Morgunblaðið - 11.06.2000, Síða 8

Morgunblaðið - 11.06.2000, Síða 8
8 B SUNNUDAGUR11. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ ! Nýstárlegtfræóslu- spil um íslenska fugla kom út hjá bókaútgáfunni Æsk- unni fyrir skömmu. Anna G. Ólafsdóttir spjallaö viö höfund- inn Óskar Sandholt um aðdragandann aö spilinu, íslenska skólakerfiö og ís- skápa-ívarahluta- verslun fyrir skömmu. BMj OFTIÐ er þungt og fnykur af BB nýju gúmmíi íyllir vítin. IWI...Nvium hjólbörðum og vara- hlutum hefur verið staflað allt í kring. Þungbúinn starfsmaður skýst hjá og annar rétt á eftir. Erill- inn dettur niður og lágværar karl- mannsraddir berast fram á lagerinn. I gegnum hálfopnar dyr má sjá tvo karla bogra við litla tölvu í lítið stærri skrifstofu. Sú hugsun skýtur upp kollinum að varahlutaverslun sé hálf- undarlegur heimur fyrir höfund fræðsluspils um íslenska fugla. Ann- ar mannanna lítur upp, kinkar hratt kolli, og dregur þar með úr líkunum á því að farið hafí verið húsavillt. Ömmunni rúllað upp „Ljóta fýlan héma,“ segir Óskar Sandholt um leið og hann kynnir sig og reiðir fram flatt pepsí úr fomfá- legum ísskáp í eldhúskróknum. Gúmmíið er greinilega ekki söku- dólgurinn eins og kemur fram í sam- ræðum við annan starfsmann í síð- búnu hádegisverðarhléi. Eftir að ákveðið hefur verið að fara í ísskáps- málið er ekkert lengur því til fyrir- stöðu að hefja viðtalið. Óskar hikar aðeins áður en hann segir frá því hvemig hann fékk hug- myndin að íslenska fuglaspihnu. „Sjáðu til,“ segir hann og dregur djúpt andann. „Ég er menntaður kennari," og til frekari útskýringar. ,Að segja að maður sé kennari er svolítið svipað því að viðurkenna að vera húsmóðir. Maður fer ósjálfrátt í vöm enda er hvomgt starfið metið að verðleikum. Annars fór ég í námið fullviss um að ástandið ætti eftir að batna innan fárra ára. Ég hafði kennt í gmnnskóla Djúpavogs og hélt því áfram í fimm ár eftir útskrift frá Kennaraháskóla íslands árið 1991. Af því að ég var í fulltrúaráði Kenn- arasambands íslands fyrir austan lá leið mín oft suður til Reykjavíkur. Einu sinni rakst ég á hljóðabingó gefið út af Sameinuðu þjóðunum í bókabúð í bænum. Stelpan mín var bara þriggja ára og ótrúlega fljót að komast upp á lagið með að þekkja hin ýmsustu dýrahljóð, t.a.m. frá fasön- um, strútum, fyrir utan ýmis um- hverfishljóð eins og þegar verið er að steikja fisk á pönnu. Ekki leið á löngu þar tii fullorðnir höfðu ekki roð við henni í leiknum, t.d. man ég eftir því að hún bókstaflega rúllaði ömmu sinni upp einu sinni,“ segir Óskar. ,^mman gat ekki leynt vonbrigðum sínum.“ Með hugmynd í maganum Um svipað leyti segist Óskar hafa þvælst talsvert með fjölskyldunni og nemendum sínum úti í náttúrunni. „Ég varð að sjálfsögðu var við fugla á sveimi út um allt. A hinn bóginn var ég á svipuðu stigi og flestir Islend- ingar og hafði ekki hugmynd um ffá hvaða fuglategundum fuglahljóðin komu. Ef svo hefði verið hefði ég t.d. ekki orðið jafnóttasleginn þegar kjói gerði einu sinni atlögu að mér varn- arlausum útundir berum himni. Mér varð hugsað til útlenda hljóðabingósins og velta því fyrir mér hvort að hægt væri að nýta