Morgunblaðið - 03.05.2000, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.05.2000, Blaðsíða 4
4 B MIÐVIKUDAGUR3.MAÍ2000 MORGUNBLAÐIÐ KNATTSPYRNA Eíður með 20. markið BOLTON eygir enn mögu- leika á að komast í úrslita- keppnina um sæti 1 ensku úrvalsdeildinni í knatt- spyrnu eftir 3:1 útisigur á Crewe á laugardaginn. Huddersfield tapaði á sama tíma fyrir Stockport heima, 0:2. Bolton mætir Wolves í kvöld og sigurliðið i þeim leik á möguleika á að velta Huddersfield úr sjötta sæti deildarinnar í lokaumferð- inni um næstu helgi. Eiður Smári Guðjohnsen skoraði fyrsta mark leiksins gegn Crewe eftir 15 mmút- ur, sitt 20. mark á tímabil- inu, og var mjög ógnandi í leiknum. Hann lagði síðan upp þriðja mark Bolton fyrir Claus Jensen á injög lagleg- an hátt. Guðni Bergsson lék mjög vel í vörn Bolton eins og í undaniornum leikjum og sagði við Bolton Evening News eftir leikinn að mögu- Ieikarnir væru enn fyrir hendi eftir 7 sigra og 3 jafn- tefli í síðustu 11 leikjunum. „Við höfum spilað mjög veí og af fullu sjálfstrausti og getum hæglega unnið þá tvo leiki sem við eigum eftir. En hin liðin í efri hlutanum hafa líka átt góðu gengi að fagna svo við þurfum enn að treysta á hagstæð úrslit í öðrum leikjum," sagði Guðni. FOLK MHERMANN Hreiðarsson fékk góða dóma í enskum fjölmiðlum fyrir frammistöðu sína með Wimbl- edon gegn Bradford. Hann fékk t.d. 9 í einkunn hjá London Even- ingStandard. m JÓHANN B. Guðmundsson datt út úr 16 manna hópi Watford fyrir leikinn gegn Manchester United þar sem tveir eldri leikmenn fengu sitt fyrsta tækifæri í marga mán- uði. ¦ BJARNÓLFUR Lárusson og Sigurður Ragnar Eyjólfsson voru enn utan leikmannahóps Walsall og í 2. deildinni var ívar Ingimarsson ekki með Brentford vegna meiðsla. ¦ BJARKI Gunnlaugsson fór af velli á 57. mínútu þegar 2. deildar- meistarar Preston sigruðu Mill- wall, 3:2. ¦ JAMES O'Connor hefur skrifað undir nýjan 3ja ára samning við Stoke City en hann var kjörinn leikmaður ársins af stuðnings- mönnum liðsins á dögunum. O'Connor slapp óvænt við leikbann gegn Cardiff á sunnudag og skor- aði þar síðara markið. ¦ JOHN Hartson hjá Wimbledon fékk rauða spjaldið gegn Bradford fyrir að segja aðstoðardómara til syndanna. Litlu munaði að Hartson fengi ekki að spila leíkinn því hann veittist að Stuart McCall, fyrirliða Bradford, þegar liðin biðu þess að ganga inn á völlinn. Dómarinn sá atvikið og hótaði Hartson rauða spjaldinu þegar í stað og náði að róa hann í bili með því. ¦ GUUS Hiddink var í gær sagt upp starfi þjálfara hjá Real Betis í Sevilla eftir aðeins þrjá mánuði hjá félaginu. Reiknað er Hiddink taki við Celtic í sumar, en hann hefur rætt við forráðamenn félagsins um það. Lárus Orri Sigurðsson, besti leikmaður WBA, fékk 14 verðlaunagripi á einum degi Ég á konunum í lífi mínu velgengn- ina að þakka Lárus Orri Sigurðsson, knatt- spyrnumaður West Bromwich Albion í ensku 1. deildinni, lenti í al- varlegum meiðslum fyrir rúmum fimm vikum. Hann sleit krossband í hné og þar með lauk einu besta tíma- bili hans frá upphafi. Þrátt fyrir að hafa ekki náð að klára tímabilið var hann í sl. viku valinn leikmaður árs- ins af stuðningsmannaklúbbi félags- ins. Fjöldi smærri stuðningsmanna- klúbba WBA er starfandi vítt og breitt um England og var Lárus val- inn leikmaður ársins af flestum þeirra og hlaut þar með 14 verð- launagripi. Lárus hóf atvinnurnanna- feril sinn hjá Stoke City þegar hann var tvítugur. A þeim tíma var frændi hans, Þorvaldur Örlygsson, að leika með félaginu og kom Lárusi út til að æfa með félaginu. Lárus fór aðallega út með því hugarfari að halda sér í formi fyrir komandi landsleiki með ungmennaliði íslands, skipað leik- mönnum undir 21 árs aldri. For- svarsmenn Stoke sáu hins vegar strax hæfileika piltsins og buðu hon- um þriggja ára samning. Á sex ára atvinnumannaferli Lár- usar hefur hann verið einstaklega heppinn og aðeins misst úr einn leik vegna meiðsla og því var það talsvert áfall fyrir hann að meiðast svona al- varlega. Þrátt fyrir það hefur