Morgunblaðið - 26.04.2000, Síða 3

Morgunblaðið - 26.04.2000, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKLTnAaiTR 9fi APRÍT.9ní¥l C íl KAPPAKSTUR David Coulthard vel fagnað eftir sigur í breska kappakstrinum á Silverstone Gleymdu erfidleikum og vosbúð VIÐ frábæran sigur Skotans Davids Coulthard í breska kapp- akstrinum á Silverstone á sunnudag gleymdu 130.000 áhorfend- ur öllum erfiðleikum sem þeir höfðu lent í við að koma sér á mótsstað, en aurbleyta lokaði bílastæðum að hluta svo meirihluti mótsgesta gekk ailt að 12-15 kílómetra til að komast á brautina eftir að hafa beðið allt að 5 klukkutíma í umferðarteppu. Þeir sem borgað höfðu fúlgur fjár fyrir að fljúga inn á völlinn í þyrlum komust þangað ekki klukkutímum saman vegna þoku. Eftir nær látlausa rigningu um tveggja vikna skeið hófst kappaksturinn þó í sólskini. Var það aðstandendum mótsins og Formúlu-1 mikill léttir sakir harðr- ar gagnrýni á að flytja breska kappaksturinn frá sínum hefð- bundna tíma í júlí fram í apríl þeg- ar allra veðra er von í Englandi. Coulthard náði afbragðs við- bragði og ók lengi í þriðja sæti í þéttri sex bíla halarófu, en eftir að Heinz-Harald Frentzen á Jordan- bíl tók fyrra bensín- og dekkja- stopp sitt eftir þriðjung hringjanna hóf Skotinn að ógna Rubens Barr- ichello hjá Ferrari sem verið hafði í forystu allan tímann. A 31. hring sýndi hann dirfsku, sem sjaldséð er í Formúlu-1, og skaust fram úr Brasilíumanninum utanvert á Kap- ellubeygju. Slíkur akstur getur reynst afdrifaríkur því viss hætta er á að vaxandi miðflóttaafl við hröðun í beygju sópi bílnum út úr henni. Coulthard kom á mark 1,4 sek- úndum á undan félaga sínum hjá McLaren, Mika Hakkinen, en áköf sókn þess síðarnefnda undir lokin magnaði spennu á áhorfendabekkj- um þar sem flestir voru á bandi Coulthards og voru farnir að óttast um sigur hans. I ljós kom að Skotinn hafði þurft að spara bílinn á síðustu flmm hringjunum þar sem einhver draugur virtist í gírkassanum. Kvaðst hann um tíma hafa óttast að missa gírana og þurfa að hætta. „Ég var byrjaður að búa mig undir að gráta í bílnum," sagði hann á blaðamannafundi að kappakstri loknum. Var þetta annar sigur Coult- hards í Silverstone í röð og er hann nú í öðru sæti í stigakeppni bílsmiða með 14 stig, á eftir Micha- el Schumacher sem hefur 34 en rétt á undan Hákkinen, sem hefur hlotið 12 stig. Og þar sem McLar- en átti tvo fyrstu bíla á mark og hlaut 16 stig en Ferrari aðeins 4 minnkaði bilið milli liðanna í stiga- keppni bílsmiða úr 29 stigum í 17, en staðan er 43-26 fyrir Ferrari. Schumacher kom á mark í þriðja sæti en hann klúðraði ræsingunni með þeirri afleiðingu að hann féll á tveimur fyrstu beygjum brautar- innar úr fimmta sæti í það áttunda og getur e.t.v. þakkað sæti sitt því að hluta að Williams-liðið lét báða ökuþóra sína taka tvö bensín- og David Coulthard fagnar sigrinum á Silverstone. Reuters dekkjastopp en Schumacher tók aðeins eitt. Einn af hápunktum annars nokkuð fjörugs og skemmtilegs kappaksturs var góð barátta breska nýliðans Jensons Buttons sem vann Schumacher í ræsing- unni og hékk rúma tuttugu hringi í Mika Hákkinen í fimmta sæti. Heilmikill lærdómur fyrir hinn tvítuga ökuþór sem ugglaust er upprennandi stjarna en hann varð á endanum í sjötta sæti og vann fyrstu raunverulegu stigin sín í Formúlu-1. Maestro ÞITT FE HVAR SEM ÞÚ ERT Búrefnisvörur Karin Herzog Vita-A-Kombi Sparisjóður Hafnarfjarðar óskar Haukum til hamingju með titilinn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.