hug- myndina til að koma á ffamfæri Morgunblaóiö/Þortoell Óskar Sandholt, höfundur íslenska fuglaspilsins, er framkvæmdastjóri Bílabúdar Rabba. ellukarl Morgunblaöiö/Amaldur Óskar og fjölskylda splla íslenska fuglaspilið (f.v.): Óskar, Berta, átta ára, Óskar, þriggja og hálfs árs, og Þorbjörg Sandholt. fræðslu um íslenska fugla,“ segir Óskar og gekk með hugmyndina í maganum um skeið. „Ég lét sitja við orðin tóm enda gerði ég mér grein fyrir því hversu erfitt gæti orðið að nálgast ljósmyndir af fuglunum og nógu góð hljóðdæmi af fuglahljóð- um.“ Verkefni í tengslum við Sókrates- áætlun Evrópusambandsins fékk Óskar til að hrinda hugmyndinni í framkvæmd. „Eftir að ég fór ásamt fleirum að vinna að undirbúningi verkefnisins Fuglar án landamæra lifnaði hugmyndin um hljóðabingóið aftur við. Nú ákvað ég að láta til skarar skríða og sótti um styrk fyrir áætluðum kostnaði að upphæð rúm- lega 300.000 kr. til Verkefna- og námsstyrkjasjóðs Kennarasam- bands Islands - svokallaðs Vonar- sjóðs - vorið 1996,“ segir Óskar og tekur fram að sér til mikillar undrun- ar hafi hann fengið vilyrði fyrir allri upphæðinni. Breyttir tímar Engu breytti að Óskar ákvað að hætta að kenna og flytja ásamt fjöl- skyldu sinni til Reykjavíkur um sumarið. „Ýmsir samverkandi þættir urðu til þess að ég ákvað að söðla um og flytja til Reykjavíkur. Ein af ástæðunum fólst í því að sveitarfé- lögin voru að taka við grunnskólun- um. Ég hafði án sýnilegs árangurs beitt mér gegn breytingunni í full- trúaráðinu af því að mér fannst ríkið ekki láta nægilegt fjármagn fylgja grunnskólunum yfir til sveitarfélag- anna. Nú er komið upp úr dúmum að ég reyndist sannspár um afleiðingar breytingarinnar. Jafnvel er hægt að halda því fram að ástandið sé enn verra,“ segir Óskar og hefur greini- lega í engu hvikað frá skoðun sinni. „Eg hef heyrt af því að í einni sveit- arstjóm hafi verið rætt um hvort út- svarið ætti að renna í hækkun á laun- um kennara eða til byggingar nýrrar sundhallar. Enginn þarf að gete sér til um svarið." Ekki kemur á óvart að önnur ástæðan hafi tengst launakjörunum. „Ég hef alltaf fyrst og fremst haft áhuga á því að kenna. Hins vegar er ekkert launungarmál að fjögurra manna fjölskylda getur ekki lifað mannsæmandi lífi af kennaralaun- um. Skólakerfinu þarf að umbylta al- veg frá a til ö. Sú breyting getur að- eins orðið í samvinnu við kennarana. Viðvera kennaranna þarf að vera samfelld í skólanum allan daginn. Skólastjórar þurfa að hafa meira vald yfir kennumm. Eftirlit og hvatningu þarf að auka í því skyni að bæta gæði kennslunnar. Önnur af- leiðing yrði væntanlega að kennara- starfið yrði í hærri metum og launin mannsæmandi.“ Bílar ekkl flókin fyrlrbærl Óskar hafði sinnt starfi fram- kvæmdastjóra heilsugæslustöðvar- innar á Djúpavogi í hálfu starfi til að hækka tekjumar. „Kennaranámið er nokkuð alhliða nám og nýttist mér því ágætlega í starfi framkvæmda- stjóra heilsugæslunnar. Mér tókst að ná rekstrinum upp úr tapi á skömm- um tíma og fréttin var fljót að spyrj- ast út. í framhaldi af því var mér boð- ið að taka við framkvæmdastjóminni hérna í búðinni." Bílabúð Rabba? „Já. Tilboðið gerði útslagið um að fjölskyldan fluttist til Reykjavíkur á sínum tíma.