hann verið jákvæður frá fyrsta degi. „Þeg- ar maður meiðist á annað borð verð- ur að gera þetta almennilega," sagði Lárus og brosti. „Ég reyndi að vera jákvæður strax frá byrjun. Það er ekkert sem ég get gert í þessu núna, þannig að maður verður bara að reyna að taka á þessu og horfa fram á við. Þetta tekur bara sinn tíma og ég er ákveðinn í að koma sterkari tíl baka. Ég er jákvæður en svo veit ég ekki hvort konan mín segir eitthvað annað, að ég sé búinn að vera pirrað- ur og svoleiðis. Ég er vanur því að vera á fullu alla daga og svo gerist það einn góðan veðurdag að maður neyðist til að draga saman seglin - setjast niður í sófa og gera ekki neitt. Það tók mig smátíma að venjast því." Erf ið vinna f ramundan Lárus meiddist á hné í leik gegn Stockport í mjög slæmu nágvígi við Kevin Francis. Fyrir nokkrum árum hefðu svipuð meiðsli endað feril flestra leikmanna, en með nýrri tækni ætti Lárus að vera um 6-8 mánuði að ná sér fullkomlega. „Það shtnaði annað krossbandið og teygð- ist á hinu og liðþófinn skemmdist töluvert að utan. Læknarnir tóku úr öðru liðbandi og hluta úr beini og skrúfuðu það í sem krossband, þetta er orðið mjög fullkomið. Það urðu einhver vandkvæði í aðgerðinni sjálfri með aðra skrúfuna, en það virðist hafa tekist vel á endanum. Ég fór til skurðlæknisins í gær (á mið- vikudginn var) og hann var mjög ánægður með þetta. Ég er farinn að beygja hnéð í níutíu gráður og þetta er allt á réttri leið," sagði Lárus. Fyrstu tvær vikurnar eftir aðgerð- ina mátti Lárus ekki beygja hnéð. „Það eru einar fimm vikur síðan ég fór í aðgerðina og nú er ég fyrst að byrja í meðferðinni að einhverju leyti. Ég gekk í hálftíma í dag á hlaupabretti þannig að þetta er upp á við." Vinnudagur Lárusar lengist tölu- vert við meiðslin. Hann þarf nú að „Ég er vanur því að vera á fullu alla daga og svo gerist það einn góðan veðurdag að mað- ur neyðist til að draga saman seglin - setj- ast niður í sófa og gera ekki neitt. Það tók mig smátíma að venjast því," sagði Lárus Orri Sigurðsson, landsliðsmaður og leik- maður með WB A, í viðtali við írisi B. Ey- steinsdóttur, þegar hún sótti hann heim daginn sem hann var útnefndur leikmaður ársins hjá stuðningsmönnum WBA. Lárus Orri meiddist illa á hné á dögunum og verð- ur frá keppni í sex til átta mánuði. Morgunblaðið/Iris B. Eysteinsdóttir Sigurður Lárusson með sonum sínum, Lárusi Orra, sem heldur á skildinum sem hann fékk sem leikmaður ársins hjá stuðn- ingsmönnum WBA, og Kristjáni, sem er í herbúðum Stoke. eyða löngum stundum með sjúkra- þjálfara til að ná sér sem fyrst. „Núna er það vinnan mín að koma mér í gang aftur. Eg er náttúrlega að fórna mér fyrir félagið og annað en þetta er hluti af vinnunni og þótt það sé svona stopp tekur við mjög erfið vinna og mun erfiðari heldur en ef ég væri heill. Ég þarf til dæmis að vera hérna útí í allt sumar í endurhæfingu á meðan hinir eru í fríi. Það er kannski fyrst núna að maður fari að gera eitthvað," sagði Lárus hlæjandi. Lárus átti mjög gott tímabil með WBA í vetur - endurnærður í nýju félagi eftir fimm ára dvöl hjá Stoke. Þurftiaðbreytatil „Þegar ég kom fyrst til Stoke gekk mér mjög vel fyrstu tvö tíl þrjú tíma- bilin en svo fór þetta allt að dala. Það voru margar ástæður fyrir því. Kannski hafði maður það of gott, þurftí ekki að berjast fyrir stöðunni sinni, þannig að maður varð væru- kær. Annars er ég búinn að æfa mjög hart í vetur og búinn að fá gott spark í rassinn. Eg er betri leikmaður í 1. deildinni heldur en ég var nokkurn tí- mann í 2. deildinni. Það er meiri hraði í 1. deildinni og einhverra hluta vegna hentar sú deild mér betur. Ég þurftí bara að breyta tíl. Ég var búinn að vera mjög óánægður í Stoke í tvö ár, það var lítíl fjárfesting í lið- inu og verið að kaupa leikmenn sem var kannski ekkert vit í, en nú er þetta allt annað í Stoke eftir að Guð- jón tók við." Lárus er 26 ára gamall og býr með eiginkonu sinni, Sveindísi Benedikts- dóttur, sonunum Sigurði Marteini og Aroni Kristófer og hundunum Brúnó og