Morgunblaðið - 06.05.2000, Blaðsíða 3
h
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 6. MAÍ 2000 B 3
KNATTSPYRNA
.. x x -*
Enska Ijónið á mbl.is
Fylgstu daglega með öflugustu
m úrvalsdeild í heimi á mbl.is
Hmbl.is
^ALLTAf= e/TTH\SA0 NÝT7
1Hj |1||§I g
]inn Ijónviljugi
frambærileg félög væru tilbúin að
hreppa hnossið. Ferguson fær því, ef
að líkum lætur, að brjóta heilann í
sumar.
Ótvíræðir yfirburðir
ÍiSSpS
9ht Yorke, Jaap Stam, David Beckham og Teddy Sheringham fagna enn einum meistaratitlinum.
Reuters
Yfirburðir United í vetur hafa ver-
ið ógurlegir. Liðið hafði svo gott sem
tryggt sér meistaratitilinn snemma í
febrúar, án þess þó að sýna sínar
sterkustu hliðar, um það eru menn
sammála. Það er ekki fyrr en á síð-
ustu vikum að liðið hefur leikið við
hvurn sinn fingur. Það segir þó
meira um hin liðin í deildinni en
meistarana sjálfa.
Leeds United var í hlutverki hér-
ans lengi vel, hélt uppi hraðanum.
Þegar á reyndi hafði lið Dave
O’Leai-ys hvorki úthald né mannafla
til að elta meistarana uppi. Þess tími
er einfaldlega ekki kominn.
Arsenal, sem veitt hefur United
verðuga keppni undanfarin tvö ár,
hefur verið brokkgengt á leiktíðinni
og ekki sýnt klærnar fyrr en á allra
síðustu vikum, þegar það var um
seinan. Meiðslum lykilmanna hefur
verið kennt um. Eitthvert andleysi
var aukinheldur að hrjá Arsenal-
menn fram eftir vetri.
Liverpool getur vel við sinn hlut
unað, þrátt fyrir þrálátan hiksta í
síðustu leikjum. Liðið er loksins
komið á beinu brautina aftur, eftir
mörg mögur ár, og í aðstöðu til að
tryggja sér sæti í meistaradeildinni
næsta haust. Spennandi verður að
fylgjast með Rauða hernum á næstu
einu til tveimur árum.
Fimmta liðið í toppbaráttunni,
Chelsea, sparaði kraftana fyrir
meistaradeildina, þar sem fram-
ganga þessa fullorðna flokks var til
fyrirmyndar. Fyrir vikið heltist liðið
úr lestinni fyrir jól heimafyrir. Það
getur þó yljað sér við 5:0 sigurinn á
United síðastliðið haust.
Fyrir utan þetta misjafna gengi
keppinautanna eru margir á því að
sólbaðsdvölin á Sambaströnd í jan-
úar hafi komið meisturunum til
góða. Að vísu var gengi liðsins fyrir
neðan allar hellur í heimsmeistara-
mótinu svokallaða en úr varð fyrir
bragðið dágott miðsvetrarfrí meðan
Arsenal, Liverpool, Leeds og allir
byrsta sig og berja sér á
brjóst, svo bjargarlitlir
menn blotna á lærum. í
seinni tíð hefur kappinn líka
sýnt dómgæslu mikinn
áhuga, sem kemur sér illa
þegar hann er sjálfur í hópi
leikmanna. Stundum hefur
Ferguson brugðið á það ráð
að kippa kauða hreinlega út-
af til kælingar. Þetta vanda-
mál er hins vegar óverulegt,
þegar upp er staðið, af hefur
ekki hlotist umtalsverður
skaði. Keppnisskap er
sannra kappa siður.
Kom frá Cobh Ramblers
Reuters
a manna maki, segja menn stundum um
Roy Keane fyrirliða.
leikið sem aldrei áður. Var þó enginn
meðalmaður fyrir. Vel má skilja hvers
vegna félagið lagði sig í líma við að
halda honum.
Keane er mikill kappi. Fer fyrir liði
sínu með góðu fordæmi og hvetur
menn til dáða, með góðu eða illu.
Hann er holdgervingur baráttu og
sigurvilja enda lærisonur tveggja
svipmestu og sigursælustu knatt-
spyrnustjóra sinnar kynslóðar, Bri-
ans Clough og Alex Fergusons. „Ég
hef verið svo lánsamur að leika undir
stjórn tveggja merkra knattspyrnu-
stjóra," segir hann. „Ég stend í þakk-
arskuld við Brian Clough fyrir að
gefa mér svo snemma tækifæri hjá
Nottingham Forest. En það er Alex
Ferguson sem hefur haft mest áhrif á
feril minn, innan vallar sem utan.“
Það sem menn finna Keane helst til
foráttu er skapið. Hann á það til að
Clough gróf Keane hinn
unga upp í heimalandi hans,
Irlandi. Var hann þá í röð-
um Cobh Ramblers. Hlaut
pilturinn strax sína eldskírn
og varð á skömmum tíma
umtalaðasta og eftirsóttasta
eign Nottingham Forest.
Þegar skógarmenn féllu
með skelli vorið 1993 hófst líka æsi-
legur slagur um krafta hans. United
hreppti hnossið, borgaði 3,75 milljón-
ir punda, sem var metfé í þá daga.
