Morgunblaðið - 11.06.2000, Qupperneq 12
12 B SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
jfSSIM
fiíiíl Á
dm m
oxm
AÐSÓKNIN á heimssýninguna Expo
2000 var vonum framar á opnunar-
daginn en síðan hefur heldur hali-
að undan fæti. Þó benda skoðana-
kannanir til að fjórðungur Þjóðverja
hyggist sækja sýninguna, flestir í
ágúst og september, og einnig má
búast við að aðsóknin aukist í júlí
þegar skólabörn í Þýskalandi komast í sum-
arfrí. Af þeim 150 þúsund sem sóttu heims-
sýninguna fyrsta daginn sögðust 80% ætla
aftur og 94% ætluðu að mæla með henni við
vini sína.
Eins og allir vita eru leigubílstjórar mæli-
kvarði alls; blaðamaður gerir litla könnun á
leigubílstjórum í Hannover og kemst að því
að flestir eru þeirrar skoðunar að það kosti of
mikið á sýninguna. Bæði séu veitingarnar á
svæðinu dýrar og svo þurfi að þunga út 70
mörkum [um 2.500 krónum] til að komast inn.
Þegar blaðamaður bendir einum á að því sé
spáð að 40 milljónir muni sækja sýninguna,
svarar hann: „Það getur ekki verið. Það er
ekki til svo mikið af ri'ku fólki í heiminum."
HÆSTUR MEÐALALDUR Á ÍSLANDI
Það sem sýningarhaldarar eru hvað stolt-
astir af eru svokallaðar þemasýningar, þar
sem gestir eru vaktir til umhugsunar um
tækni, heilbrigði, orku, samskipti og sitthvað
fleira í þeim dúr. Þar kemst blaðamaður að
því að meðalorkuneysla íslendinga er 52.830
kílóvött á ári og árlegur útblástur koltvísýrings
á íslandi 1.804 tonn. í Bandaríkjunum eru
samsvarandi tölur 92.067 kílóvött á ári og
5.159.942 tonn. Ef skroppið er til Kína eru töl-
urnar 7.944 kílóvött á ári og 3.194.807 tonn.
Svo fyllist blaðamaður barnalegu stolti þeg-
ar hann kemst að því að íslendingar eru með
hæsta meðalaldurinn, 79 ár. Hann skoöar
drjúgur meðalaldurinn í Þýskalandi og
Bandaríkjunum, sem er rétt aðeins 77 ár og
meðalaldurinn í ísrael, sem nær bara 78 ár-
um. Hann hlær með sjálfum sér. En þá er
honum brugðið. Hann horfir á töluna, 46 ár.
Meðalaldurinn í Gíneu er 46 ár. Og ekki batn-
ar það. í Burundi er meðalaldurinn 41 ár, í
Zambíu og Rúanda er hann 40 ár og í Malawi
er hann 39 ár. Fæstir íbúar Malawi ná fertugu.
HORFT TIL FRAMTÍÐAR
Þegar komið er á afar vel heppnaða sýn-
ingu um heilbrigði standa þar uþpblásnir
bautasteinar með upplýsingum um framtíðina
sem bíður okkar Steinríks. Alla 20. öldina hef-
ur meðalaldur verið að hækka og er því spáð
að sú þróun eigi eftir að halda áfram út 21.
öldina. Á sama tíma fæðast æ færri börn,
bæði í þróunar- og iðnaðarríkjum. Næsta ald-
arfjórðung á fólki, sextugu eða eldra, eftir að
fjölga úr 580 í 1.200 milljónir.
Þá kemur fram að árið 1955 hafi 32% af
mannkyninu búið í borgum, árið 1995 hafi sú
tala verið komin upp í 45% og eftir aidarfjórð-
ung megi búast við að 59% mannkyns verði
borgarbúar. Það hefur sína fylgikvilla. Því er
spáð að það hafi í för með sér óhreinna vatn,
minna hreinlæti, meiri mengun, ónóga heil-
brigðisþjónustu, stress, lítið húsrými, vinnu-
og umferðarslys, ofbeldi og atvinnuleysi. Þá
má búast við að smitsjúkdómar breiðist örar
út á borð við alnæmi, lifrarbólgu C og Creutz-
feldt Jakob-sjúkdóminn.
