Morgunblaðið - 11.06.2000, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ 2000 B 7
Þessi tvö segl-
skip eru stolt
f ranska f lotans,
skip með sál. Þau
eru lifandi hluti
af þjóðararfinum
og varðveita hina
hefðbundnu
snilld seglskipa-
flotans.
landsför. Fyrstu árin notuðu þeir sín-
ar litlu seglskútur og létu aldrei
smíða fyrir íslandsmið þrímastra
skonnortur á borð við þær sem notað-
ar voru við Nýfundnaland, þar sem
aðstæður og veiðiaðferðir voru allt
aðrar. Má taka það fram vegna vill-
andi sjónvarpsþáttaraðar nýlega.
Tvímastra Góletturnar á íslandsmið-
um voru minni og allt öðru vísi en
þrímastra þorskveiðiskipin við Ný-
fúndnaland.
Um 1860 tekur ungm’ maður, Louis
Laboureur, að bæta úr skipakostin-
um til íslandsveiðanna í skipasmíða-
stöð foður síns í Paimpol með því að
smíða skip sem eru bæði sterkari og
hraðskreiðari en fiskiduggumar fram
að þeim tíma og mun hafa sótt fyrstu
fyrirmynd til Fécamp. „Það var því í
dokkinni hjá Four-a-Chaux, sem verk
hans fæðist: pampólska gólettan, sem
sérstaklega var löguð að veiðunum
við Island og þörfum og aðstæðum
heima,“ skrifar Kerleveo í bók sinni
um Islandsveiðamar. Og bætir við að
það sé Laboreur að þakka að upp frá
því geti skipasmíðaiðnaðurinn í Paim-
pol bætt jafnóðum í þau skörð sem
verði er Island gleypir skipin og upp-
fyllt hratt kröfur útgerðarmanna um
nýsmíði á gólettum, þótt stöku skip sé
byggt annars staðar.
Dæmigerð góletta var um 180
tonna tréskip, 35 metrar á lengd og
7,5 á breidd, 3-5 m djúpt og með fjög-
urra metra djúpristu. Gólettumar
vora koparseymdar og slegnar eir-
þynnum að neðan. Stórmastrið að
framan er hætra, eða 20,75 m., en aft-
ara fokkumastrið lægra og bugspjótið
mjög langt. Seglin níu vora um 500
fermetrar og léku á rá. Með samvinnu
útgerðarmanna og skipstjóra smá-
þróuðust þessi íslandsför svo frá 1852
til 1870, náðu fullkomnun með rúllu-
seglinu sem undið var með taugum up
á rá að neðan enda ekki gerlegt að
senda menn upp í reiðann í veður-
hamnum sem gat skollið á hér við
land eins og hendi væri veifað. Við
heimildaleit í Paimpol 1982 fyrir bók-
ina Fransí Biskví var ég svo heppin að
hafa upp á skipasmiðnum Fréderik
Bonne, sem 94 ára gamall ljómaði við
tilhugsunina um smíði þessara skipa:
Það fer betur um skipverja um borð í skólaskipunum en fiskimennina í gólettunum á íslandsmiðum eins og þessar tvær myndir sýna.
„Gólettumar vora falleg skip
og vönduð" sagði hann. „Var
gaman að sjá á eftir þeim
fullbúnum sigla út. Varla leið
svo mánuður að ekki væri
hleypt af stokkunum skipi
frá einhveijum okkar. Oftast
hjá okkur bræðranum því við
vorum stærstir.“ Faðir hans
hafði sett á stofn eina af
stærstu skipasmíðastöðvun-
um á norðurströndinni upp
úr 1890 og synimir svo rekið
hana þar til þeirra tíma lauk
með fyrri heimsstyijöldinni.
