Morgunblaðið - 11.06.2000, Síða 13

Morgunblaðið - 11.06.2000, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ 2000 B 13 1“ Morgunblaðið/Kristinn og það yljar blaðamanni þegar hann heyrir kunnuglega rödd. Þar er sýnt brot úr mynd- bandi Chris Cunninghams við lag Bjarkar og er því ætlað að vera kynning á Cunningham, sem einnig hefur gert myndbönd við lög Madonnu. Til stendur að hann leikstýri bráð- lega sinni fyrstu kvikmynd í fullri lengd. Þegar fjórir dagar eru liðnir af sýningunni hefur skáli Kólumbíu enn ekki verið opnaður. Ef undan er skilið myrkraherbergi þar sem glittir f 24 karata gullafsteypu af 12 þúsund ára gamalli grímu. Ferðin um skála Mexíkó hefst á panorama-kvikmynd, með frum- stæðri tölvugrafík, og nær hápunkti í kyn- legri þrívíddarferð um kirkjugarð á degi hinna dauðu. Ferðinni lýkur á veitingastað, með líflegri stemmningu og mexíkönskum réttum. BRASILÍA HEFUR VINNINGINN Að dómi blaðamanns hefur brasilíski skál- inn vinninginn. Ekki vegna þess að þar sé skotið upp fleiri flugeldum en hjá hinum þjóðunum, heldur næst sú stemmning sem stefnt er að. Fyrst verður fyrir gestum í stirndu myrkraherbergi tilvitnun í Luis Oliv- eira: „En við erum einnig gerð úr stjörnuryki, sem þyrlaðist upp fyrir örófi alda, í gríðar- miklum sprengingum, sem frjóvguðu alheim- inn fyrir lífstíð. Gætið að því að stíga ekki á drauma ykkar á himninum eða stjörnurnar á jörðinni." Því næst sökkva gestir ofan í sand og gægjast um sjónpípur á landslag með yndis- legri tónlist eða regni í eyrunum, eftir því hvað við á. Það rignir nefnilega líka í Brasil- íu, þótt í öllum öðrum löndum á heimssýn- ingunni hafi sólin verið negld föst á himininn. Að síðustu tylla gestir sér í setustofuna, gæða sér á „banana boms boms“, dást að gluggaútsýninu út frá hornfánanum á gríðar- stórum knattspyrnuleikvangi, og hlýða á heimakæra hljómsveit stilla strengi sína í sófanum. Ef maður hefði drjúgan tíma þá gæti maður vel hugsað sér að verja degin- um í góðu yfirlæti á þessu heimili. HOXHA, GADDAFI OG THERESA Það er sýning Albaníu sem kemur blaða- manni hvað mest á óvart. Til að byrja með gengur hann inn um svart tjald í lítið kvik- myndahús þar sem sýndar eru gamlar áróð- ursmyndir einræðisherrans Enver Hoxha. Þegar gengið er út úr því má sjá flennistórar myndir af sæg af flóttamönnum, sem eru að flýja Albaníu, einnig á valdatímum Hoxha. Ferðinni lýkur svo í öðru kvikmyndahúsi. Þar er engin mynd sýnd, en bíógestir geta myndað sjálfa sig með Hoxha og albanska dýrlingnum Móður Theresu. Það er blaða- manni hulin ráðgáta hvers konar landkynn- ing þessu er ætlað að vera fyrir Albaníu. Þá er Græna bókin, sem dreift er á sýn- ingu Lýbíu, ekki síður forvitnileg. Hún er skrifuð af einræðisherranum Muammar Al Gaddafi og þar leysir hann vandamál heims- ins á 119 síðum. Hann byrjar á því að leysa- vandamál lýðræðisins í fyrsta kafla, þá leysir hann efnahagsvandamál sósíalismans í öðr- um kafla og í þeim þriðja leggur hann grunn- inn að kenningu, sem ætlað er að leysa hin- ar tvær af hólmi. „Kona er kvenleg vera“, orðar hann svo snilldarlega. „Að neyða kon- ur til að sinna störfum karla er óréttlát aðför að kvenleika þeirra karlastörf gera að engu fríðleika hinna kvenlegu vera, sem var ætl- aður fyrir kvenleg störf.“ Þá vitum við það. Mörg ríki hafa sín eigin slagorð; ekki öll jafngáfuleg. Þannig er slagorð ísraelska skálans „From the Holyland to the Whole-e- land“ og verður að teljast í besta falli • ósmekklegt. Eitthvað hefur ábyrgðin stigið ' þeim til höfuðs, sem hönnuðu slagorð ná- granna ísraela í sýrlenska skálanum: „Hver gáfumaður á sér tvær ættjarðir, - sína eigin og Sýrland". í framhaldi af þessu veltir mað- ur fyrir sér hvort ekki hefði átt að hanna slagorð fyrir íslenska skálann, t.d.: „Náttúru- paradísin ísland, þar sem jafnvel konurnar eru lífrænt ræktaðar." -

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.