Morgunblaðið - 31.05.2000, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 31.05.2000, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 2000 63 FÓLKí FRÉTTUM Kvikmyndin 101 Reykjavík verður frumsýnd í kvöld Hallgrímu heima á 1 Kvöldið í kvöld er æsispennandi fyrir að- standendur kvikmyndarinnar 101 Reykja- vík. Það er komið að frumsýningu. Jóhanna K. Johannesdóttir hitti manninn á bak við söguna, skáldið Hallgrím Helgason, á kaffí- stofu í miðju póstnúmeri 101 og ræddi við hann um myndina, lífíð og tilveruna. ÞETTA er í fyrsta sinn sem verk eft- ir þig ratar á hvíta tjaldið. Hvernig fínnst þér myndin ? „Ég er mjög ánægður með þessa mynd, alveg í skýjunum,“ segir Hall- grímurogbrosir. Baltasar Kormákm-, sá víðfrægi leikhúsmaður, fékk snemma áhuga á að kvikmynda bókina og hefur síðan verið virkur í ferlinu öllu. Hann samdi handritið að myndinni auk þess að leikstýra, framleiða og svo leika eitt hlutverkanna. En langaði Hallgiim aldrei til að vera með í verkefninu ? „Ég fylgdist með handritsgerðinni, skaut inn hugmyndum og hjálpaði svo til með sögumannskaflana á síð- ustu metrunum. Bókin er svona stór- verslun og Baltasar kemur inn í búð- ina með körfu og hann velur úr hillunum línur, samtöl, þætti úr sögu, þangað til hann fyllir körfuna. Svo fer hann heim og eldar úr þessu heila bíómynd. Þetta er allt spurning um val því kvikmyndaformið er svo knappt.“ Hallgrímur segist vera mjög ánægður með val Baltasars, hann hafi sýnt að hann beri gott skynbragð á að velja bestu hlutina, setningarnar og aðstæður. Þegar hér er komið við sögu fær Hallgrímur sér bolla af rótsterku, ilmandi espresso kaffi og sníkir sér sígarettu á næsta borði. „Ég er nefni- lega hættur. Hættur að kaupa sígar- ettur,“ segir hann og fær sér sopa og smók, spjallið heldur áfram. Fylgdistu með tökum myndarinn- ar? „Já, ég var viðstaddur nokkrar tökur, ætlaði stundum bara að kíkja en fór svo ekki heim fyrr en sólar- hring síðar. Það var bara svo gaman. Svo vildu þeir líka láta mig koma fyr- b' í myndinni." Upprisa Hlyns Nú bjóst þú til söguna og þar með Hlyn Björn aðalpersónuna. Var ekk- ert einkennilegt að sjá hann lifna við? „Jú, það var einkennilegt að sitja við hliðina á honum á Kaffibamum. Ég var eitthvað að reyna að spjalla við hann en hann er bara svo lokuð manngerð. Það var líka skrýtið að vera heima hjá honum, í húsinu sem var byggt úti í Héðinshúsi. Það var eins og að ganga inn í hausinn á sjálf- um sér.“ Hilmir Snær Guðnason leikur Hlyn Bjöm, mömmustrák og alls- herjar ónytjung. Það er alveg nýtt að sjá Hilmi í svona hlutverki. Hann hef- ur svo miklu oftar túlkað rómantísku hetjuna, hálfguðinn sem allar stúlkur dreymir. Það dreymir engan um mann eins og Hlyn, hann er meira eins og martröð. Hvernig stóð á því að Hilmir Snær varfenginn íhlutverkið? „Baltasar réð því að sjálfsögðu, þeir hafa unnið mjög mikið saman. Og ég sannfærðist alveg um leið og ég sá Hilmi Snæ með gleraugun, í úlpunni. Eftii- það hvarflaði ekki að mér að nokkur annar hefði átt að gera þetta. Ég tek ofan fyrir Hilmi fyrir frammistöðuna. Hann gerir þetta