Morgunblaðið - 06.05.2000, Side 4
Petr Baumruk pússaði rykið af „fallbyssunni" þegar mest á reyndi
Eitt ár í viðbót
PETR Baumruk, leikmaður íslandsmeistara Hauka, var besti leik-
maður nýliðins íslandsmóts í handknattleik að mati íþróttaf rétta-
manna Morgunblaðsins. Það var ekki síst í úrslitarimmunni gegn
Fram um íslandsmeistaratitilinn sem Baumruk sýndi hvers hann
er megnugur. í fjarveru Óskars Ármannssonar tók Baumruk af
skarið og vilja margir meina að frammistaða hans hafi vegið
þyngst á metunum að Haukarnir unnu langþráðan íslandsmeist-
aratitil. Baumruk, sem var eins og klettur í vörninni hjá Haukum á
keppnistímabilinu, tók fram „fallbyssuna" og sýndi að hann hafði
engu gleymt í skothæfni.
Guðmundur
Hilmarsson
skrifar
Eg lít á þessa útnefningu sem
mikla viðurkenningu fyrir mig
og ekki síst fyrir Hauka. I mínum
huga eiga Hauka-
menn, bæði leik-
menn, stjóm og
stuðningsmenn liðs-
ins, sem eru frábær-
ir, þátt í þessum Islandsmeistaratitli
og um leið þessari viðurkenningu,"
sagði Baumruk þegar hann tók á
móti bikar að gjöf frá Morgunblað-
inu. Fáir Haukamenn fögnuðu meira
en Baumruk þegar íslandsmeistara-
titillinn var í höfn enda hafði kappinn
stefnt að þessu allar götur frá því
hann gekk í raðir Hauka fyrir 10 ár-
' um. A þessum áratug hefur Baum-
rauk leikið gríðarlega stórt hlutverk
í Haukaliðinu og verið kjölfestan í
leik liðsins. Af mörgum erlendum
leikmönnum sem hafa í gegnum tíð-
ina leikið með íslenskum félagsliðum
er Baumruk án efa einn sá besti.
Frábær samstaða
og sterk liðsheild
„Þetta var frábær stund þegar við
unnum titilinn og að þessu hafði ég
stefnt. Ég vissi að þetta gæti orðið
síðasti möguleiki minn á að verða
meistari með Haukum. Það var stór
stund þegar við urðum deildarmeist-
arar áríð 1994 og bikarmeistarar
1997 en auðvitað jafnast ekkert á við
að vinna íslandsmeistaratitilinn.
Þegar tímabilið hófst var ég ekkert
að hugsa um neina titla og byrjunin
hjá okkur gaf kannski ekkert tilefni
til þess. Þegar liðið small svo loks
saman sá ég alveg fyrir að við gætum
náð langt en við pössuðum okkur á
að taka eitt skref í einu.“
Hvað gerði útslagið að Haukar
urðu íslandsmeistarar?
„Það er mjög erfitt að segja. Fyrst
og fremst held ég að gríðarlega góð-
ur liðsandi og samstaða í liðinu hafi
gert það af verkum að við fórum alla
leið. Sum lið eru með afburðaeinsta-
klinga í sínum röðum en hjá okkur
unnust leikirnir á hðsheildinni. Guð-
mundur þjálfari náði upp góðri sam-
• stöðu í liðinu, mórallinn var góður og
menn voru tilbúnir að fórna sér í
leikina. Eftir því sem fór að ganga
betur eftir áramótin jókst sjálf-
straustið hjá mönnum og það hefur
að sjálfsögðu mjög mikið að segja.
Ég verð líka að segja að við Haukar
eigum frábæra stuðningsmenn sem
mæta ekki bara á heimaleikina held-
ur fjölmenntu þeir á útileikina og
veittu okkur öflugan stuðning. Við
leikmennimir eigum þessum stuðn-
ingsmönnum mikið að þakka.“
Hungraður í að vinna titilinn
Þegar Óskar meiddist tókst þú
heldur betur af skarið í sókninni.
Margir vilja halda því fram að þú
hafir átt stærstan þátt í að Haukar
urðu meistarar?
„Það vinnur ekkert lið svona mót á
einum manni. Við þurftum að bregð-
ast við því þegar Oskar meiddist og
það kom í minn hlut að leika stærra
hlutverk í sókninni. Ég notaði tím-
ann sem gafst til að æfa skotin enda
vissi ég að Frammaramir myndu
leggja meiri áherslu á að stöðva
Halldór og Kjetil. Fyrir vikið losnaði
meira um mig. Þá held ég að það hafí
hjálpað mér að ég var mjög hungrað-
ur í að vinna titilinn."
Baumruk fluttist ásamt fjölskyldu
sinni til íslands frá Tékklandi árið
1990. Hugmyndin var sú að dvelja
hér í nokkur ár en fjölskyldunni hef-
ur líkað lífið vel hér á landi og hefur
sest hér að. Fyrir fjómm ámm fékk
fölskyldan íslenskt ríkisfang. Baum-
mk og eigkona hans, Jarka Baum-
mk, eiga þrjú börn, Petm 14 ára,
Katarinu sem er 12 ára og Hauk, 6
ára, sem er skírður í höfuðið á Hauk-
um. Fjölskyldan hefur einnig tékkn-
esk vegabréf og það kemur í veg fyr-
ir að íslenska landsliðið í hand-
knattleik geti notað krafta Baum-
mks.