Pongó. „Okkur líkar mjög vel hérna en það er best að búa heima. Konan hefur verið að læra snyrti- fræði. Hún er búin að taka þetta í törnum, og hugsa um heimilið og okkur þrjá strákana þannig að það er búið að vera nóg að gera hjá henni. Það er mikið á hana lagt. Hún er búin að standa sig rosalega vel og á heiður skilinn, enda á hún a.m.k. helminginn af þessum bikurum með mér," sagði Lárus. WBA er nú í mikilli botnbaráttu í 1. deildinni. Brian Little var nýlega rekinn sem knattspyrnustjóri og Gary Megson tók við. „Þetta er í ann- að skiptíð sem ég hef hann sem knattspyrnustjóra. Það er svolítíð skrítíð því hann seldi mig frá Stoke. Hann er harður og lætur menn vinna vel. Mér líst annars bara vel á fram- haldið. Ég vona að við náum að halda okkur í deildinni og mér sýnist að við eigum að geta það og svo bara vera sterkir á næsta ári." Guðjón gerði góða hluti Lárus á að baki 31 a-landsleik og lék hann stórt hlutverk í liðinu í und- ankeppni Evrópumótsins. Hann skoraði jöfnunarmark íslands gegn Ukraínu á útivelli og hélt þar með voninni um sæti í úrslitakeppninni á lífi. Hann telur að landsliðið eigi eftir að ná enn betri árangri í framtíðinni. „Það er búið að vera rosalega gam- an að vera hluti af þessu, sérstaklega þegar gengur svona vel, og mjög góð reynsla. Eg sé ekkert því tíl fyrir- stöðu að framfarirnar geti haldið áfram. Þetta eru góðir leikmenn og ef haldið er rétt á hlutunum getum við stefnt hærra jafnvel. Guðjón kom inn og var að gera rosalega góða hluti. Hann var með góðan aga og leikaðferð sem hentaði vel og ekki skemmdi fyrir að landsliðshópurinn var mjög góður. Þar spilar inn í að fleiri og fleiri leikmenn landsliðsins leika með liðum í útlöndum. Hér áður voru kannski fimm til tíu leikmenn að spila erlendis, en nú erum við um fimmtíu í allri Evrópu - allir eru að spila í hærri gæðaflokki og eru í betri leikæfingu fyrir landsleikina. í landsliðshópnum voru leikmenn sem voru ákveðnir í að vinna hver fyrir annan - leika sem sterk liðsheild." Mjög erf ið vinna Atvinnumennskan virðist við fyrstu sýn vera draumastarf, en þeg- ar vel er að gáð fylgja henni nokkrir gallar líka. „Það er tvímælalaust kostur hvað það er stuttur vinnutími, maður hef- ur rosalega mikinn tíma með fjöl- skyldunni. Maður er kominn heim um eitt á daginn og þá getur maður verið með krökkunum. Eg hef líka rosalega gaman af að spila fótbolta. En þótt það sé mikill frítími þá er þetta mjög erfið vinna og þótt þú sért komin heim snemma er hugurinn alltaf við þetta, sérstaklega í Eng- landi, það er svo mikið af leikjum. Maður þarf að vera einbeittur og leggja sig allan í þetta. Gallarnir eru helst þeir að í 10-11 mánuði á ári ertu bara fastur, ferð ekki neitt. Þú skýst ekkert í burtu, fríið er bara á sumrin og þá er farið í landsleiki. Konumar f líf i Lárusar Orra Faðir Lárusar er gamalkunnur knattspyrnurefur - Sigurður Lárus- son og á að baki 11 landsleiki. Hann lék á árum áður með Þór og ÍA ásamt því að vera þjálfari meistaraflokks Þórs. Hann hefur hvatt Lárus og bróður hans Kristján, sem leikur með unglingaliði Stoke, áfram frá unga aldri. „Það hefur verið vitað í gegnum tíðina að ég er í þessu að miklu leyti út af karlinum, hann er búinn að reka okkar strákana áfram frá því við vorum litíir og við lítum alltaf upp til hans. Einhverra hluta vegna hefur alltaf gleymst hjá mér að minnast á konurnar í fjölskyldunni, þeirra hluti er náttúrulega mjög stór. Mamma (Valdís Þorvaldsdóttir) er búin að standa á bak við okkur alla karlana í öll þessi ár, pabba örugg- lega í 30 ár og svo mig og Kristján og hún á heiður skiUnn fyrir það sem hún er búin að gera fyrir okkur. Við hennar hlutverki hefur konan mín (Sveindís Benediktsdóttir) tekið - hún er búin að standa eins og klettur við hliðina á mér þessi sex ár sem við höfum verið hérna útí - maður er búinn að væla mikið í henni þegar illa hefur gengið," sagði Lárus Orri Sig- urðsson, sem er afar þakklátur kon- unum í lífi sínu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.