Morgunblaðið - 11.06.2000, Síða 16
16 B SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ 2000
MANNLIFSSTRAUMAR
MORGUNBLAÐIÐ
IYIATARLIST/Gftfz/r hollt verið gott?
Sósumar gera
gœfumuninn
MANNI finnst oft sem gómsætasti maturinn sé jafnframt alltaf sá feitasti,
að það sem er gott sé óhollt og öfugt. Eitthvað er til í þessu og það fer náttúr-
lega eftir smekk manna að ákveða hvað er gott og hvað ekki. Hins vegar fyr-
irfinnast ýmis ráð til að gera nær hvað sem er að herramannsmat, að hefja
hina ýmsu fæðu upp á hærra „bragðlaukaplan" ef svo má að orði komast.
Málið er að nota ails kyns kryddjurtir og bragðbæta í matinn.
Eftir Álfheíði Hönnu
Friðriksdóttur
Olían sem notuð er í matargerð
er algjört grundvallaratriði.
Sú sem ég held mest upp á er jóm-
frúrólífuolían, því
hún gæðir sósuna
hárfínum ávaxta-
keim, en dregur
samt sem áður
fram það besta í
hráefnunum sjálf-
um. Þegar búa á
til vel heppnað
salat er nauðsyn-
legt að baða það í góðri ólífuolíu
og eins í góðu borðediki, s.s. vín-
edik eða xéres-edik. Balsamikedik,
sem er í senn súrt og sætt hentar
einkar vel í suðrænni salatblöndur,
sem innihalda jafnvel einnig rautt
kjöt.
Talandi um óhollustu þess feita
og oft á tíðum kremkenndu fæðu,
þá er það vitaskuld hófið sem gild-
ir (sem og í flestu öðru), að blanda
þessu „vonda“ í hæfilegu magni
saman við það „góða“. Tilvalið er
að nota sýrðan eða þeyttan rjóma
eða majónes t.d. í léttar sósur með
fiski og rjómann í eftirrétti, maður
verður einungis að gæta hlutfall-
anna. Magur rjómaostur getur
verið staðgengill rjóma eða majón-
es t.d. í salatsósur. Hið milda
bragð hans á einkar vel við ferskar
kryddjurtir, agúrkur eða grænt
salat og eins reyktan fisk. Hin
safaríka og súra sítróna er ómiss-
andi í sósur með fiski (köldum,
heitum eða hráum), hvort sem það
eru olíu-, rjóma- eða majónessós-
ur, einnig í taboulé-rétti, með
avokadó svo og í ýmsar salatsósur.
Við erum svo lánsöm hér á landi
að nú fást ferskar kryddjurtir hér
í bunkum, bæði innfluttar og inn-
lendar. Basilika, steinselja, mynta,
anís, estragon, kóríander, gras-
laukur, timian, sage, rósmarín,
salvía og marjoram eru e.t.v. þær
sem við notum mest. Ferskleiki
þeirra og fjölbreytni er lykillinn að
eðalsalati. Þar sem ferskar krydd-
jurtir visna mjög fljótt er tilvalið
(ef maður notar ekki allt í einu) að
geyma þær vafðar inn í dagblöð
(eins og blóm) í grænmetisskúff-
unni í ísskápnum. Eins er upplagt
að búa til frosna kryddteninga,
þ.e. brytja það sem maður ekki
notar af kryddjurtinni, setja sam-
HAND
REPAIR
##lf/VÐ = /i^ciVD
Með því að nota naglanæringuna færðu
þínar eigin neglur sterkar og heilbrigðar svo
þær hvoi'ki klofna né brotna.
IRiMD handáburðurinn
‘sSRfev með Duo-liposomes. á
.-'Hj Ný tækni i framleiðslu *
| húðsnyrtivara. fallegri. jÉg
teygjanlegri, þéttari húð.
Sérstaklega græðandi. /4^;
EINSTÓK GÆÐAVARA &■
II \ \ D N Al l C A R E
Fást i apótekuni og snyrti- L
vöruverslunum um land allt. Kk
Ath. naglalökk frá 7í?í/\Ð fást í tveimur stærðum
Vor naglalökkin eru komin i 6 nyjum bláum litum
Þýskar förðunarvörur
Ekta augnahára- og augnabrúnalitur,
er samanstendur af litakremi og geli
sem blandast saman, allt í einum
pakka. Mjög auðveldur í notkun,
fæst í þremur litum og gefur frábær-
an árangur. Hver pakki dugir í 20
litanir.