Keane small snemma inn í liðið sem
landaði hverjum titlinum af öðrum og
þegar sjálfskipaður hershöfðingi,
Paul Ince, gekk á dyr, sumarið 1995,
tók Keane upp merki hans, sem kjöl-
festa og drifkraftur á miðjunni. Þegar
hinn óborganlegi Eric Cantona dró
sig í hlé, tveimur árum síðar, tók
hann síðan við fyrirliðabandinu.
Keane leiddi United til hinnar ótrú-
legu þrennu í fyrra og mun, ef að lík-
um lætur, fagna fleiri sætum sigrum
áður en yfir lýkur. Og þegar Roy
Keane leggur skóna á hilluna mun
nafn hans lifa áfram, í sögubókum.
Hann er án efa einn af dáðustu
drengjum Manchester United, fyrr
og síðar.
Mesti munur frá upphafi?
MANCHESTER United hefur þegar sett stigamet í 38 leikja úrvals-
deild, hlotið 85 stig og á enn tvo leiki eftir. Stigametið í úrvalsdeild-
inni, 92 stig, sem félagið á sjálft frá árinu 1994, er aftur á mdti ekki í
hættu. Þá voru leiknir 42 leikir. Besti árangur félagsins í 38 leikja
deild fram til þessa var 82 stig árið 1996.
Annað met gæti fallið. Stigamunur á efsta og næstefsta liði. Metið í
úrvalsdeildinni á United, vann deildina með tíu stiga mun 1993. Metið
í efstu deild á hins vegar Everton, sem sigraði í gömlu fyrstu deildinni
með þrettán stiga mun 1985. United hefur nú sextán stiga forskot á
Arsenal, sem á einn leik til góða.
hinir óðu aurinn í frostinu heima fýr-
ir. Unitedmenn eru vissulega vanir
að toppa á vormánuðum en aldrei
sem nú. Þar hefur sólbaðið sitt að
segja.
Ekki svo að skilja að United hefði
að öðrum kosti ekki farið með sigur
af hólmi. Það hefði liðið gert. Bara
ekki með eins miklum yfirburðum og
raun bervitni.
Sex meistaratitla hefur Man-
chester United nú unnið á átta árum,
aðeins tvö önnur félög hafa komist
að meðan úrvalsdeildin hefur verið
við lýði, Blackburn Rovers 1995 og
Arsenal 1998. Gæti hugsast að Eng-
lendingar séu að sigla inn í sama
„ófremdarástand" og Skotar, þar
sem Glasgow Rangers hefur hampað
titlinum ellefu sinnum á tólf árum?
Á að vera á toppnum
Eðlilegt er að menn velti þessu
fyrir sér. United er klárlega með
besta liðið, breiðasta leikmannahóp-
inn, klókasta knattspyrnustjórann,
stærsta leikvanginn, flesta stuðn-
ingsmenn og mesta fjánnagnið -
risafyrirtæki á alþjóðamælikvarða.
Það malar gull. Um það bera „kaup-
in“ á van Nistelrooy vitni, ekkert
annað félag á Englandi hefði getað
lagt nítján milljónir sterlingspunda
út fyrir mann sem að mörgu leyti er
enn óskrifað blað. Miðað við stærð
og styrk á United að vera á toppn-
um. Hættan á einokun er því óneit-
anlega fyrir hendi, þótt stuðnings-
menn United skynji ástandið
auðvitað ekki sem hættu.
Margt veltur á Ferguson. Hann er
leikhússtjórinn í Leikhúsi draum-
anna og maðurinn sem leysir hann af
hólmi, þegar þar að kemur, mun
standa andspænis þrítugum hamri.
Grunnurinn verður auðvitað á sínum
stað en kænska Fergusons er ekki
mörgum í blóð borin.
Annars er vont að horfa fram í
tímann í þessu efni. Veldi Liverpool
á áttunda og níunda áratugnum var
ekki árennilegt en allt í einu riðaði
það til falls. Rétt sísona. Nú, tíu ár-
um síðar, er skútan loksins að kom-
ast á réttan kjöl aftur. Ekki sér mað-
ur United þó sökkva svo djúpt, þó
óhjákvæmilega komi að því, fyrr eða
síðar, að Rauðu djöflunum verði velt
úr sessi sem besta liði enskrar knatt-
spyrnu. Að minnsta kosti um stund-
arsakir.
UM HELGINA
GLÍMA
Islandsglíman verður í íþróttahúsinu í
Grafarvogi kl. 14.15.
ÍSHOKKÍ
Úrslitaleikur íslandsmótsins.
Sunmidagur:
Laugardalur: SR-SA.................19
KNATTSPYRNA
Laugardagur:
Deildarbikarkeppni kvenna
Ásvellir: FH-KR....................10
Ásvellir: Breiðablik - Þór/KA......14
Ásvellir: KRV-ÍA...................16
Stjömuvöllur: Stjaman - ÍBV........14
Sunnudagur:
Deildarbikarkeppni karla, undanúrslit:
Reykjanesh.: Grindavik - Leiftur...14
Mánudagur:
Laugardaiur: Valur - Fylkir........20
Boccia
Norðurlandamót fatlaðra í boccia verður
haldið um helgina í íþróttahúsinu við
Sunnubraut í Keflavík. Mótsetning verður
kl. 10 í dag.
FELAGSLIF
Lokahóf HSÍ
Lokahóf Handknattleikssambands íslands
fer fram í Broadway í kvöld. Húsð opnað kl.
18, borðhald kl. 19.40.
r