svo vel að maður efast aldrei um að þetta er Hlynur á tjaldinu, lif- andi kominn... ja, eins lifandi og hann getur orðið. Baltasar á líka stóran þátt í því. Hann nýtur þeirra forrétt- inda, sem kvikmyndaleikstjóri, að koma úr leikhúsinu þar sem hann hefúr unnið mikið með leikurum. Og um leið hefúr honum tekist að dempa leikinn svo mikið niður að það er eng- inn sviðsblær á myndinni og það er svo sterkt að sjá fólk leika svona á lágu nótunum. Það gleymist mjög auðveldlega að maðurinn er að gera sína fyrstu bíómynd. Hilmir/Hlynm- og Hanna María/ Berglind eiga einmitt sterka senu þar sem móðirin kemur út úr skápn- um, maður sér tilfinningamar rótast upp í honum en hann sýnir engin svipbrigði, samt er hægt að lesa út úr andlitinu alls konar hugsanir. Þetta er mjög... já, ég má víst ekki hrósa þessu um of. Maður hljómar eins og roggið foreldri að rausa um bamið sitt.“ í bókinni era orðskýringar yfir tungutak Hlyns. Ein slík er á Hlyni Birni sjálfum, hann er „veiklyndur maður í vanda.“ Veikleikann þarf ekki að útskýra, en hver er vandinn? „Tragík fjallar um venjulegt fólk sem lendir í óvenjulegum aðstæðum. Hlynur er óvenjulegur maður sem lendii- í óvenjulegum aðstæðum. Hann er hinn freðni íslendingur, túndramanngerðin, það þiðnar aldrei í honum kjaminn. Hann forðast öll „mannleg samskipti" eins og hann frekast getur og síðan er hann skyndilega flæktur inn í ástamál móður sinnar. Maður getur nú varla annað en vorkennt greyinu.“ Þegar Hallgrímur er spurður hvað verður svo um hinn gaddfreðna Hlyn, segist hann ekki vita það. Hann hafi ekki heyrt frá honum lengi. Það er mikil nekt í myndinni, sést í bossann á flestum persónum, hvers vegna? „Það var nú mikið reynt að draga úr nekt frá því sem var í bókinni. Vís- indalegar kannanir sem Evrópusjóð- urinn hefur gert sýna hins vegar að fyrir sérhvern nakinn rass sem birt- ist á tjaldinu koma 17 þúsund manns í bíó. Þetta er umreiknuð tala fyrir ís- lenskan markað. Að vísu eram við þá að tala um kvenrass, karlmannsboss- inn skilar ekki nema 3 þúsund áhorf- endum. Þannig að ég held að menn geti bara verið bjartsýnir." Blaðamaður lætur þessa fullyrð- ingu liggja milli hluta, Hallgrímur er líklega bara að grínast. Borg og sveit Hvað er svo næst á döfínni hjá skáldinu? „Ég er að skrifa skáldsögu, ætla að byrja á henni aftur næsta mánudag. Ég er nefnilega að hugsa um að taka mér frí um helgina. Eg verð svo að vinna í sögunni í sumar. Mig vantar bara hótelherbergi úti á landi. Það er alls staðar allt upppantað. í haust verður svo framflutt verkið Skálda- nótt í Borgarleikhúsinu." Fyrri skáldsögur þínar þrjár Hella, Þetta er allt að koma og 101 Reykjavík hafa verið ólíkarhver ann- ari. „Maður reynir náttúrlega alltaf að bæta við sig, að gera ekki alltaf það sama heldur fara í nýja átt.