Útsölustaðir: Apótek og
snyrtivöruverslanir
ATH. nú! Frá Tana Maskara Stone (Köku-maskari). Þessi (svarti) gamli
góði með stóra burstanum. Uppl. í smáblaði sem fylgir augnbrúnalitnum.
Frábærar vörur á frábæru verði
Vatnsþynnanlegt vax- og
hitatæki til háreyðingar. Vaxið
má einnig hita í örbylgjuofni.
Einnig háreyðingarkrem,
„roil-on“ eða borið á með
spaða frá
b'yíy
Laboratorios byly; S.A.
Útsölustaðir: Snyrtivöruverslunin Nana, Rvík, Líbía, Mjódd, Hringbrautar Apótek,
Rima Apótek, Grafarvogs Apótek, Lyf & heilsa, Álfabakka, Lyf & heilsa, Háteigsvegi 1,
Borgarapótek, Álftamýri, Fína Mosfellsbæ, Sauðárkróks Apótek, Stykkishólms
Apótek, Fínar Línur, Vestmannaeyjum, Árnesapótek, Selfossi.
Dreifing: S. Gunnbjörnsson ehf. Sími 565 6317
an við örlítið af vatni í klakabox og
setja í frystinn. Manni finnst oft
aldrei vera nóg af ferskum krydd-
jurtum í réttum og vill bæta við
einum steinseljustilk hér, einu bas-
ilikuknippi þar. Á hinn bóginn
verður að gæta ítrustu varkárni
við notkun annarra ferskra krydda
og þá er ég að tala um papriku- og
piparaldinfjölskylduna. Þar getur
leynst flagð undir fögru skinni
verði kynnin við hana of náin. Auð-
vitað eru það sumir sem kjósa að
„reita hana til reiði“, sbr. sterkir
ítalskir og franskir réttir, „all’-
arrabiata“ og „enragés", þ.e. að
gefa bragðlaukunum virkilegt
sjokk og liggja í vatnskönnunni
það sem eftir er kvöldsins. Það
hefur náttúrlega sinn sjarma líka!
Sinnep er ómissandi til að lífga
upp á tilveruna og þar með hina
ólíkustu rétti og styrkir hinar
ýmsu sósur. Þekktasta sinnepið er
vafalaust hið sterka Dijon-sinnep,
en einnig er hægt að fá ýmsar
sinnepstegundir með mildum
keim, t.d. með estragon-, hunangs-
eða sólberjakeim.
Á þennan hátt geta ofantalin
hráefni lífgað upp á jafnvel fá-
breyttasta salatdisk með litbrigð-
um sínum og bragðkeim og breytt
hversdagslegum miðdegisverði í
sannkallaða sælkeraveislu.
Hér fylgir uppskrift að sósu sem
er frábær með köldu kjöti og er
kjörin sem meðlæti með vænni
roastbeef-sneið í hádeginu. Þið
prófið ykkur áfram með salatsós-
urnar.
Græna sósan
hans Rafanós
_______1 stórt búnt steinseljo_
nokkur fersk myntulauf
_______1 msk. rifin piparrót___
_______2 msk. brouðmylsnq______
3 msk. ólífuolía
Saxið steinseljuna og myntuna
og blandið öllu saman. Sósan á að
vera álíka þykk og majónes. Saltið
og piprið.
TÆKNI/í/w geimferðir nœstu áratuga
Eru tuttugu ár í
mannaða Marsferð?
FÁTT er snertir vísindi og tækni
hefur verið jafn háð stjórnmála-
ástandi heimsins og geimferðir. I
þrjátíu og eitt ár hefur maður ekki
farið út fyrir braut um jörðu.
Ferðir manna til tunglins snerust
að hluta til um að afsanna gildi
stjórmálakerfis sem Bandaríkja-
menn voru á móti.
Rússar töldu það
sanna gildi komm-
únismans að þeir
höfðu, fyrstu árin
að minnsta kosti,
forskot á Banda-
ríkjamenn. Hið
kapítalíska hag-
kerfi var talið
sanna yfirburði sína með lendingu
Bandaríkjamanna á tunglinu árið
1969. Karli Marx hefði sennilega
þótt þetta einkenniteg aðferð við að
sanna eða afsanna kenningar sínar.
