Morgunblaðið - 31.05.2000, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 31.05.2000, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Nýstúdentar komnir með hvíta kollinn eftir að hafa verið brautskráðir frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja. FS útskrifar 51 stúdent KEFLAVÍK - Fjölbrautaskóla Suð- umesja var slitið við hátíðlega athöfn að viðstöddu fjölmenni á sal skólans á laugardaginn. Að þessu sinni voru brautskráðir nemendur 81 og þar af voru 51 sem lauk stúdentsprófí. Alls voru 680 nemendur í dagskóla á vor- önninni en nemendur í öldungadeild vom 170. Asdís Jóhannesdóttir hlaut hæstu einkunn á stúdentsprófi en hún út- skrifaðist af þremur brautum, eðlis- fræði-, náttúru- og málabraut. Ásdís hlaut viðurkenningar fyrir góðan námsárangur í íslensku, dönsku, ensku, þýsku, frönsku og í raungrein- um. Aðrir nemendur sem hlutu viður- kenningar á stúdentsprófi voru: Jak- ob Snævar Ólafsson fyrir góðan ár- angur í þýsku og hagfræðigreinum, Kolbrún Fanngeirsdóttir fyrir þýsku, stærðfræði og raungreinar og Svava M. Sigurðardóttir fyrir íslensku, efnafræði, þýsku, stærðfræði og dönsku. Að venju stóðu nemendur skólans sjálfir að skemmtidagskránni við athöfnina og þar komu fram Jón Björnsson nýstúdent sem lék á vald- hom við undirleik Ragnheiðar Skúla- dóttur og Heimir Sverrisson nýstúd- ent lék á harmonikku. Ólafur Jón Arnbjömsson skólameistari braut- skráði nemendur og Kristján Asmundsson aðstoðarskólameistari flutti yfirlit yfu' störf á önninni. Fjórar ær fjúrlembdar Sauðburður langt kominn í Mýrdal Fagradal - Sauð- burður í Mýrdal hefur gengið víð- ast hvar vel þetta vorið og sums stað- ar langt kominn eða búinn og frjó- semi í góðu meðal- lagi. Á Suður-Götum í Mýrdal þar sem Jón Hjaltasson og Guðrún Einars- dóttir búa er sauð- burðurinn nánast búinn, aðeins ein ær óborin en þar hefur að sögn Guð- rúnar sauðburður gengið mjög vel og góð frjósemi, af 120 fullorðnum ám voru 4 ær fjór- lembdar og 21 ær þrflembd. Þessi frjósemi telst mjög góð þar sem fleiri en tvö lömb eru eftir hverja vetrar- fóðraða kind að meðaltali. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Erna Jónsdóttir hefur gaman af þvf að líta í fjárhúsin á vorin og heilsa upp á lömbin. Vel gengur að selja sushi-rétti Sindra- bergs ísafirði - Sindraberg ehf. á ísafirði, sem framleiðir frosið sushi, á nú í viðræðum við erlenda aðila um sölu og dreifingu á framleiðslu fyrirtæk- isins og er gert ráð fyrir að útflutn- ingur geti hafist á næstu vikum. Fyrir stuttu tók fyrirtækið þátt í ár- legri matvælasýningu í Brussel í Belgíu og vakti framleiðslan mikla athygli gesta sem komu víða úr heiminum. Framleiðsla Sindrabergs hefur mikla sérstöðu því fyrirtækið er eitt þriggja í heiminum sem getur fram- leitt frosið sushi. Á næstu vikum verður vélakostur fyrirtækisins aukinn verulega auk þess sem starfsfólki verður fjölgað til að auka afköstin. Frá áramótum hefur starfsfólki fyrirtækisins fjölgað úr 4 í 25 og er það nú með stærri atvinnu- rekendum á svæðinu og væntanlega annað stærsta „frystihúsið" á svæð- inu hvað starfsmannafjölda varðar. Sindraberg hóf sölu á frosnu sushi á innlandsmarkaði fyrir rúmum tveimur mánuðum og hafa viðbrögð við framleiðslunni verið góð, að sögn forsvarsmanna fyrirtækisins. Sindraberg ehf. var stofnað í októ- ber á síðasta