En hver var kveikjan af því að
hann kom til Islands til að spila með
Huukum?
„Ég lék með tékkneska landslið-
inu í Laugardalshöllinni árið 1988 og
eftir þá leiki settu Haukarnir sig í
samband við mig. Mér leist ekkert
allt of vel á að flytja til íslands en
Haukamir gáfust ekki upp. Þeir
héldu áfram að hringja í mig og
tveimur ámm síðar kom Viggó Sig-
urðsson, sem þá þjálfaði Hauka,
ásamt stjórnarmönnum út til Prag
og gengu frá samningi við mig. Mér
finnst hafa orðið miklar framfarir í
íslenskum handbolta frá því ég byrj-
aði að spila hér á landi og ég held að
framtíðin sé bara björt. Það era
margir ungir strákar að koma upp
og félögin verða að passa sig á því að
gefa þeim tækifæri," segir Baumrak.
Evrópumeistari og
íþróttamaður ársins
Baumrak hefur verið hollur sínum
félögum en á löngum og glæsilegum
Morgunblaðið/Jim Smart
Petr Baumruk og Norðmaðurinn Kjetil Ellertsson fagna meist-
aratítli Hauka.
ferli hefur hann einungis spilað með
tveimur liðum, Dukla Prag og Hauk-
um. Með Dukla Prag vann Baumrak
allt sem hægt er að vinna. Hann varð
8 sinnum tékkneskur meistari, 8
sinnum bikarmeistari og árið 1984
varð hann Evrópumeistari með lið-
inu þegar Dukla Prag vann júgó-
slavneska liðið Metaloplastica í úr-
slitaleik þar sem úrslitin réðust í
vítakeppni. Baumrak lék um árabil
með tékkneska landsliðinu og var
lykilmaður þess í mörg ár. Hann
fékk margar viðurkenningar fyrir
frammistöðu sína en hæst bar þegar
hann var kjörinn íþróttamaður árs-
ins í Tékklandi árið 1986 og hand-
knattleiksmaður ársins árið 1988.
Nú verður þú 38 ára gamall ísum-
ar. Hvernig ferð þú að því að halda
þér í svona góðu formi, kominn á
þennan aldur?
„Lykillinn að því er að æfa vel og
mikið og það hef ég reynt að gera all-
an feril minn. Ég lyfti lóðum reglu-
lega allt árið og yfir sumartímann
hef ég haldið mér í formi með því að
spila tennis og þá hef ég alltaf æft í
einn mánuð með Dukla Prag þegar
ég hef verið þar í heimsókn. Ég neita
því ekki að leikirnir gegn Fram tóku
mikinn toll enda spilaði ég mjög mik-
ið í þessum leikjum. Ég hef alltaf
reynt að leggja mig hundrað prósent
fram bæði í æfingum og leikjum."
Ætlar þú að vera með á næsta
tímabili?
„Já ég ætla að taka eitt ár til við-
bótar. Það er mikið að gerast hjá
Haukum á næstunni. Félagið er að fá
nýtt og glæsilegt íþróttahús og auð-
vitað verður maður spila í því. Þá er
mjög gaman að Viggó skuli vera að
koma aftur og þjálfa liðið en hann
var fyrsti þjálfarinn sem ég var hjá
þegar ég kom til Hauka. Ég hef ékk-
ert hugsað lengur fram í tímann.
Einhvem tímann kemur að því að við
flytjum aftur til Tékklands en hve-
nær það verður er ómögulegt að
segja. Þeir hjá Dukla Prag hafa oftar
en einu sinni boðið mér að þjálfa og
hver veit nema að komi að því ein-
hvern tímann.Við hjónin og börnin
eram ákaflega ánægð að búa á ís-
landi. Það tók eðilega sinn tíma að
komast inn í hlutina hér á landi, læra
tungumálið og lifa með veðrinu
hérna en í dag erum við mjög sátt,“
sagði Baumrak að lokum.
Vinnur Ingibergur fimmta árið í röð?
ÍSLANDSGLÍMAN, keppnin
um Grettisbeltið, fer fram í
dag í íþróttahúsinu í Grafar-
vogi og hefst klukkan 14.15.
Sex glímumenn eru skráðir
til keppni, þar á meðal sigur-
vegari keppninnar undan-
farin fjögur ár, Ingibergur
Sigurðsson, Ungmennafólag-
inu Víkverja, UV. Auk Ingi-
bergs glíma Arngeir Friðriks-
son, HSÞ, Óiafur
Kristjánsson, UV, Sigmundur
Þorsteinsson, UV, Sigurður
Nikuiásson, UV, og Stefán
Geirsson, HSK.