Raunverulegur sigur auðvaldskerf-
isins vannst rúmum tveimur áratug-
um seinna, á efnahagsorrustuvellin-
um. Gagn hinnar „sönnunarinnar"
fólst í því að óvænt átak var gert til
að kanna sólkerfið, þ.e. hið næsta
nágrenni jarðar, með mönnuðum
förum, en líka fjarlægari hluta með
ómönnuðum förum. Eftir að ekki
þurfti að afsanna gildi kommúnisma
lengur með geimkönnun hefur aft-
urkippurinn orðið mikill. Banda-
ríski skattborgarinn er ekki tilbúinn
að senda mönnuð geimför, ekki einu
sinni til tunglins, hvað þá lengra.
Sólkerfið er ekki kannað með tungl-
ferð frekar en að menn fari á milli
Dómkirkju og Aiþingishúss og kalli
það skoðunarferð um Reykjavík. I
raun er ekkert því til fyrirstöðu að
kanna litlu systur jarðar, Mars,
nema að það krefst peninga. 011
tækni er fyrir hendi. En til verksins
þarf stórar og dýrar eldflaugar.
Fjarskiptatæknin og hin hárná-
kvæma stýritækni er fyrir hendi.
Spyrja má af hverju sé verið að
tala um mannaðar ferðir til Mars
þegar fjarstýrðir vélvagnar séu
farnir að kanna yfirborðið. Því er til
að svara að enn er afar langt í land
að vélmenni geti farið nokkuð ná-
lægt mannskepnunni í því að safna
sýnum, velja skynsamlega úr,
bregðast við óvæntum kringum-
stæðum við sýnasöfnun á yfirborði
og því sem einkum þykir vegna for-
sögu Mars vera fovitnilegt, að safna
sýnum á verulegu dýpi undir yfir-
borði reikistjömunnar. Hér er vita-
skuld um að ræða sýnatöku í jarð-
fræðilegum, en einkum líffræði-
legum, tilgangi. En ekki er talið að
gengið sé úr skugga um líf eða fyrr-
verandi líf á Mars fyrr en farið hef-
ur verið langt niður fyrir yfirborð
hnattarins. Auk þess er með núver-
andi verðlagi og tækni ekki nema
vel helmings verðmunur á annars
vegar mannaðri geimferð og hins
vegar ómannaðri, þar sem safnað
yrði sýnum til að koma með til jarð-
ar. Þannig hefur þeirri skoðun vaxið
fylgi að stefna beri ákveðið að
mönnnuðum geimferðum þangað og
bjartsýnismenn telja þá fyrstu getið
farið fram um tvö þúsund og
tuttugu.
Á tuttugu og sex mánaða fresti
stendur vel á um geimskot frá jörðu
til Mars. Ýmsar útfærslur ferðar-
innar eru vitaskuld tit athugunar og
ekki víst að fyrst yrði farið niður til
yfirborðs, heldur myndu menn láta
sér nægja að lenda á Marstunglun-
um Fóbos og Deímos (sem þýðir
reyndar Skelfing og Ótti) til að
stjóma þaðan aðgerðum véla á yfir-
borðinu og athuga það úr nánd.
Fyrst yrði þó líklega send ómönnuð
mannflutningaferja sem færi á
braut nærri plánetunni. Jafnframt
því færi af stað vöruferja sem lendir
mjúkri lendingu á yfirborðinu.
Tuttugu og sex mánuðum eftir að
þær ferjur fara af stað er komið að
mannaða geimfarinu. Geimfaramir
fara í mannflutningaferjuna, sem
bíður á braut, og lenda henni. Upp-
runalegt farartæki þeirra bíður á
braut um Mars. Eftir e.t.v. þriggja
missera dvöl taka þeir hluta úr þeim
tveimur ferjum er hafa lent. Það
nægir til að skjóta þeim á braut um
Mars, ná hinni upprunalega geim-
ferju er flutti þá frá jörðu og beið á
braut, sem hefur enn vélarafl til að
komast út úr þyngdarafli reiki-
stjömunnar, og komast til jarðar.
Hvor ferðanna, út og heim, tekur
um tvö hundmð og sextíu daga eftir
sporbraut er snertir bæði sporbraut
jarðar og Mars, svo að ásamt Mars-
dvölinni varir öll geimferðin rúm
tvö ár. Hér eru vitaskuld ótalin ótal
tæknileg atriði og erfiðleikar er
þarf að yfirvinna, en líta má á það í
seinni grein.