Morgunblaðið - 11.06.2000, Side 14

Morgunblaðið - 11.06.2000, Side 14
14 B SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ ■ Gleymdar sögur eða gagnvirk tölvuforrit? Hvert er gildi íslendinga- sagnanna við upphaf 21. aldarinnar? Eráhugi á þeim að aukast eða eiga þær í vök að verj- ast? Ragnhildur Sverrisdóttir skráði spjall fimm fræðimanna sem sátu málþing um íslendingasögurnar og mótun íslenskrar menn- Ingar í Washington fyrir skömmu. í máli þeirra kom m.a. fram að sífellt erfiðara er að verja stöð- ur kennara í íslenskum fræðum við erlenda há- skóla. AÐ LOKNU tveggja daga fróðlegu málþingi í höf- uðborg BandarQganna um íslendingasögur og mótun íslenskrar menn- ingar settust fimm fræðimenn á rök- stóla, þau Einar Sigurðsson lands- bókavörður, Jesse Byock, prófessor í norrænum og íslenskum fræðum við Kalifomíuháskóla í Los Angeles í Bandaríkjunum, Jón Karl Helgason, bókmenntafræðingur og félagi í ReykjavíkurAkademíunni, Margaret Clunies Ross, yfirmaður rannsóknar- stofnunar miðaldafræða við háskól- ann í Sydney í Astrah'u og Vésteinn Ólason, forstöðumaður Stofnunar Áma Magnússonar. Þau eru sammála um ýmislegt en sjá hluti þó frá ólíku sjónarmiði. „Mér þykir töluverður áhugi ríkja fyrir Is- lendingasögunum núna,“ segir Jesse Byock. „Fjölmiðlar hafa fjallað tölu- vert um víkinga upp á síðkastið en auðvitað hefur bandarískur almenn- ingur ýmislegt annað um að hugsa en sögumar svo því verður seint haldið fram að áhuginn sé almennur." Margaret Clunies Ross segir að Bandaríkjamenn hafi ákveðin tengsl við íslendingasögumar vegna sigling- ar Leifs Eiríkssonar til Vínlands, en engin slík tenging sé við Ástralíu. „í Ástrah'u er hins vegar ótrúlega mikill áhugi á miðöldum. Þar eru til dæmis ýmis félagasamtök sem setja upp sýn- ingar til að endurvekja þann tíma. Nemendur mínir sökkva sér margir "§vo ofan í fræðin að þeir búa til eigin sverð og hjálma og þar er engan sögu- legan uppspuna á borð við hymda hjálma að finna. Auðvitað er þetta yf- irborðskennd þekking en í kjölfarið fær alltaf ákveðinn hópur áhuga á að nema fræðin til hlítar. Mér þykir mjög mikilvægt að geta boðið þeim nemendum, sem áhuga hafa á, upp á fræðslu um miðaldimar, þar á meðal menningu íslendinga.“ Vésteinn Ólason segir erfitt að segja til um mikilvægi íslendinga- sagna í nútímanum. „Við eigum lík- rega eftir að átta okkur betur á áhug- anum á þeim þegar við sjáum hvemig salan á enskri útgáfu þeirra gengur. Þjóðverjar em einnig að gefa út Is- lendingasögurnar og Kínverjar hafa vahð sex sögur til útgáfu í tveimur bindum. íslensk stjómvöld hafa stutt við ensku og kínversku útgáfuna en við getum ekki metið árangurinn fyrr tyi við sjáum hvemig bækumar selj- Morgunblaöiö/Ragnhildur Sverrisdóttir JÓN KARL HELGASON: Viögetum ekki ætlast til að aðr- ar þjóðir líti menningararf okkar og sögu sömu augum ogviðgerum. MARGARET CLUNIES ROSS: Sumarþýðingarís- lendingasagna á Netinu eru fjarri þvíað vera til fyrirmyndar. JESSE BYOCK: íslendingarhorfa algjörlega framhjá þeirri staðreynd að sögurnar segja afnorrænni menningu. VÉSTEINN ÓLASON: íslendingasögurnar hverfa í gleymsku og dá efekki er unnið að akademískum rannsóknum á þeim. ast. Svo má ekki gleyma því að jafnvel þótt fólk lesi sög- umar þá vitum við ekld hvaða skilning það leggur í þær.“ Sögur af norrænni menningu Jesse Byock bendir á að sögumar fjalli ekki nema að hluta um íslendinga á ís- landi, heldur líka um þjóðir annarra Norðurlanda. ,A1- menningur í löndum utan íslands er miklu líklegri til að þekkja söguna af Sigurði Fáfnisbana en sögur af þeim hetjum sem þekkt- astar eru á íslandi. Islend- ingar leggja svo mikla áherslu á að þetta séu ís- lenskar bókmenntir að þeir horfa algjörlega fram hjá þeirri staðreynd að sögum- ar segja af norrænni menn- ingu. Þær gætu höfðað til miklu stærri hóps ef kynn- ingin einskorðaðist ekki við ísland." Margaret Clunies Ross EINAR SIGURÐSSON: Erlendir háskólar, sem greiða laun sendikennara, eru að draga saman seglin á þvísviði. segir að gmnnt sé á áhugan- um fyrir miðaldafræðum. „Á Netinu hefur verið starfrækt eins konar samskiptanet um norræn fræði, Old Norse Net, sem í upphafi var ætlað að höfða til kennara og nem- enda í fræðunum. Fljótlega fór hins vegar að bera á fyr- irspumum frá almenningi um ýmsa hluti, til dæmis hvemig tjöld menn hefðu reist á þessum tíma. Það leynist því víða fólk sem vill fræðast meira um miðaldir." Einar Sigurðsson lands- bókavörður segir að Netið eigi áreiðanlega eftir að ýta frekar undir slíkan áhuga. „íslendingasögumar verða öllum aðgengilegar á Netinu, hvort sem það verður á ís- lensku, ensku, kínversku eða öðm tungumáli. Undanfarin þijú ár hefur verið unnið að því að setja texta fornra handrita og myndir af þeim á stafrænt form og þetta fer allt inn á Netið. Innan árs getur áhugafólk um íslend- ingasögumar nálgast ýmis handrit Landsbókasafns og Stofnunar Áma Magnússonar á Netinu og ég er viss um að eftir fimm til tíu ár verður öll okkar handrit þar að finna.