Morgunblaðið - 11.06.2000, Side 2
2 B SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
Roland Emmerich og Dean Devlin sem
gerðu Independence Day og Godzilla
senda frá sér mynd úr ameríska frelsis-
stríðinu með Mel Gibson í aðalhlutverkinu
að sögn Arnaldar Indriðasonar, sem skoð-
aði tilurð myndarinnar og feril Gibsons.
MEL Gibson er dýrasti
kvikmyndaleikari sög-
unnar. Hann fær and-
virði 25 milljóna doll-
ara fyrir hlutverkið í nýjustu
mynd sinni, Föðurlandsvininum,
eða The Patriot. Þeir eru fáir, ef
nokkrir, sem sett geta fram slíkar
launakröfur og búist við að þær
verði samþykktar. Hins vegar eru
launakröfur stórstjarnanna sífellt
að aukast og þeim fjölgar leikur-
unum í Hollywood sem fá orðið 20
milljónir dollara á mynd. A milli
þess sem hann leikur í stórmynd-
unum fyrir milljarðana kemur svo
Gibson fram í litlum myndum fyr-
ir leikstjóra eins og Wim Wenders
og þiggur smáaura fyrir, er tals-
vert góður leikstjóri eins og
Braveheart sýndi og rekur mynd-
arlegt kvikmyndafyrirtæki sem
hann kallar Icon.
Benjamín Martin
Hann kemur þó ekki að gerð
Föðurlandsvinarins nema sem að-
alleikari. Myndin er alfarið á
hendi þýska leikstjórans Roiands
Emmerichs og framleiðandans
Dean Devlins, sem hingað til hafa
verið þekktir fyrir að gera mis-
jafnlega góðar skranmyndir eins
og Stargate, Independence Day,
sem er frábær geiminnrásar-
mynd, og loks risaeðlumyndina
Godzilla, sem er versta mynd tví-
eykisins. Föðurlandsvinurinn er
allt annars eðlis ef marka má
fréttir af kvikmyndagerðinni, al-
varlegt, sögulegt drama um her-
mann og foringja sem lenda í
miklum þrengingum en myndin
gerist í Suður - Karólínu í frelsis-
stríðinu árið 1776.
Gibson leikur Benjamín Martin,
fyrrum hetju úr franska stríðinu
og indjánastríðum, sem sest hefur
í helgan stein. Hann eignast konu
og á með henni sjö börn og rekur
stóra plantekru. En nýlendubúar,
og hann þar á meðal, vilja komast
undan oki Englendinganna og það
styttist í stórátök gegn breska
heimsveldinu.
Fjögur ár eru frá því hugmynd-
in að Föðurlandsvininum varð til.
Handritshöfundurinn Robert
Rodat hafði nýlega lokið við hand-
ritið að Björgun óbreytts Ryans,
sem Steven Spielberg gerði úr
Óskarsverðlaunamynd, og ráð-
færði sig við framleiðanda mynd-
arinnar, Mark Gordon, um hvað
hann ætti að taka sér næst fyrir
hendur. „Ég held að það hafí verið
Robert sem fyrst nefndi það hvort
við ættum ekki að gera eitthvað
með Frelsisstríðið“, er haft eftir
Mark Gordon.
„Frá því að ég var krakki hefur
stríð þetta heillað mig“, segir
Robert Rodat „og ég hafði oftlega
velt því fyrir mér hvers vegna
engin mynd hefði verið gerð sem
Mel Gibson
tækist á við það.“ Reyndar mis-
minnir Rodat. Leikstjórar hafa
glímt við stríðið áður en með mis-
jafnlega góðum árangri. Kannski
Revolution eftir Hugh Hudson sé
eftirminnilegust þeirra og jafn-
framt sú lélegasta en hún var með
A1 Pacino í hlutverki frelsishetj-
unnar í það skiptið; má segja að
hún sé ein af verstu myndum þess
ágæta leikara. Þess má einnig
geta að breski leikstjórinn
Richard Attenborough hefur ár-
um og áratugum saman reynt að
gera stórmynd úr frelsisstríðinu
en ekki tekist.
Columbia Pictures samþykkti
að taka þátt í gerð Föðurlandsvin-
arins og framleiðandinn Gordon
tók að leita að réttum leikstjóra.
