Morgunblaðið - 11.06.2000, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 11.06.2000, Qupperneq 20
20 B SUNNUDAGUR11. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ , Morgunblaðið/Gunnlaugur Bnem Ásscir Jamil Allansson prjónar upp úr hindrunargryfju í Rcfabrekkum en haim skemmti Minnstu munaði að Ragnar Robertsson færi a hliðina 1 vatnstorfærunni í siðustu þraut. áhorfendum konunglega hvað eftir annað með taugatrekkjandi tilþrifum. ur þess góðar. Pað er sama hvað maður gerir, það ljóma allir af ánægju," sagði Ásgeir sem var lík- lega jafnvinsælastur ökuþóranna meðal áhorfenda sem sátu hundruð- um saman um ökuþórana að keppni lokinni til að verða sér úti um eigin- handaráritun þeirra. Sá aflminnsti vann æfingarnótið „Ég bjóst ekki við þessu því ég er með aflminnsta bílinn,“ sagði Ragnar Róbertsson eftir að hafa farið með óvæntan sigur af hólmi í aukakeppni fyrri dag mótsins í Swindon. Með jöfnum akstri gegnum þrautirnar fjórar náði hann forystu í þeirri síð- ustu þótt á svonefndum götubíl væri og ekki eins kraftmiklum og sérbúnir torfærubílar eru. Ragnar varð hlutskarpastur í tímateknum þrautum, eyddi ekki tíma í að bakka og snúa á brekku- toppi, eins og aðrir ökuþórar, til að komast í gegnum hliðin þar án þess K að snerta dekkin. „Það tapast það fá stig við að snerta að ég ákvað að keyra utan í dekkin fremur en eyða mörgum sekúndum í tilfæringar," bætti hann við. Ragnar gat ekki beitt niturgasafl- gjafa í klifri upp brekkur þar sem sá búnaður bilaði í fyrsta torfærumóti ársins heima fyrir þremur vikum og hann hafði ekki tíma til að gera við hann í millitíðinni. Meistararnir Haraldur Pétursson og Gísli Gunnar Jónsson, Michael Schumacher torfærunnar eins og þulur sagði óspart, urðu í öðru og þriðja sæti og vonsviknir yfír því að hafa orðið að lúta í lægra haldi á sér- búnum og öflugum bílum fyrir götu- bíl Ragnars. „Ég er engan veginn sáttur við annað sætið, gekk illa í tímaþraut- inni, tómt klúður þar,“ sagði Har- aldur. „Svæðið er ágætt en þó ívið of mikið grip. Það þarf engar ausur hér, venjuleg skúffudekk eru betri. Ég á ekki til skiptana, er bara með ausur,“ bætti hann við. „Fyrst og fremst var þetta rosaleg akstursleikni. Ekki spurning um hvort menn kæmust upp brekkur heldur hvað menn tækju mörg dekk. Aðstæður voru jafnvel þægilegri fyr- ir götubílana þar sem þeir eru styttri og auðveldara að beita þeim hér. Það hafa allir jafna möguleika því það er svo ofboðslegt grip í brekkunum og maður þarf ekki á mikiu afli að halda í þeim. En við reynum að sýna okkar rétta andlit á morgun,“ sagði Gísli Gunnar eftir keppni fyrri dags. Sú varð ekki raunin því þeir Haraldur áttu ekki betra gengi þá að fagna og lengi vel mun aftar í röðinni en loka- staðan gefur til kynna; skutust upp á við í tveimur síðustu þrautunum. Skelfíngarstuna er Benedikt flaug fram af hólnum Talsverð tilþrif voru í keppni fyrri dags þótt úrslitin skiptu engu fyrir aðalkeppnina. Sýnu mest er stein- 7* vala festi bensíngjöf í bifreið Bene- dikts Asgeirssonar, Gösla, í botni með þeim afleiðingum að bíllinn flaug fram af hól og sveif tvær mann- hæðir til lofts áður en hún skall til jarðar og stakkst á endum uns hún staðnæmdist á réttum kili. Óhapp af þessu tagi er afar sjaldgæft en bíllinn var á yfír 100 km hraða er það átti ' v sér stað í lok tímaþrautar. Benedikt Grænu þrumunni sem hvíldust lítið meðan á torfærumótinu í Swindon stóð. I annarri þraut æfingamótsins á laugardag hvað við gífurleg sprenging og eldsúla stóð upp úr vél- arhúddi bílsins. Nítrósprenging í blöndungi héldu menn í fyrstu en í Ijós kom að bilunin var alvarlegri, mótorventlar bognir og ljóst að bíll- inn yrði ekki brúklegúr án þess að þeir yrðu lagaðir. Liðið vai- á daginn og góð ráð dýr því finna þurfti nýja ventla. Breski rallökumaðurinn Tim Line var kunn- ugur á þessum slóðum og bauð að- stoð sína. Ók um sveitir i nágrenni Refabrekkna sem í keppni væri svo jafnvel Daníel leist ekki á aksturs- mátann. „Ég þori varla í bfl með öðr- um, verð helst að keyra sjálfur, er annars logandi hræddur," sagði kappinn sem ekki skortir kjarkinn í torfærubrekkunum. Heimsóttir voru aðilar er taldir voru eiga varahluti en allt kom fyrir ekki. Komið var að því að hætta leit og snúa til baka. En þá sannaðist að þegar neyðin er næst er hjálpin stundum næst. Fram úr ís- lendingunum tók bíll sem merktur var verkstæði nokkru og á honum stóð að það seldi bflparta. Rallarinn steig á bensíngjöfína og framúr aftur og bflstjórinn