Morgunblaðið - 03.05.2000, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.05.2000, Blaðsíða 8
Barcelona vann fimmta árið í röð LEIKMENN Kiel töpuðu síð- ari úrslitaleiknum gegn Barcelona í meistaradeild Evrópu í handknattleik um helgina, 29:24, eftir að hafa haft betur á heimavelli viku fyrr, 28:25. Þar með varð Barcelona Evrópumeistari í handknattleik fimmta árið í röð. Kielarmenn voru síður en svo ánægðir með dómgæslu síðari leiksins en hún var í höndum Slóvenanna Kalins og Korics. Þóttu þeir dæma Barcelona allt í hag þegar leikurinn var í járnum skömmu fyrir leikslok og Kiel- armenn með vænlega stöðu þar sem þeir voru aðeins einu mark undir. Þóttu dómararnir þá grípa til sinna ráða og gefa Barcelona boltann hvað eftir annað og þökkuðu Spánverj- arnir fyrir sig og unnu 29:24. Leikurinn var afar jafn og munaði miklu fyrir Kiel að stórskyttan Perunicic náði sér ekki á strik eftir að hafa gert 11 mörk í fyrri leiknum. Hann setti aðeins 2 mörk í seinni leiknum enda í strangri gæslu, auk þess sem oft var brotið á honum án þess að dæmt væri. Portland San Antonio frá Spáni varð sigurvegari í Evrópukeppni bikarhafa. Lið- ið tapaði fyrir ungverska lið- inu Dunaferr SE 26:20, en vann samanlagt 48:45. Sigurhjá Williams í Sheffield MARK Williams frá Wales varð heimsmeistari í snóker í fyrsta skipti þegar hann sigraði landa sinn, Matthew Stevens, í hörku- spennandi úrslitaleik í Crucible- leikhúsinu í Sheffield sem lauk í fyrrakvöld. Lokatölur urðu 18:16 eftir að Stevens hafði leitt einvígið lengst af og náð 13:7 forystu á tíma- bili. Williams kórónaði með þessu sitt besta tímabil sem atvinnumaður en ,ljóst var fyrir úrslitakeppnina í Sheffield að hann yrði efsti maður heimslistans að því loknu. Hann sýndi styrk sinn á lokaspretti móts- ins því í undanúrslitunum var Will- iams 11:15 undir gegn John Higgins áður en hann sigraði, 17:15, og lék svipaðan leik gegn Stevens. „Mig hefur dreymt um þennan titil síðan ég var smástrákur og að hafa náð honum og efsta sæti heimslistans er stórkostlegt. Það er líka magnað fyrir velsku þjóðina að ég og Stevens skyldum báðir kom- ast í þennan úrslitaleik. Baráttu- ""andinn fleytti mér í þennan leik eins og svo marga aðra, ég hef oft unnið tvísýna leiki án þess að spila sér- staklega vel, og eftir að ég minnkaði muninn úr 13:7 í 13:11 vissi ég að ég ætti góða möguleika," sagði hinn 25 ára gamli Williams eftir sigurinn. Ólafur, Róbert og Valdimar í úrvalslið? NÚ stendur yfir í Þýskalandi val á svokölluðum stjörnuliðum hand- knattleiksmanna í norðvesturhluta landsins og suðausturhluta og eiga þessi lið að mæta í kappleik í Munster hinn 26. þessa mánaðar. Þrír Islendingar eiga möguleika á að vera valdir í liðin, Olafur Stef- ánsson í sveit norðausturliðsins en Róbert Sighvatsson og Valdimar Grímsson í lið suðaustur. Olafur Stefánsson er í öðru sæti með 33,9% atkvæða í norðaustur- liðinu í vali á skyttu hægra megin, en þar er efstur Staffan Olsons _ með 47,5 % greiddra atkvæða. I suðvesturliðinu eru tveir Islend- ingar að berjast um sæti og er Róbert Sighvatsson nokkuð örugg- ur inni með tæplega 50% í efsta sæti í vali á línumanni en næstur honum er Andreas Rastner. Valdhnar Grímsson er í öðru sæti með tæplega 30% atkvæða á undan Bernd Roos, en efstur er Stephane Joulin í vali hægri hornamanns. Hver sem er getur tekið þátt í valinu sem fer fram á slóðinni, www.satl .de/handball. Eyjólfur næsti þjálfari Stjömunnar? EYJOLFUR Bragason verður að öllmn lfkindum næsti þjálf- ari karlaliðs Stjörnunnar í handknattleik. Stjörnumenn hafa verið að þreifa fyrir sér á þjálfaramarkaðnum undan- farnar vikur - eftir að Einar Einarsson ákvað að hætta þjálfun liðsins. Guðmundur Karlsson, þjálfari Hauka, var í viðræð- um við SIjörnumcnn í síðustu viku, en heimildir Morgun- blaðsins herma að hann sé ekki lengur inni í myndinni og hafnar séu viðræður við Eyj- ólf um að taka við liðinu. Eyj- ólfur er öilum hnútum kunn- ugur hjá Garðabæjarliðinu - hefur þjálfað bæði karla- og kvennalið Stjörnunnar, auk þess sem hann hefur þjálfað IR. í vetur þjálfaði Eyjólfur kvennalið Stjörnunnar. Morgunblaðið/Sverrir Vilhelmsson Róbert Sighvatsson er hér í landsleik gegn Makedóníumönnum f Skopje. íslenska