“ Bíddu nú við - ertu kannski einn af þeim sem era með ólæknandi bfla- dellu? „Já, ég er svona dæmigerður dellukarl, hrifinn af öllu stóru sem virkar vel. Ég hef alltaf átt tölvu og góðar græjur. Bfladellan hefur fylgt mér alla tíð, t.d. keypti ég jeppa á Djúpavogi. Mér finnst alveg dæmi- gert fyrir viðhorfið að ein kona í bænum var ekki sein á sér og hringja í Þjóðarsálina til að koma því á fram- færið að einn af þessum síkvartandi kennuram hefði leyft sér að kaupa jeppa. Annars þarf ég svosem ekki að hafa sérþekkingu á bflavarahlutum þar sem ég er fyrst og fremst stjóm- andi fyrirtækisins. Bflar era heldur ekkert sérstaklega flókin fyrirbæri. Að komast inn í hvemig hlutirnir virka er eiginlega bara spurning um heilbrigða skynsemi." Algengir fuglar Spilaáformin gleymdust ekki. „Ég ákvað að hella mér út í vinnuna við spilið meðfram vinnunni hér. Fyrsti höfuðverkurinn fólst í því að finna út hvar væri best að nálgast nægilega góðar ljósmyndir af íslenskum fugl- um og fuglahljóð. Eftir að hafa kom- ist í samband við Jóhann Óla Hilm- arsson vora vandræðin í tengslum við myndimar að baki. Jóhann Óli leyfði mér að velja úr safni sínu af óbirtum Ijósmyndum af flestum ís- lenskum fuglategundum. Hann gaf góð ráð og aðstoðaði við val á ljós- myndum. Erfiðara reyndist að nálg- ast nægilega góðar upptökur af fuglahljóðum. Ég hóf leitina í Náms- gagnastofnun og fann þar nokkrar kassettur með fuglahljóðum. Upp- tökumar vora því miður ekki nægi- lega hreinar til að nota í spflið. Þess vegna ákvað ég að snúa mér til Rflds- útvarpsins enda hafði ég séð aftan á kassettunum að sum hljóðanna vora komin þaðan. Rfldsútvarpið átti nokkuð gott safn fuglahljóða. Næsta skrefið var að velja ákveðna fugla úr þessum hópi. Við þann hluta naut ég góðra ráða frá vinahjónum mínum Þráni Friðrikssyni jarðfræðingi og Elsu Eysteinsdóttur líffræðingi. Þau hafa talsvert ferðast um ísland og gátu því auðveldlega sagt fyrir um hvers konar íslenska fugla ferða- menn myndu helst verða varir við hérlendis, t.d. var ákveðið að hafa frekar smyril en fálka í spilinu enda talsvert útbreiddari tegund. Eftir að hafa farið í gegnum allar tegundimar virtust um 40 koma til greina og frek- ari þrenging niður í 30 tegundir af 72 tegundum íslenskra fugla miðaðist við gæði Ijósmynda og fuglahljóða." Vinnulaunin verða að engu Óskar hafði lagt upp með að reikna sér um 90.000 kr. í vinnulaun við spil- ið. „Sá peningur var fljótur að fara því fyrir utan kostnað við útgáfurétt og skönnun á Ijósmyndunum þurfti að færa allar hljóðupptökumar yfir á stafrænt form og greiða fyrir aðstoð auglýsingaskrifstofu við útlitshönn- un,“ segir Óskar. Eftir grófgerða til- lögu frá honum gerði auglýsingastof- an Undur og stórmerki fjórar framgerðir af spilinu í tengslum við hvernig best væri að haga útlitinu. „Helstu vankantar á spilinu sjálfu vora sniðnir af við prófanir á spilinu heima, á leikskóla og í æfingakennslu í grannskóla, t.d. var ákveðið að á eft- ir hverju hljóði og örstuttri þögn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.