Ingibergur er glímukóngur
undanfarinna fjögurra ára og
einnig núverandi skjaldarhafi
Ármanns. Hann hefur síðustu
misseri í æ ríkari mæli lagt
stund á júdó, en mætir eigi að
síður ákveðinn til leiks. Aðal-
smerki hans eru góð glímulok
og tæknileg útfærsla bragð-
anna. Ingibergur er að taka
þátt í Íslandsglímunni f
nfunda sinn.
Ekki er ósennilegt að
keppnin um Grettisbeltið
standi á milli Ingibergs og
Arngeirs sem hefur verið á
meðal öflugustu glfmumanna
landsins undanfarin ár og er
á meðal keppenda í Islands-
glfmunni í tfunda sinn. Arn-
geir er núverandi Landsglím-
umeistari og bikarmeistari
Glímusambandsins og mun
örugglega sækja fast að vinna
Grettisbeltið, en það hefur
hann aldrei unnið.
■ ÞORVALDUR Þorvaldsson, fyr-
irliði handknattleiksliðs KA á sl.
vetri, hefur flutt sig yfir í raðir
Þórsara.
mDARREN Anderton, miðvallar-
leikmaður Tottenham, ætlar ekki
að gefa kost á sér í landslið Eng-
lands sem tekur þátt í Evrópu-
keppninni í knattspymu í sumar.
■ ANDERTON hefur verið skipað
að taka sér gott hlé í sumar til þess
að ná sér af ýmsum meiðslum sem
hafa hrjáð hann og plaga hann enn.
■ HERMANN Hreiðarsson og
samherjar í Wimbledon fá Aston
Villa í heimsókn í dag og þurfa
nauðsynlega á sigri að halda svo
þeir megi hanga í voninni um
áframhaldandi veru í ensku úrvals-
deildinni.
■ BAYERN Miinchen og Werder
Bremen mætast í úrslitum þýsku
bikarkeppninnar í knattspyi-nu í
dag, en þetta era sömu liðin og átt-
ust við í úrslitum keppninnar í
fyrra, þá unnu Brimarbúar, 5:4, í
vítaspyrnukeppni eftir að jafnt var,
1:1, að loknum venjulegum leiktíma
og framlengingu.
■ BA YERN hefur tíu sinnum unnið
þýska bikarinn í knattspymu frá
því keppnin var tekin upp árið 1953.
Brimarbúar hafa fjóram sinnum
staðið í sömu sporum, fyrst 1961.
Fjóram árum áður unnu leikmenn
Bayem bikarinn fyrsta sinni.
■ OTTMAR Hitzfeld, þjálfari
Bayern, hefur aldrei stýrt liði tO
sigurs í þýsku bikarkeppninni.
Hann hefur lofað að stilla upp
sterkasta liði sem mögulegt er til
þess að vinna. „Mig langar til þess
að vinna bikarinn í fyrsta skipti,"
segir Hitzfeld.
■ ÞAR með ætlar Hitzfeld ekki að
fara að tilmælum Franz Becken-
bauers og Uli Höness, en báðir
höfðu þeir sagt að félagið ætti ekki
að leggja mikla áherslu á bikar-
keppnina, heldur setja allan þunga
í síðari leikinn við Real Madrid í
Meistaradeild Evrópu sem fram
fer á Ólympíuleikvanginum í
Munchen á þriðjudagskvöldið.
■ OLEG Luzhny, leikmaður Ars-
enal, er ekki vinsælasti maður í
herbúðum Tottenham um þessar
mundir eftir að hann lýsti því opin-
berlega yfir að landa hans, Sergei
Rebrov, væri hollast að ganga til
liðs við stærra og öflugra félag en
Tottenham, en Rebrov hefur öðr-
um þræði náð samkomulagi við
Tottenham um að ganga til liðs við
félagið í sumar fyrir um 1.200 millj-
ónir króna.
■ „ÞAÐ væri betra fyrir Rebrov
að gang til liðs við stærra og öfl-
ugra félag. Mín skoðun er sú að
hann ætti að koma til Arsenal. Það
hefur vakið undrun mína að hann
skuli velja Tottenham," segir
Luzhny, sem lék með Rebrov hjá
Dinamo Kiev. „Ég var samherji
hans í átta ár og ég vil honum að-
eins það besta,“ bætti Úkraínumað-
urinn við.
■ THIERRY Henry, sóknarmaður
Arsenal, var valinn leikmaður apr-
flmánaðar af styrktaraðilum ensku
úrvalsdeildarinnar. Sir Alex
Ferguson hreppti hnossið úr hópi
knattspymustjóra deildarinnar.
■ TORE Andre Flo er sagður undir
smásjánni hjá Rangers þessa dag-
ana og félagið sé jafnvel tilbúið að
greiða fyrir hann um 1.400 milijónir
króna. Það er talsvert lægra verð
en Chelsea hefur sett upp.
■ FABIEN Barthez, markvörður
Mónakó, hefur útilokað að hann
gangi til liðs við Manchester Unit-
ed. Segist hann hafa jafnað ágrein-
ing sinn við þjálfara Mónakó og vilji
þar með standa við samning sinn
við félagið, en af honum eru eftir
þrjú ár.