Emmerich varð fyrir valinu og
með í kaupunum fylgdi framleið-
andi hans, Devlin. „Við vorum
fyrst og fremst á höttunum eftir
góðum sögumanni," er haft eftir
Gordon. „Roland er leikstjóri sem
ég hafði áhuga að vinna með en
við Robert vorum miklir aðdáend-
ur Independence Day, sem hann
gerði ásamt Devlin. Við höfðum úr
tveimur kostum að velja. Annars
vegar að leita til leikstjóra sem
hafði gert fimm svona epískar
stórmyndir eða leikstjóra sem
aldrei hafði komið nálægt neinu
slíku. Þeir völdu síðari kostinn.“
Mel Gibson
„Mig grunaði aldrei að ég ætti
eftir að gera mynd um ameríska
frelsisstríðið“ er haft eftir Roland,
sem fæddist í Þýskalandi tíu árum
eftir að síðari heimstyrjöldinni
lauk. „En sagan hreif mig,“ bætir
hann við. „Saga frelsisstríðsins
var kennd í skólum í Þýskalandi
vegna þess að af því spratt fyrsta
Mel Gibson ásamt Danny Glover í Lethal Weapon 4.
Mel Gibson í nýjustu mynd
sinni, The Patriot.
Mel Gibson í hlutverki sínu í Braveheart.
lýðræðisríkið frá því á dögum
Grikkjanna svo ég átti auðvelt
með að tengjast efninu" segir
Roland.
Handritshöfundurinn og fram-
leiðandinn höfðu alltaf Mel Gibson
í huga þegar þeir voru að plan-
leggja myndina. Gibson hefur
auðvitað leikið ansi magnaða
frelsishetju áður í Braveheart,
sem hann leikstýrði og framleiddi
sjálfur, og það hafði eflaust ekki
síst áhrif á valið og þá ráðstöfun
að greiða honum 25 milljónir doll-
ara fyrir viðvikið.
Það er meira í Ástralann Gibson
spunnið en marga stórstjörnuna
frá Hollywood. Hann er fæddur
árið 1956 og sótti leiklistarnám-
skeið í Sidney. Hann var aðeins
tvítugur þegar hann fékk fyrsta
hlutverk sitt í bíómynd, Summer
City, árið 1976 og þremur árum
síðar lék hann þroskaheftan mann
í Tim. Eftir það lék hann í fyrstu
Mad Max myndinni og það varð
ekki aftur snúið.
Gibson vakti athygli þegar ástr-
alska nýbylgjan í kvikmyndum í
kringum 1980 með leikstjórum á
borð við Peter Weir og Bruce
Beresford fremsta í flokki náði út
til heimsins og hann sýndi raun-
verulega leikhæfileika í myndum
eins og Gallipoli og The Year of
Living Dangerously, báðar eftir
Weir. Hollywoodframleiðendurnir
veittu honum fljótlega athygli og
hann flutti í draumaverksmiðjuna
þar sem hæfileikum hans var oft
sólundað í metsöluhasar eins og
Lethal Weapon-myndirnar að
ekki sé talað um furðuverk eins og
Bird on a Wire eða Air America.
Inn á milli lék hann alvarlegri
hlutverk og gerði það með sóma
m.a. Hamlet í mynd Zeffirellis,
þar sem hann var glettilega góð-
ur.
Gibson fékk áhuga á að leik-
stýra og fyrsta myndin hans, und-
anfari Braveheart, var Man With-
out a Face, glettilega traust
byrjendaverk þar sem hann fór
sjálfur með aðalhlutverkið. Að
auki tók hann að framleiða bíó-
myndir og var ein af fyrstu mynd-
unum sem hann framleiddi um
Beethoven; Immortal Beloved.
Saga um fólk
„Það sem mér líkaði helst við
Föðurlandsvininn," segir Gibson,
„er að þótt um stórmynd sé að
ræða er í kjarna hennar saga um
einstaklinga sem við eigum auð-
velt með að skilja, saga um venju-
legt fólk. Ég hef séð epískar stór-
myndir og sumar þeirra snerta
ekki við manni á neinn hátt vegna
þess að þær eru svo mikilúðlegar
og stórfenglegar. Þær ná ekki til
manns tilfinningalega. Mér finnst
miklu mikilvægara að segja sögu
af fólki, fjölskyldusögu, einhverju
sem fólk getur skilið og samsamað
sig við. Ef það gengur upp getur
þú skotið úr eins mörgum fall-
byssum og þig lystir vegna þess
að það hefur einhverja meiningu."
„Það var mjög gaman að vinna
með Mel,“ er haft eftir leikstjór-
anum Emmerich. „Hann sökkti
sér í hlutverkið og hann er ein-
hver auðmjúkasti leikari sem ég
hef unnið með. Ég held að honum
hafi liðið vel að vinna með okkur
og við gáfum honum það pláss
sem hann þurfti til þess að takast
á við persónu sína, skapa hana og
móta eftir sínu höfði."
„Það þarf ekki að leita langt aft-
ur til þess að sjá að sagan endur-
tekur sig,“ segir Gibson. „Öld eft-
ir öld, áratug eftir áratug end-
urtekur sagan sig með nýjum
kynslóðum. Saga eins og þessi
hefur verið sögð frá því við bjugg-
um í hellum og máluðum myndir."