ÞAR SEM HENDI GUÐS SLEPPIR
Ef við höldum áfram að skyggnast inn í
framtíðina komumst við að því að gróður-
húsaáhrifin geta haft fleiri slæmar afleiðingar
en að hækka yfirborð sjávar. Við það eitt að
hitastigið hækki um eina til tvær gráður er því
spáð að útbreiðsla moskítóflugna, sem breiða
út malaríu, muni aukast um 60%. Þá er því
spáð að aðaldánarorsök árið 2020 verði
hjartasjúkdómar, þunglyndi og umferðarslys.
Þeir fátækustu hafa haft það skítt hingað til
og því er spáð að svo verði áfram. í þeim þró-
unarríkjum sem eru komin styst á veg, deyja
þrír af hverjum fjórum fyrir fimmtugt og líkurn-
ar á því að börn verði fimm ára eru einn á
móti sjö. 85% af mannkyninu búa í löndum
sem eru með afkomu í meðallagi eða minna. í
þessum löndum verða til 92% af sjúkdómum
heimsins, en þau hafa aðeins til ráðstöfunar
11% af þeim fjármunum sem varið er til heil-
brigðisþjónustu. Fimmtungur mannkyns nýtur
engrar heilbrigðisþjónustu og helmingur hefur
ekki aðgang að mikilvægum lyfjum.
Eftir að hafa lesið á bautasteina Steinríks,
sem er farið að svipa ískyggilega mikið til
legsteina, er komið í kyrrðarherbergi þar sem
ríkir algjör þögn; gestir eru jafnvel píndir til að
slökkva á farsímum sínum. Svo leggjast þeir í
hægindastóla og neyðast til að njóta Ijúfrar
tónlistar og þagnarinnar, - umfram allt þagn-
arinnar því það er betra fyrir meltinguna.
VATN FLÆÐIR YFIR ALLT
Heimssýningin hefur upp á margt að bjóða.
Boðið er upp á gríðarstórt parísarhjól, ferð
með kláfum enda á milli á sýningunni, þar
sem gefst gott útsýni yfir svæðið, hægt er að
smakka á þjóðarkræsingum hvaðanæva að
úr heiminum, fá innsýn í ólíkar listir og menn-
ingu, kynnast fólki af framandi þjóðarbrotum,
safna nafnspjöldum, heimsækja fjölmiðla-
plánetuna og reyna að fmynda sér heiminn
án fjölmiðla, senda fax til Kongó og styðja
þannig baráttu Amnesty International, fylgjast
með einhverjum af þeim 15 þúsund uppá-
komum sem verða í boði. Þá er fátt eitt talið.
Enda tekur það nokkra daga að komast yfir
allar sýningarnar á þessu 160 hektara svæði,
sem einhvers staðar var líkt við Mónakó að
flatarmáli, þótt það gefi nú heldur til kynna
hversu Mónakó er Iftil, en hversu sýningar-
svæðið er stórt. Vatn er ráðandi þema á sýn-
ingunni, ekki aðeins í íslenska klakanum,
heldur flæðir það yfir allt, hvort sem það lekur
niður veggi eða gýs upþ til himins.
Þá er vinsælt að koma upp litlu stöðuvatni
inni í sýningarskálum, ef fólk skyldi fá skyndi-
lega þörf til að baða sig. Það er líka búið að
safna í formlegt Expo-stöðuvatn. Þar safnast
gestir á heimssýningunni saman á kvöldin,
allt að 15 þúsund manns, og fylgjast með
mikilli Ijósa- og flugeldasýningu.
BJÖRK í BRESKA SKÁLANUM
Misjafn er smekkur manna, þegar kemur að
sýningum. Þýska sýningin þykir vel heppnuð,
enda er þar sýnd ein besta kvikmyndin á
heimssýningunni, og Japanir voru frumlegir
að byggja sér hús úr pappír. Hollenski skálinn
lítur afskaplega nýstárlega út og prýðir þó
nokkrar forsíður eftir opnunina. Þá vekur
finnski skálinn athygli fyrir góða hönnun, ekki
ósvipað þeim íslenska.
í breska skálanum er vel heppnuð sýning