„Við höfðum jámsmíðaverk-
stæði til að geta smíðað allt
úr jámi og galvaniseraðum
járnið. Framleiddum allt sem
þurfti, allt niður í skaftpott-
ana í eldhúsinu. Kraftblokk-
irnar í reiðanum vora sem
annað unnar hjá okkur. Há-
setamir þurftu ekki annað,
þegar við höfðum afhent
skipið, en að koma með hálm-
dýnumar sínar um borð og
setjast að í lúkamum fram á
og stýrimaður og skipstjóri
að ganga að sínum vistarver-
um aftur á. Teikningarnar
unnum við sjálfir. Bættum
skipin í sífellu þegar flotinn
kom heim í september. Þá
komu skipstjóramir til okkar
og við ræddum um skipin og
leituðum eftir göllum sem
mætti bæta. Byggðum á
reynslu þeitra. Það var mjög
vel vandað til þessara skipa.
Þessi gildu 26 metra háu
þungu möstur úr heilu tré og
kvistalaus úr lindifúru sótt-
um við sérstaklega til Ameríku, en
eikin, álmurinn og askurinn sem not-
uð vora í skrokkin komu af Bretagne-
skaga og ofanþilja var allt úr hai'ð-
viði.“ Ekki að furða þótt strand slíkra
skipa hafi þótt mikill hvalreki hjá
jafnviðarlausri og málmlausri þjóð
sem íslendingar voru. En gólettumar
Etoile og Belle Poule sem nú koma í
Reykjavíkurhöfn era alveg eins, úr
koparlagðri eik og oregon pine í
möstram. „Það þurfti mikið til að
halda við 80 skipa flota þegar skipin
týndu svona ört tölunni við Island,"
sagði Bonne gamli. Var þó aðeins að
tala um skipin á þeim slóðum. Svipað-
ar frásagnir um blómatíma þessara
skipa átti annar gamall maður, Fursy
Verdoy, er hann rifjaði upp minning-
ar frá uppvaxtarárum sínum í skipa-
smíðastöð þriggja ættliða í Gravelin-
es, sem líka lifði á smíði íslands-
fai’anna. Hann talaði líka um hve vel
var ætíð til vandað, faðir hans merkti
oft sjálfur trén sem skyldi nota og
vakti yfir þurrkuninni og meðferðinni
á viðnum, enda entust skipin
í 50 ár ef þau ekki fórast sem
var reyndar ekki oft. Mér
telst svo til að á þorskveiði-
tímanum frá 1820 og tii loka
1939 hafi um 400 frönsk skip
ekki komið aftur af íslands-
miðum, þar af helmingurinn
frá Paimpol. Skipin vora
smíðuð víðar, þar á meðal í
Fécamp þar sem Etoile og
Belle Poule vora svo smíðað-
ar 1932, þegar veiðunum við
ísland á seglskipum var að
ljúka.
Síðasta bretónska þorsk-
veiðiskútan Glycine sneri
heim af Islandsmiðum 1935.
Þá var lokið 100 ára blóma-
og hörmungatíma bret-
ónskra fiskimanna á segl-
skútum við ísland. En skip
flotans halda heiðri gólett-
anna á lofti eftir að þær hurfu
af miðunum.
Segl við sjónarrönd
I fallegri bók um þessi
seglskip og siglingar á þeim
segir að á dekkinu sjáist
menn gjaman standa og
góna með nefið upp í loftið,
ekki af merkilegheitum held-
ur af því að seglabúnaðurinn
er svo mikilfenglegur og fal-
legur á siglingu. Seglabúnað-
urinn var mikilvægur og
seglaiðnaðurinn skaraði ekki
síður á Islandstímanum fram
úr í Paimpol en skútumar
sjálfar. Hann var engu síður
þróaður til að standast þessi
voðaveður við Island og var
dúkurinn ofinn misþykkur eftir því
hvar seglið átti að vera og hve mikið
mæddi á því. Þessi segl urðu eftirsótt
langt út fyrir íslandsförin. Ég náði
þvi að koma í síðasta gamla segla-
gerðarverkstæðið, Voilerie L. Dauph-
in, sem bærinn keypti og gerði að
Sjóminjasafni. Hitti þai- síðasta eig-
andann. Þegar Dauphin tók við segla-
gerðinni af föður sínum vora þijár
seglagerðir í Paimpol af tólf í öllu
Frakklandi. Seglin sem ætluð vora til
íslandssiglinganna urðu fljótt nið-
sterk. Þau vora framan af öll heima-
unnin, ofin úr líni ræktuðu í sveitum
Bretagne. En þau vora níðþung og
ómeðfærileg í seglaverkstæðunum og
um borð og era ekki lengur notuð.