“ Og hvert skyldi þá leiðin liggja? í „Þetta er allt að koma“ fengu les- endur að kynnast stúlkunni Ragn- heiði Birnu, allt frá getnaði fram á miðjan aldur. Konur á öllum aldri samsömuðu sig hörkukvenmannin- um sem lenti ýmist í hræðilegum hrakningum eða vann hetjudáðir miklar. Þær raddir heyrðust að ótrú- legt væri að karlmaður gæti skrifað af slíku kvenlegu innsæi Þegar „101 Reykjavík" kom svo út heyrðust hróp og harmakvein, karllægt sjónarhom var orðið allsráðandi og Hallgrímur jafnvel sakaður um kvenfyrirlitn- ingu. Algjör umskipti höfðu átt sér stað. Leitarðu þá á enn aðrar slóðir í nýju skáldsögunni? „Já, þetta verður sæt og salí sveitasaga. Fyrir ári birtist Halldór Laxness mér í draumi. Hann var þá staddur í brekkunni fyrir ofan Sum- arhús að spjalla við hann Nonna litla. Bjartur var á leiðinni að ná í hann, ætlaði að bera hann niður í bæ. Smám saman rann það upp fyrir mér að þetta væri ágætt efni í skáldsögu: Aldraður rithöfundur deyr og vaknar upp í bók eftir sjálfan sig. Það kallast líka á við það hvemig mér leið sjálf- um á settinu í 101 Reykjavík.“ Nú er allt líka komið í heilan hring í spjalli okkar Hallgríms. Blaðamað- ur sýpur á sódavatni, Hallgrími til samlætis sem dæsir ánægjulega áður en spjallinu er haldið áfram. Myndin sýnir margar hliðar á litlu stórborg- inni Reykjavík. Úti fyrir lemja hríð- arbyljimir lágreist bárajámshúsin en inni stígur siðspillt æskan trylltan dans. Er þetta Reykjavík, ó Reykja- vík þú yndislega borg Hallgríms? „Nei, mér finnst Reykjavík dags- ins í dag vera einhvers konar salsa- pottur, heit og lifandi borg. Ég læt Hlyn hins vegar úthúða borginni fyr- ir hvað hún er köld því hann þolir ekki að ganga úti í veðrinu, bíllaus og reyklaus. Svona köst koma reyndar Morgunblaðið/Jón Svavarsson yfir alla þegar skafrenningurinn veð- ur upp í nefið á manni og ekkert lífsmark finnst í fleiri hundrað metra fjarlægð. Meira að segja fuglamir yf- irgefa okkur og borgin verður eins og smábær í Síberíu." Grert er hlé á orðaflaumnum þegar Ijósmyndarinn lætur sjá sig. A hatt- urinn að vera af eða á? Með hattinn er Hallgrímur svolítið klerklegur svo honum er snarlega tyllt á krúnurak- aðan kollinn. Þá halda samræðumar áfram um stund, húðflúr og hes ber á góma og ótalmargt annað. Er orðunum tekur að fækka kveður blaðamaður Hall- grím með styrku handabandi. Hvort heldur sína leið í bjarta sumarnótt- ina. Bíómyndin 101 Reykjavík fer senn í dreifingu um allan heim og bókin líka. Saman eða í sundur munu þær breiða út hróður íslenskra lista- manna og gefa innsýn inn í hugar- heim hins huglausa Hlyns - manns- ins sem endar „einhvem veginn allur gufusoðinn. Linur Bjöm.“ Nœturqatinn simi 587 6080 í kvöld leikur hið eldhressa STUÐBANDALAG Gestasöngvari: Anna Vilhjálms. Frítt inn til miðnættis. Föstudaginn 2. júní HLJÓMSVEIT HJÖRDÍSAR GEIRS leikur fyrir dansi. Opið frá kl. 22—03. Laugardaginn 3. júní Hinn frábæri söngvíkingur ARI JÓNSSON ásamt Úlfari Sigmarssyni. Bjóðum sjómenn, sem og aðra, velkomna. Borðapantanir í síma 587 6080. VAKORT Eftirlýst kort nr. 4543-3700-0029-4648 4543-3700-0036-1934 4543-3700-0034-8865 Afgreiðslufólk, vinsamlegast takið ofangreind kort úr umferð og sendið VISA Islandi sundurklippt. VERÐLAUN kr. 5000 fyrir að klófesta kort og visa á vágest VISA fSLAND Álfabakka 16, 109 Reykjavik. Sími 525 2000.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.