Morgunblaðið - 03.05.2000, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 03.05.2000, Blaðsíða 5
+ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 2000 B 5 KNATTSPYRNA Guðjón Þórðarson óánægður með ólái Morgunblaðið/Iris B. Eysteinsdóttir Lárus Orri Sigurðsson tók við fjórtán verðlaunagripum sama daginn og hann var útnef ndur leikmaður ársins 2000 hjá WBA. Hér er hann á heim- ili sínu í Stoke með gripina góðu. Þess má geta að það eru ekki mörg ár síðan Lárus Orri var útnef ndur leikmaður ársins hjá Stoke. Keppnis- skapið hjálpar Lárusi upp úr meiðsl- unum FAÐIR Lárusar Orra er hinn gamal- reyndi landsliðsmaður og þjálfarí Sigurður Lárusson, sem lék á árum áður með Þór og IA. Sigurður hafði mikil áhrif á Lárus þegar hann var að alast upp og þjálfaði Sigurður meðal annars son sinn er hann var að taka fyrstu skrefin í meistara- flokki Þórs. Sigurður þekkir kosti og galla Lárusar betur en flestir. „Hann er náttúrulega ekki sá leiknasti í heiminum með knöttinn, en hann leggur sig allan fram í það sem hann gerir. Hann hefur þann kost að ef hann er beðinn um að gera eitthvað, þá gerir hann það hundrað prósent. Hann leggur sig alltaf hundrað prósent fram í leikina og æfingarnar. Svo hefur hann mik- inn hraða - sem er alltaf plús fyrir varnarmann. Lárus Orri hefur gott auga fyrir hlutverki varnarmannsins - mætti laga sendingarnar. Það hef- ur verið að koma smátt og smátt og í vetur hefur hann tekið miklum framförum í sendingum," sagði Sig- urður. „Hann hefur frábært keppnisskap og dugnað, sem hentar vel í atvinnu- mennskuna. Hann gefst aldrei upp og það fleytir mönnum áfram í at- vinnumennsku. Ég er mjög stoltur af stráknum. Ég hef trú á, miðað við hvernig keppnisskapið er, að hann nái sér út úr þessum meiðslum. Eg hef engar áhyggjur af því," sagði Sigurður Lárusson. Allt opið á ítalíu, Spáni og í Þýskalandi ÞAÐ ríkir mikil spenna í knattspyrnunni á ítalíu og Spáni þar sem aðeins munar tveimur stigum á efstu liðunum í báðum deildum eftir að bæði Juventus og Deportivo töpuðu á sama tíma og aðalkeppi- nautarnir, Lazio og Barcelona, unnu og minnkuðu þar með forskot forystusauðanna niður ítvö stig. f Þýskalandi heldur barátta Leverkusen og Bayern Miinchen áfram - munurinn er þrjú stig er tvær umferðir eru eftir. + Verona vann Juventus 2:0 á heima- velli með mörkum Fabrizio Cammarata á 45. og 58. mínútur. Um leið og Verona opnaði keppnina um ít- alska meistaraitilinn með sigrinum vaknaði von félagsins um sæti í Getraunakeppni Evrópu, en það hef- ur ekki tapað £ þrettán leikjum í röð. Juventus hefur nú 68 stig þegar tveimur umferðum er ólokið en Lazio, sem vann lið Feneyja, 3:2, á heima- velli, hefur 66 stig. Meistarar síðasta árs, AC Milan, eru síðan í þriðja sæti með 57 stig og hafa fyrir nokkru misst af möguleikanum á að verja títilinn. Celta hleypti spennu í leikinn Leikmenn Celta Vigo hleyptu spennu í kapphlaupið um spænska meistaratitilinn er þeir lögðu Deporfc- ivo á heimavelli, 2:1. Breyttí engu þótt leikmenn Celta yrðu einum liðsmanni færri á 13. mínútu Juanfran Garcia var rekinn af leikvelli. S-Afríkumaðurinn Benny McCarthy kom heimaliðinu á bragðið á 4. mínútu. Turo Flores jafn- aði leikinn strax í upphafi þess síðari en lengra komust leikmenn Deportivo ekki. Þeim til mikilla vonbrigða skor- aði Gustafo Lopez mark fyrir heima- liðið stundarfjórðungi fyrir leikslok og það reyndist sigurmarkið. Undir lokin fækkaði um einn leikmann í hvoru liði en það varð ekki til þess að breyta úr- slitunum. Barcelona nýtti sér tap Deportivo og lagði heillum horfið lið Athletico Madrid, 3:0, og komst í annað sætið með 62 stig, 2 stígum á eftir Depotivo þegar þrjár umferðir eru eftir óleik- nar. Zaragozza og Real Madrid eru í þriðja tíl fjórða sæti með 59 stig. Sergi Barjuan skorði fyrsta mark Barcelona á 39. mínútu. Dani Garcia bætti öðru við á 61. mínútu og Gabri Garcia innsiglaði sigurinn nokkrum andartökum fyrir leikslok fyrir fram- an 50.000 stuðningsmenn Madrídar- liðsins. Staðan Athletíco er hins vegar orð- in afar slök eftir tapið, liðið er nú í næstneðsta sæti og horfist í augu við fall Jesus Gil eiganda