Seglin á Etoile og BeUe Pouie era því
ekki lengur úr slíku sérofnu líni held-
ur tergal, en að öðra leyti er hinn
ábúðarmikli seglabúnaður óbreyttur
með stórsegli, skonortusegli, stór-
gaffaltoppsegli, framgaffaltoppsegli,
rásegli eða rállusegli og svo fokkun-
um fjóram.
Nú er langt um liðið síðan fólldð á
bæjunum á Islandi fór í febráar að sjá
hvít segl frönsku seglskipanna bera
við sjónarrönd eins og blúnduverk út
af suðurströndinni þegar þessi stóri
floti kom á miðin, allt upp í 300 skip
með 5000 sjómenn sem vora við veið-
ar út af ströndum Islands í sjö mánuði
á ári hveiju. Þau skipa stórt hlutverk
í okkar sögu eins og sögu Frakka,
sem þeir rækta og era stoltir af. Því
er sérstaklega mikill fengur að því
fyrir íslendinga að fá nú að líta Etoile
og BeUe Pouie í Reykjavíkurhöfn.
Þar sem svona mikil alúð hefur í
Fi-akklandi verið lögð í að halda þess-
úm skipum við og í því hlutverki má
því enn sjá tvær gólettur undir segl-
um með ströndum Evrópu. Um borð
eru á ári um 1000 nemar úr Flotaskól-
anum, sem annað hvort fara í stuttar
ferðir með þeim í einn dag eða upp í
viku siglingu. Það getur verið býsna
strembið að sigla slíku fleyi og þarf
kunnáttu og þjálfun til. Til dæmis
segh- í fyrmefndri heimildabók um
þessar tvær gólettur að átta menn
þurfi til að ná saman rálluseglinu og
tólf menn í góðum byr og að það taki
þessa menn þrjár til tíu mínútur.
Stórseglið, sem er 135 fermetrar, er
híft upp eftir mastrinu, en til þess
þurfi fjórtán menn sem verði að beita
umtalsverðum kröftum. Ekki hætti
ég mér lengra út í það. En sagt er al-
kunna að tilfinning sjóliðans nái
aldrei fullkomnun, hann sigli aldrei
saltan sjó nema kunna að sigla með
seglum. Stöðugt megi hagræða segl-
unum betur við síbreytilegar aðstæð-
ur hafs og veðurs. Það er mergurinn
málsins með að halda úti þessum
skólaskipum.
Nafnið BELLE POULE ber nafn frægrar fegurðardís-
arfrá renessansetímanum, Paolu de Vignier barón-
essu, sem Frans 1. kallaði þessu nafni. Hár-
greiðsla hennar í tilefni þess að freygátan BELLE
POULE háði harða orustu við breska skipið Aréth-
use um frelsisstríðið í Bandaríkjunum, fór eins og
eldur í sinu um tískuheim hefðarmeyja álfunnar á
þeim tíma.
MITSUBISHI
JE
fffi>nantfanj<‘ffl>unna
Láttu hendur skipta!
3,2 DID dfsil GLX 5 dyra sjálfskiptur
3,5 GDI bensín GLS 5 dyra sjálfskiptur
- demantar í umferö
með einu handtaki
úr fullkominni sjálfskiptingu
í fimm gíra hanaskiptingu
Nýr Pajero er búinn einni fullkomnustu
sjálfskiptingu sem völ er á, hinni silkimjúku
fimm þrepa INCVECS-II sjálfskiptingu. Hún
er ekki aðeins tæknilega fullkomin heldur er
hún einnig með handskiptimöguleika! Með
því að slá skiptistönginni til hliðar skiptir þú
léttilega um gfr mun fljótar, en með
hefðbundnum handskiptum gírkassa.
kr. 3.895.000
kr. 4.495.000 [|Jgj
HEKLA
Laugavegur 170-174 • Sfmi 569 5500 • Heimasíða www.hekla.is • Netfang hekla@hekla.is -íforyauánýrriöUi