fenginn á endanum til að stoppa. Virtist vonarglætan ætla að slokkna er bflstjórinn sagði að verk- stæðinu hafí verið lokað fyrir ári. Draslið væri þó allt á sínum stað og þeim væri velkomið að gramsa í því. Þar fannst ekkert en þó vildi það til happs að þar var að finna sérstakt tæki til að renna ventla, hið eina á stóru svæði. Var því dröslað upp á torfærusvæðið og biluðu ventlarnir þrir renndir upp og lagaðir. Sett var í gang og allt virtist í lagi. Hið sama var að segja þegar gangsett var að morgni keppnisdags. En þegai- grípa átti til bflsins rétt fyrir fyrstu þraut dagsins sat allt fast; mótorinn reyndist úrbræddur. Við blasti að hætta keppni nema mót- or dytti nánast af himnum ofan. Reyndist Páll Antonsson á Reisgiæj- unni hafa tekið með sér aukamótor og lét hann mótorinn frá sér eftir stuttar samningaviðræður. Skiptu um mótor á methraða Létu viðgerðarmenn Grænu þrumunnar hendur standa fram úr ermum og linntu ekki látum við frumstæðar aðstæður undir beru lofti við torfærusvæðið í Swindon. Settu ef til vill met því frá því þeir tóku sér verkfæri í hönd til að hefjast handa við að taka skemmda mótor- inn úr og þar til Daníel ræsti nýja mótorinn. Tim Line trúði vart dirfsku viðgerðarmannanna og ákvað að taka tímann, bjóst jafnvel við að þeir gætu ekki klárað dæmið. Enn ótrúlegra þótti honum því er mótorinn hrökk í gang á fyrsta snún- ingi eftir ekki nema tvær klukku- stundir og 15 mínútur. Og svo tæpt stóð er bfllinn var gangsettm- á ný, að Daníel varð að gefa í til að komast að rásmarki því röðin var komin að hon- um í fjórðu þraut. Verður því árang- ur hans að teljast góður miðað við að hann missti af þremur fyrstu þraut- unum. Ef til vill var annasamara hjá við- gerðarsveit Grænu þrumunnar en annarra liða í Swindon. Framan- Ásgeir Jamil situr á þaki bfls síns, umkringdur áhugamönnum og aðdáendum að lokinni keppni í Swindon. Græna þruman, bfll Daníels G. Ingimundarsonar, stóð undir nafni strax á fyrra degi er blöndungur sprakk í byrjun þriðju þrautar með gífurlegum hvelli. Um leið stóð eld- súla stóð upp úr vélarhúddinu. Eftir vélarhávaðann og sprenginguna datt á dauðaþögn nokkur augnablik. Áhorfendur gripu andann á lofti enda bfllinn nánast við fætur þeirra og meir að segja Daníel virtist hvítna af undrun. Slakaði mannskapurinn á er hættan leið hjá og skemmti sér vel er Gunnar velti Erninum og Ásgeir Jamil sýndi hvað eftir annað tilþrif. Átti hann ekki lengur möguleika á sigri er drifskaft að framan brotnaði við dans hans við brekkumar í loka- þrautinni á fyrri deginum. Stendur og fellur með viðgerðarmönnunum Enginn ökuþór er betri en við- gerðarmenn hans, það sýndi sig í Swindon. Á þeim mæðir að halda bíl- unum keppnisfærum sem er ekki lít- ið verk. Lítið væri um tilþrif í brekk- unum og bílar færa vart í gegnum þraut ef þeirra nyti ekki við. Oft varð að hefja skiptilykla eða önnur tól á reyndi að stöðva ferðina með því að drepa á bflnum áður en hún fór upp á hólinn en allt kom fyrir ekki. Skelf- ingarstuna kvað við á áhorfenda- stæðum en öllum létti er spurðist út að Benedikt væri lítt eða ómeiddur. Kenndi eymsla í baki eftir byltuna miklu og marðist undan öryggisbelt- um sínum sem skildu eftir sig dökkar rákir, rétt eins og Benedikt væri í svörtum axlaböndum er hann sýndi blaðamönnum ummerkin með því að fara úr að ofan daginn eftir. Læknar, sem vanir eru störfum við akstursíþróttamót, voru snöggir á vettvang og með öryggi í huga ákváðu þeir að flytja Benedikt á sjúkrahús til skoðunar. Áður en þeir tóku hann út úr bflnum gáfu þeir sér drjúgan tíma til að búa sem öruggast um hann undir flutning. Eftir ná- kvæma rannsókn var hann útskrifað- ur af spítalanum. Gösli var hins veg- ar úr leik sakir skemmda. Aðstoðarmenn Gunnars Ásgeirssonar vinna í vélarhúsi Amarins sem reyndist vera með sprungu í heddi. loft að þraut lokinni til minni eða meiri viðgerða. Enda engin smáátök sem eiga sér stað þegar allt að þús- und hestöfl eru brúkuð til að klifra upp brekkur og yfir torfærur. Létu viðgerðarmennimir sig ekki muna um að skipta um brotinn öxul, taka upp eða skipta um gírkassa eða jafn- vel heilan mótor milli þrauta. Þeir byrjuðu jafnan fyrstir að vinna að morgni keppnisdags og hættu síðast- ir á kvöldin. Og dagurinn gat verið langur, eins og hjá viðgerðarmönnum Daníels á _________ Gunnar Egilsson, skipstjóri frá Selfossi, var að vonum ánægður eftir sigur á Egilsgullinu í torfærukeppninni í Swindon.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.