tíl mikillar skapraunar. Hann hefur hótað að selja alla leikmenn liðsins, komi til falls, hann segir þá einfaldlega vera of slaka til þess að leika í 2. deild. Þar á meðal er Jimmy Floyd Haiselbank sem keyptur var til félagsins sl. sum- ar fyrir á annan milljarð króna. Bæjurum boðinn 40millj.krbónus Baráttan er hörð á milli Leverkus- en og Bayern Miinchen í Þýskalandi. Leikmenn Leverkusen hafa þriggja stiga forystu þegar aðeins tvær um- ferðir eru eftir. Það hefur sett mikla pressu á forráðamenn Bayern. Nú hefur hinn málglaði framkvæmda- stjóri Bæjara, Uli Höness, boðið leik- mönnum sínum bónus upp á 40 millj- ónir króna á mann takist Bayern að vinna þrefalt - deildina, bikarinn og Evrópubikarinn. Takist Bayern það verður það besti árang- ur í sögu félagsins. Leikmenn Bayern þurfa ekki að kvarta yfir peningaleysi þótt þeim takist ekki ætlunarverk sitt því hverjum og einum leikmanni hafa verið greiddar 14 milljónir til þessa í bónusa fyrir árangurinn í undan- keppni meistaradeildarinnar. Bæjar- ar hafa vel efni á því, því félagið hefur nú þegar fengið einn miHjarð í bónusa frá UEFA fyrir árangurinn í meist- aradeildinni til þessa. Ljóst er að mik- ið álag er á leikmönnum Bayern - þeir leika í kvöld Evrópuleik gegn Real Madrid, á laugardag mæta þeir Werder Bremen í úrslitaleik bikar- keppninnar og síðan næsta miðviku- dag á ný gegn Real Madrid og laugar- daginn þar á eftir er næstsíðasti leikur deildarinnar. Olæti brutust út í leik Stoke og Cardiff í 2. deild ensku knatt- spyrnunnar um helgina þar sem: stuðningsmenn Stoke réðust að ör- yggisvörðum strax í upphafi leiks. Lögregla neyddist til að handtaka 38 áhorfendur og sex öryggisverðir voru fiuttir á sjúkrahús. Ólætin jukust í hálfleik þegar hóp- ur áhorfenda frá Cardiff tók til við að rífa sæti úr stúkunni laus og henda lausum hlutum inná völlinn. Lög- reglan brást við með því að mynda þéttskipaða röð ásamt sex hestum framan við áhorfendur og tókst að halda stuðningsmönnum liðanna al-. gerlega aðskildum. Guðjón Þórðarson sagði í viðtali við enska blaðið Tlie Mirror: „Þetta var svartur dagur fyrir okkur. Meiri- hluti Stoke-aðdáenda eru ósköp venjulegt fólk, en í hópnum eru skemmd epli og við verðum að leysa þetta mál." Brynjar Gunnarsson, var áhyggjufullur að leik loknum. „Ég var hálf smeykur meðan á leiknum stóð því ég hélt að áhorfendur ætl- uðu sér inná vóllinn," sagði Brynjar við The Mirror. Leikurinn endaði með 2:1 sigri Stoke þar sem Arnar Gunnlaugsson skoraði beint úr auka- spyrnu í upphafi leiks og James ÓConnor skoraði seinna markið eftir sendingu Arnars. Bjarni Guðjónsson var ekki með vegna ökklameiðsla. „Ég hef alltaf sagt að við kæm- umst í úrslitakeppnina um aukasæt- ið í 1. deildinni og ég er enn klár á því," sagði Guðjón ennfremur við The Mirror. Staða Stoke er orðin mjög góð eft- ir þrjá sigurleiki á átta dögum. Liðið fær Bury í heimsókn í kvöld og með sigri er Stoke nánast öruggt með sæti í úrslitakeppninni. /«É>w 580 2525 rwctavarplú 110-113 RÚV2B1. 263 00 284 Einfaldur n^m Hærenvæn býður í Magnús KEFLVÍKINGAR hafa fengið tilboð frá hollenska úrvalsdeildar- liðinu Heerenveen í knattspyrnumanninn efnilega Magnús S. Þorsteinsson en hann hefur dvalið talsvert hjá félaginu í vetur. Magnús verður 18 ára í haust en hann lék fyrstu tvo leiki sína með Keflavík í úrvalsdeíldinni í fyrra. Hann lék með drengja- landsliðinu 1998 og vakti einnig athygH það ár þegar hann skor- aði öll 5 mörk Keflvfkinga í úrslitaleík íslandsmótsins í 3. flokki. Heerenveen hefur komið mjög á óvart í vetur og er í öðru sæti hollensku lirvalsdeildarinnar, sem er besti árangur Magsins frá upphafi. Heerenveen hefur þegar tryggt sér sæti í meistara- deild Evrópu á næsta tímabili. Til þessa hefur það getið sér gott orð fyrir unglingastarf og verið nokkurs konar uppeldisfélag fyrir störveldin í hollensku knattspyrnunni. Einfaldur 1. vinningur i næstu viku 9m Jókertölur vtkurutar 5 2 19 2 Fyrstl vinnlngur gekk út ÁÐAITOLUR ™1 10) 20) 47) Sölutand 1. vinningsins var Danmörk BÓNUSTÖLUR Alltaf á I6J miövikudögum i)á>

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.