Morgunblaðið - 12.05.2000, Síða 1

Morgunblaðið - 12.05.2000, Síða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA 2000 IUorgunMðfrtö ■ FÖSTUDAGUR12. MAÍ BLAD Katrín skoraði átta mörk KATRÍN Jónsdóttir, leikmaður Kolbotn, vann það afrek að skora átta mörk í 18:0-sigri gegn Skjetten í fyrstu umferð norsku bikarkeppn- innarí knattspymu kvenna. Kolbotn leikur í úrvalsdeild og Skjetten í 1. deild og sagði Katrín að yfirburðir síns liðs hefðu reynst hálfótrúlegir. Katrín lék á miðjunni í fyrri hálfleik en var færð í sóknina í þeim seinni. Katrín skoraði mörk í öllum regnbogans lit- um, þar af fjögur með skalla. Aldrei áður hafði neinn leikmaður skorað jafnmörg mörk fyrir Kolbotn í einum opinberum leik og því eru mörkin átta hjá Katrrnu met hjá félaginu. Katrín gerði níu mörk fyrir félagið í fyrra. Kolbotn hefur leikið tvo leiki í úrvalsdeildinni, tapaði fyrsta leiknum en vann þann síðari. FLEST bendir til að Gústaf Bjarnason, landsliðsmaður í handknattleik, gangi til liðs við þýska 1. deildarliðið Minden fyrir næstu leiktíð. Gústaf hefur leikið með Willstatt undanfarin tvö keppnistímabil en er ákveðinn í að fara frá félaginu þegar samningur hans við liðið renn- ur út í sumar. Gústaf var í Minden í gær þegar Morgunblaðið náði tali af honum en hann var þá nýbúinn að ræða við forráðamenn félagsins. „Ég tel mjög góðar líkur á því að ég fari til Minden en væntanlega verður gengið frá samningi i næstu viku. Ég tel lið Minden vera mjög góðan kost fyrir mig og ég lít á þetta sem stórt skref upp á við enda liðið geysilega gott,“ sagði Gústaf í sam- tali við Morgunblaðið. Gústaf er ætlað að fylla skarð sænska landsliðsmannsins Martin Frandesjö en hann er á leið til Montpellier í Frakklandi. Stjörnum prýtt lið Lið Minden er stjömum prýtt og er eitt sterkasta félagið í þýsku deildinni en sem stendur er það í 7. sætinu. Frægasti leikmaður félags- ins er Spánverjinn Talant Dusjebaev Eyjólfur með Stjömuna STJARNAN hefur gengið frá ráðningu á Eyjólfi Bragasyni í starf þjálfara karlaliðs fé- lagsins fyrir næsta timabil - Eyjólfur skrifað undir eins árs samning. Hann þjálfaði kveimalið Stjömunnar i vetur en hefúr áður þjálfað karlalið Stjömunnar auk þess sem hann þjálfaði ÍR i nokkur ár. sem oft hefur verið kjörinn besti handboltamaður heims. Þá leika með liðinu meðal annarra rússnesku landsliðsmennirnir Alexander Tutschkin og Dimitri Kouzelev, Frank von Behren, sem er ein aðal- skyttan í þýska landsliðinu í dag, og júgóslavneski landsliðsmaðurinn Mike Bezdicek. Þjálfari Minden er Alexander Rimanov sem um árabil var ein styrkasta stoðin í rússneska landsliðinu. Hann skrifaði undir samning við liðið á miðvikudaginn til júní 2002. Morgunblaðið/Sigmundur Ó. Steinarsson Magnús Sigurðsson og Gústaf Bjarnason með fyrrverandi þjálfara Willstátt, Hrvoje Horvart. Vill ekki leggja stein í götu Dormagen og Wuppertal Samkomulag er mögulegt Þorbjöm Jensson, landsliðs- þjálfari í handknattleik, seg- ist ekki ætla að leggja stein í götu Bayer Dormagen eða Wupp- ertal - leggjast gegn því að liðin geti notað íslenska leikmenn sína, fari annaðhvort liðið í umspil um sæti í 1. deild þýska handknatt- leiksins. Það sé hins vegar sín krafa að félögin hafi samband við sig og að samkomulag verði gert því það sé skýlaus réttur sinn að krefjast þess að leikmennirnir séu mættir á æfingu landsliðsins 22. maí. Dormagen hafi þegar haft samband og líklega ekkert því til fyrirstöðu að þeirra leik- menn geti leikið með félögum sín- um komi til þess að það þurfi að taka þátt í þessum umræddum leikjum. Hins vegar hafi ekkert heyrst frá forráðamönnum Wuppertal. Umspilið í þýska handknatt- leiknum verður 24. og 27. maí, en landsliðið sem Þorbjörn valdi í gær kemur saman til æfinga 22. maí vegna leikja við Makedóníu í undankeppni HM. í þessum hópi eru tveir leikmenn Dormagen, Daði Hafþórsson og Róbert Sig- hvatsson, og einn frá Wuppertal, Dagur Sigurðsson. Alþjóðareglurnar eru skýrar, að sögn Þorbjörns, landsliðið á rétt á leikmönnunum 30 daga á ári frá 1. júlí í fyrra til 30. júní í ár. Sá kvóti er ekki fullnýttur. „Það er ekki ætlun okkar hjá HSÍ að hundsa óskir félaganna þótt rétturinn sé okkar. Leik- menn hafa líka ákveðnum skyld- um að gegna gagnvart sínum fé- lögum auk þess sem hugsanlegar deilur HSÍ og félaganna myndu bitna harðast á þriðja aðilanum, það er leikmönnunum sjálfum. Ég sé það alveg fyrir mér að ef annað hvort félagið fari í umspil 24. og 27. þá geti ég alveg sæst á að leikmennirnir leiki með sínum liðum að því tilskildu að félögin sjái til þess að greiða fyrir þá fargjald til Tékklands, þar sem við verðum í æfingabúðum, og að leikmennirnir verði komnir til þeirra daginn eftir síðari leikinn í umspilinu, það er hinn 28. maí. Þá væri málið leyst,“ sagði Þor- björn. Magnús með til- boðfrá Göppingen MAGNÚS Sigurðsson, hand- knattleiksmaður, sem leikið hefur með þýska úrvalsdeildarliðinu Willstatt, hefur fengið tilboð frá Göppingen. Göppingen sem Rúnar Sig- tryggsson leikur með, mælir Hild- esheim í tveimur leikjum og sigur- vegarinn í þeim viðureignum leikur gegnWuppertal eða Dor- magen um 1. deildarsæti. „Ég á eftir að meta þetta tilboð frekar en mér líst annars ágætlega á félagið. Það er Ijóst að ég fer frá Willstatt," sagði Magnús í samtali við Morgunblaðið í gær. Magnús sagði að Sljaman hefði rætt við sig um að koma í liðið fyr- ir næsta túnabili en hann lék með Garðabæjarliðinu áður en hann fór til Þýskalands. Hann sagði að hann teldi mjög ólíklegt að hann kæmi heim í sumar enda væri hann ekki búinn að ljúka því námi í lytjafræði sem hann leggur stund á. Gústaf á leið til VIÐTAL VIÐ GOLFKENNARANN ARNAR MAI ÞYSKALANDI /C2, C3

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.