landsliðið leikur þar f undankeppni HM 3. júní. Dormagen að bjarga sér BAYER Dormagen, undir stjórn Guðmundar Þ. Guðmundssonar, vann mikilvægan sigur, 26:20, í fallslag þýska handknattleiksins um helgina er lið Willstátt, með þá Gústaf Bjarnason og Magnús Sigurðsson í fararbroddi, sótti Dormagen heim. Loksins eftir sjö tapleiki í röð tókst Dormagen að vinna leik. Markvörður Dormag- en, Joachim Kurt, var maður leiksins og varði um 20 skot. Dorm- agen vann örugglega eftir að hafa verið undir í byrjun 4:0 og síð- an5:1. Pólverjinn Bedzikowski var langbestur heimamanna með 10 mörk, Róbert Sighvatsson skor- aði 4 mörk, Héðinn Gilsson 2 og Daði Hafþórsson 1. Gústaf Bjarna- son var sá eini hjá Willstátt sem lék af eðlilegri getu og gerði 8 mörk. Magnús Sigurðsson skoraði eitt. Dormagen er þar með þremur stigum á undan Wuppertal og fimm stigum á undan Willstátt þegar fjórir leikir eru eftir. Wuppertal leikur í kvöld gegn Groswallstadt. Mikil slagsmál brutust út á loka- mínútum leiks Nettelstedt og Lemgo. Fimm leikmenn voru send- ir í kælingu á síðustu mínútum leiksins og Mikulic tókst að jafna, 21:21, fyrir Nettelstedt aðeins 40 sek. fyrir leikslok. Það gengur allt- af mikið á þegar þessi lið mætast enda nágrannar og oft allt annað en handbolti í fyrirrúmi. Leiknum lauk 21:21 eftir að Nettelstedt hafði verið yfir í leikhléi, 12:9. Lakenmacher var markahæstur leikmanna Nettelstedt með 5 mörk og Siniak var markhæstur leik- manna Lemgo, setti 9 mörk. Magdeburg vann góðan sigur, 24:20, á hinu feikisterka liði Nord- horn á heimavelli sínum. Ólafur Stefánsson fór sér hægt í leiknum og setti aðeins eitt mark. Keppi- nautur hans á hægri vængnum, Abati, var hins vegar markahæstur með 9/5 mörk. Hjá Nordhorn var hornamaðurinn knái Johan Petter- son markahæstur með 6 mörk. Essen vann góðan útisigur, 19:16, gegn liðsmönnum Eisenach sem alla jafna eru afar sterkir heima. Patrekur Jóhannesson skor- aði eitt mark fyrir Essen en Julian Duranona var með tvö fyrir Eisen- ach. Vegna Evrópuleikjanna verður fjöldi leikja í kvöld og ljóst að nú dregur til tíðinda enda stutt eftir af mótinu. Gintas og Gintaras áfram hjá UMFA Litháarnir Savukynas Gintaras og Gaulkauskas Gintas leika áfram með Aftureldingu á næstu leiktíð í handknattleiknum. Þeir undirrituðu eins árs samning við Mosfellinga seint í fyrrakvöld áður en þeir héldu í sumarleyfi til Litháen. Báðir hafa þeir leikið með Aftureldingu sl. tvö keppnistímabil. „Það var algjört forgangsmál hjá okkur að halda þeim og því vildum við ganga frá samningum við þá áður en þeir færu utan, þannig að engin óvissa ríkti," sagði Jóhann Guðjóns- son, formaður handknattleiksdeildar UMFA í gær, en Gintaras og Gintas héldu utan snemma í gærmorgun ásamt fjölskyldum sínum. „Gintaras og Gintas eru leikmenn sem við vilj- um hafa innan okkar herbúða." Jóhann sagði að næsta mál á dag- skrá hjá stjórn deildarinnar væri að ráða þjálfara fyrir næsta keppnis- tímabil og sagði hann að þar væru menn að velta fyrir sér fjórum kost- um, en að svo stöddu vildi hann ekki upplýsa hverjir þeir væru, en vænt- anlega myndi þetta mál skýrast fljót- lega. Einar Gunnar í aðgerð Einar Gunnar Sigurðsson, leik- maður UMFA, gekkst í gær undir að- gerð á liðþófa í vinstra hné, en meiðsli plöguðu Einar Gunnar nær allt nýlið- ið keppnistímabil. Óttast var um tíma að hann væri með slitin krossbönd í hné og sagði Jóhann að mönnum væri mjög létt að vita að svo væri ekki. „Okkar von er sú að með þessari aðgerð geti hann leikið með okkur áfram af fullum krafti," sagði Jóhann. HK samdi við Garcia JALIESKY Gareia, handknattleiksmaður frá Kúbu, skrifaði á laugardaginn undir þriggja ára samning við 1. deildarlið HK og er væntanlegur alkominn til Kdpavogsfélagsins í byrjun júlí. Garcia er 25 ára og á um 25 landsleiki að baki fyrir Kúbu. Hann lék með félagsliði á Puerto Rico á síðasta tímabili. Hann er hávaxinn, 1,95 m á hæð, og getur leikið allar stöður fyrir utan en er þtí fyrst og fremst rétthent skytta. Garcia æfði með HK á föstudag og laugardag og f kjölfarið var gengið til samninga við hann en að sögn forráðamanna HK íör ekki á milli inála að um mjög öflugan leikmann væri að ræða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.