“ Einar bendir á að ekki dugi að ein- blína á lestur íslendingasagnanna sjálfra því hróður þeirra berist víða með óbeinum hætti. Þær hafi til dæm- is vakið nógu mikinn áhuga til að verða efniviður kvikmynda og svo muni ábyggilega áfram verða. Sérstök bókmenntakynning Jón Karl Helgason bendii- á að kynning Islendingasagnanna meðal enskumælandi þjóða sé sérstök. „Það er afar óvenjulegt að þjóð standi að kynningu bókmennta sinna með þess- um hætti, til dæmis með stuðningi stjómvalda við þýðingu rita og fleira af því tagi. Oftast eru það áhugamenn í einu landi sem taka að sér að koma bókmenntum annarra þjóða á fram- færi með eigin þýðingum. Þýðendur Islendingasagna eru að vísu flestir út- lendingar, en þefr eru fengnir til verksins af íslendingum og bók- menntunum er komið á framfæri að hluta fyrii- tilstuðlan fólks sem á hags- muna að gæta, til dæmis í ferðaþjón- ustu eða útflutningi vöru.“ Jón Kai-1 segir að Islendingasög- umar muni alltaf vera fremur tyrfin lesning öðmm en íslendingum. „Þær eru skrifaðar fyrir íslendinga og það er miklu líklegra að útlendingai’ kynnist sögunum í gegnum kvik- myndir eða einfaldaðar teiknimynda- sögur eða bamabækur. Þar með hafa þær auðvitað breyst og ímynd sögu- hetjanna er ólík þeirri sem skrásetj- arar sögunnar vildu koma á fram- færi.“ Hann segir muninn á ímynd til dæmis lýsa sér þegar fólk notar orðið víkingur til að lýsa söguhetjum Is- lendingasagnanna. „fslendingar hafa ekki hugsað um menningararf sinn sem menningu víkinga og íslensk ferðamálayfirvöld notuðu ekki ímynd víkinganna til að auglýsa land og þjóð fyrr en á allra síðustu áram.“ Einar spyr hvort ímynd víkinganna sé ekki að breytast og færast nær sannleikanum. Jesse Byock segir að einmitt þar leiki íslendingasögumar veigamikið hlutverk, því jafnvel þótt þar sé lýst bardögum víkinga endui’- spegli þær einnig daglegt líf fólks, sem ekki hafi verið blóðþyrstir bar- dagamenn. Jón Kai-1 segir að ein kvikmynd hafi miklu meiri áhrif á ímynd fólks af vfldngum en bækur og málþing. „Það er auðvitað rétt, en kvikmynd getur jafnframt vakið áhuga fólks á að fræð- ast meira um tímabilið og lesa sér til,“ segir Margaret Clunies Ross. „í síð- ustu heimsókn minni til íslands, í ágúst í fyrra, tók ég eftir því að ferða- þjónustan á íslandi er að reyna að skapa nýja ímynd landsins með áherslu á miðaldirnar. Hins vegar virðist þetta heldur laust í reipunum og menn virðast ekki alveg vita hvert þeir eiga að snúa sér.“ Vésteinn tekur undir að íslend- ingasögurnar hafi auðvitað ekki verið ritaðar fyir þann alþjóðlega lesenda- hóp sem nú hafi aðgang að þeim. „En þær vora heldur ekki ritaðar fyrii’ nú- tíma íslendinga. Við hljótum alltaf að túlka þær á nýjan hátt hveiju sinni. Flestir kunna eitthvað í grískri goða- fræði í einfoldustu mynd sagnanna. Ég held að það sé mjög mikilvægt að við sem eram í fræðimennsku vinnum að því að kynna íslendingasögumar í heild, en það getur stundum stangast á við til dæmis þarfir ferðaþjónust- unnar, sem á erfiðara með að nýta sér þessar sögur nú en þegar þjóðleg rómantísk stefna var ríkjandi." Jón Karl segist sammála því áliti Jesse Byock að íslendingar leggi áherslu á sagnirnar frá eigin sjónar- hóli. „Fyrir nokkru, þegar teikni- myndasagan um indíánastúlkuna Pocahontas var sem vinsælust, kom upp sú hugmynd að kynna íslend- ingasögurnar fyrir kvikmyndafólki í Hollywood. Einhver benti hins vegar á að ef Hollywood gerði kvikmynd eft- ir Vínlandssögu yrðu íslensku vflcing- amir líklega skúrkamir, sem réðust inn á land indíána. íslendingasögum- ar era hins vegar mjög fjölbreytilegar og möguleikamir á kynningu þeirra óteljandi.“ Gagnvirkar íslendingasögur? Jesse Byock leikur forvitni á að vita skoðun Einars Sigurðssonar á því hvaða framtíð íslendingasögumar eigi sér á Netinu. Einar segii’ að

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.