Morgunblaðið - 11.06.2000, Page 11

Morgunblaðið - 11.06.2000, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ 2000 B 11 eikað og farið að sýna vott af þroska. Mynta kemur fram í ilmi þess auk kaffi og vanillu, í munni er það fínslíp- að með nokkuð háu sýrustigi. Er nú þegar orðið mjög gott en á vafalítið eftir að batna enn frekar ef það er geymt í 2-3 ár í viðbót. Chateau de Segnin Fulltrúar margra þjóða koma við sögu í víngerð Bordeaux í Frakk- landi. Meðal annars dönsku bræðurn- ir Gert og Michael Carl, sem í sam- einingu reka íyrirtækið Chris Wines, er stofnað var af fóður þeirra, Erling Carl, en hann lést 1991. Það er mjög umsvifamikið í innflutningi á vínum víða að úr heiminum til Danmerkur en árið 1985 festi Erling Carl kaup á víngerðarhúsinu Chateau de Seguin á Entre-deux-Mers svæðinu í Bor- deaux. Var það gert að ráði vinar hans Anthony Barton, eiganda Léo- ville-Barton og Langoa-Barton. Seguin var þá í niðurníðslu en miklu fé hefur verið varið í endurnýjun hús- næðis, tækjabúnaðar og vínekra síð- an. Er Seguin nú með glæsilegri eign- um á þessu svæði auk þess að vera ein sú stærsta, landareignin er um 200 hektarar en þar af eru 101 hektari undir vínrækt. Vínin eru einnig til fyrirmyndar, elegant Bordeaux-vín í milliflokki, og hafa notið mikilla vin- sælda á Norðurlöndum. Chateau de Seguin 1997 (1.390 kr.) einkennist af þurrum Cabernet-ilmi, kirsuberjum, bitru súkkulaði og sól- berjum. Vínið er þokkalega kröftugt, dæmigert matarvín er nýtur sín vel með t.d. lambi og önd. Chateau de Seguin Cuvée Prestige 1993 (1.770 kr.) er dýrari útgáfa víns þeirra Carl-bræðra. Orðið nokkuð þroskað, með áberandi ilm af vindla- og píputóbaki. Það þarf nokkurn tíma til að opna sig en þá koma í ljós haust- lauf og sætar möndlukaramellur. Vín- ið er þurrt og steinefnakennt og ætti að henta vel með t.d. þurrum ostum. E1 Coto frá Rioja Loks vín er nýkomið er í reynslu- sölu, Spánverji frá Rioja, en vín það- an hafa notið gífurlegra vinsælda á Islandi síðustu árin. Þetta vín hefur verið á sérpöntunarlista frá því á síð- asta ári auk þess að vera fáanlegt á veitingahúsum. Coto de Imaz Reserva 1996 (1.260 kr.) hefúr þungan, þéttan ilm. Þrosk- aður sætur ávöxtur er áberandi, berjamauk í bland við súkkulaði- kennda vanillu og karamellu. í munni vel uppbyggt, heitt, kröftugt og þétt með þægilegu, mildu bragði þrátt fyr- ir kraftinn. Dæmigert kjötvín fýrir lamb og naut, til dæmis grillað. Einu ofnarnir sem hlotið hafa vottun frá Rannsóknastofu byggingariðnaðarins á íslandi. Rekstrarþrýstingur MPa (10bar) íslenskur staðali. ÍST EN 442. OFNASMIÐJA REYKJAVÍKUR Vagnhöfða 11 • 112 Reykjavfk • Síml: 577-5177 • Fax: 577-5178 ofnasmldjareykjavikur@simnet.is IB @ hágæða ofnar MENNTASKÓLiNN í KÓPAVOGI Nám sem nýtist þér! Framhaldsnám á skrifstofubraut Kennt á kvöldin Nú stendur yfir innritun í framhaldsnám á skrifstofubraut Menntaskólans í Kópavogi. Mikil áhersla er lögð á tölvunám, viðskipta- og samskiptagreinar. Kennt er frá kl. 17.20 til 22.00, mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga. Inntökuskilyrði: Nemendur sem hafa lokið a.m.k. fjórum önnum í framhaldsskóla eða hafa reynslu af skrifstofustörfum. Þeir nemendur sem lokið hafa námi af skrifstofubraut Menntaskólans í Kópavogi ganga fyrir um skólavist. Kennsla hefst 28. ágúst en innritun stendur yfir. Upplýsingar veitir kennslustjóri bóknáms milli kl. 9:00 og 15:00. MENNTASKÓLINN í KÓPAVOGI v/Digranesveg, 200 Kópavogi, sími 544 5510, fax 554 3961. Ævintýranámskeið að Reynisvatni í allt sumar fyrir börn frá 7 ára aldri. Vikunámskeið hefjast 19.júní og standa alla virka daga frá kl. 9-17. Verð 11.700 kr. á viku. Haegt er að panta I -11 vikur, 19 júní I. september Takmarkaður fjöldi, pantið sem fyrst í síma 861 6406 Kristín námskeiðsstjóri og 854 3789. Rútuferðir (innifaldar í verði) frá BSÍ. Viðkomustaðir á Miklubraut, Ártúnsbrekku og Vesturlandsvegi. Reynisvatn - útivistarperia Reykjavíkur er í ósnortnu umhverfi aðeins 2 km. frá Grafarvogsvegamótum. I vatninu er gnxgð Bleikju, laxa og regnbogasilunga, veiði við allra hæfi frá landi eða af báti. Reynisvatn er opið frá kl. 9-23:30 yfir sumartímann. Veiðileyfi kostar 2.950 kr. og fylgir 5 fiska eignakvóti. Öll fjölskyldan getur nýtt sama veiðileyfið. Spennandi valkostur Matartæknanám Innritun á vorönn árið 2000 stendur yfir í Hótel- og matvælaskólanum til 15. júní Kennsla hefst 23. ágúst. Upplýsingar gefur kennslustjóri hótel - og matvælagreina miili kl. 9.00 og 15.00 HÓTEL- OG MATVÆLASKÓLINN MENNTASKÓLINN I KÓPAVOGI v/Digranesveg • 200 Kópavogur Sími 544 5530 • Fax 554 3961 • Netfang mk@ismennt.is Staðalbúnaður: Cott verðl Carisma 1,6 CLXi Carisma er aðiaðandi og ríkulega útbúinn fjölskyldubíll frá Mitsubishi sem kostar mun minna en sambærilegir bílar á markaðnum. • 1,6 I vél - 100 hestöfl • Álfelgur • ABS-hemlalæsivörn • 4 loftpúðar • 5 höfuðpúðar • Þrjú þriggja punkta öryggisbelti í aftursæti • Hreyfiltengd þjófavörn • Diskabremsur að framan og aftan • Hástætt hemlaljós í afturrúðu • Þokuljós að framan • Forstrekkjarar á beltum • Rafstýrðar rúðuvindur með siysavörn • Hæðarstillanlegt ökumannssæti • Fjarstýrðar samlæsingar • Niðurfellanleg aftursæti Gœði þurfa ekki að vera dýr - Carisma sannar það. 1.495.000 kr. Laugavegur 170-174 • Sími 569 5500 • Heimasíða www.hekla.is • Netfang hekla@hekla.is m HEKLA - í forystu á nýrri öld!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.