins, síðast með Ólymp- iulandsliðinu. Goran Kristófer Micic, þjálfari Stjörnunnar, sagði við Morgunblaðið að í sín- um huga væri enginn vafi á því að þetta væri sterkasti leikmað- ur sem hingað hefði komið frá Júgóslavíu og hann ætti mögu- leika á að fara næsta vetur til liða í Vestur-Evrópu fyrir hundruð milljóna króna. „Það er ljóst af fyrstu æfing- unum að við höfum þarna krækt í mjög sterkan leikmann, sem Goran fékk í gegnum sín pers- ónulegu sambönd. Þar með er okkar hópur fullskipaður fyrir sumarið og við bíðum spenntir eftir því að deildin hefjist," sagði Sigmundur Hermundsson, formaður knattspyrnudeildar Stjörnunnar, við Morgunblaðið. SIGURÐUR JÓNSSON Á LEIÐ TIL ÍSLANDS / B7 INTER'

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.