ári og er hlutafé þess 50 milljónir króna. Hluthafar eru 13 og eru Sameinaðir útflytjendur ehf. þeirra stærstir. Margir hluthafanna eru búsettir í ísafjarðarbæ. Stjórn- arformaður fyrirtækisins er Ivar Pálsson. lillá —HT II 41 I \ G |ip| ' Pmm \ VWil \% •, . y W fflRk jlf - mmk Fj ölbrautaskóla Vesturlands slitið BRAUTSKRÁNING nemenda Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi á vorönn fór fram við há- tíðlega athöfn á sal skólans föstu- daginn 20. maí sl. Að þessu sinni brautskráð ust 62 nemendur: 31 stúdent af 8 mismunandi brautum. I hópnum sem útskrifaðist nú voru stúlkur nokkru fleiri en piltar og athyglis- vert er að af fjórum nemendum sem luku stúdentsprófi af eðlis- fræðibraut voru 3 stúlkur. Auk stúdentanna brautskráðust 13 nemendur af sjúkraliðabraut, 3 nemendur af viðskiptabraut, 2 nem- endur í rafvirkjun, 2 nemendur í húsasmíði, 2 nemendur í vélsmíði, 1 nemandi af starfsbraut, 1 nemandi í rafsuðu, 1 nemandi af íþróttabraut fyrri hluta og 6 nemendur luku fyrri hluta prófi í rafeindavirkjun. Auk þess kvöddu 3 skiptinemar skólann eftir árs nám hér. 1 ræðu Harðar Ó. Helgasonar að- stoðarskólameistara við athöfnina kom m.a. fram að á önninni hefur mikið verið unnið að því að laga skólastarfið að nýrri námsskrá fyr- ir framhaldsskóla og nýjar náms- brautir eru í undirbúningi. Hörður ræddi einnig um erlend samskipti sem eru vaxandi þáttur í skóla- starfinu. Þórir Ólafsson skólameistari ávarpaði útskriftarnemendur og flutti þeim kveðjur skólans. Þórir hvatti útskriftarnemendur til að huga vel að menntun sinni og minnti á að menntun er viðfangs- efni alla ævina því hún er virkasta aðferð okkar til að aðlagast breytt- um aðstæðum. Alma Auðunsdóttir nýstúdent ávarpaði samkomuna fyrir hönd út- skriftarnemenda. Alma rifjaði upp atburði frá skólagöngunni og þakk- aði starfsfólki skólans fyrir samver- una á liðnum árum. Nemendur skólans sáu um tónlistarflutning. Sönghópur FVA söng undir stjórn Heiðrúnar Hámundardóttur og Dóra Erna Ásbjörnsdóttir nemandi á tónlistarbraut lék á píanó en hún hefur nýlokið 8. stigs prófi í píanó- leik. Hlutu verðlaun fyrir afburða námsárangur Margar viðurkenningar fyrir framúrskarandi námsárangur voru veittar að vanda og meðal þeirra var viðurkenning fyrir bestan árangur á stúdentsprófi sem að þessu sinni kom í hlut Kristínar Gróu Þorvaldsdóttur, stúdents af eðlisfræðibraut. Námsárangur Kristínar Gróu er sérlega glæsileg- ur en hún lauk stúdentsprófi á að- eins 6 önnum. Kristín Gróa hlaut einnig viðurkenningu fyrir ágætan námsárangur í dönsku, frönsku, ensku, íslensku og sögu. Loks hlaut hún verðlaun úr minningarsjóði Þorvaldar Þorvaldssonar fyrir framúrskarandi árangur í stærð- fræði og eðlisfræði. Gísli Gíslason bæjarstjóri Akra- ness afhenti námsstyrk Akranes- kaupstaðar sem Gauti Jóhannesson hlaut að þessu sinni. Gauti útskrif- aðist á síðustu haustönn með mikl- um ágætum og nemur hann nú læknisfræði í Svíþjóð. Unnar Þór Bachmann sem einnig útskrifaðist á síðustu haustönn hlaut verðlaun úr sjóði Guðmundar P. Bjarnasonar frá Sýruparti, en Unnar hyggur á nám í eðlisfræði næstkomandi haust. Fjórum sinnum Bókaðu í síma 570 3030 og 4813300 ffft 7.230 kr. meðfluyvallarsköttuui FLUGFÉLAG ÍSLANDS Fax 570 3001 • websales@airiceland.is •www.flugfelag.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.